Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 44
Dalvík: Ný vatns- veita tekin í notkun Morgunblaðið/GSV J6n Emil Stefánsson fyrsti vatnsveitustjóri Dalvík- Skálað var í vatni að lokinni athöfn og hér skenkja ur vígir hér nýju vatnsveituna og hafði hann á þeir Kristján Þór Júlíusson bæjarsljóri og Guð- orði við tækifærið að oft hefði verið meira mál mundur Árnason veitusijóri vatni í glös viðstaddra. að koma veitu af stað en að snúa einum takka. Hjá honum standa þeir Guðmundur Árnason núver- andi veitustjóri og Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri. Ný vatnsveita Dalvíkinga var tekin i notkun í gær á eyrum Svarfaðardalsár. Undangengin ár hafa vatnsveitumál Dalvík- inga verið bágborin og hefur nokkuð borið á salti í vatni þeirra. Gárungamir voru famir að kalla Dalvik „Salt Lake City“ en svo var komið að menn voru heldur farnir að drekka kælt vatn úr heitavatnskrönunum heldur en að setja ofan í sig salt- vatn úr gömlu veitunni. Það var ekki fýrr en á sl. hausti að athygli manna beindist mjög að þeim stað sem veitunni var valinn staður. Á árunum 1962 til 1986 var unnið að neysluvatnsrannsóknum fyrir Dalvíkurbæ. Bæjarstjóm Dalvíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 17. febrúar sl. fyrirhugaða virkjun. „Það getur engum blandast hugur um það sem á annað borð hefur nýtt Vatnsveitu Dalvíkur undanfarin ár að sú breyt- ing sem nú er orðin á er ólýsanleg. Áður vom hámarksafköst veitunnar um 35 sekúndulítrar en í dag er hægt að veita til bæjarins um 60 sekúndulítrum svo ekki sé minnst á gæðin. Á Dalvík er starfræktur vatnsfrekur matvælaiðnaður sem hingað til hefur að nokkm leiti þurft að nýta sér alls ófullnægjandi yfírborðsvatn. Tilkoma þessarar veitu hlýtur að breyta rekstrarskil- yrðum fyrirtækja hér og skjóta þar með styrkari stoðum undir allt at- vinnulíf staðarins, jafnframt því að auka á öryggi bæjarbúa jafnt á ytra sem innra borði,“ sagði Krist- ján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Dalvík við vígslu veitunnar. Hann sagði að vissulega væri veitan fjárfrek framkvæmd og kæmi niður á öðmm framkvæmdum bæjarins. „Að minnsta kosti hef ég heyrt utan af mér að mörgum fínn- ist að lítið hafí verið unnið á vegum Dalvíkurbæjar í ár. Ég leyfí mér hinsvegar að fullyrða að sú bæjar- stjóm sem tók samhljóða ákvörðun um að ráðist yrði í þetta stórvirki hefði verið fullsæmd af því einu þó ekkert annað verk hafí unnist í ár á vegum bæjarfélagsins. Ekki ligg- ur ljóst fyrir á þessari stundu hve kostnaðurinn er mikill í sambandi við veituna, en áætlanir hljóðuðu upp á 27 milljónir króna. Svo virð- ist sem sú áætlun muni standast." Að verkinu unnu að jafnaði átta til tíu menn og hófst það um mán- aðamótin júní/júlí. Lengd aðveitu- æðarinnar er um það bil níu og hálfur km lögð með 12 tommu sver- um plaströrum frá Reykjalundi. Grafnir voru fjórir þriggja til fimm metra djúpir brunnar sem tengdir eru saman hér í dæluhúsinu og gefur hver brunnur um það bil 12 til 18 sekúndulítra. Samið var við landeigendur á Bakka og Hofsár- koti um afnot af landi þeirra og er rík ástæða til að þakka þeim þann skilning sem þeir hafa sýnt fram- kvæmdunum, sagði Kristján Þór. Verkfræðistofa Norðurlands hefur haft umsjón með hönnun. Jarðverk hf. á Dalvík og starfsmenn veitna- og áhaldahúss unnu verkið. í dag er dælt af virkjunarsvæðinu úr tveimur brunnum, samtals um 26 lítrum á sekúndu. Engin stýring er enn komin á dælinguna nema handvirk. Framtíðin kallar hinsveg- ar á nýjan geymi og mun tölvustýr- ing í tengslum við hann stjórna dælingu vatnsins á svæðið. Á þenn- an hátt þróast tækni nútímans og er því langur vegur frá fyrstu vatns- veitu Dalvíkur sem tekin var í notkun haustið 1936. Það er raunar undarlega hröð þróun þegar