Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Notaðu símannþinn betur! Hringdu í Gulu línuna og fíðu ókeypis uppiýsingar um vörur og þjónustu. DÆM I: Arkitekt, arinhleöslu, antikvörur, áklasði, álsmiöi, baöherbergisvörur, baötækni, barnavörur, bilavarahluti, bílaviögerðir, bókhaldsþjónustu, blóm, borðbúnaðarleigu, bókbind- ara, bruggefni, byssuviögeröir, byggingavörur, danshljómsveit, dráttarbeisli, dúklagningamenn, dúkkuviðgerðir, eldhústæki, farsima, fatabreytingar, fiskvinnsluvélar, flisalagnir, frystihólf, föröun, föndur- vörur, gardinur, gardinuhreinsun, gámaþjónusta, ginur, gler, gluggaút- stillingar, gullsmiö, gúmmíbát, gúmmífóörun, húsasmiö, húsgagna- smið, hljóðfæraviögerðir, hótelvör- ur, húsgagnasprautun, innanhúss- arkitekt, innheimtuþjónusta, innflutningsaðstoð, innrömmun, járnsmiöi, kennslu, kúnststopp, leö- urhreinsun, lekaviðgerðir, Ijósmynd- un, loftræstikerfi, lögfræðing, markaðsráðgjöf, málverkaviðgerðir, mótorhjólakennslu, múrara, mynd- bandsþjónustu, orgelviögerðir, oliuúðun, peningaskápa, píanóstill- ingar, pípulagningamenn, plexigler, prentþjónustu, raftækjaviðgerðir, rafvirkja, reykskynjara, ritvinnslu, ryðvörn, ræstingu, samkomusal, saumakonu, silkiprent, sjónvarps- viðgerðir, sjónvörp, skallameðferð, skattaaðstoð, skemmtikraft, skjala- þýðanda, skrifstofuvélar, skrifstofu- húsgögn, skrifstofuþjónustu, skósmiö, snjóbræðslukerfi, snyrt- ingu, sorplúguhreinsun, stálvaska- slipun, stíflulosun, svefnherbergis- húsgögn, skerpingar, teikningu, tiskuvörur, tollskýrslugerð, trésmið, tölvuskráningu, úrbeiningu, útgáfu- þjónustu, varahluti, vatnsrúm, veit- ingar, veitingahúsavörur, verka- menn, verkfæri, vélaþvott, vélritun, vélsmiðju, vinnugalla, þjófavarnar- kerfi, þúsundþjatasmið, þýðingar, ökukennara. 62J588 Fyrsta flokks manns- líf og annars ... eftir Tómas Inga Olrich Athyglisvert er á hvem hátt hef- ur verið fjallað um samgöngumál Ólafsfírðinga, eftir að ákveðið var að ráðast í framkvæmdir við jarð- göng gegnum Ólafsfjarðarmúla. Fjölmiðlar hafa einkum leitast við að varpa ljósi á þá staðreynd, að samkvæmt hefðbundnum útreikn- ingsaðferðum Vegagerðar ríkisins teljast göngin ekki arðbær og skort- ir mikið á að svo sé. Fjölmiðlar hafa ekki flallað um málið frá fleiri hliðum, og virðast jafnvel forðast það. Á það ekki síst við um leiðara- skrif Jónasar Kristjánssonar, rit- stjóra DV, sem virðist leggja arðsemissjónarmiðið eitt til grund- vallar viðhorfum sínum til jarð- ganga í Múlanum. Þetta einstaka mál hefur þó, eins og samgöngu- mál yfírleitt, fleiri hliðar en arðsem- ina eina, og blasa þær við, ef menn kjósa ekki að lfta undan. Jarðgöngin í gegnum Múlann varða einkum öryggi Ólafsfírðinga og annarra þeirra, sem leið eiga um hann. Hef ég reynt að vekja athygli á þessu í grein í Morgun- blaðinu (10.12. 87). Ef marka má leiðara DV þann 17.12. sl. standa þeir á ritstjóminni enn fastar á því en hundar á roði, að lffíð sé ein- falt, arðsamt eða ekki. Verður nú reynt öðru sinni að koma erindinu til skila. Tómas Ingi Olrich „Ólafsfirðingar búa ekki við fræðilega, ólík- lega ógn. Vegurinn um Múlann er stórhættu- legur. Hann hefur kostað mannslíf og mun kosta fleiri, ef ekki verður úr bætt.