Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Fjáröflun til ríkis og sveitarfélaga er aðallega af tvennum toga: 1) skattheimta, 2) gjaldtaka fyrir ákveðna þjónustu. Skattar verða líklega áfram langstærsta tekjuöflunarleið hins opinbera. Gjaldtaka og afnotagjöld spanna aðeins 3—4% af útgjöldum hins opinbera hér á landi. Skatttöku ríkisins má flokka eða greina eftir ýmsum leiðum. í rítlingnum „Fjárhagur hins opinbera til ársins 2010“, sem hér verður stuðst við, er hún sundurliðuð í fjóra höfuðflokka: 1) tekju- og eignaskatta, 2) launaskatt- og gjöld af atvinnu, 3) almenna neyzluskatta, 4) aðra óbeina skatta. i Skipting skatta í nokkrum 1 OECD-löndum 1983 I (hlutfallsleg' skipting) Launa- Tekju- skattur Skattar og og at- á eignar- vinnu- skattar gjöld Aðrir almenna óbeinir' neyslu skattar Alls ÍDanmörk ................................ 60,2 3,9 21,1 14,8 100,0 Finnland ................................ 52,1 7,8 19,8 20,3 100,0 Noregur ............................... 41,6 21,7 18,2 18,5 100,0 Svíþjóð ................................. 44,0 31,5 13,6 11,0 100,0 I Bretland ............................... 51,2 19,0 13,9 15,9 100,0 'Íslandl985 .............................. 17,0 7,0 49,0 27,0 100,0 Heimild: OECD Revenue Statistics 1965—1984. OECD París 1985. Þjóðhagsstofnun, þjóð-J | hagsreikningaskvrslur, Meðfylgjandi samanburðartafla (úr ritlingnum Fjárhagur hins opinbera til ársins 2010) sýnir mis- munandi beitingu skattheimtu — tekjuöflunarleiðir rikisins — í Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Grannþjóðir ganga mun lengra en við í tekjusköttun. Við höfum hinsveg- ar beitt skattheimtunni inn í verð vöru og þjónustu í ríkara mæli en þær. Telguskattar - Eyðsluskattar HÓFLEG SKATTHEIMTA ER BEZTA VÖRNIN GEGN SKATTSVIKUM Skattar hafa að mörgu leyti þróast með öðrum hætti hér á landi en í grannríkjum. Þannig vega tekju- og eignaskattar, bæði einstaklinga og fyrirtækja, mun þyngra í skatttöku annarra Norð- urlandaþjóða en íslendinga. Hér hefur þróunin í tekjukerfí ríkisins verið sú, að beinir skattar (tekju- og eignaskattar) hafa . verið vílq'andi en óbeinir skattar (eyðsluskattar) vaxandi. Útsvör og fasteignagjöld gegna hinsveg- ar stóru hlutverki í tekjuöflun sveitarfélaga. Tekju- og eingaskattar eru 60% af skattheimtu í Danmörku en aðeins 17% hér á landi. Almennir neyzluskattar eru hinsvegar 49% af skattheimtu hér á landi og aðrir óbeinir skattar 27%, eða samtals 76%. Sambærilegar tölur f Svíþjóð eru aðeins 13,6% og 11,0%, eða samtals 24,6%. Þessi mismunandi skattheimta segir að sjálfsögðu til sín í verði vöru og þjónustu. Drjúgur hluti verðs vöru og þjónustu hér á landi eru ríkisskattar. Tekjuskattar hafa og áhrif á vinnuframlag fólks og eyðsluskattar á eyðslu þéss. Eða svo skyldi maður ætla. I öllu falli eiga skattar að vera hag- stjómartæki, samhliða tekjuöflun. Engu að síður á peningaspamaður fremur í vök að veijast hér á landi en í grannrílqum. Því veldur ef- alít- ið meiri stöðugleiki í kaup- gildi gjaldmiðils grannríkjanna (nánast engin verðbólga) og þar af leiðandi tryggari ávöxtun spamaðarins. Sjá nánar meðfylgjandi saman- burðartöflu um skattheimtuleiðir nokkurra Evrópuríkja. II „Skoðanir styrktar athugunum benda til þess, að í ýmsum löndum OECD hafí stjómvöld farið um- fram eðlileg skattheimtumörk. Efri skattheimtumörk ber þá að skilja þannig að þeim sé náð þeg- ar dregur svo úr vinnuvilja ein- staklinga að framleiðsluþættir standa ónotaðir." Svo segir í tilvitnuðum ritlingi, sem og eftirfarandi: „Aðrir telja efstu mörkum náð þegar viðbótarkróna í skatti leiðir til þess að svo og svo mörgum aurum í almennri atvinnustarf- semi er skotið undan skatti. Með þessum hætti setur neðanjarðar- hagkerfíð skattheimtu og þar með eyðslu í opinbera búskapnum efri mörk.