Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 - «§4 SKAKEINVIGINIKANADA Misjafnt gengi Islend- inga í hliðarmótinu St. John. Frá Guðmundi Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins. TVEIR íslendingar, Áskell Örn Kárason og J6n Garðar Viðars- son, keppa hér í alþjóðlegu skákmóti sem haldið er jafnhliða áskorendaeinvígjunum. Á mót- inu keppa yfir 70 manns og eru þar á meðal nokkrir þekktir stór- meistarar, svo sem Boris Gulko, Larry Christiansen, Joel Benjam- in og Lputian svo einhverjir séu nefndir. Askell og Jón lentu báðir á móti stórmeisturum í fyrstu umferð. Áskell tefldi við Nogueras frá Kúbu og Jón við Lein frá Bandaríkjunum. í annarri umferð töpuðu þeir hins vegar báðir, Jón fyrir stórmeistar- anum Zapata frá Kolombíu og Áskell fyrir stórmeistaranum Fisch- bein frá Bandaríkjunum. Bók um skákf eril Jóhanns Hjartarsonar ÚT ER komin bókin Hundrað um skákferil Jóhanns fram að Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson Keppendumir kynntir á laugardag. Frá vinstri í fremri röð eru Spraggett, Jusupov, Kortsjnoj, Jóhann Hjartarson og Short. valdar akákir Jóhanns Hjartar- sonar, sem Torfi Stefánsson hefur tekið saman. Bókin fjallar Spasskíj ræðir um einvígi aldarinnar: Mögulegt að Fischer vilji koma til Islands St. John, Kanada. Frá Guðmundi Hermannssyni blaðamanni Morgxinblaðsins. ÍSLÁND er hér talsvert í sviðs- ljósinu ekki aðeins vegna þess að Jóhann Hjartarson er einn þátttakanda í skákeinvíginu heldur einnig vegna þess að Borís Spasský' er sérstakur heið- ursgestur. Vegna þess hefur saga einvígis aldarinnar í Reykjavík 1972 óspart verið rifj- uð upp hér á mótsstaðnum og í héraðsblöðunum. Á laugardagskvöldi var skipu- lögð dagskrá á hóteli rétt við skákstaðinn sem hét: Kvöld með Spasskíj og þar hélt hann fyrirlest- ur um einvígi sitt við Fischer. Spasskíj byijaði á að rekja for- sögu einvígisins og vandræðin við að koma Fischer að taflborðinu. Hann sagði að þrátt fyrir að kröfur Fischers hefðu margar verið fárán- legar hefði hann samt viljað gera sitt besta til að verða við þeim. Hann hefði nefnilega alls ekki verið ánægður sem heimsmeistari og ósáttur við að vera þar á einhveijum stalli. Því vildi hann keppa við Fisc- her nær sama hvað það kostaði, enda hefði hann talið sig vera vel undirbúinn og eiga góða möguleika á sigri. Spasskíj vann fyrstu skákina en Fischer mætti ekki í aðra skákina vegna hávaða frá myndavélum. Spasskíj sættist síðan á að tefla þriðju skákina í litlu herbergi þar sem aðstaðan var mjög slæm þar sem hann taldi það einu vonina til að einvíginu yrði bjargað. Spasskíj sagði síðan að al!t þetta hefði skyndilega orðið til þess að hann hefði hreinlega lamast. „Ég missti af eina möguleikanum til að vinna einvígið með því að gefa ekki þriðju skákina og þá hefði ég getað hald- ið við þeirri andlegu uppbyggingu sem ég hafði fyrir einvígið. Ég hefði átt að segja við Bobby: Ég get ekki teflt í þessu herbergi með þig að rífast og skammast í kringum mig. Ég lofaði að tefla þessa skák en ég get það ekki og því gef ég hana. En ég var svo lamaður að ég missti af þessu tækifæri og eftir þetta fór Bobby að fara í taugamar á mér svo allur minn andlegi undirbúning- ur var eyðilagður," sagði Spasskíj. Spasskíj sagðist einnig hafa átt í útistöðum við sovésk yfirvöld fyrir einvígið vegna vals á aðstoðar- mönnum og það hefði sennilega tekið sinn toll. Hann sagði að í seinni hluta einvígisins hefði hann verið