Morgunblaðið - 05.12.1987, Page 59

Morgunblaðið - 05.12.1987, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 59 Þórður Bogason, Hellu — Minning Fæddur 31. mars 1902 Dáinn 29. nóvember 1987 Það þarf sjálfsagt ekki að koma á óvart þótt aldraður maður farinn að heilsu kveðji lífið á þessari jörð. Þó fer ekki hjá því að þau um- skipti hafi áhrif á þá sem næstir standa og aðra samstarfs- og sam- ferðamenn. Þórður Bogason var fæddur 31. mars 1902 í Varmadal á Rangár- völlum. Foreldrar hans voru Bogi bóndi þar Þórðarson bónda í Ketil- hússhaga á Rangárvöllum Jónsson- ar og kona hans Vigdís Þorvarðar- dóttir í Sandvík í Flóa Guðmundssonar. Þórður fór til náms í Flensborgarskóla og lauk þar prófi árið 1923. Hann var kenn- ari á Rangárvöllum 1924—1929. Bóndi í Varmadal 1931-1941, Brekkum í Holtum 1941—1943 og Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum 1943— 1944. Flutti að Hellu árið 1944. Var afgreiðslumaður hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu 1944— 1946 og gjaldkeri 1946—1966. Hreppsnefndarmaður í Rangárvallahreppi 1946—1966 og oddviti hreppsnefndar 1950—1966. Þórður kvæntist 3. júní 1934 Kristínu Sigfúsdóttur, bónda í Hró- arsholti, Thorarensen, Skúlasonar, læknis og konu hans Stefaníu Stef- ánsdóttur, Stephensens, prests. Börn þeirra eru: Sigfús, bankafull- trúi, Selfossi, kvæntur Þóru Björk Þórarinsdóttur, Bogi Vignir, íoft- skeytamaður í Reykjavík, kvæntur Gunnhildi Svövu Helgadóttur, Stef- anía Unnur, skrifstofumaður, Hellu, gift Braga Gunnarssyni, Ragnheið- ur húsmóðir á Akranesi, gift Jóni Ólafi Sigurðssyni, og Sigrún, skrif- stofumaður í Reykjavík. — Þannig er þetta skráð í uppsláttarritum og getið hér vegna þeirra, sem vilja vita nokkur deili á ætt og uppruna fólks. Þegar Þórður er sex ára gamall árið 1908 missir hann föður sinn. Vigdís móðir hans bjó áfram í Varmadal allt til ársins 1931, að þrír synir hennar taka þar við búi. Þegar Vigdís í Varmadal missti mann sinn áttu þau hjón 6 böm og það 7. ófætt. Elsti sonurinn 12 ára gamall. Ytri aðstæður hafa því vart mulið undir þetta fólk, en það efld- ist við hverja raun. Vigdís kom bömum sínum vel til manns. Heim- ilið var það sem kallað var bjargálna og vel það. Peningar vom heldur sjaldséðir á venjulegum sveitaheim- ilum, en féllu þeir til, vom þeir geymdir til greiðslu sveitargjalda á haustdögum. Þórður Bogason var af þeirri kynslóð, sem við svo oft köllum aldamótamenn. Enda var hann öld- inni nær jafnaldra. Það er þetta fólk, sem lagði gmndvöllinn að því velferðarþjóðfélagi, sem við njótum nú. Fólkið sem lagði metnað sinn í að vera sem minnst upp á aðra komið og gera meiri kröfur til sjálfra sín en annarra. Hugur Þórð- ar hneigðist ekki sérstaklega til búskapar umfram það sem eljusemi hans og samviskusemi var honum ásköpuð. Þó bjó hann góðu búi. Eftir að hann hafði búið sjálfstæð- um búskap í þrettán ár ákveður hann að bregða búi og flytja að Hellu. Byggðu þau hjón þar íbúðar- hús árið 1944, sem þau hafa búið í síðan. Þegar Þórður flutti að Hellu var byggð þar lítil og fámenn. Mátti telja íbúðarhús á fingmm annarrar handar. Hann telst því einn af fmmbyggjum þessa byggð- arlags. í gjaldkerastarfínu hjá Kaup- félaginu Þór í tvo áratugi undi Þórður sér vel og eins og áður var sagt var hann jafnframt hrepps- nefndaroddviti í Rangárvallahreppi lengst af þeim tíma. Með þessu mætti ætla að Þórður hefði haft ærið að starfa, en það er stundum með ólíkindum hvað mikil vinna getur safnast að einum manni. Samhliða gjaldkerastarfínu hjá kaupfélaginu hafði hann ýmis önn- ur störf þar og auk þess að vera oddviti fjölda annarra starfa fyrir sveitarfélagið. Var einhverntíma sagt að störf hans fylltu nær tvo tugi, þegar allt var talið. Vinnudag- ur hans var því oft ærið langur. Enda hirti hann ekki um að hafa sem mest af löngum frítíma. Allt sem Þórður tók sér fyrir hendur vann hann af einstakri elju og samviskusemi. Átti það jafnt við um störfin hjá kaupfélaginu og hreppnum. Hann var næmur á þarf- ir manna og getu, sér í lagi þeirra ^ði3f||b sem minna höfðu umleikis og hag- aði störfum sínum í samræmi við það, enda naut hann vinsælda langt umfram það sem flestum hlotnast. Meðan Þórður var oddviti á Hellu sá hann byggð þar breytast úr ör- fáum húsum í blómlega byggð, enda átti hann með störfum sínum drjúg- an þátt í þeirri þróun. Honum auðnaðist þannig að sjá góðan árangur verka sinna, enda gladdist hann þegar vel tókst til. Árið 1966 var af heilsufars- ástæðum klippt á starfsþrek Þórðar og bar hann merki þess áfalls eftir það. Þótt starfsþrek hans væri búið síðustu tuttugu æfiárin mætti hann þeim örlögum með þeirri rósemi hugans, sem ekki er öllum gefín. Hlutur eiginkonu Þórðar á þessu tímabili er minnisstæður þeim sem til þekkja og verður ekki frekar lýst með orðum. Við fráfall Þórðar Bogasonar er löngum og farsælum æfíferli lokið. Þeim sem eftir lifa er hann fyrirmynd í því að. vera starfí trúr og gera kröfur til sín umfram það að vera sífellt að krefja aðra. Við þessi leiðarlok þakka hin- ir fjölmennu viðskiptamenn kaup- félagsins Þór störf hans. Rangvell- ingar þakka honum störf hans í þeirra þágu, sem unnin voru af ein- stakri fómfýsi og trúmennsku. Þess er nú ljúft að minnast að móðir höfundar þessara orða kom ung að Varmadal, eftir sjúkrahús- vist á Vífilsstöðum, þegar Vigdís bjó þar með bömum sínum. Minnt- ist hún þess oft hvað gott atlæti hún átti og bar hlýjan hug til fólks- ins alla tíð. Samskipti við fólkið frá Varmadal em því orðin ærið löng og eru Þórði og hans fólki fluttar þakkir fyrir samskipti og samstarf í marga áratugi. Kristínu, bömum þeirra hjóna og öðmm vandamönnum em fluttar samúðarkveðjur frá mér og mínu fólki. Jón Þorgilsson FORD || SIERRA Ford Sierra 1988, Glæsilegur þýskur gœðabíll, vel búinn og traustur. Verð frá kr. 596.800 Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar lánaðar í allt að 30 mánuði. SVEINN EGILSSON HF. Framtíð við Skeifuna. S. 685100/689633

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.