“ Skattsvik em sum sé ekkert séríslenzkt fyrirbrigði. Þau eru jafnslæm engu að síður. „í Noregi er talið að um 4—6% af lands- framleiðslu liggi utan opinberrar skráningar. Hlutfallið er svipað í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Hér á landi var nýlega kannað hve stórt neðanjarðarhagkerfíð væri. Niðurstaðan var sú að það gæti verið um 5—7%“. Skattkerfisbreyting sú, sem þegar er í höfn að stærstum hluta (stefnt er að virðisaukaskatti 1989), hefur ekki sízt þann til- gang að koma við virkara skatt- eftirliti og markvissari vöm gegn skattsvikum. Þeirri viðleitni ber að fagna. Það er hinsvegar gam- all sannleikur og nýr að bezta ráðið gegn skattsvikum er hóf- semd í skattheimtu. Hófsemd í skattheimtu sem leiðir til betri skattskila þarf ekki að þýða minni skatttekjur heldur hið gangstæða. Það er betra að ganga á svig við kelduna en hverfa í hana. III Ef fram heldur sem horfir um skattaþróun hér á landi standa líkur til að telq'u- og eignaskattar verði fyrst og fremst tekjustofn sveitarfélaga áður en langir tímar líða. Eyðsluskattar verða hinsveg- ar farvegur flárstreymis til ríkis- ins. Þar af leiðir að hlutur ríkisins í almennri verðþróun er og verður mikill, að ógleymdri verðlagningu opinberrar þjónustu; pósts, síma, ríkisútvarps o.sv.fv. Með virðisaukaskatti (1989) og einfaldari tollalöggjöf vinnst tvennt: Samræmdari skattheimt- an og betri skattskil. Líkur standa og til að tollaþróun sú, sem að er unnið, færi verzlun inn í landið. Það er að verð á vöru, sem dreg- ið hefur íslendinga ámm saman og tugþúsundum saman utan í innkaupaferðir, verði gimilegra í heimaranni. Það væri meira en tímabært. En við sjáum senn hvað verður í þessu efni. Eyðslu- og veltuskattar verða höfuðtelq'ustofn íslenzka ríkisins í fyrirsjáanlegri framtíð. Sumir spá því og að skattheimta tengist meir launagjöldum fyrirtækja og starfsemi þeirra, en sú hefur raun- in orðið hjá öðmm norrænum ríkjum. IV Afnotagjöld eða gjaldtaka fyrir veitta þjónustu kann og að vaxa nokkuð. Færa má ýmis rök fyrir slíkri gjaldtöku. Fólk fer betur með þá vöm, sem það greiðir fyr- ir, þó ekki sé nema að hluta til. Það hefur og jákvæð, upplýsandi áhrif að neytendur geri sér grein fyrir því hvað sú vara eða þjón- usta kostar í raun, sem I té er látin. Endanlega greiðir almenn- ingur alla opinbera þjónustu, ef í ekki í verði hennar þá í hærri sköttum. Á hinn bóginn má ekki verð- leggja vöm eða þjónustu eins og lyf, læknishjálp og annað hlið- stætt með .þeim hætti að ein- hveijir, sem á þurfa að halda, gangi bónleiðir til búðar. Hér er því vandrataður meðalvegurinn. Gjaldtaka af þessu tagi kemur heldur ekki til með að vega þungt í tekjuöflun hins opinbera. Hún á reyndar ekki alls staðar við. En beitt af réttsýni og hófsemd — á afmörkuðum sviðum — kann hún að þjóna jákvæðum tilgangi að- halds, hagsýni og spamaðar. „Ertu enn í Alþýðu- flokkn- um, Lalli?“ Loks kom snjórinn svo um munaði og snjómðningstæki em allt í einu á götum borgarinnar og ungviðið leikur sér á sleðum þar sem því verður við komið. Andrúmsloftið að nýju orðið ferskt og hreint og loftmengunin af völdum einkabflanna horfín, allavega í bili sem betur fer. Það var í þijúbíó í B-sal Regnbogans í miðri viku áður en fór að kyngja niður snjó. A1 Capone og Elliot Ness áttust við á hvíta tjaldinu ásamt sínum mönnum. Það var stanslaus skothríð frá byijun ti 1 enda. Staður og stund, bannárin í Chicago einhvem tíma á fyrstu ámm ijórða áratugarins þegar bófar A1 Capohe gerðu tilraun til að stjóma heilu samfélagi. Það var skálmöld. Til hliðar við mig, fyrir miðjum bíósalnum sátu tveir menn eitthvað á sextugsaldri og hámuðu í sig Jakkrískonfekt. Þeir lifðu sig inn í andrúmsloftið í Chicago um 1930 þegar heims- kreppan kom með öllum sínum þunga og erfiðleikum. Svo kom allt í einu hlé. Annar félaganna, sá er var með alskegg og ekki ólíkur ýmsum úr liði A1 Capones fór fram og sagðist