Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 37 Inga Bima Jónsdóttír skrifar frá Danmörku: Skoðanakönnun The Economist“ er virt og út- breitt vikublað í Bretaveldi. Um mánaðamótin nóvember-desember 1987 birtiþetta vikublað niðurstöðu skoðanakönnunar, sem náði yfir 48 þjóðlönd. Þeirsendu 800 blaðamenn út af örkinni til þess að athuga hvaða lönd væru leiðinlegust í heimi. Niðurstaðan var, að Singa- pore er leiðinlegasti staður hér á jarðkúlunni, en annar leiðinlegasti staðurinn er Danmörk. Síðan The Economist birti niðurstöðu sína hafa dönsku fjölmiðlamir verið full- ir af athugasemdum og greinum um þennan miður skemmtilega dóm. í sumum þeim greinum, sem fjallar um málið, gætir nokkurs sársauka, því öllum finnst sinn fugl fegurstur og bestur. Þó er þetta ekki einhlítt. Tökum „the grand old man“ hjá Ekstrablaðinu, Victor Andreasen (hann var einu sinni gift- ur Tove Ditlevsen skáldkonu). Hann segir meðal annars um niðurstöðu skoðanakönnunarinnar að: Hann sé alinn upp í þeirri trú, að hann sé Dani, en sannleikurinn sé sá, að móðir hans, sem var pólsk, hafi hvað eftir annað bent honum á hversu hræðilega leiðinlegt land Danmörk sé. Hún neyddist til að fljrtja til Danmerkur í fyrri heims- styijöldinni 17 ára gömul vegna þess að fjárans Rússamir óðu yfir álfuna og hemámu austurhluta Galiziu. Hún sýndi litla Victor oft myndir af Franz-Jósepi keisara og sagði, að þama væri „okkar keis- ari“. Henni fundust Jótamir vera leiðinlegastir, einkum og sér í lagi af því að þeir klæddust vaðmáls- fötum og kunnu ekki að dansa. Hún sagði litla Victor, að hann væri í raun og veru ekki Andreasen heldur Smolenski. Hún var full af spenn- andi frásögnum um úlfa og stóra skóga og föðurinn, sem varð að kveikja mikið bál til að veijast villi- dýrum skógarins. Victor er viss um, að ef þau hefðu flutt til Póllands hefði hann verið drepinn í seinni heimsstyijöldinni af Þjóðveijum og það fyndist honum að hefði verið mun virðulegra en að þreyja þorr- ann og ná háum aldri, eins og siður er gjaman í Danmörku. Ekstra- blaðsins „grand old man“ skemmtir sér sem sagt konunglega yfír þess- ari nýstárlegu skoðanakönnun. Blaðamaður nokkur hjá Politiken, J.B. Holmgárd, skrifar langar greinar í sunnudagsbiaðið um at- burði vikunnar, sem leið. Hann getur heldur ekki orða bundist hvað varðar þessa könnun. Go Chok Toy, vinur hans og blaðamaður frá Sin- gapore, er yfir sig hrifínn af Kaupmannahöfn, en þar hefur hann verið þessa dagana vegna stjómar- fundar Efnahagsbandalagsins. Það, sem Go Chok fínnst einna sniðug- ást í Danmörku er til dæmis það, að eiginmaður drottningarinnar, prins Henrik, var staðinn að því að hafa ekið um þjóðvegi Danmerkur á 170 km hraða á meðan konan hans var að biðja fyrir þjóðinni fyr- ir framan altarið heima á Amalíu- borg. Þá fannst honum konumar í Danmörku alveg stórkostlegar, því að fyrir jólin hafa þjónamir á veit- ingastöðunum kvartað mjög undan því, að margar konur eigi það til að fara að káfa á þeim á meðan þeir em að færa þeim umbeðnar veitingar. Það þriðja sniðuga, sem Go Chok nefnir, er nýjasta upp- fynding Óla uppfyndingamanns, en það er rör handa konum svo þær geti pissað standandi. Go Chok seg- ir, að í Singapore sé fólk sett í fangelsi, ef það hræki á götu úti og það kosti 5.000 Singapore-doll- ara að svindla sér með strætó. J.B. Homsgárd segir, að það særi þó þjóðarstoltið, að Gitta Rambo Niel- sen, frá þorpinu Herlev fyrir norðan Kaupmannahöfn, nenni ekki að búa í Danmörku. Konan er orðin milli í USA og eftirsótt stjama á Ítalíu og talar þá blöndu af engilsaxnesku og dönsku, sem henni þóknast. Það fer ekki hjá því, að gamlar kven- frelsishetjur verði að gjalti gagnvart slíkum gjömingum. Þetta fær mig auðvitað til að hugleiða hvort vinir mfnir, Bretar, hafí rétt fyrir sér í því, að Danir séu önnur leiðinleg- asta þjóð