Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 3 Jónína Guðrún Signrðardóttir og Sigurður Steinar Sigurðsson. Létust af slysf örum Ungmennin, sem létust í um- ferðarslysi við brúna yfir Mjósund í Hraunsfirði á Snæ- fellsnesi á föstudag, hétu Sigurð- ur Steinar Sigurðsson, skipstjóri, og Jónina Guðrún Sigurðardótt- ir. Sigurður Steinar var 25 ára gam- all, fæddur 1. janúar árið 1963. Jónína Guðrún var tæplega 19 ára gömul, fædd þann 9. mars árið 1969. Þau voru í sambúð og bjuggu að Grundarbraut 12 í Ólafsvík. O' INNLENT Tap refabænda 80 prósent af tekjum Starfshópur landbúnaðarráðherra vinnur að tillögugerð um lausn Landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp til að gera til- lögur um lausn á vanda refa- bænda. Hópurinn á að skila áliti á miðvikudag. Refabúin hafa verið rekin með halla í 2—3 ár. Sautján refabændur hafa þegar hætt með refi í vetur og að sögn Jóns Ragnars Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Sambands ís- lenskra loðdýraræktenda, munu fleiri gefast upp ef aðstæður breytast ekki til batnaðar. Miðað við verð á uppboðum í desember fá íslenskir refabændur 1.850 krónur fyrir hvert skinn að meðaltali. Ekki eru taldar líkur á að mikil breyting verði á næstu uppboðum. Kostnaðurinn er aftur á móti áætlaður 3.330 krónur á hvert skinn. Tapið af framleiðslu hvers skinns er því 1.480 krónur, sem er 80% af tekjum. Tekjurnar duga aðeins rétt rúmlega fyrir fóður- kostnaði, sem er 1.420 krónur á skinn, og kostnaði við verkun skinna, sem er 350 krónur. Þá er eftir að greiða annan kostnað, svo sem vexti af afurðalánum, sölulaun og sjóðagjöld, sem nema 590 krón- um á hvert refaskinn, fastakostnað 590 krónur og laún, 690 krónur. Beinn útlagður kostnaður bóndans, það er að segja kostnaður fyrir utan laun og fymingar, er 2.250 krónur og er því beint peningalegt tap af hverju skinni 400 krónur. Jón Ragnar sagði að forystu- menn refabænda hefðu verið að funda um stöðuna að undanfömu. Á fundi ráðherra hefði verið bent á nokkrar leiðir til að halda starf- seminni gangandi: Að greiða framleiðslusstyrki á hvert framleitt skinn, að greiða niður refafóðrið, að breyta lausaskuldum í föst lán, að draga úr refarækt og auka minkarækt þar sem verðið er betra eða að endurfjármagna fóðurstöðv- amar þannig að fjármagnskostnað- ur jieirra dreifist á lengri tíma. I starfshópi landbúnaðarráðherra eru auk fulltrúa ráðuneytisins menn frá Sambandi íslenskra loðdýra- ræktenda, Byggðastofnun, Stofn- lánadeild landbúnaðarins og Búnaðarfélagi íslands. Mesta frost í 70 ár MESTA frost sem mælst hefur á landinu í 70 ár mældist á Möðrudal aðfaranótt siðastlið- ins laugardags eða 32,5 stig og 32 stig aðfaranótt sunnudags. Mesta frost sem mælst hefur hér á landi er 37,9 stig. Það var frostaveturinn 1918 á Grimsstöðum á Fjöllum. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofunni mældist 32 stiga frost á nokkram bæjum í Mý- vatnssveit og er það mesta frost sem þar hefur mælst til þessa. Á þeim veðurathugunarstöðv- um, þar sem fram fara reglulegar veðurathuganir, mældist mest frost frá sunnudegi til mánudags á Hveravöllum, 26 stig, á Staðar- hóli í Aðaldal 25 stig og 22 stig á Egilsstöðum. Búast má við að dragi heldur Um og yfir 30 stiga frost Björk, Mývatnssveit. UNDANFARNA daga hefur verið allhart frost hér í Mý- vatnssveit og mælst um og yfir 30 stig. Ekki hafa menn þó sérstaklega kvartað undan kuldanum, enda logn. Vélknúin ökutæki, er úti hafa staðið, hefur reynst erfitt að gangsetja og eitthvað hefur frosið í vatnslögnum. — Kristján úr frosti sunnanlands í dag og má reikna með 3 til 4 stiga frosti í Reykjavík en svipaður kuldi verður áfram á Norðausturlandi. Áþorrablót á vélsleða í 32 stiga frosti VERNHARÐUR Vilhjálmsson, bóndi á Möðrudal, fór ásamt konu sinni, Önnu Birnu Snævarsdóttur, á vélsleða um 50 kOómetra leið á þorrablót á Vopnafirði síðastliðinn laugardag. Frostið var rúmlega 28 stig þegar lagt var af stað, en 32 stig daginn eftir þegar haldið var heimleiðis. Þeim varð ekki meint af nema Veraharð kól lítillega í andliti þrátt fyrir að hann væri með grímu. Fram að morgni mánudags hafði frostið ekki farið niður fyrir 28,5 stig á Möðrudal, sem er óvenjulega langur frostakafli, að sögn Vernharðs. Til Vopnafjarðar frá Möðradal era um 80 kílómetrar og var sleð- anum ekið áleiðis þegar haldið var á þorrablótið. Þegar kom á Vopnaijorð var sleðinn geymdur inni yfír nóttina og ekið með þau hjónin og sleðann inn að fjalli daginn eftir. „Það