“ Þegar þetta er skrifað eru örygg- ismál Reykvíkinga á döfínni. Það hefur komið í ljós, að ammoníaks- geymir Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi er ekki af bestu og örugg- ustu gerð. Komi að honum leki RAFMOTORAR HEÐINN VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Vantar þig varahluti I bllinn? Kúplingsdiska og pressur í allar algengar geröir fólksbíla, jeppa og vörubfla. Gabriel höggdeyfa ótal útfærslur i miklu úrvali. Háspennukefli, kveikjuhluti og kertaþræði eins og þaö veröur best. Alternatora og startara verksmiðjuuppgerða eða nýja, fyrir japanska, evrópska og ameríska bila. Spennustilla landsins fjölbreyttasta úrval. Kannaðu verðið. Við ábyrgjumst gæðin. G ” SKEIFUNNI5A, SÍMI: 91-8 47 88 gætu myndast hættulegar gufur, sem gætu borist yfír höfuðborgina. Mjög litlar líkur eru taldar á því að mikill ammonfaksleki geti komið að geyminum. Óvíst er hvort undir- stöður geymisins þyldu jarðskjálfta á borð við Suðurlandsskjálfta. Slíkir slq'álftar hafa ekki dunið yfír suð- vesturhomið svo vitað sé. En það er aldrei að vita hvað getur gerst. Ríkisstjómin hefur því látið málið til sín taka og þingmenn Reykjavík- ur bmgðu einnig við skjótt. Ég fylli þann hóp manna, sem telja sjálf- sagt að taka strax á þessu öryggis- máli, þótt hættan sé ekki mikil. Að vísu stendur rekstur Áburðarverk- smiðjunnar enn ekki undir sér þótt betur horfi en áður. Því er ekki enn til að dreifa neinni arðsemi, sem gæti staðið undir miklum breyting- um á geyminum. En hver, annar en ef til vill ritstjóri DV, hugsar um arðsemi, þegar sá möguleiki er fyrir hendi, þótt lítill sé, að mikill jarðskjálfti orsaki mengunarslys á höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig mikilsvert, að landsmenn skilji, að þótt ekkert komi fyrir er tilhugsun- in um hættuna ein út af fyrir sig óþægileg fyrir höfuðborgarbúa. Ólafsfirðingar búa ekki við fræði- lega, ólíklega ógn. Vegurinn um Múlann er stórhættulegur. Hann hefur kostað mannslíf og mun kosta fleiri, ef ekki verður úr bætt. Sjálf- ir hafa Ólafsfírðingar leitast við að gera lítið úr vandræðum sínum til að forðast neikvæða umfjöllun um Öll heimilistækin í glæsilegu mjúku línunni Blomberq Vestu r-þýskt gæðamerki Einar Farestveit&Co.hf. ■ OnOARTUN 28, tlMAK: (•«) ItMJ OO 822800 - M8Q tlUtTAW Vatnslásar Mjög hagstœtt verö! Innsogssett úr sjálfvirku í handvirkt !M=J j = G ” SKEIFUNNI5A SIMI 91-8 47 88 heimabyggð sína. En heimildir um hættur Múlans eru fáanlegar, ef menn hafa áhuga á að leita eftir þeim. Frá 1976 til 1987 hafa að meðaltali fallið 130 snjóflóð á veg- inn á ári hveiju. Árið 1983 féllu 312 snjóflóð á þennan veg. Auk þess eru svo aurskriðumar. Á þess- um glæfravegi hafa fjórir látið lífíð og margir slasast. Ég hygg að flestir geti verið sam- mála um, að mannslíf á Ólafsfirði séu nokkum veginn jafngild manns- lífum í höfuðborginni, og sé því réttlætanlegt að tryggja þá fyrr- nefndu gegn raunverulegum hættum ekki síður en þá síðar- nefndu fyrir fræðilegri ógn. Múlagöngin eru dýr, en hefur verið fundin önnur leið til að