Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 1
80 SIÐUR OG LESBOK 277. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Thatcher á leiðtogafimdi EB: Reiðubúin að slá af kröfum sínum Kaupmannahöfn, Reuter. MARGARET Thatcher forsætis- ráðherra Breta ítrekaði á leið- togafundi Evrópubandalagsins í Kaupmannahöfn í gær að banda- lagið yrði að stöðva niðurgreiðsl- ur til landbúnaðarins sem eru að sliga fjárhag þess. Hún vék þó í einu frá einarðri afstöðu sinni. Thatcher gaf í skyn að Bretar létu sér nægja að samkomulag næði einungis til helstu kornteg- unda. Tólf leiðtogar Evrópubandalags- rílq'a hófu í gær tveggja daga viðræður sem einkum snúast um fjár- hag bandalagsins. Bretar og Hol- myndir af fölsuðum vegabréf- um parsins sem kallaði sig Mayumi og Shinichi Hachiya. Japanskt par grunað um hryðjúverk; Tengist ekki n-kóreskum njósnahring Tókýó, Reuter. Bráðabirgðarannsókn jap- anskra sérfræðinga á fingra- förum parsins sem talið er hafa átt aðild að tortímingu suður-kóreskrar farþegaflug- vélar á sunnudag leiddi í ljós að hér voru ekki grunaðir norður-kóreskir njósnarar á ferðinni. Getgátur höfðu verið uppi um það í Suður-Kóreu að parið sem handtekið var á flugvellinum í Bahrain á þriðjudag með fölsuð skilríki tengdist norður-kóreskum njósnahring. Karlmaðurinn framdi sjálfsmorð skömmu eftir handtökuna en konan lifði af eft- ir að hafa gleypt blásýruhylki. Talsmaður suður-kóreska flug- félagsins neitar fregnum fjöl- miðla í Seoul þess efnis að flugfreyjur um borð í vélinni hafi séð handfarangur þeirra um borð eftir að þau yfirgáfu vélina. Leit- arflokkar hafa ekki fundið leifar vélarinnar en um borð í henni voru 115 farþegar. lendingar hafa hvað harðast barist fyrir svokölluðu „leiðréttingarkerfi“. í því felst að verð á landbúnaðaraf- urðum til bænda lækkar sjálfkrafa ef framleiðsla þeirra fer fram úr leyfilegum mörkum. Á fundinum hefur einnig verið rætt um alþjóðlega hiyðjuverkastarf- semi. Thatcher bað Jaques Chirac forsætisráðherra Frakklands afsök- unar á hörðum árásum breskra fjölmiðla á meðhöndlun FVakka á gislamálinu í Líbanon. Hún sagðist taka trúanleg orð Chiracs þess efnis að Frakkar hefðu ekki greitt lausnar- gjald fyrir tvo franska gísla sem sleppt var í Líbanon á dögunum. Danskir sagnfræðingar hafa brugðist ævareiðir við því sem þeir kalla „fölsun dönsku stjórnarinnar á sögulegum staðreyndum". Tákn fundarins er þijú þúsund ára gömul steinmynd af langskipi sem fundist hefur í Danmörku. Upphaflega voru ellefu ræðarar á skipinu en í tákninu er þeir orðnir tólf í samræmi við fjölda Evrópubandalagsríkja. Repter Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands, Poul Schliiter forsætisráðherra Danmerkur og Franco- is Mitterrand forseti Frakklands á hádegisfundi í Amalienborg í gær. Á fyrra degi leiðtogafundarins var einkum rætt um fjárhag Evrópubandalagsins. Ýmsir telja að ef ekki takist að ná samkomulagi nú sé ímyndin um einingu Evrópu hrunin. Langdrægar kjarnorkueldflaugar risaveldanna: Reagan Bandaríkjaforseti ílmgar málamiðlunartíllögu Washington, frá Asgeirí Sverríssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti átti í gær fund með helstu ráðgjöfum sínum á sviði afvopnunarmála. Umræðuefn- ið var stefna Bandaríkjastjórn- ar varðandi fækkun langdrægra kjarnorkuvopna, sem almennt er talið að verði eitt helsta umræðuefnið er þeir Reagan og Míkhaíl S. Gor- batsjov Sovétleiðtogi koma saman til fundar hér í Was- hington á þriðjudag. Líklegt er talið að Reagan muni þar leggja fram nýja tillögu og bjóðast til að falla frá þeirri kröfu að Sovétmenn fækki einkum þeim kjarnaoddum, sem