var komið 32 stiga frost þegar við komum heim aftur á sunnudag," sagði Vem- harður. „Við voram mjög vel búin og okkur gekk vel þrátt fyrir hvas- sviðri á leiðinni upp úr Vopnafirði en svo var logn á heiðinni." Daginn áður höfðu þau farið nokkum spöl á bíl með sleðann, en á heimleiðinni var of kalt til að hægt væri að gangsetja bílinn þar sem hann hafði verið skilinn eftir á heiðinni daginn áður. „Það fer ekki nokkur díselbíll í gang í svona frosti, en vélsleðinn dugar betur enda var hann geymdur í húsi,“ sagði Vemharður. „Það getur verið erfitt fyrir fólk að átta sig á hvemig er að vera í svona miklu frosti og hvað ber að varast. Þegar maður býr á svona stað er nauðsynlegt að þekkja sín takmörk og vita hvem- ig best er að búa sig í svona ferð. Við voram að hugsa um að fara á fjórhjóli fyrst en það er svo miklu kaldara að sitja á því. Þess vegna tókum við sleðann, sem er með hlíf framan á. Á honum er hægt að hafa fætuma í skjóli og hita frá vélinni en það er mjög gott að geta haldið hita á fótunum í svona miklum kulda.“ Ferðalangamir dúðuðu sig inn- an undir snjógallana og sagði Vemharður að hitinn hefði verið „í lagi“ enda tók ferðin ekki nema um eina og hálfa klukkustund hvora leið. Lágt.verð á erlend- um fiskmörkuðum Skilaverð fyrir þorsk svipað lágmarksverði hér heima UMTALSVERT framboð á fiski úr gámum héðan er nú í Bret- landi. Alls verður selt þar úr um 100 gámum f þessari viku, en aðeins um 200 tonn úr fiskiskip- um. Heildarframboð er þvi ekki Stöðug fjölgun er á villtum ref og mink Tilraunir hafnar með rafmagns- girðingar til að bægja lágf ótu frá VILLTUM refuiu og minkum virðist fjölga um mestallt land, samkvæmt upplýsingum Páls Hersteinssonar veiðistjóra. Veiðiskýrslur siðasta árs liggja ekki fyrir en upplýsingar um fjölgunina fær veiðistjóraemb- ættið m.a. frá veiðimönnum. Árið 1986 var metár hér í minka- veiðum, er um 5.200 dýr vora unnin en Páll telur að enn fleiri dýr hafi verið veidd á siðasta ári. Árið 1985 voru tæplega 4.300 minkar veiddir og um 3.500 árin þar á undan. Stofninn virðist fara stækkandi um allt land og er það sérstaklega áberandi fram til heiða og á hálend- inu. Páll telur að mildara veðurfar sé líklegasta ástæða stækkunar minkastofnsins. Ref hefur fjölgað um vestanvert landið í mörg ár, frá Reykjanesi til Vestflarða að báðum héraðum meðtöldum^ og virðist ekkert lát hafa orðið þar á á síðasta ári. Sömu sögu er að segja af Suð-Austurl- andi og nú verða menn einnig varir við fjölgun á Norð-Austurlandi og sums staðar á annesjum norðan- lands. Á áranum 1984—86 voru veidd 1.900 til 2.000 refir á landinu, en árin þar á undan vora veiddir 1.600— 1.700 refir. Minkaveiðar i Mjóey. Um viðbrögð veiðistjóraembætt- isins við þessu sagði Páll að aðalatriðið væri að halda í horfínu með veiðamar. Ekki væri fyrir- hugað að auka þær, enda væri það mjög kostnaðarsamt. Þá þyrfti að leggja áherslu á að koma í veg fyrir tjón af völdum refa og minka. Á Ferstiklu í Hvalfírði er verið að gera tilraun með að setja raf- Morgunblaðið/Helgi Bjamason magnsgirðingu utan um æðarvarp til að bægja tófu frá og fylgist veiðistjóri grannt með þeirri til- raun. Hann telur að ef sú aðgerð reynist vel geti hún markað tíma- mót í vömum gegn ref í æðarvarpi. Páll hefur hug á að setja upp kvik- myndavél sína við girðinguna til að fylgjast með lágfótu og áhrifum girðingarinnar. mjög míkið héðan, en aukinn afli úr Norðursjó og Eystrasalti eykur framboðið verulega. Verð fyrir fiskinn er því lágt, tæpast hærra en gildandi lágmarksverð hér, þegar kostnaður hefur verið dreginn frá uppboðsverðinu. Verð, fyrir þorsk úr gámum í Bretlandi í gær var að meðaltali 56,33. krónur. Að minnsta kosti má reikna með 20 króna kostnaði á hvert kfló/ líklega meira, en lág- marksverð fyrir smáan þorsk hér heima er um 32 krónur. Alls vora seld 408 tonn úr gám- um héðan í Bretlandi í gær. Sá fiskur fór utan með flutningaskip- inu ísbergi og er frá Vestfjörðum. Heildarverð var 23,6 milljónir króna, meðalverð 57,71. Meðalverð fyrir þorsk var 56,22 og ýsu 85,36. Þá seldi Garðey SF 74,5 tonn í Hull. Heildarverð var 5,6 milljónir króna, meðalverð 75,81. Meðalverð fyrir þorsk var 67,43, ýsu 82,03 og kola 66,51. Framboð héðan í Þýzkalandi í þessari viku er fremur lítið, enda hefur karfaafli verið lítill hér við land að undanfömu. Ögri RE selur um 150 tonn í dag og Snorri Sturlu- son RE 160 á fimmtudag. Auk þess verður selt úr örfáum gámum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.