Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Páll P. Pálsson stjórnandi. Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari. Sinfóníuhljómsveit íslands: Tónleikar í Borgar- firði og Mosfellsbæ Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Logalandi Borgar- firði á fimmtudagskvöld kl. 20.30 og á laugardag kl. 15.00 verða tónleikar í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ. Auk Sinfóníuhljómsveitar- innar taka kórar í þessum sveitum þátt í tónleikunum og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leikur einleik. . í Logalandi syngja Kirkjukórar því, að í stað Fangakórsins eftir Hvanneyar og Reykholts og Verdi flytur hljómsveitin ásamt Kveldúlfskórinn í Borgamesi með hljómsveitinni. Á efnisskrá eru Fangakórinn úr Nabucco eftir Verdi, Finlandia eftir Sibelius, Píanókonsert eftir Khatsjaturian og að lokum Sinfónía nr. 41, Júpíter, eftir Mozart. Kórstjórar eru Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Bjami Guðráðsson. í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ syngur Karlakórinn Stefnir með hljómsveitinni, en þar er Láms Sveinsson kórstjóri. Efnisskrá verður óbreytt að öðm leyti en Stefni verkið Þér landnemar eftir Sigurð Þórðarson. Stjómandi hljómsveitarinnar í báðum ferðunum verður Páll P. Pálsson. Sinfóníuhljómsveitin hefur undanfarið notið aðstoðar heima- manna við tónleikahald utan Reykjavíkur í æ ríkari mæli. Þetta hefur mælst vel fyrir og eflt tón- listaráhuga á viðkomandi stöðum og skapar fleiri möguleika á fjöl- breytni í efnisvali. (Fréttatíikynning.) Matarútgjöld og bamabætur Watson vekur litla athygli í Kanada St. John, Kanada. Frá Guðmundi Hermannssyni blaðamanni MorgTinbladsins. SAGT var frá brottvísun Pauls Watsons frá íslandi í helstu blöð- um hér i Kanada en samt sem áður virðist þetta atvik ekki hafa vakið mikla athygli. Watson er kanadískur ríkisborgari. í blaðinu The Globe andMail sem er eina blaðið sem gefið er út í öllu Kanada var aðeins smáfrétt um brottvísunina í safni erlendra frétta frá kanadísku fréttaþjónustunni í Toronto. Þar er haft eftir Jóni Sig- urðssyni dómsmálaráðherra að Watson hefði áður lýst því yfir að hann bæri ábyrgð á að hvalbátum var sökkt í Reykjavíkurhöfn en hefði síðan dregið allt til baka við yfírheyrslur. í blaðinu The Telegraph-Joumal sem gefið er út hér í St. John er frétt kanadísku fréttaþjónustunnar birt í heild en ekki á áberandi stað í blaðinu. Fréttin er talsvert löng og ítarleg og er aðdragandanum lýst og m.a. vitnað í frétt Morgun- blaðsins frá sl. fimmtudegi þar sem Watson sagðist vera á leiðinni til íslands til að krefjast afsökunar- beiðni frá íslenskum yfirvöldum. Ekki var minnst á Watson í bandarísku stórblöðunum The New York Times og USA Today sl. laug- ardag. Bamabætur hafa hækkað veru- lega frá síðasta ári, en hins ber að geta að sú hækkun er að mestu vegna þeirrar breytingar á tekju- skattskerfínu sem verkalýðshreyf- ingin samdi um árið 1986. Þá var samið um að staðgreiðsla skyldi tekin upp og skattleysismörk hækk- uð umtalsvert. Með nýju tekju- skattslögunum eykst tekjuskatts- byrði hins vegar um 25% á milli áranna 1987 og 1988. Þetta þýðir að þó greiðslunni sé nú deilt á 12 mánuði í stað 10 áður verður mán- aðargreiðslan að meðaltali hærri. Morgunblaðifl/Ámi Sæberg Fámennt á fundi Sea Shepherd SEA Shepherd samtökin efndu til fundar á Hótel Borg á laugardag- inn. Þau Jo-Anna Forwell unnusta Paul Watsons og Sten Berg framkvæmdastjóri Sea Shepherd skrifstofunnar í London töluðu á fundinum, sem var mjög fámennur. í Morgunblaðinu á laugardag var skýrt frá því að Nicolae Ceau- sescu, forseti Rúmeníu, ætti sjötugsafmæli í dag, þriðjudag. Tilefni þessarar fréttar var að í tímariti stjómar forsetans hefði verið falsað heillaóskaskeyti til hans frá Elísaþetu Bretadrottningu og hefði aðstoð- arutanríkisráðherra Breta þurft að mótmæla því. Þykja stjómarhættir Rúmeníuforseta hafa þróast í átt til persónudýrkunar. Hann hefur verið lengi við völd og var það 12. október 1970 þegar hann átti stutta viðdvöl á íslandi og sótti meðal annars Bessastaði heim. Á þessari mynd sem Ólafur K. Magnússon tók sjást rúmensku forseta- hjónin skála í kampavíni við þau Halldóru og Kristján Eldjám. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ás- mundi Stefánssyni, forseta Alþýðusambands fslands: Vegna útúrsnúninga Ólafs ísleifssonar, efnahagráðgjafa ríkis- stjómarinnar, í tilefni af ítrekuðum mótmælum ASÍ gegn matarskattin- um er rétt að draga eftirfarandi atriði fram. Hækkun matvöru Nú í janúar reyndust heildarút- gjöld vísitölufjölskyldunnar vera 114.523 kr. á mánuði en voru 99.590 kr. í júlí. Þau hafa því hækk- að um 14.933 kr. á mánuði á hálfu ári. Af þessari hækkun má rekja ' 5.399 kr. til hækkunar matvöru, en þau útgjöld hækkuðu úr 22.798 kr. í julí í 28.197 í janúar. Af mat- vöruhækkuninni má rekja úm 4.000 kr. til matarskattsins í ágúst og janúar. Hækkun lágmarkslauna Á sama tíma hafa lágmarkslaun hækkað um 2.109 kr. og eru þau nú 29.975 kr. á mánuði. Þar að auki hækka útsvör um 7—9% og stórhækkun verður á fasteigna- gjöldum um land allt. Hygg ég að flestir finni illþyrmilega fyrir auk- inni skattheimtu. Vegna matar- skattanna voru barnabætur og bamabótaauki hækkuð sérstaklega sem hér segir: Bamabætur á mánuði fyrri hluta ársins 1988 Upphaflegt Aðmeðtalinni Hækkun frumvarp viðbót vegna matarskatts Fyrsta bam 1.365 1.491 126 kr. Hvert bam umfram eitt 2.047 2.236 189 kr. Viðbót v. bama undir 7 ára 1.365 1.491 126 kr. Lágm. með hveiju b. einst.for. 4.095 4.472 377 kr. Bamabótaauki á bam 3.256 3.540 284 kr. Hver og einn getur metið hvort hann telur þessa hækkun vega upp þau áföll sem hann verður fyrir daglega vegna matarskattsins. Hækkun bamabóta Ceausescu á íslandi ÚTSALAN HELDUR ÁFRAM á frábœrum fatnaði frá vörumerkjum, sem gefa línuna Lattu eft Þé r r að líta inn VWNIRM6TI Laugavegi 45 - Sími 11388
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.