Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 13

Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 13 Hæstiréttur: Tveggja ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl HÆSTIRÉTTUR míldaði í gær dóm yfir manni á fertugsaldri, sem flutti amfetamín til landsins. í undirrétti var maðurinn dæmd- ur í tveggja ára og níu mánaða fangelsi, en Hæstiréttur taldi hæfilega refsingu vera 2 ára fangelsisvist. Málavextir voru þeir, að maður- inn, Helgi Aðal^teinsson, keypti um 340 grömm af amfetamíni í Amst- erdam, faldi efnið í sígarettupökk- um og fékk kunningja sinn til að flytja það til landsins frá Lúxem- borg gegn 300 þúsund króna gjaldi. Efnið var ætlað til endursölu hér á landi. Kunninginn var handtekinn við komuna til landsins þann 3. apríl 1986 og fannst amfetamínið þá í fórum hans. Daginn eftir kom Helgi til landsins og var þá sjálfur handtekinn og voru þeir báðir úr- skurðaðir í gæsluvarðhald. Helgi hafði verið látinn laus í desember 1985 til reynslu í tvö ár á eftirstöðvum eldri dóms, 280 daga fangelsi, og rauf því skilorð reynslu- lausnarinnar með broti sínu. Refs- ing hans var því ákvörðuð með hliðsjón af því og taldi sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum refs- ingu hans hæfilega tveggja ára og níu mánaða fangelsi, en félagi hans, sem flutti efnið til landsins, hlaut eins árs fangelsisdóm. Helgi áfrýj- aði málinu til Hæstaréttar, en hinn ákvað að hlíta héraðsdóminum. Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að Helgi skyldi sæta fangelsi í tvö ár, „enda er í ljós leitt, að hér var um veikt efni að ræða“, eins og segir í niðurstöðu dómsins. Þá var hann dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað. Lögmaður mannsins var Sigurð- ur Georgsson, hrl., en Hallvarður Einvarðsson, ríkissaksóknari, flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Magnús Thoroddsen, Guðmundur Skaftason, Guðrún Er- lendsdóttir, Hrafn Bragason og Magnús Þ. Torfason. Opnunartími verslana VERSLANIR verða almennt opn- ar til kl. 16 í dag, 5. desember. Laugardaginn 12. desember verða verslanir síðan opnar til kl. 18, laugardaginn 19 desember tii kl. 22, og miðvikudaginn 23. desember, Þorláksmessu, til kl. 23. Verslunum er heimilt að hafa opið til kl. 12 fimmtudaginn 24. desember, aðfangadag, og fimmtu- daginn 31. desember, samkvæmt upplýsingum frá Kaupmannasam- tökunum og Gamla miðbæjar samtökunum. Að sögn Magnúsar E. Finnssonar framkvæmdastjóra Kaupmanna- samtakanna hafa sölutumar aðrar reglur um opnunartíma, þannig mega þeir vera opnir til kl. 13 á aðfangadag og gamlársdag, og til kl. 23.30 á nýársdag. Klingjandi kristall-kærkomin gjöf --------------N/33------------- Bankastræti 10 - Sími 13122 Kringlunni - Sími 689122 * URVALS ► Fullur staögreiösluafsláttur ► Afsláttur viö helmings utborgun ► Engin utborgun, en raðgreiöslur i 2-12 manuöi ► Þægilegur og odýr greiöslumáti vörur SALERNl. Við bjóðum þér vönduð salerni af ýmsum gerðum. Ásamt ýmsum áhöldum á baðherbergið. Sérlega hagstætt verð. BAÐMOTTUR. Mikið úrval af baðmottum og ýmsum gerðum af bað- hengjum. Svo og öðrum smáhiutum á baðherberg- ið. STÁLVASKAR. Vandaðir stálvaskar í ýms- um stærðum og gerðum. BLÖNDUNARTÆKI. Ótrúlegt úrval af blöndun- artækjum. Stflhrein/falleg. GUFUBÖÐ. Bjóðum nú gufu og sauna- böð, er henta hvaða heimili sem er. Allt í einum pakka. STURTUKLEFAR. Sturtuklefar er ganga hvar sem er. Af öllum stærðum og gerðum. LÍTIÐ VIÐ - VANDIÐ VALIÐ. V/ VATNSVIRKINN HF. , ÁRMÚL.A 21 SÍMAR 686455 - 685966 MÉRÉM LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.