Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 46

Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Garðabær Blaðbera vantar í Móaflöt, Tjarnarflöt og Bæjargil. Upplýsingar í síma 656146. Hreinn hf. Viljum ráða fólk til starfa við pökkun í verk- smiðju vora. Upplýsingar aðeins veittar á staðnum hjá verkstjóra. Hreinn hf., sápuverksmiðja, Barónsstíg 2. Dagheimilið Foldaborg Okkur vantar tvær fóstur eða þroskaþjálfa í 50% stuðningsstöðu eftir hádegi frá og með 1. janúar 1988. Einnig vantar okkur fóstru í 100% starf frá og með 1. janúar. Við á Foldaborg getum státað af góðu upp- eldisstarfi og góðum starfsanda. Lysthafendur vinsamlegast hafið samband við forstöðumann í síma 673138. Framleiðslustörf Óskum eftir að ráða starfsmenn til framtíð- arstarfa. Starfið felst í framleiðslu á máln- ingu. Æskilegt er að viðkomandi hafi áður komið nálægt vélum. Boðið er uppá góða starfsaðstöðu í nýrri verksmiðju á Funahöfða 9. Upplýsingar veitir framleiðslu- eða verkstjóri á staðnum milli kl. 13.00 ög 15.00 eða í síma 685577. VJV,málning % Fararstjórn sumarið 1988 Samvinnuferðir-Landsýn undirbýr nú ferða- áætlun ársins 1988. Þar sem ráðgert er að auka enn frekar þjónustu okkar á erlendri grund er þörf á fleira fólki í fararstjórahópinn okkar. Við leitum að kraftmiklu fólki, sem hefur áhuga á líflegu, fjölbreyttu og krefjandi þjón- ustustarfi á komandi sumri. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í apríl/maí og starfað fram undir lok september. Á vormán- uðum verður haldið stutt námskeið fyrir verðandi fararstjóra. Umsækjendur skulu uppfylla eftirtalin skil- yrði. ★ Góð tungumálakunnátta. ★ Fjölbreytt starfsreynsla. ★ Reynsla af dvöl eða lengri ferðalögum erlendis. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá síma- afgreiðslu á skrifstofu Samvinnuferða- Landsýnar, Austurstræti 12, Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út 20. desember. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 & 23727 Ólafsvík Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Ólafsvík. Einnig vantar blaðbera. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-61243 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 91-83033. ' JttrogtniltfiifetíÞ Hafnarfjörður - blaðberar Blaðbera vantar í Setbergshverfi, þ.e. Álfa- berg, Furuberg, Fagraberg og Einiberg. Upplýsingar í síma 51880. Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir forstöðumanni við dagvistina Sunnuhlíð frá 1. febrúar 1988. Dagvistin er ein deild með 20-25 börnum. Fyrirhugað er að taka hana í notkun í mars 1988. Umsóknir skulu berast skriflega til dagvistar- deildar, Eiðsvallagötu 18, fyrir 31. desember 1987. Ennfremur auglýsum við eftir forstöðumönn- um við dagvistirnar Flúði og Síðusel frá 1. janúar 1988. Umsóknarfrestur er til 10. desember 1987. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 96-24600 alla virka daga frá kl. 10.00-12.00. Dagvistarfulltrúi. Leikskólinn Fellaborg, Völvufelli 9 Óskum eftir starfsfólki frá og með 1. desem- ber eða 1. janúar 1988 hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í síma 72660. Grandaborg Leikskólinn/dagheimilið Grandaborg, Boða- granda 9, óskar eftir fóstru, þroskaþjálfa og aðstoðarfólki. Um er að ræða heila stöðu, sem er stuðningur við barn með sérþarfir. Vinnutími kl. 13.00-17.00 og skilastöðu. Vinnutími 15.30-18.30. Upplýsingar í síma 621855. Forstöðukona. Aðstoðardiskótekari óskast sem fyrst. Upplýsingar á staðnum milli kl. 16.00 og 18.00. Hóte/ Borg. Siglufjörður Blaðbera vantar í Hlíðarveg. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 96-71489. JHniT!0MMMM>tífr Vilt þú notalegt, áreynslulaust starf og skjótfenginn gróða? Þá eigum við því miður ekki samleið. En ef þú ert að leita að fjölbreyttu og krefj- andi starfi, þar sem menntun þín og hæfileik- ar nýtast, skaltu lesa áfram. Við þurfum að bæta 5-6 starfsmönnum í hóp þeirra 45 sem fyrir eru. Fyrirtæki okkar, Endurskoðunarmiðstöðin hf. N. Manscher, er gamalgróið fyrirtæki, sem starfar við endurskoðun, rekstrarráðgjöf og bókhald fyrir fyrirtæki úr flestum greinum atvinnulífsins í Reykjavík, Keflavík, á Egils- stöðum, Húsavík og Akureyri. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, nútímanleg vinnubrögð og góða möguleika til endur- menntunar hér á landi og erlendis í tengslum við samstarf okkar við alþjóðlega endurskoð- unarfyrirtækið Coopers & Lybrand. Ef þú ert löggiltur endurskoðandi, viðskipta- fræðingur af endurskoðunarsviði eða hefur lokið þriðja árs námi í viðskiptadeild og vilt endurskoða framtíðina, gætum við átt sam- leið. Við skoðum og endurskoðum allar umsóknir sem berast skrifstofum okkar fyrir 16. des. nk. Farið verður með umsóknir sem trúnað- armál sé þess óskað. Endurskoóunar- mióstöóin hf. N.Manscher Höfðabakkla 9, Reykjavík Hafnargötu 37, Keflavík Lagarási4, Egilsstöðum Garðarsbraut 17, Húsavík Gránufélagsgötu 4, Akureyri Setjarar Þótt bókaflóðinu sé nú að linna viljum við bæta við okkur vönum umbrotsmönnum. Ennfremur vantar okkur starfsmann til þess að hanna prentgripi, sérstaklega bækur, og merkja handrit til áframhaldandi vinnslu. Vinsamlega hafið tal af verkstjóra milli kl. 16.00 og 18.00 næstu daga. Prentsmiðjan Oddi hf. Höfðabakka 7, 112 Reykjavík. Sími 83366. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.