kominn með frekar auðvelda vinningsstöðu í nokkrum skákum en hafði ekki þrek til að vinna úr þeim. Spasskíj sagðist þrátt fyrir allt eiga góðar minningar frá einvíginu á íslandi vegna þess að honum þætti vænt um land og þjóð. Sér- staklega hefði náttúran heillað hann. Það vakti athygli að Spasskíj sagðist hafa hitt Fischer fyrir nokkrum vikum í Kalifomíu eins og hann hefur raunar sagt frá áð- ur. Hann vildi ekki úttala sig nánar um þetta það sem það væri í óþökk Fischers. Ég spurði Spasskíj á eftir hvort hann teldi mögulegt að Fisc- her mundi tefla aftur og hann taldi það ólíklegt. Hann sagði þó að það væri möguleiki að Fischer mundi koma til Islands ef vel yrði að því staðið til að ræða við menn og hitta gamla kunningja en ekki til að tefla. Spasskíj er sjálfur að und- irbúa íslandsferð en hann tekur þátt í heimsbikarmótinu á íslandi í október. Hann sagðist þegar vera búinn að ráða sér aðstoðarmenn og ætlaði sér að vera í góðu formi þegar þar að kæmi. skákeinvíginu í Saint John í Kanada, sem nú stendur yfir og hefur að geyma bestu skákir hans frá síðastliðnum tíu árum, auk þess sem gerð er grein fyrir helsta árangri á skákmótum hér heima og erlendis. Bókinni er skipt í tvo hluta. í fyrri hlutanum er fjallað um skák- feril Jóhanns fram til 1987 og hafa flestar skákir þess tímabils verið birtar áður. í síðari hluta bókarinn- ar er greint frá gengi Jóhanns umferð fyrir umferð á þremur stór- mótum á síðasta ári; Moskvumót- inu, millisvæðamótinu í Szirak og Invest skákmótinu í Júgóslavíu. Fæstar þessara skáka hafa birst áður og eru margar þeirra með skýringum eftir Jóhann sjálfan. Ennfremur hefur aðstoðarmaður hans, Elvar Guðmundsson, hjálpað til við skýringar á skákum frá milli- svæðamótinu. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir meðal annars: „Bók þessi er gefin út í tilefni af einvígi Jóhanns og Kortsnojs og á því sérstakt er- indi til skákáhugamanna einmitt nú er það skákeinvígi stendur yfir. Hún auðveldar mönnum ekki aðeins að fylgjast með og skilja betur skák- ir einvígisins útfrá fyrri skákmótum heldur gefur einnig góða innsýn í skákstíl hans og opnar augu manna fyrir þvílíkur afburðaskákmaður hann er orðinn. Auk þess er bókin ómissandi þáttur í skáksögu íslands og þannig framtíðareign." Bókinni verður dreift í helstu bókabúðir nú í vikunni. Ennfremur verður hægt að nálgast hana hjá Skáksambandi íslands og hjá Tafl- félagi Reykjavíkur. Skák Karl Þorsteins Viktor Kortsjnoj var hreinlega tekinn á beinið í fyrstu einvígisskák þeirra Jóhanns Hjartarsonar í Saint John í gær. Kortsjnoj beitti eftirlæt- isafbrigði sínu í spönskum leik gegn kóngspeði Jóhanns og framan af fylgdi skákin þekktum leiðum. Jó- hann varð fyrri til að breyta út af þekktum leiðum og í 15. leik brydd- aði hann upp á nýjung, sem auðsýnilega hefur verið rannsökuð nákvæmlega af aðstoðarmönnum hans. Kortsjnoj notaði dijúgan tíma í næstu leiki, en honum varð alvar- lega fótaskortur í 16. leik, sem hann reyndi árangurslaust að bæta úr í framhaldinu. Jóhann tefldi áframhaldið bæði mjög hvasst og vel og gaf hinum þekkta andstæð- ingi engin grið og neyddi hann til uppgjafar eftir 44 leiki. Þvílík útreið eins og svartur fékk í þessari skák er næsta óvenjuleg í keppni hinna fremstu í skákíþrótt- inni, enda vakti skákin óskipta athygli áhorfenda í Saint John, og á vafalaust eftir að berast víða. Vissulega glæsileg byijun hjá Jóhanni og vonandi að skákin gefi fyrirheit um áframhaldið í einvíg- inu, þó ástæðulaust sé að fyllast bjartsýni, enda við þaulvanan ein- vígismann að glíma. