Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 70

Morgunblaðið - 05.12.1987, Síða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 fclk í fréttum ,P fyrir.P^- iXSÍ'S'BM. oíto^Stótór. aðBtoðarmaður lutoljðra. P - leikhúsið HEIMKOMAN Nýtt leikhús, P-leikhúsið, hefur tekið til starfa og hefur hreiðrað um sig í Islensku Operunni þar sem meðlimir eru að æfa „Heimkomuna" eftir Harold Pint- er, sem verður frumsýnd um miðjan janúar. Segir þar frá þvf er sonurinn Teddi kemur heim á bemskuheimili sitt eftir langa fjarvem með eiginkonuna Rut. Á konulausu heimilinu em fimm karlmenn sem allir em tengdir og við komu þeirra hjóna fer ýmislegt af stað sem lengi hefur blundað í fjölskyldumeðlimum. Leikstóri „Heimkomunnar" er Andrés Sigurvinsson og leikarar í sýningingunni em Róbert Amfínnsson og Rúrik Haralds- son sem leika bræðuma Max og Sam, syni Max leika þeir Halldór Bjömsson sem leikur Jóa, Hákon Waage, sem leikur Tedda og Hjalti Rögnvaldsson, sem leikur Lenna en hann kom til íslands gagngert til að taka þátt í þessari sýningu. Eigin- konu Tedda leikur Ragnheiður Elfa Amardóttir. Leikritið þýddi Elísabet Snorradóttir. Leikmynd og búninga ann- , ast Guðný Björk Richards. Faðirinn, (Róbert Arnfinnsson), segir sonum sínum, (Hákoni Waage og Halldóri Bjöms- syni) til syndanna. Morgunbladið/BAR Sjö af matreiðslumönnunum tíu. Frá vinstri Sverrir Halldórsson, Snorri Birgir Snorrason, Jóhann Sverrisson, Jóhann Jakobsson, Bjöm Erlendsson, Orn Garðarsson og Þórarinn Guðmundsson. Má bjóða þér Framandi rjúpa? Framandi er klúbbur tíu mat- reiðslumeistara sem flestir hafa starfað um lengri eða skemmri tíma í veitingahúsum erlendis, í Bandarílqunum, Frakklandi, Sviss, Bretlandi og á Norðurlöndunum en eru nú yfír- matreiðslumenn á veitingahúsun- um Hótel Holti, Hótel Sögu, Lækjarbrekku, Hótel Holiday Inn, Hard Rock Café, í Kvosinni og Hótel Örk. Þeir stofnuðu klúbbinn fyrir réttu ári síðan, „til að fylgj- ast með nýjungum í greininni og stuðla að framþróun matargerðar á íslandi", sagði Öm Garðarsson formaður klúbbsins. Næstkom- andi fimmtudagskvöld, 10. desember, ætlar Framandi að bjóða til átta rétta viðhafnar- kvöldverðar (Gala dinner) á Holiday Inn hótelinu við Sigtún. Öm Garðarsson sagði að klúbb- urinn hefði upphaflega verið stofnaður til ýta á innflytjendur að flytja til landsins nýjar og framandi tegundir grænmetis og ávaxta og sögðust þeir félagar vera ófeimnir við að eigna sér drjúgan hluta heiðursins á auknu úrvali þess konar vamings í versl- unum hérlendis. Þeir sögðust hafa orðið varir við mikinn áhuga og ánægju fólks bæði með þetta aukna úrval og ekki síður nýstár- legri matreiðsluaðferðir en áður á veitingahúsunum. Þess vegna var ákveðið að bjóða fólki upp á veislu nýstárlegra rétta og ef undirtekt- ir verða góðar gæti þetta orðið fastur liður í skemmtanalífi höf- uðborgarinnar. Eins og sjá má á eftirfarandi sýnishomi er matseðillinn fram- andi og líklega hafa fáir bragðað á réttum eins og beitukóng í sabayon, kanínulifrarpaté, villi- bráðarkjötseyði, tómat- og basil sorbet, Framandi ijúpu (> jóla- glöggsósu) og þúsund blaða tertu. Verð fyrir 8 rétti er 3000 krón- ur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.