Morgunblaðið - 05.12.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.12.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 29 Á öðrum vertíðum gengu þeir frá ísafirði. Árið 1916 réðst Axel í byggingu íshúss ásamt Helga bróð- ur sínum og Magnúsi Thorberg. Var Helgi frumkvöðull íshúsbygg- ingarinnar en hann hafði kynnst frystitækni og íshúsrekstri og mikil- vægi hans alla leið suður í Arg- entínu er hann var farmaður á yngri árum. Ishúsið nefndu þeir félagar Glámu. Var það aðallega nýtt til beitufrystingar fyrir bátaútveginn. Helst var síld fryst til beitu. En nú var síldin ekki einvörðungu veidd vegna þorskveiðanna, ein og sér var síldveiði orðin mesti gróðavegur á íslandi. Á 19. öld er síldarbeita var að ryðja sér rúms var það hald manna að síldin væri hin mesta tálbeita. Þetta reyndist bábilja. En e.t.v. mætti segja að á fyrrastríðsár- unum hafi síldin reynst íslenskum athafnamönnum tálbeita. Á stríðsárunum stórgræddu síldarút- vegsmenn en er 'erðfall varð eftir stríð sátu margir eftir slyppir og snauðir. Einn þessara manna var Axel Ketilsson. í júlí 1916 hófu Axel og Helgi að byggja síldarplan „innan við Gróðrar-stöðina á Stek- kjamesi". Stakkanesplan var það almennt kallað. Þar lögðu fyrsta árið upp þrír bátar; þegar mest var á árunum 1918—1919 lögðu þar upp fímm bátar. f fyrstu reyndist síldarævintýrið Axeli mikill gróða- vegur og umsvif jukust stórum á Stakkanesi. Árið 1917 er aukið við Stakkanesplanið og íveruhús byggð fyrir starfsfólk. Síldveiðarnar höfðu einnig áhrif á Axelsbúð. Jafnhliða sumarslæðum og kjólum taka nú að fást þar olíupils — svuntur og ermar, færeyskar duggarapeysur, íslenskir sjóvettlingar og sokkar. Axel dressaði þannig upp kvenfólk- ið á ísafirði bæði á síldarplaninu og eins í strjálum frístundum. Eftir árið 1917 minnka umsvif Axels sjálfs í búðinni þó hann héldi upp- teknum hætti og ferðaðist árlega utan til vörukaupa á Englandi og Þýskalandi. Hann fór meir og meir að helga sig sjávárútvegi og síldveiðum. Hagur hans stóð þá í blóma. Samkvæmt „prívat“ efna- hagsreikningi Axels átti hann eignir er námu kr. 184.704.56 umfram skuldir 1. janúar 1918. Þó ber þess að gæta að stærsti eignaliðurinn var 224.620 krónur í salti og tunn- um. Niðurstöðutölumar voru 474.270.18,-. Axel Ketilsson stóð nú í fremstu röð ísfírska útgerðar- manna. Hann var formaður utgerð- armannafélags ísfírðinga og vélbátaábyrgðarfélags ísfirðinga. En nú tók að halla undan fæti. Árið 1918 varð aflabrestur. Árið 1919 aflaðist vel en í október það ár varð skyndilegt verðfall á sfldar- afurðum eftir að hámarksverði hafði verið náð. Allt árið 1920 var síld í lágu verði og framboð langtum meira en eftirspurn. Axel Ketilsson lét ekki deigan síga þessi ár, hélt ótrauður áfram sínum útveg, tók á leigu söltunarplan á Þaralátursfírði á Ströndum til viðbótar við Stakka- nesstöðina. Von útgerðarmanna um að markaðurinn tæki við sér varð að engu. Samdrátturinn snerist upp í kreppu. Eins og margir aðrir hætti Axel Ketilsson rekstri í krepp- unni sem reið yfir íslenskan sjávar- útveg árið 1921. Þessi kreppa sem fylgdi í kjölfar fyrri heimsstyijaldar virðist á margan hátt hafa haft meiri og afdrifaríkari áhrif á hag atvinnuvega og alþýðu en