Morgunblaðið - 05.12.1987, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.12.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 37 Fátt virðist geta hjalpað dollaranum New York, London. Reuter. GENGI dollarans féll í gær og einnig lækkuðu hlutabréf nokkuð í verði þrátt fyrir vaxtalækkanir í mörgum Evrópuríkjanna. Er ástæðan talin sú, að menn eru heldur svartsýnir á ástand efnahagsmála almennt og efast um, að ríkisstjórnir geti komið sér saman um stöðva ókyrrleikann á gjaldeyrismörkuðun og koma betri skikkan á heimsviðskiptin. Vaxtalækkun vestur-þýska seðlabankans og annarra dugði ekki til að stöðva gengisfall dollar- ans en lágt gengi á dollaranum bitnar mjög á hag þeirra fyrir- tækja, sem selja vöru sína á bandarískum markaði, og í Banda- ríkjunum er óttast, að hærra verð fyrir innfluttar vörur geti valdið verðbólgu. Af þessum sökum lækkuðu hlutabréf í verði víðast hvar. í Wall Street lækkaði gengi hlutabréfa og mikið framan af degi en rétti nokkuð úr kútnum þegar fréttist, að atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefði minnkað og ekki verið nema 5,9% í nóvember. Nokkur lækkun varð einnig á öðr- um verðbréfamörkuðum og mest í París. Virtust fjárfestendur vilja losa sig við sem mest af dollurum vegna þess, að engra viðbragða varð vart í Bandaríkjunum og Jap- an við vaxtalækkununum í Evrópu. Búist hefur við, að fulltrúar iðnríkjanna sjö, Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Vestur-Þýska- lands, Frakklands, Ítalíu og Japans, komi saman til fundar í janúar en nú virðast vera blikur á lofti í þeim efnum. Nigel Lawson, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í fyrradag, að meginverkefni fund- arins yrði að koma á stöðugleika á gjaldeyrismörkuðunum en James Baker, fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, hefur tekið skýrt fram, að hann ætli sér ekki að hætta á efnahagslegan samdrátt þar í landi með því hækka vexti dollar- anum til styrktar auk þess sem lágt dollaragengi stuðli að meiri jöfnuði í viðskiptum við aðrar þjóð- ir. Lawson segir aftur, að sé ekkert útlit fyrir sameiginlegt átak þjóðanna í þessum málum sjái hann engan tilgang með sjö ríkja- fundi. HEIMUR IHNOTSKURN Reuter Kirkja heilags Basils og Eiffel-tuminn, þessar tvær byggingar, sem eru táknrænar fyrir Moskvu og París, eru nú að rísa hlið við hlið í Madrid á Spáni. París: Prýða þær skemmtigarð einn í borginni ásamt fímm öðrum mannvirkjum og fylla þann flokk, sem kall- ast sjö undur veraldar. „Skrímslið í Montmartre“ játar að hafa myrt 21 konu Farís. Reuter FRANSKA lögreglan hefur nú haft hendur í hári kaldrifjaðs morðingja, „skrímslisins í Montm- artre", og hefur hann játað að hafa pyntað og myrt 21 gamla konu í auðgunarskyni. Er hann þar með kominn ofarlega á blað i annálum franskrar glæpasögu. Um þriggja ára skeið, eða frá því Anna Barbier-Ponthus, 83 ára göm- ul kona, var myrt árið 1984, lék „skrímslið" lausum hala og lagði snörur sínar eingöngu fyrir gamlar konur. 1. desember sl. voru morðin orðin 38 talsins en þá tók athugull lögreglumaður, Francis Jacob að Líflegjafnteflisskák Skál______________ Karl Þorsteins Það var augljóst að heimsmeistar- inn Gari Kasparov var í vígahug þegar 20. einvigisskákin um heimsmeistaratitilinn gegn Ana- toly Karpov hófst í Sevilla í gser. Upp kom drottningarbragð og i stað þess að velja hefðbundnar leiðir, lék hann drottningunni í 6. leik og valdi sjaldséða leið sem sovéski meistarinn Eingorn hefur teflt með góðum árangri. Skákský- rendur í Sevilla hrifust af byrjun- artaflmennsku heimsmeistarans, og almennt var staða heimsmeist- arans talin betri. Enga veikleika var þó að finna í stöðu Karpovs og með fimlegri vörn tókst honum smám saman að jafna taflið og um jafntefli var samið eftir 37 leiki. Staðan i einvíginu er nú jöfn, hvor keppandi hefur hlotið 10 vinninga. Aðeins fjórar skákir eru ótefldar i einviginu og nægir Kasparov jafntefli i skákunum fjórum til að halda heimsmeistaratigninni, en Karpov vantar sárlega vinning. Staðan er þvi