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Viktor Kortsjnoj Spænskur leikur 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6,4. Ba4 - Rf6, 5.0-0 - Rxe4 (Opna afbrigðið, sem Kortsjnoj teflir að staðaldri. Hann hvikar hvergi frá sínu forna dálæti og treystir á víðfeðma reynslu sína og kunnáttu. Kannski engin furða og má staðfæra orð eins skákmeistara að hans: „Teorían, það er ég!) 6. d4 - b5, 7. Bb3 - d5, 8. dxe5 - Be6, 9. c3 - Be7, 10. Rbd2 - Rc5, 11. Bc2 - Bg4, 12. Hel - Dd7, 13. Rfl - Hd8, 14. Re3 - Bh5, 15. b4! (Riddarastökkinu í 10. leik beitti Kortsjnoj fyrst til sigurs í 28. ein- vígisskákinni gegn Karpov í Baguio-borg árið 1978. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. í stór- mótinu í Tilburg sl. haust mátti Kortsjnoj glíma við 15. Rf5 — 0-0, 16. Rxe7 - Rxe7, 17. b4!?. Gegn Hubner féll svarta vígið skjótt eftir 17. - Ra4??, 18. Bxh7+! - Kxh7, 19. e6!. Síðar í mótinu fékk Kortsj- noj færi á að endurbæta tafl- mennskuna gegn sovéska stórmeistaranum Sokolov með 17. — Re4!, 18. Bxe4 — dxe4, 19. Dxd7 — Hxd7, 20. Rg5 — Bg6, 21. e6 — Hd3 og stóð ágætlega að vígi og bar sigurorð að lokum. Leikjaröð Jóhanns er hins vegar snjöll og árangur heimavinnu hans. Vitanlega getur svarti riddarinn nú ekki stokkið til e4 sökum 16. Rxd5! og við 15. — Ra4?? lumar hvítur á litlum leik 16. Bf5! og drottningin fellur!) 15. - Re6, 16. Rf5 - d4? (Kortsjnoj ’ tók sér dijúgan tíma til umhugsunar áður en hann ýtti peðinu. Peðsleikurinn er á hinn bóg- inn gagnrýnisverður, sökum þess að svartur opnar taflið án þess að ljúka liðsskipan svarta mannaflans. Betri kostir voru 16. — Bg6 eða 16. — 0-0. Hvíta staðan virðist þó ákjósanlegri t.d. 16. — 0-0, 17. Dd3 — Bg6, 18. h4!. Ekki er rétt að íjöl- yrða um of á þessu stigi, enda líklegt að næstu skákir fari í svipað- an farveg. Eitt er víst að möguleik- amir í framhaldinu hafa verið nákvæmlega ígrundaðir í byijunar- undirbúningi Jóhanns.) 17. Be4! (Fimasterkur leikur. Þannig strandar bæði 17. — dxc3? og 17. — 0-0 á 18. Bxc6! nú og í fram- haldinu og háir það svörtum tilfinn- anlega. Líklegast er svarta staðan nú þegar á heljarþröm.) 17. - Bg6, 18. g4 - h5 (Svona leikir benda til að ýmis- legt hafí farið úrskeiðis í byijunar- taflmennskunni hjá svörtum. Kortsjnoj bindur vonir við að opna h-línuna til sóknar fyrir hrók sinn, en það eru tálvonir einar, eins og Jóhann sýnir eftirminnilega fram á^, 19í h3 - Kf8, 20. a4! (Hvítur hefur öflugt frumkvæði og undirbýr strandhögg hróksins eftir a-línunni.) 20. - hxg4, 21. hxg4 - De8, 22. axb5! — axb5 (Við 22. — dxc3 á hvítur svarið. 23. Bxc6! - Hxdl, 24. Hxdl og næst 25. bxa6 og úrslitin eru ráðin.) 23. Ha6! („Aumingja Kortsjnoj," sagði Spassky fyrrum heimsmeistari, er hér var komið sögu. Athyglisverð ummæli, ekki síst ef haft er í huga að þeir eru kunnir fjandvinir.) 23. - Rb8, 24. Hxe6! (Glæsileg taflmennska. Hvítur lætur skiptamun af hendi rakna og innheimtir hann einungis síðar með dijúgum vöxtum. Það virðist líka allt smella saman hjá hvítum og vamarleysi svörtu stöðunnar er ótrúlegt. Þannig strandar 24. — dxc3 eða 24. — Bxf5 á 25. Hxe7.) 24. — fxe6, 25. Rxe7 — Bxe4 (Það er einungis smekksatriði hvemig reka á endahnútinn á sókn hvíts eftir 25. — Kxe7. Benda má á 26. Bg5+ - Kd7, 27. Dxd4+ -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.