nafn- kunnari kreppa fjórða áratugarins. En áhrif þessa samdráttarskeiðs eru lítt könnuð af fræðimönnum. Eins og margir aðrir afsalaði Axel Ketilsson aðallánardrottni sínum, Landsbanka íslands, öllum veðsett- um eigum sínum á haustdögum 1922. Þótt þær dygðu engan veginn fyrir skuldum fór bankinn ekki fram á að bú Axels yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Þetta fyrirkomulag var algengt á þessum árum. Og margir athafnamenn stunduðu rekstur all- an þriðja áratuginn sem hálfgerðir leiguliðar Landsbanka og íslands- banka uns þeim tókst að endur- heimta eignir sínar. Haustið 1923 fór þó svo að Axel Ketilsson fram- seldi bú sitt til þrotaskipta, aðallega til að fá ljósa skuldastöðu sína við Landsbankann. Var þó ekki þar með öllu séð fyrir endann á síldar- raunum hans. Og ekki gerði þessi reynsla Axel algerlega frábitinn sjávarútveg. VI Axel Ketilsson stóð nú nærri í sömu sporum í ársbyijun 1923 og í ársbyijun 1912, nema að þá átti hann uppsafnaðan sjóð en nú upp- safnaðar skuldir. Ekki var honum þó að skapi að leggja árar ýbát. Árið 1919 hafði hann kvænst Ólöfu Bjömsdóttur, Guðmundssonar kaupmanns á ísafírði, þau áttu þeg- ar tvö böm og það þriðja var væntanlegt. Og enn var Áxel á besta aldri, einungis 35 ára. Hann brá því á það ráð að hefja taflið að nýju, halda erlendis, kaupa föt og vefnaðarvöm og hefja á ný versl- un. Ekki gat hann þó rekið verslun fyrir eigin reikning með góðu móti, þótt ekki væri hann tæknilega séð orðinn þrotamaður er hér var kom- ið sögu. Axel kom því að máli við frænku sína, Soffíu Jóhannesdótt- ur, (þau vom systrabörn) sem hafði um nokkurt skeið rekið litla versl- un, aðallega með ýmsa hluti er tilheyrðu búningi kvenna. Varð það að samkomulagi með þeim, að Axel Ketilsson yrði helmingseigandi að verslun Soffíu Jóhannsdóttur. Axel heldur síðan utan til Bretlands og Þýskalands til innkaupa. Ekki átti Axel neitt fé handbært en fyrir sérkennilega tilviljun átti hann veð- setjanlega eign. Veturinn 1918—19 lá Axel þungt haldinn af spænsku veikinni og var vart hugað líf. Óli, bróðir hans, var þá við nám í guð- fræðideild háskólans. Til að Óli nyti áframhaldandi stuðnings í námi þótt Axel félli frá framseldi Axel bróður sínum netaskúr sinn á Isafírði. Nú var hægt að grípa til þessarar eignar þótt ekki væri hún merkileg. Vefnaðarrisarnir Rylands í Manchester mátu skúrinn á 50.000 kr., hafa væntanlega fyrri viðskipti við Axel ráðið miklu um það rausn- arlega mat. Hin nýja verslun Soffíu Jóhannesdóttur hóf einnig rekstur í skúmum góða, óx þar og dafnaði næstu árin. Alltaf var hún köluð Soffíubúð í daglegu tali og árið 1925 var hinn formlegi titill aflagð- ur í blaðaauglýsingum. Efnaleg viðreisn Axels Ketilsson- ar fór ekki framhjá ráðamönnum Landsbankans á ísafirði. Fóru þeir að huga að innheimtu löngu afskrif- aðra skulda Axels við bankann. Haustið 1924 höfðaði bankinn mál gegn Axel til lúkningar 200.000 króna víxilskuld frá 1920. Varð af þessu frægt fordæmismál er fór fyrir Hæstarétt. Dæmdi undirréttur að þótt 'Landsbankinn hefði ekki lýst þessari víxilskuld sem kröfu í þrotabú Axels og þótt hann hefði talið hana meðal skulda búsins, þá ætti bankinn ófymda kröftrá Axel sjálfan. Þessa niðurstöðu staðfesti síðan