æsispennandi og búast má við snarpri baráttu i ein- vígisskákunum sem eftir eru. 21. einvígisskákin verður tefld á mánudag. Sovéski stórmeistarinn Josif Dorf- man, einn helsti aðstoðarmaður heimsmeistarans, sagði að afbrigðið sem upp kom væri almennt álitið leiða til heldur rólegrar stöðu, en fljótlega varð ljóst að heimsmeistarinn hafði annað í huga. Kóngspeðinu var ýtt djarflega úr vör, og fyrr en varði hafði Kasparov skapað sér ákjósanleg sóknarfæri. Liðsafli hans hafði meira rými og að auki stóðu spjótin að kóngsvæng Karpovs. Heimsmeistar- inn fyrrverandi varðist þó fímlega og tókst að draga úr helstu hótunum Kasparovs með uppskiptum. Heldur dró þá úr spennunni og með ná- kvæmri vöm í framhaldinu tókst Karpov að halda skiptum hlut og jafn- tefli var samið þegar þráskák var fyrirsjáanleg. Hvítt: Gari Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. c4 - e6 2. Rc3 - d5 3. d4 - Be7 4. Rf3 - Rf6 5. Dc2 (Kasparov leitar hér í smiðju sovéska meistarans Eingom sem beitir drottn- ingarleiknum reglulega. Leiknum er væntanlega ætlað að koma Karpov á óvart auk þess sem hann er kærkom- in tilbreytni frá Tartakower-afbrigð- inu sem kappamir hafa óspart beitt.) 5. — 0-0 6. Bg5 — c5 7. dxc5 — dxc4 8. e4 — Da5 9. e5 — Rd5 10. Bxc4 - Rxc3 11. 0-0 (Stöðumynd) (Skemmtilegur leikur. Nú stendur bæði á riddaranum og biskupnum á e7 hjá svarti. Svartur kemst ekki undan með að skipta upp á biskupn- um því ef 11. — Bxg5 12. Rxg5 hótar hvítur máti á h7, auk þess sem riddarinn á c3 er dauðans matur. I framhaldinu er staða hvíta liðsaflans greinilega betri.) 11. Dxc5 12. Dxc3 - Rc6 13. Bxe7 - Dxe7 14. a3 - Bd7 15. Hacl - Hfd8 16. b4 - a6 17. De3 — Be8 18. Bd3 - Ra7 (Riddaraleikurinn vísar augljós- lega til að svörtum hefur orðið eitthvað á í byijunartaflmennskunni. Hvíta staðan er mun rýmri, sóknar- möguleikamir ákjósanlegir, auk þess sem hvítu peðunum hefur verið stillt á reiti gagnstæða biskupnum, sem þykir til fyrirmyndar ef til endatafls kemur. Svarta staðan er hins vegar traust og veikleikar ekki margir. 19. Bbl - Bc6 20. Rg5 - h6 21. Re4 — Rb5 22. Hc4 (Hótunin er augljós. 23.RÍ6+ — gxf6 24. Hg4+ og svartur verður mát. Svartur verð- ur því að skipta upp á biskupnum.) 22. Bxe4 23. Bxe4 - Hac8!(Upp- skipti em svörtum í hag.)24. Hxc8 — Hxc8 25. Hcl — Hxcl+ 26. Dxcl — Dd7 27. g3(Frumkvæði hvíts er smátt í framhaldinu.)27. b6 28. Kg2 — Dd8 29. h4 — a5 30. bxa5 — bxa5 31. Dc5 - Rd4 32. h5 - f5! 33. Bb7 - Kf7 34. Kh2 - Db8 35. Dxd4 - Dxb7 36. g4 - Kf3 37. Dd7+ - Kf8 Jafntefli Þráskák er fyrirsjáanleg með drottningarskákum á d7 og d8. nafni, eftir ungum og hávöxnum svertingja með eyrnalokka og litað hár, sem hann greiddi á sama hátt og bandaríski íþróttamaðurinn Carl Lewis. Jacob fannst eitthvað athugavert við manninn og tók hann til yfir- heyrslu. Reyndist hann heita Thierry Paulin, 24 ára gamall, ættaður frá Martinique í Karíbahafí og sjálfskip- uð „stjama" f þriðja flokks revíuleik- húsi. Hann var eiturlyfjaneytandi og þurfti ekki að ganga lengi á hann áður en hann játaði. Fyrst játaði hann á sig sjö morð, síðan 13 og nú eru þau komin í 21. Kunningi hans, Jean-Thierry Mat- hurin, 23 ára gamall eiturlyfjaneyt- andi, var stundum með honum við glæpaverkin og hefur játað aðild að sjö morðum. „Þeir lifðu á því að drepa gamalt fólk,“ sagði einn lögreglumannanna. „Paulin man ekki lengur eftir því öllu.“ Paulin er nú kominn í flokk með mönnum á borð við Henri Desire Landm, sem var hálshöggvinn árið 1922 fýrir að drepa tíu ungar kon- ur, og dr. Marcel Petiot en hann var dæmdur fyrir að myrða 27 manns, sem hann ginnti til sín á stríðsárun- um undir því yfirskini, að hann gæti komið þeim úr landi. Aðeins Petiot er fremri Paulin að þessu leyti, enn sem komið að minnsta kosti. Þess má raunar geta, að Peti- ot hélt því sjálfur fram, að hann hefði fyrirkomið 63 mönnum. W HONDA Leiðandi í hönnun og tækninýjungum HONDA Á ÍSLANDI Vatnagörðum 24 s. 689900. Opið laugardag kl. 1-5. W HONDA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.