Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 53

Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 53 ættum, en móðurættin var eyfirsk og húnvetnsk. Árið 1919 fluttist Ármann með foreldrum sínum að Kjartansstaða- koti í Staðarhreppi og ólst þar upp. Síðan eignaðist hann ásamt bróður sínum, Skafta, jörðina og bjuggu þeir bræður þar saman og raunar einnig á Kjartansstöðum uns þeir brugðu búi og fluttust til Sauðár- króks árið 1983. Ármann var næstyngstur tólf systkina. 11 þeirra komust til full- orðinsára, en þrjár systur dóu í blóma lífsins. Auk þess ólu foreldr- ar Ármanns upp fósturson, sem alla tíð hefur verið sem einn af systkinunum. Voru miklir kærleikar með honum og Ármanni. Ármann vann að búi foreldra sinna og var þeim stoð og stytta þegar aldur færðist yfir þau. Á unglingsárum hans voru tækifæri til mennta ekki á hvetju strái fyrir þá sem fátækir voru. Samt tókst honum að vera tvo vetur við nám í bændaskólanum á Hólum og eitt ár starfaði hann á stórum búgarði í Danmörku. Ármann bjó aldrei stóru búi, enda hafði hann ekki fyrir flölskyldu að sjá. En bú hans var gagnsamt. Og þar sem um félagsbú var að ræða gat hann hæglega brugðið sér frá og var hann alltaf boðinn og búinn til að hlaupa undir bagga hjá skyld- mennum sínum þegar á þurfti að halda. Ármann var mikill öðlingsmaður, sem öllum er kynntust honum varð hlýtt til. Hann hafði alltaf einstak- lega góða lund. Hann sást aldrei bregða skapi, var glaðlyndur og ræðinn. Hann var félagslyndur maður og alls staðar aufúsugestur þar sem hann kom. Ármann hafði mikið yndi af hestum, eins og raun- ar bræður hans sumir. Á búskap- arárum sínum ól hann upp nokkra hesta sem síðar reyndust miklir gæðingar. Var honum fátt umræðu- efni kærara en hestar. Fyrir rúmu ári tók Ármann þann sjúkdóm sem að lokum varð Hfsvilj- anum yfirsterkari. Mestallan þann tíma vissi hann vel að hverju dró og að líf hans var að fjara út. Á þeim tíma komu eðliskostir hans best í ljós. Æðruleysi hans og hug- arró var einstök. Þó að hann væri helsjúkur gat hann ávallt gefið þeim mörgu sem heimsóttu hann eitt- hvað. Vinir hans fóru jafnan bjart- sýnni og með hreinni hug af fundi hans. Armann var þannig einn af þeim fágætu mönnum sem vaxa við raunir og til hinstu stundar. Trúar- vissa hans var einnig traust og örugg, en það var hin góða heiman- fylgja hans úr föðurhúsum. Enda þótt við vitum að Ármann var orðinn hvíldarþurfí og að þrek hans var á þrotum er sárt að sjá á bak þessum góða og einlæga vini og frænda. En hann kveið ekki vistaskiptunum og okkar er þvi að sættast á hið óumflýjanlega. Að leiðarlokum þökkum við órofa tryggð og vináttu. Hvíli ( friði góður vinur. Margrét Margeirsdóttir ogSigurjón Björnsson. t innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa 'og langafa, JÓNS SIGTRYGGS SIGFÚSSONAR, Ketu, Skógargötu 26, Sauðárkróki, Guttormur A. Jónsson, Björn Jónsson, Hraf nhildur Jónsdóttir, Lissý Jónsdóttir, Anna Jónsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Viðar Jónsson, barnabörn Hrefna Einarsdóttir, Elísa Vilhjálmsdóttlr, Jóhannes Sigmundsson, Jósep Þóroddsson, Stefén Vagnsson, Stelnunn Egilsdóttir, barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR STEINDÓRSDÓTTUR fré fsafirðl, Merkurgötu 4, Hafnarflrðl, Þorstelnn Jónsson, Þórdfs G. Jónsdóttlr, Jóna Jónsdóttlr, Ólafur Ó. Jónsson, Þorleifur Ófeigur Jónsson, Bjarnl Jónsson, Steindór Á. Jónsson, Sigrfður A. Jónsdóttir, Sólveig E. Jónsdóttlr, Jón H. Jónsson, Guöbjartur B. Jónsson, Pótur Jónsson, Bjarnþór Valdlmarsson, Guðjón Jónsson, Halla Sigurðardóttlr, Erna Karlsdóttir, Tryggvi J. Andrósson, Ingólfur Helgason, Helga Thorsteinsson, Birna Björnsdóttir, Steinþóra Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. „Bókaverslun Snæbjarnar í Hafnarstrætinu sem góö bókabúð hefur: - Allar íslenskar jólabækur, notalegt umhverfi og persónulega þjónustu.“ Stór orð, en sönn. Við í bókaverslun Snæbjarnar erum til þjónustu reiðubúin. Við vitum hvemig á að velja góða bók - (næði og notalegu umhverfi - en erum ávallt nærri þegar á þarf að halda með góðráðogupplýsingar. Hjá okkur í Hafnarstrætinu er viðamikið úrval íslenskra bóka, auk þess sem þær erlendu eru enn á sínum stað. Félagsmönnum Máls og Menningar er boðinn afsláttur á félagsbókum. Við erum þeirrar skoðunar að hlýlegt viðmót og persónuleg þjónusta geri gæfumuninn í jólaamstrinu. Hvað meira getur góð bókabúð boðið? Bókaverslun Snæbjamar Hafnarstræti 4.Sími: 14281

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.