hugsað er út í það að síðan er aðeins liðið 51 ár og 100 ár frá fyrstu byggð á Dalvík, sagði Kristján Þór. Reynum að sameina menn þó samtökin séu valdalaus — segir Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fj ór ðungssambands Norðlendinga „MENN eru fyrst og fremst að velta því fyrir sér hvort Fjórð- ungssamband Norðlendinga á að vera áfram eitt samband eða hvort þvi skuli skipt upp i tvö svæðasambönd eftir kjördæm- um. Ef tvö sambönd er vilji manna, er það fullkomlega í lagi. Núverandi kerfi, sem byggist upp á héruðum, er í raun æva- gamalt. Þingeyingar hafa ávallt hugsað sér, Eyfirðingar sér, Húnvetningar sér og svo fram- vegis. Við höfum haft þá stefnu að sameina menn i stærri málum eftir megni. Hinsvegar er ekki hægt að beita sliku sambandi til átaka þar sem það er gjörsam- lega valdalaus samstarfsstofn- un, “ sagði Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðlendinga í samtali við Morgunblaðið. Bæjarráð Sigluflarðar hefur gert tillögu um að segja sig úr Fjórð- ungssambandi Norðlendinga og á fundi þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra fyrir skömmu var samþykkt að menn athuguðu afstöðu sína til sambandsins. Áskell sagði að gerð hefði verið könnun í sumar um starfsemi sambandsins og hefði þá engin óánægja komið fram. „Segja má þó að kurr ríki á meðal sveitar- stjómamanna þessa dagana út af gjaldheimtumálum og bitnar hann vafalaust á landshlutasamtökunum að minna eða meira leyti. Þá er vitað að Siglufjörður á í fjárhagserf- iðleikum og hver reynir ekki að fínna sökudólga þegar illa gengur heima fyrir?“ Að sögn Áskels var tekin upp sú stefna að draga saman starfsemina árið 1985 þegar sambandið var endurskipulagt. Felldar voru niður nefndir, ráðstefnum var fækkað, lækkuð voru árgjöld og fækkað var í fjórðungsráði. Auk þess var felld- ur niður rekstur iðnráðgjafar á vegum sambandsins. Sambandið hefur því verið rekið á þessum grundvelli síðan. „Við höfum ekki orðið varir við neina óánægju með störf sambandsins aðra en þá að vitað er að á Siglufírði hefur ríkt nokkur einangrunarstefna auk þess sem uppi hafa verið raddir um að sambandinu skuli skipt eftir kjör- dæmum, eins og víða annars staðar. Menn viðurkenna almennt í landinu að svæðasambönd sveitarfélaga eigi rétt á sér, þó valdalaus séu. Hinsvegar er þvf ekki að leyna í þessu sambandi að minnimáttar- kennd og afbrýðisemi ríkir hér á Norðurlandi vestra gagnvart aust- ursvæðinu, aðállega gagnvart Akureyri. Sumir frammámenn ræða jafnvel um það að þeir sæki þjónustu frekar suður en til Akur- eyrar," sagði Áskell að lokum. HOTEL KEA Stjórnendur fyrírtækja og verslana ath! Því ekki að létta lund starfs- fólksins í jólaösinni og bjóða þeim upp á snittur, smurt brauð eðajafnvel heitan mat frá Hótel KEA. Nánari upplýsingar og pantanir í síma 22200. HÓTEL KEA PÍPUHATTAR kr. 8.250,- JfnDirtmr, þó Bnh m á bimiium. Wflist þitt nafn, til bomi þitt ] nfai bntii pinn bilji.suo á jörtiu snn } á f)imnum;flrf oss I bag Uort bagtfgt ' braub og fprirgrf oss borar sfaulbir. | sbo srm bir og fprirgrfum borum sfaulbunautum. rigi (rib Jni osS i x frristnlfjriburfrrlsa oss fiáillu, v þbl ab þitt rrrtfaib. mátturinn -ogbwtiin ab rifiíu. Veggplatti með bæninni Faðir vor Tilvalin tækifæris-ogjólagjöf. Útgefin af KFUM og KFUK til styrktar byggingu fclaganna í Sunnuhlíð. Fæst í Hljómveri og Ped- rómyndum. Verð kr. 950,- Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst þegarþiðakið Fæst í Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, í verslun- inni Jötu, Hátúni 2a, Reykjavík og í Hljómveri, Akureyri. Verð kr. 50,- Orð dagsins, Akureyri. AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 85 S 23905 og 23634

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.