Morgunblaðið - 05.12.1987, Page 24

Morgunblaðið - 05.12.1987, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Hefopnaðnýtt bakarííNýjabæ Opið alla virka daga og laugar- daga og sunnudaga kl. 916. IVER FLISAR ÓDÝRAR OGDÝRÁR / VANDAÐAR FLÍSAR VEGG OG GÓLF FLÍSAR ÚTIOGINNI FLISAR Gjaldþrot Óðins: Uppboð á húseignum eigenda „BÚNAÐARBANKINN tók veð fyrir þessum lánum á sínum tíma og þetta var allt tryggt", sagði Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbankans, er hann var spurður um viðskipti bankans og kvikmyndafélagsins Óðins, en eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins á þirðjudag hef- ur Skiptaréttur Reykjavíkur lokið skiptum á þrotabúi félags- ins. Að sögn Þórhalls Sigurðsson- ar, eins af eigendum Óðins, gengu eigendur í ábyrgð fyrir stærstum hluta af skuldum fyrir- tækisins. „Fjórir eigendur gengust í ábyrgð fyrir þessum skuldum með veðum að langstærstum hluta og húseignir félagsmanna hafa verið í uppboðsmeðferð vegna þessa máls,“ sagði Þórhallur. „Það er ekki séð fyrir endann á þessu ennþá en það er ljóst, hvemig sem allt fer, að þetta verður mikill skellur fyrir okkur." Skuldir kvikmyndafélagsins Óð- ins voru rúmar 26,5 milljónir króna auk vaxta og kostnaðar og voru Búnaðarbanki íslands, gjaldheimt- an og Hans Petersen hf. Rúmar níu þúsund krónur komu upp í kröfur að frádregnum kostnaði. Rartek Höganas FYRIRMYND ANNARRA FLÍSA HEÐINN SEUAVEGI 2.SÍMI 624260 HAFÐUALLTÁ HREINU FÁÐU ÞÉR ©TDK Hafnarfjörður: Afli úr Gunn- jóni GK seld- ur á metverði' FISKMARKAÐUR hf. í Hafnar- firði seldi á fimmtudag tæplega 54,5 tonna afla úr Gunnjóni GK á meðalverðinu 54,63 krónur, sem er hæsta meðalverð sem fengist hefur á fiskmörkuðunum til þessa. Mestur hluti aflans var þorskur, tæp 52 tonn, og seldist hann einnig á metverði, eða 54,47 krónur að meðaltali. Ámi Þorsteinsson, verkstjóri Fiskmarkaðar hf., segir að Gunnjón GK hafí verið á átta daga línuveið- um og hver veiðidagur hafi verið seldur út af fyrir sig. Þorskurinn hafi verið fremur smár millifiskur, um tvö kíló að meðaltali. Þá hafi ýsan, um 900 kíló, verið mjög stór og selst á 90 krónur. Hljóösnældur Hljóðsnældur Hljóðsnældui Dr. Eirikur Om Amarson fer með slökunarefm. Leiðbeinmgar og fjögurra vikna slökunardag- bók fylgja. Sex íslenskir afar: Eiríkur Hreinn Finnbogason, Gunnlaugur Þórðarson, Ólafur Skúlason, Róbert Amfinnsson, Valur Amþórsson og Þórarinn Guðnason fara með uppáhalds söguna sína. Bjarni Sigtryggsson viðskiptafræðingur tók saman efni um viðskipti. Þessi snælda er fyrir alla þá sem hafa áhuga á viðskiptum, ekki síst stjórnendur í þjónustufyrirtækjum. Hljóð- snældur AB Útgáfunýjung. Sjálfshjálp, g barnaefni og viðskiptaefni á hljóðsnældum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.