komið hefur verið fyrir í eldflaugum á landi. Hingað til hafa Bandaríkjamenn lagt á það höfuðáherslu að fækk- unin taki einkum til landeldflauga og hafa þeir með þessu móti viljað tryggja sér svigrúm til að geta fjölgað langdrægum kjamorkueld- flaugum í kafbátum sínum. Kenneth Adelman, forstöðumaður Afvopnunarstofnunar Banda- ríkjanna, gaf til kynna á fimmtu- dag að búast mætti við stefnu- breytingu varðandi þetta atriði. Ekki væri „algjörlega nauðsyn- legt“ að Sovétmenn fækkuðu kjamaoddum í langdrægum eld- flaugum á landi um rúmlega 3.000 eins og bandarískir embættismenn hafa hingað til krafist. Sovétmenn ráða yfir rúmlega 6.400 langræg- um kjamaoddum á landi. Sérfræðingar um vígbúnaðar- mál hafa margir hveijir spáð því að leiðtogar risaveldanna nái sam- komulagi um að hvoru stórveldinu verði í sjálfsvald sett að ráða sam- setningu kjamorkuheraflans náist samkomulag um verulega fækkun langdrægra kjamorkuvopna. Er þá gert ráð fyrir að samið verði um að hvort stórveldið fái að halda eftir 4.800 kjamaoddum í lang- drægum flaugum bæði á láði og legi. Verði raunin þessi munu Sov- étmenn þurfa að fækka eigin kjamaoddum um 52 prósent en Bandaríkjamenn um 40 prósent. í gær vom birtar niðurstöður skoðanakönnunar dagblaðsins Washington Post og ABC-sjón- varpsstöðvarinnar þar sem al- menningur í Bandaríkjunum var inntur álits á samkomulagi risa- veldanna um upprætingu meðal- og skammdrægra kjamorkuflauga á landi, sem áformað er að leið- togamir undirriti á þriðjudag. 52 prósent aðspurðra kváðust vera hlynnt sáttmálanum en aðeins átta prósent andvíg honum. Hins vegar kváðust 40 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni hafa það takmarkaða þekkingu á inntaki sáttmálans að þeir gætu ekki tekið afstöðu til málsins. Þykir þessi nið- urstaða treysta nokkuð málstað þeirra stjómmálamanna í Banda- ríkjunum sem lýst hafa sig andvíga sáttmálanum og hafa boðað að þeir muni leggjast gegn því að öld- ungadeild Bandaríkjaþings stað- festi hann. Sjá frétt á bls. 36. Vona að okkur takist jafn vel upp og Islendingum - segir Jim Pope forstöðumaður erlendu fréttamiðstöðvarinnar í Washington Waahington, frá Agnesi Bragadóttur blaðamanni Morgunblaðsins. VON ER á rúmlega sex þúsund fréttamönnum hingað til Wash- ington í tengslum við leiðtoga- fund þeirra Reagans og Gorbatsjovs samkvæmt því sem kom fram i samtali blaðamanns Morgunblaðsins við Jim Pope forstöðumann erlendu frétta- miðstöðvarinnar í Washington (Washington Foreign Press Center) í gær. Að sögn Popes hefur undirbúningur gengið vel i megindráttum en enn sagðist hann eiga í smávægileg- um örðugleikum sem hann kvaðst þó bjartsýnn á að leyst- ust nú yfir helgina. Pope sagði í gær að það lægi ekki íjóst fyrir enn hversu margir frétta- og tæknimannanna væru komnir hingað en hann bjóst við að flestir þeirra yrðu komnir á sunnudagskvöld, deginum áður en Gorbatsjov kemur hingað til Washington. Hann sagði þriðjung fréttamannanna eða liðlega það vera erlenda fréttamenn. „Nei, því miður var ég ekki á íslandi í fyrra en vildi svo gjaman hafa verið þar,“ sagði Pope. „All- ir sem ég hef talað við hafa lokið lofsorði á frammistöðu Islendinga í fyrra, og sagt mér að þeir hafi unnið afrek. Ekki aðeins hvað varðar aðbúnað allan og tækni heldur einnig það að erlendu fréttamönnunum á íslandi í fyrra fannst að þeir væru heima hjá sér sökum gestrisni og hlýju íslend- inga.“ Pope sagði loks: „Ég vona ein- læglega að mér og mínu fólki takist jafn vel upp og íslendingum tókst í fyrra við undirbúning og framkvæmd þessa sögulega fund- ar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.