Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 5 Rekstur kaupfélaga erfið- ur og lausafjárstaða slæm REKSTUR flestra kaupfélaga var mjög erfiður á síðasta ári og búa mörg þeirra nú við slæma lausafjárstöðu. Ólafur Friðriksson, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, kenndi fyrst og fremst óhagstæðum ytri skilyrðum, vaxtakostnaði og launa skriði, um hversu erfiður reksturinn hefði verið. Mikill dráttur á greiðslum til sláturleyfishafa hefði síðan slæm áhrif á lausafjárstöð- una. „Við svona skilyrði fær enginn atvinnurekstur staðist til lengdar," sagði Ólafur. Hermannn Hansson, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Austur-Skaftfellinga tók í sama streng, sagði það fáheyrt hvemig ríkið stæði að þessum málum. Þetta ástand væri óþolandi. Ólafur Friðriksson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, sagði það ljóst að reksturinn hefði verið mjög erfiður á síðastliðnu ári. Væri það fyrst og fremst um að kenna óhagstæðum ytri skilyrðum og nefndi hann sér- staklega launaskrið og vaxtakostn- að. „Svo eru aftur önnur atriði sem gera það að verkum að lausaijár- staða kaupfélaga hefur.verið mjög slæm frá því í nóvember-desember. Það er fyrst og fremst vegna þess að greiðslur frá ríkinu til sláturleyf- ishafa hafa dregist mjög. Það sama gildir einnig um útflutningsbætur til þeirra mjólkurvinnslustöðva sem standa í útflutningi. Þegar svona greiðsludráttur verður til afurða- stöðva landbúnaðarins þá setur það annan rekstur úr skorðum því vext- imir eru fljótir að ve§a upp á sig. Við svona skilyrði fær enginn at- vinnurekstur staðist til lengdar." Ólafur sagði árið 1986 hafa yfir- leitt verið hvjög gott ár. Uppgjör fyrir 1987 lægi ekki enn fyrir en af því sem þeir vissu hefðu rekstrar- skilyrði versnað „stórkostlega" og væri útkoman samkvæmt því. Það færi síðan eftir eiginfé kaupfélag- anna hversu alverleg áhrif þetta hefði. Sem betur fer væri eiginfjár- staða Kaupfélags Skagfirðinga góð. Ólafur sagði nauðsynlegt að augu stjómvalda opnuðust fyrir þeim vanda sem atvinnurekstur í landinu byggi við. „Þetta getur ekki gengið svona áfram nema í stuttan tíma til við- bótar," sagði Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Aust- ur-Skaftfellinga á Höfn í Homa- fírði. Hermann sagði sláturleyfis- hafa lenda milli steins og sleggju þegar dráttur yrði á greiðslum frá rikinu til bænda. Tæpir þrettán mánuðir væm nú síðan árinu 1986 lauk en uppgjöri fyrir það ár væri ekki enn lokið. Breyting í mars í fyrra á fyrirkomulagi á greiðslum vegna vaxta- og geymslukostnaðar hefði líka haft mjög slæm áhrif. „Geymslugjaldið fyrir sauðfjár- afurðimar erorðið 150-200 milljón- ir hjá okkur," sagði Hermann. Hann nefndi einnig að hægt hefði gengið að fá útflutningsbætur greiddar og að ekki hefði enn fengist greitt kjöt í loðdýrafóður sem um samdist í fyrra milli Framleiðnisjóðs og, slát- urleyfishafa . „Það er fáheyrt hvemig ríkið stendur að þessu, þetta er alveg óþolandi ástand.“. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga rekur einnig eina stærstu fisk- vinnslustöð landsins og sagði Hermann að töluvert tap væri á henni. Allur kostnaður innanlands hefði hækkað mjög mikið en gengis- þróun Bandaríkjadollars verið mjög óhagstæð. Laugardagskvöld með Skúla rafvirki, Eiríki Fjalar, Hallgrími Ormi og Gulla litla föstudagskvöldið Stjórnandi er að sjálfsögðu enginn annar en sjálfur LADDI ásamt HALLA stóra bróður. Miðasala og borðapantanir daglega frá kl. 9-19 í síma 77500. Verð aðgöngumiða með mat kr. 3.200,- ^ 1 xo Skemmtun sem slegið hefur öll aðsóknarmet. Miðasala og borðapantanir daglega frá kl. 9-19 í síma 77500. Verö aögöngumiða með mat kr. 3.200,- EIN GLÆSILEGASTA SÝNING LANDSINS NÆSTKOMANDI LAUGARDAGSKVÖLD Höfundar: Gísli Rúnar Jónsson og Ólafur Gaukur Leikstjóri: Sigríður Þorvaldsdóttir Hljóð: Sigurður Bjóla Ljós: Magnús Sigurðsson Aðaihlutverk: Bessi Bjarnason og Júlíus Brjáns- son ásamt fjölda frábærra leikara og dansara. Hljómsveltarstjóri: Ólafur Gaukur 14 MANNA STÓRSVEIT ÁSAMT LLY VILHJÁLMS ÁGNARI BJARNASYNI Glæsiiegur þríréttaður matseðill.# Yfirmatreiðslumeistarí: Ólafur Reynisson. • Yfirþjónn: Bergþór Pálmason.# Verð aðgöngumiða með mat kr. 3.500,-. • Miðasala og borðapantanir í Hótel ísland daglega frá kl. 9-19 Sími 687111. Borgarpakki Ferðaskrifstofu Reykjavíkur Helgarferðir til Reyk:javík;iar að sjá Gullárin. Allt vitlaust og Ladda á verði sem tiittir í mark. Munið fyrstu stjörnuferð ársins til Reykjavíkur á tónleika með FFRnAUBiFanFi The Mamas and the Papas m Broadway 5. oaf 6. febrúar. r ™ REYKJAVIKUR " Vertu hress og hafðu samband strax. Umboðsmenn um land allt. Sími 621490. llllÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.