Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Brauð og kökur: Sjáum ekki tilefni til verðhækkunar - segir verðlagssljóri. Tillaga um verðlækk- un tekin fyrir í verðlagsráði á fimmtudag Ljósm. Guðmundur Ingólfsson Frá fundi áhugamanna um verndun Tjamarinnar sem haldinn var á Hótel Borg. Skorað á borgars^jóm að vemda Tjörnina ÁHUGAMENN um vemdun Tjamarsvæðisins héldu almenn- an fund á Hótel Borg á sunnu- daginn. Að sögn Guðrúnar Pétursdóttur lektors, komu um 500 manns á fundinn en vegna misskilnings skrifuðu einungis 391 undir áskomn til borgar- stjóraar um veradun Tjaraarinn- ar. Undirskriftiraar hafa verið sendar Davíð Oddssyni borgar- stjóra. Fundurinn samþykkti mót- atkvæðalaust áskorun til borgar- Hamarksverð á nýrrí ýsu til neytenda: Ekki byggt á röng- um upplýsingum - segir Verðla gsstofnun Verðlagsstofnun er að afla upplýsinga um verðþróun á ýsu að undanförau og verða þær lagðar fyrir fund verðlagsráðs á fimmtudag. Georg Ölafsson verðlagsstjóri segir að búast megi við að ákveðin verði verð- lækkun á ýsu í kjölfar fundarins, vegna aukins ýsuafla og lækk- andi verðs á mörkuðunum. Verðlagsstofnun sendi í gær frá sér eftirfarandi vegna umfjöllunar um verðlagningu á ýsu: „í síðustu viku Qallaði Morgun- blaðið nokkuð um verðlagningu á ýsu. Mátti skilja á umfjölluninni að hugsanlega væri verðlagning óeðli- leg og byggð á röngum upplýsing- um. Verðlagsstofnun hefur nú aflað ítarlegri upplýsinga um söluverð á ýsu hjá fískmörkuðum á höfuð- borgarsvæðinu og Suðurnesjum en hún hafði áður undir höndum. Stað- festa upplýsingamar frá mörkuðun- um þær upplýsingar sem stofnunin hafði áður aflað hjá einstökum umsvifamiklum físksölum. Hámarksverð það á ýsu og ýsu- Fyrirlestur um utanríkis- stefnu Reagan- sljórnarinnar DR. ROBERT Harkavy prófessor i stjórnmálafræði við Pennsylvan- ia State University í Bandaríkjun- um heldur opinberan fyrirlestur i boði félagsvisindadeildar Há- skóla íslands í dag, 26. janúar. Fyrirlesturinn nefnir dr. Harkavy „Utanríkisstefna Reagan stjómar- innar". Dr. Harkavy hefur m.a. stundað rannsóknir á sviði bandarískra ut- anríkismála, áfvopnunarmála og vopnaverslunar og eftir hann hafa birst rit og greinar um þau mál. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.001 dag og verður í stofu 101 í Odda. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. flökum sem verið hefur í gildi fyrstu þijár vikumar í janúar miðast við að innkaupsverð físksala sé um 68 kr. á hvert kg af slægðri ýsu. Fyrra hámarksverð sem gildi tók í júlí 1987 miðaðist við 60 kr. innkaups- verð. Þegar hið nýja verð var ákveðið var höfð hliðsjón af inn- kaupum síðustu mánuða hjá einum stærsta físksala í Reykjavík sem ávallt hefur látið Verðlagsstofnun í té óyggjandi upplýsingar. Auk þess var höfð hliðsjón af upplýsing- um annars umsvifamikils físksala. Upplýsingar físksalanna svo og upplýsingar frá fiskmörkuðunum sýna að ýsuverðið fór hækkandi í desember og fyrstu daga janúar þannig að það var að jafnaði 68—70 kr. á kg þegar Verðlagsstofnun heimilaði um 15%. Lítið framboð á ýsu á umræddu tímabili leiddi til verðhækkunar á slægðu ýsunni á