tryggja umferðaröryggi í Ólafsfjarðarmúla en þá, sem nú hefur verið ákveðið að fara? Ólafsfirðingar em 1.180 talsins. Nærri lætur að þeir hafí framleitt útflutningsvöm fyrir um einn millj- arð króna árið 1986. Þegar íslend- ingar ná jöfnuði í viðskiptum við aðrar þjóðir og skrá gjaldmiðil sinn nokkum veginn í samræmi við raunvemleikann vænkast alla jafn- an hagur Ölafsfírðinga og þeim fjölgar. Viðskiptajöfnuði náðu ís- lendingar árið 1986, eftir 8 ára samfelldan viðskiptahalla. í kjölfar þess tók Ólafsfirðingum að fjölga, en áður hafði heldur dregið úr íbúa- fjölda þar í bæ. En viðskiptajöfnuð- ur er ekki regla heldur undantekn- ing á íslandi. Síðastliðin sautján ár hefur það aðeins gerst í tvígang að við höfum átt fyrir því, sem við höfum flutt inn árlega. Yfirleitt er það stefna íslenskra stjómvalda að þjarma að útflutningsgreinum með rangri gengisskráningu, halda uppi lífskjömm með ódýrri innfluttri vöm, og mylja undir þjónustugrein- ar og ríkissjóð en þeirra vettvangur er fyrst og fremst á höfuðborgar- svæðinu. Það er ekki mögulegt að meta það á neinn raunhæfan hátt, hvem- ig mannlif á Ólafsfirði væri, ef þeir þama útfrá hefðu, þó ekki væri nema síðastliðin 18 ár, fengið að selja sinn fisk hæstbjóðanda fyrir erlendan gjaldeyri, sem þeir hefðu síðan náðarsamlegast mátt selja hæstbjóðanda fyrir íslenskar krón- ur, ellegar borgað sinn kostnað í erlendri mynt. Bæjarstjórinn á Ól- afsfirði telur, að þá hefðu þeir Ólafsfírðingar getað grafíð sín göng án guðs hjálpar og góðra manna að sunnan. Um það er ástæðulaust að fullyrða hér. Hitt ætti að vera sjálfgefið, að þeir, sem gera sér grein fyrir þeirri dæmalausu rangs- leitni og því arðráni, sem heil byggðarlög hafa orðið að þola ára- tugum saman fyrir tilverknað rangrar gengisskráningar, fjalli um arðsemi opinberra framkvæmda af nokkmm sveigjanleika og skilningi. Ritstjóri DV, Jónas Kristjánsson, hefur fordæmt þá skattheimtu á útflutningsfyrirtæki, sem felst í rangri gengisskráningu. Hann hef- ur jafnframt fordæmt úrbætur f samgöngumálum Ólafsfirðinga á þeim forsendum, að þær séu óarð- bærar. Nú er augljóst að því fleira fólki, sem stefnt er til höfuðborgar- svæðisins með óstjóm í efnahags- málum, þeim mun meiri verður arðsemi vegaframkvæmda í þeim landshluta. Það er einnig afar sennilegt að ef gætt er raunsæis í gengismálum og efnahagsmálum sé stýrt í samræmi við hagsmuni íslendinga allra en ekki höfuð- borgarsvæðisins eins, þá aukast arðsemisforsendur opinberra fram- kvæmda í sjávarplássum eins og ólafsfirði. Ef fjallað er um mála- flokka sem einangruð fyrirbæri, eins og ritstjórinn virðist gera, ligg- ur leiðin inn í vítahring, en á þeim vettvangi er stefnan eins og kunn- ugt er ekki á valdi þeirra sem þar snúast. Óstjóm í efnahagsmálum hefur leitt til mikillar byggðarösk- unar. Þau mistök er ekki hægt að fordæma í umflöllun um gengis- mál, eða gleyma eða leggja jafnvel til grundvallar í skrifum um sam- göngumál, nema menn telji það vænlegt til árangurs að bíta í skott- ið á sjálfum sér. Höfundur er kennari við Mennta- skólann á Akureyrí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.