ætla að sækja poppkom og meira lakkrískon- fekt. Svo kom hann inn í bíósalinn með sælgætið og var bmgðið. Við sátum þama fjögur eða fímm, í þijúbíó. Maðurinn settist við hlið félaga síns: - -Hún vildi fá að sjá nafnnúm- erið, sagði hann og andvarpaði um leið og hann rétti félaga sínum poppkomspoka. — Ha, hver? spurði sá sem hafði setið sem fastast. — Nú, stelpan í sælgætissöl- unni. — Jæja. — Já, ég skrifaði ávísun og var því miður ekki með nafnnúmerið. — Nú, af hveiju ekki? Alltaf geng ég mð nafnnúmerið á mér eða bankakortið. — Það er búið að taka það úr notkun. — Ha, búið að taka það úr notkun? Nú og síðan hvenær? — Fylgist þú ekki með frétt- um? Við fáum ekki lengur að hafa nafnnúmerið. - Jæja. Og hvað kemur þá í staðinn? — Maður gæti nú haldið að þú sért með lögheimili í snjóhúsi uppi á fjöllum. Nú á að taka eitthvað í notkun sem heitir kennitala. Og ég sem var loksins farinn að muna nafnnúmerið mitt. Þá grípa þeir til þessara ráðstafana. Það er ekki að spyija að þessu illþýði. - Illþýði? — Já, ég sagði illþýði. Alþýðu- flokkurinn, góði minn, og svo er þetta illþýði búið að hækka mat- vörurnar. — Ekki hafa myndbandstækin þó hækkað. — Nei, en þú étur ekki mynd- bandstækin. - Ég er að spá í að kaupa eitt myndbandstæki. - Nú, já, það var þér líkt, að eyða peningunum í tóman óþarfa. — Það er nú ekki öruggt að ég hafí efni á því. Það er búið að taka af okkur eftirvinnuna að mestu. Það er einhver samdráttur í fyrirtækinu. - Samdráttur? Þeir hafa aldrei selt eins mikið af þvottavélum og ísskápum eins og einmitt nú fyrir jóiin. Nei, þú átt að fá þér verð- bréf. Um að gera að ávaxta peningana í verðtryggðum reikn- ingum. Svo lauk hléi. . . Fjórar eða fimm hræður í bíósalnum. A1 Cap- one og Elliot Ness komnir á hvíta tjaldið í B-sal Regnbogans og spennan í hámarki. — Kennitala? Halli? Hvað áttu við? spurði sá er ekki yfírgaf bíó- salinn í hléi og hnippti í kunningja sinn. - Æ, það eru tíu tölustafír. Það vill nú svo einkennilega til að mitt númer er næstum því það sama og bflnúmerið mitt. — Bflnúmerið? — Já, það er ekki öll vitleysan eins, Lalli minn. Hvað, hefur þú ekkert númer fengið? — Nei, svei mér þá, ég er enn með gamla góða nafnnúmerið mitt. - Þú átt að vera kominn með nýtt númer, nýja kennitölu heitir það víst. Ertu enn í Alþýðuflokkn- um, Lalli? spurði sá er fór fram f sælgætissöluna. Lögreglan í Chicago undir for- ystu Elliot Ness gerði harða hríð af bófum A1 Capones á hvíta tjald- inu. Það leið nokkur tími þar til spumingunni var svarað. - Já, auðvitað er ég enn í Al- þýðuflokknum. — Og ætlar að vera í flokknum það sem eftir er? — Já, það geri ég ráð fyrir, Halli. - Þér er ekki við bjargandi, ég hef alltaf sagt það. Þú ætlar lengi láta troða á þér. - Troða á mér? - Já, það er sama að hveiju Alþýðuflokkurinn stendur, allt samþykkir þú án þess að hreyfa mótmælum. Það er ég viss um að þú risir ekki upp þó að flokkur- inn tæki endanlega af þér kaupið. — Halli, ert þú ekki enn í Al- þýðubandalaginu? spurði sá er setið hafði undir gagnrýninni. - Hvað kemur það málinu við? — Nú, ég spurði nú bara svona. — Jú, ég á víst að vera þar á skrá. Það er nú ólíku saman að jafna Alþýðuflokknum og Al- þýðubandalaginu, Lalli minn. — Jæja, þú segir það. — Já, og meina það. — Nei. Þetta er allt saman sama tóbakið, Halli minn, og kennir sig við alþýðuna og hefur gert svo lengi sem ég man eftir. — Svona, láttu ekki svona. Viltu meira lakkrískonfekt? — Já, endilega. — Héma, gjörðu svo vel. Nei, þú ert með svona skemmdar tenn- ur, Lalli. Af hveiju ferðu ekki til tannlæknis, maður? — Æ, ég hef bara ekki efni á því. — Efni á því? Og ætlar að fara að kaupa myndbandstæki. Nei, því segi ég það. Þér er ekki við bjargandi, Lalli. Og svo lauk bíósýningunni og félagamir kláruðu úr lakkrískon- fektpokanum...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.