mörkuðunum. Áður en farið var að selja óunnin físk ófrystan í gámum til útlanda, áður en verð á físki upp úr sjó var gefíð fijálst og uppboðsmarkaðir tóku til starfa hérlendis, var meiri stöðugleiki á fiskverði hérlendis. Nú er verðið hins vegar sveiflu- kennt og mótast af framboði og eftirspum. Af þeim sökum hefur reynst erfítt að setja langvarandi hámarksverð á ýsu sem seld er til neytenda. Hafa komið fram hug- mjmdir um að fella niður hámarks- verðið og gefa neysluverðið fijálst. Það hefur hins vegar enn ekki ver- 'ið gert heldur hefur verið reynt að fylgjast með verðbreytingum á físk- mörkuðum og laga hámarksverðið að þeim. Því var ákveðið að verð- leggja ýsuna í byijun janúar í nokkru samræmi við hækkun á inn- kaupsverði til físksala. Ný ýsa er nýmeti þannig að sú nýja ýsa sem seld er í verslunum í janúar er einnig veidd í janúar. Samhengið á innkaupsverðinu og útsöluverðinu á hveijum tíma er því augljóst. Af þessum sökum er jafn- ljóst að lækki verðið á mörkuðunum vegna aukins afla, sem þegar er farið að bera á nú á vetrarvertíð, mun hámarksverð til neytenda einnig lækka.“ stjómar um að virða lýðræðislegar leikreglur og slá á frest fram- kvæmdum vegna ráðhúss við Tjömina þar til raunhæf kostnaðar- áætlun hefur verið gerð, lögmæt kynnig á skipulaginu hefur farið fram og fyrir liggur að meirihluti Reykvíkinga er fylgjandi slíkri byggingu á þessum stað. I frétt frá samtökunum segir að fjölmargir hefðu þurft að hverfa frá fundinum vegna þrengsla. Þá segir að af þeim undirtektum sem mál- staður áhugamanna um vemdun Tjamarsvæðisins hefur þegar hlotið má ráða að andstaða borgarbúa við byggingu stórhýsis á þessum stað er víðtæk og fer vaxandi. Verið er að skipuleggja starf þeirra sem stuðla vilja að vemdun Tjamar- svæðisins og verður tilhögun þess auglýst á næstunni. A fundinum fluttu ávörp þau Pétur Gunnarsson skáld, Margrét Thoroddsen deildarstjóri hjá Trygg- ingastofnun ríkisins og Guðrún Pétursdóttir lektor. VERÐLAGSSTOFNUN mun gera nýja verðkönnun á brauðum og kökum í þessarí viku og leggja niðurstöður hennar fyrír fund verðlagsráðs á fimmtudag. Fyrir verðlagsráði liggur tillaga sem fulltrúar launþega í ráðinu lögðu fram i síðustu viku um að taka til baka verðhækkun sem varð á þessum vörum i upphafi ársins, að öðru leyti en því sem breyting- ar á óbeinum sköttum leiddu af sér. Tillagan var lögð fram i til- efni af þvi að verðkönnun sýndi að hækkanir höfðu orðið á brauð- um og kökum umfram það sem hækkun söluskatts gaf tilefni til. Ef bakarar fara ekki að tilmælum Verðlagsstofnunar og lækka verð framleiðslunnar verður tillagan tekin til afgreiðslu á fimmtudag. Formaður Landssambands bak- arameistara, Haraldur Friðriksson, hefur sagt að hækkunin sé vegna uppsafnaðs vanda, og nefnt hækkan- ir á launum og eggjum í því sambandi. Verð á framleiðslu bak- aría hefur verið fijáls frá því í mars • 1984. Verðlagsstofnun er að safna upplýsingum um verðþróun fram- leiðslunnar, svo og á hráefni. Georg Ólafsson verðlagsstjóri segir að sam- kvæmt þeim upplýsingum sem nú þegar lægju fyrir væri ekkert sem benti til að uppsafnaður vandi væri í