Hæstiréttur árið eftir. Náði Axel samningum við Landsbankann og lauk greiðslu skuldarinnár árið 1931. Hafði hann þá goldið síldinni torfalögin. VII Árið 1928 urðu enn kaflaskipti í lífi Axel Ketilssonar. Þá tekur hann sig og fjölskyldu sína upp, og flyst búferlum til Reykjavíkur og hefur þar verslunarrekstur. Tildrög þess að Axel yfirgaf heimabæ sinn em ókunn. Geta má sér til að með- rekstur með frænku hans, þótt sambúð þeirra hafi veri góð, hafi ekki svalað athafnaþrá hans. Dreg- ið hafði úr vexti og viðgangi Isa- Qarðar: vaxtarmöguleikar verslunarreksturs eins og Axel hugðist stunda voru allir í höfuð- borginni er nú bar ægishjálm yfír aðra staði. Loks má leiða að því getum að Axel hafði ekki hugnast jafn vel verslunarrekstur á ísafirði og fyrmm eftir vonbrigði gjald- þrotsins. Er Axel kom til Reykjavík- ur var Jón Þorláksson að ljúka við smíði stórhýsis á mótum Austur- stræti og Pósthússtrætis gegn stórhýsi Nathan & Olsen. Þar fékk Axel 'leigt húsnæði fyrir verslun sína. Var leigan 1.000 krónur á mánuði. Jafnframt tryggði hann sér forkaupsrétt að húseigninni. Hóf nú Soffíubúð rekstur í Reykjavík, í Austurstræti 14, í hjarta borgar- innar, en Soffía Jóhannesdóttir hélt áfram að reka verslunina á ísafírði. Er Axel hafði losað sig úr skuldum við bankann var fyrirtækinu skipti upp: Reykjavíkurbúðin var færð á nafn Ólafar, konu Axels, en Soffía hélt versluninni á fsafírði. Er Axel mátti á ný reka fyrirtæki fyrir eig- in reikning árið 1934 var nafnið Soffíubúð orðið það rótgróið versl- unarömefni í bænum að ekki þótti tilhlýðilegt að breyta nafninu. Soffíubúð í Reykjavík var þó alltaf verslun Axels Ketilssonar undir dulnefni, formsins vegna. Hið fyrra lán Axels í verslunar- rekstri lék á ný við hann í Reykjavík þótt samkeppnin væri harðari. Árið 1934 keypti hann einbýlishús Her- manns Jónassonar við Laufásveg. Þremur ámm síðar, í miðri heims- kreppu, réðst hann í að kaupa Austurstræti 14. Þar með hafði Soffíubúð eignast varanlegt hús- Sjá næstu síðu. Listmálarinn Tryggvi Ólafsson, Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Halldór B. Runólfsson listfræðingur árita bókina Tryggvi Ólafsson hjá Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar, Austurstræti 16, kl. 11:00-13:00 og í Pennanum, Austurstræti 10, kl. 14:00-16:00 í dag, laugardag (5. desember). BÓK! NÝTT LISTAVERK! N ú bætist sjöunda verkið við bókaflokkinn íslensk myndlist. Bókin fjallar um Tryggva Ólafsson listmálara. Thor Vilhjálmsson rekur saman líf hans og list með þeirri orðkynngi sem honum er lagin og Halldór B. Runólfsson skilgreinir listferil Tryggva. T ryggvi Ólafsson er úr hópi þekktustu, núlif- andi myndlistarmanna íslenskra. í myndum hans speglast lífsreynsla og skoðanir íslend- ingsins sem dvalist hefur langdvölum erlendis og orðið fyrir þroskandi áhrifum utan úr hin- um stóra heimi. I bókinni eru litprentanir 46 málverka eftir Tryggva auk teikninga, klippimynda og fjöl- margra ljósmynda úr lífi hans og starl'i. Bókin um Tryggva Ólafsson er sannkallaður hvalreki á fjörur listunncnda enda ættu þeir að bæta henni sem fyrst við bókasafnið. Rac Eir Jóhi Jóha Ásgrímur ]0' í Sr Sm Brií Mu Geir ínnsson ~
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.