í heimi. Mér er nær að halda ekki. Og hér em rök mín: Sem innflytjandi hér í Danmörku hef ég auðvitað orðið að troða mér inn í þær klíkur, sem mér fundust eftirsóknarverðar og vildu veita mér inngöngu. Ég bjó um árabil í Krist- jánshöfn, sem er lítið sveitaþorp inni í miðri Kaupmannahöfn. Það var kátt hér á laugardagskvöldum og mér fannst stundum eins og teflt væri á tæpasta vað hvað snerti ábyrgðar- og velsæmiskennd. Þá rann loks upp það ljós fyrir mér, að danska kímnigáfan er alveg ein- stök í sinni röð. Sé henni beint að manni persónulega virðist hún stundum vera bein árás. Og ef eig- in kímnigáfa er ekki í toppþjálfun þá reiðist fólk, eða jafnvel sármóðg- ast. Mér fannst þetta vera svo einkennilegt fyrirbæri í danska þjóðareðlinu, að ég fór að skoða það nánar. Eftir þá skoðun komst ég að þeirri niðurstöðu, að f stað þess að ijúka upp með látum, ef á mann er ráðist í orðum, þá er um að gera að slá því bara upp í grín og svara eins skemmtilega og manns eigin kímnigáfa og andlegir hæfíleikar leyfa. Þetta veldur því, að allur sá ís, sem kann að hafa hrannast upp á milli fólks, bráðnar sem dögg fyrir sólu og örvamar, sem skotið var að manni, falla sem silkiborðar til jarðar. Það, sem gæti orðið að. stórmáli, þrætuepli, skilnaðarsök, manndrápi hverfur sem sagt á svipstundu. Það er ekki von, að Bretamir, sem rannsökuðu skemmtilegheitin meðal þjóða, sæju í gegnum þetta hárfína húmomet. Þannig er þetta oft með skoðana- kannanir. Þær eru sjaldnast nokkurs virði því að það sem skoð- STJÓRN Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva (LFH) hefur sent frá sér mótmæli vegna álagningar 25% sölu- skatts á vatnafiska, svo sem lax og silung, á sama tíma og ein- göngu er lagður 10% söluskatt- ur á annan neyslufisk, svo sem ýsu, þorsk og ufsa. í ályktun stjómarinnar segir: „Hér er vegið að ört vaxandi at- vinnugrein og er nú svo komið að stórlega hefur dregið úr kaupum Inga Birna Jónsdóttir að er setur oft upp viðeigandi grímu til þess að láta ekki aðra vaða inn á sig með skituga skó. Og — að endingu hefur þessi stríðni Bretanna í garð Dana komið mér til að hugleiða hvort við íslend- ingar séum í raun og veru eins hátíðleg og við lítum út fyrir að vera. Skemmtilegt umhugsunarefni — finnst mér! Hugsum okkur, ef fólk almennt — foreldrar gagnvart hálfvöxnum bömum sfnum — hjón, sem era al- veg að því komin að fara að rífast — stjómmálamenn, sem gætu sprengt allt og alla f loft upp á hálftíma — og yfírleitt mannskepn- an hvar sem hún verður fyrir fólsku — hugsið ykkur, ef þessi aðferð yrði sú íþrótt, sem mestur sómi væri að ná sem lengst í. Það er deginum Ijósara, að Dön- um svíður þessi breska árás á þjóðarstoltið, en Danimir byija strax að kasta þessum bolta á milli sín og láta hann rúlla fram og til baka og stundum hittir hann beint í mark. Þessi danska þjóðaríþrótt er bæði skrítin og skemmtileg. Ég yrði ekki hissa þótt hún ætti eftir að verða alþjóðleg. En það þarf svolitla æfíngu til að ná langt á þessu sviði. ef búðarkassinn, ritvélin, reiknivélin, prentarinn eða tölvan bilar. Liprir sérfræðingar okkar eru reiðubúnir til þjónustu, næstum allan sólarhringinn. 9 HANS ARNASON UMBOB & WÖNUSTA Laugavegi 178 Fiskeldismenn mót- mæla söluskattinum Stórlega hefur dregið úr sölu neytenda innanlands á laxi og sil- ungi. Það er því veralegt áhyggju- efni að á tímum umræna um heilbrigt mataræði skuli vatnafísk- ar vera skattlagðir sem um lúxus- vöra væri að ræða. Öllum ætti að vera kunnugt um heilnæmi físks í matarræðinu." Stjóm LFH skorar á ríkisstjóm- ina og Alþingi að taka þessa skattlagningu þegar til endurskoð- unar og söluskatturinn verði að minnsta kosti lækkaður niður í 10%. FALLEG OG VÖNDUÐ HÚSGÖGN í ALLA ÍBÚÐINA Þar sem góðu kaupin gerast. Smiöjuvegi 2 Kópavogi simi 44444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.