verðlagningunni. Vörumar hefðu hækkað umfram almennt verðlag á síðustu tveimur árum og litlar eða engar hækkanir orðið á mikilvægum aðföngum. Samkvæmt upplýsingum Verð- lagsstofnunar nam hækkun á brauðum og kökum frá febrúar 1986 til febrúar 1987 22%, samkvæmt þeim upplýsingum sem notaður eru við útreikning framfærsluvísitölu og um 55% frá febrúar 1987 til janúar 1988. Þegar áhrif álagningar sölu- skatts á þessar vörur hafa verið dregin frá nemur hækkunin 55,6% á þessu tveggja ára tímabili. Á sama tímabili hefur matvöruliður fram- færsluvísitölunnar hækkað um 46% og hafa áhrif söluskattsins þá ekki verið dregin frá, en þau eru metin á um það bil 10%, og framfærsluvísit- alan sjálf hækkaði um 39%. Sam- kvæmt þessum mælikvarða hefur orðið veruleg hækkun á brauðum og kökum umfram almennt verðlag. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Verðlagsstofnun hefur aflað sér hefur lítil breyting orðið á verði á hveiti og sykri þegar litið er til lengra tímabils. Sömu sögu er að segja um eggjaverð. Það er lítið eitt hærra í krónutölu en fyrir tveimur árum, en verðsveiflur hafa verið innan tíma- bilsins. Georg Ólafsson sagðist ekki hafa upplýsingar um launaþróun í greininni, en þær tölur sem forystu- menn bakara nefndu kæmu á óvart. Bilun í aðvör- unarkerfi Þor- móðsramma Siglufirði. AÐVÖRUNARKERFI í frystihúsi Þormóðs ramma hefur faríð í gang af og til á undanfömum vik- um þrátt fyrir að þar hafi enginn eldur logað. Bilanir sem þessar geta reynst alvarlegar ef fólk hættir smám sam- an að taka mark á aðvörunarkerfínu. Færeyski togarinn Arktik Viking kom inn til Siglufjarðar á fímmtu- dagskvöldið með 250 tonn af rækju. Matthfas Styrkjum úthlutað úr Vís- indasjóði Borgarspítalans STYRKJUM úr Vfsindasjóði Borgarspítalans var úthlutað f desember sl. Að þessu sinni var úthlutað kr. 621.000. Alls bárust 5 umsóknir um styrki úr sjóðnum, samtals að fjár- hæð kr. 1.291.505. Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr sjóðnum: Hannes Pétursson yfírlæknir kr. 265.000 til að vinna að geðlíf- eðlisfræðilegri rannsókn á alzheimersjúklingum og til að taka þátt í fjölþjóðlegri rannsókn á nýju geðdeyfðarlyfí. Brynjólfur Mogensen læknir kr. 210.000 til að vinna að fram- haldsrannsóknum á mjaðmar- brotum á íslandi. Leifur Franzson lyfjafræðing- ur kr. 100.000 til að vinna að rannsókn á joðbúskap íslend- inga. Ingibjörg Hjaltadóttir deildar- stjóri kr. 46.000 til að rannsaka áhrif sótthreinsunar gervitanna með „Hibitane Dental". Vísindasjóður Borgarspítalans var stofnaður 1963, til minning- ar um þá Þórð Sveinsson lækni og Þórð Úlfarsson flugmann. Tilgangur sjóðsins er að örva og styrkja vísindalegar athuganir, rannsóknir og tilraunir er fara fram á Borgarspítalanum eða í náinni samvinnu við hann. Frá úthlutun styrkjanna. Fremri röð, talið frá vinstri: Páll Gísla- son stjómarformaður Borgarspftalans, Hannes Pétursson yfir- læknir og Sverrir Þórðarson í stjóra Vísindasjóðsins. Aftari röð, talið frá vinstri: Leifur Franzson lyfjafræðingur, Ingibjörg Hjaltadóttir deildarstjóri og Brynjólfur Mogensen læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.