Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 3,5% aukning í sölu mjólkurafurða Mest aukning í sölu á smjöri og ostum SALA á mjólk og mjólkurafurð- um jókst um 3,5% á siðasta ári. Salan samsvarar 102,2 milljón mjólkurlitrum, þegar allar afurð- ir hafa verið umreiknaðar í mjólk, en árið áður var samsvar- andi neysla 98,7 milljón litrar. Aukningin á milli ára nam því 3,5 millj. litrum. Flest undanfarin ár hefur innanlandsneyslan verið á bUinu 96—100 milljón litrar, en árið 1980 fór salan upp í 105,5 milljón lítra er mikil útsala var á smjöri. Á árinu 1987 varð aukning í neyslu nær allra mjólkurafurða, nema hvað samdráttur varð í mjólk- urdrykkju. Sala á nýmjólk minnkaði HÚSIÐ ER M.A.: • TVÆR 2000 M2 VERSLUNARHÆÐIR • FIMM 300 M2 SKRIFSTOFU/ÞJÓNUSTUHÆÐIR • STÓR BÍLAGEYMSLA í KJALLARA AUK ÚTISTÆÐA ALLUR FRÁGANGUR FYRSTA FLOKKS AFH. í OKTÓBER 0 FASTEIGNA ff fEJ MARKAÐURINN óöinsgölu 4. simar 11540 - 21700. Jón Guðmundsson, (öiustj Leó E. Löve töglr, Ólafur Stefénsson vtóskiptafr úr 34,5 milljón lítrum í 32,6 millj. Sala á léttmjólk jókst aftur á móti úr 6,2 milljónum í 7,3 milljónir lítra. Einnig varð aukning í sölu á súr- mjólk, AB-mjólk, G-mjólk, Kókó- mjólk og undanrennu. Sala á ijóma og tegundum úr honum jókst úr 1.835 þúsund lítrum í 1.950 þúsund lítra og á jógúrt úr 1.644 þúsund lítrum í 1.778 þúsund lítra. Lítils- háttar samdráttur varð í sölu á skyri en mikil aukning í sölu á við- biti og ostum. Sala á smjöri, smjörva og Létt og laggott jókst úr 1.276 tonnum í 1.544 tonn eða um 21% og á osti um 2.249 tonnum í 2.460 tonn, eða um 9%. Þegar salan á ostum og smjöri hefur verið umreiknuð í mjólk kem- ur í ljós að alls þurfti nærri 2 milljónir lítra af mjólk til að fram- leiða aukninguna á viðbiti og 1,6 milljón lítra í aukningu á ostasölu. Meðalsala mjólkurvara á mánuði samsvaraði 8,5 milljón lítrum mjólkur á síðasta ári á móti 8,2 milljón lítrum árið 1986. Canon Rétti tíminn til reiknivélakaupa. Mikið úrval. Lækkað verð. il<rifvélin hf Suðurlandsbraut 12. S: 685277 — 685275 Gísli Magnússon Tónlist Egill Friðleifsson Langholtskirkja 23.1. 1988 Flytjandi: Gísli Magnússon, píanó Efnisskrá: Bach, Ensk svíta nr. 6 í d-moll, Beethoven, Sónata nr. 31 í As-dúr op. 110 Brahms, Tilbrigði og fúga um stef eftir HSndel op. 24. Gísli Magnússon, píanóleikari, lék á vegum Tónlistarfélagsins j Langholtskirkju sl. laugardag. Á efnisskránni voru verk eftir stóru béin þijú, Bach, Beethoven og Brahms. FYá því að Tónlistarfélag- ið missti Áusturbæjarbíó sem samastað fyrir tónleikahald hefur félagið verið á hrakhólum með húsnæði. Þörfin fyrir tónlistarhús verður æ brýnni. Að velja Lang- holtskirkju fyrir píanótónleika var misráðið. Langholtskirkja er fall- egt hús. Þar er ágætt að syngja, einkum fyrir kóra án undirleiks, en píanóleikur nýtur sín þar ekki. Til þess er hljómsvörun hússins of mikil. Þess vegna urðu tónleikar' Gísla ekki eins ánægjulegir og ella hefði orðið því miður. Gísli Magnússon hefur lengi staðið í fremstu röð íslenskra pían- ista og er þekktur fyrir vandaðan og fágaðan píanóleik. Samvinna hans og Halldórs Haraldssonar hefur og vakið athygli. Gísli hóf leik sinn með Enskri svítu nr. 6 í d-moll eftir Bach. Svítan er í sex köflum og nutu hröðu þættimir sín ekki vegna hljómburðar hússins. í þeim hægu brá fyrir vel mótuðum og fallegum leik, einkum í Sara- böndunni. Sónata Beethovens nr. 31 í As-dúr op. 110 er einhver dýrðlegasti óður sem ortur hefur Gísli Magnússon verið á píanó, upphafin og unaðs- leg. Túlkun Gísla á þessu vandspil- aða verki var tæpast nógu sannfærandi og hefði mátt vera enn alúðlegri. Eftir hlé fylgdu svo Tilbrigði og fúga um stef eftir Hándel op. 24 eftir Brahms, ris- mikið og víða mjög glæsilegt verk. Gísli átti þama vemlega góða spretti þó verkið í heild nyti sín ekki af fyrr greindum ástæðum. Gísli Magnússon er góður píanó- leikari, en að þessu sinni var leikur hans ekki hnökralaus og hann hef- ur stundum átt betri dag. Raunar eru þessar aðfínnslur ekki sanngjamar. Aðstæður hent- uðu ekki til píanóleiks, svo einfalt er það. Við þurfum bara að bretta upp ermamar og byggja tónlistar- hús, það er málið. Hús, sem rúmar alla tónlist, þar með talda píanó- tónleika Tónlistarfélagsins í Reykjavík. STÓRFELD T0LLALÆKKUN Á KRISTAL 0G P0STULINI! Allt að 50% lækkun á eldri birgðum! Notið tækifærið meðan birgðir endast! Hvíta stellið Matta rósin D?Q3 Sléttur og skorinn kristall Póstsendum um land allt. ^fjörtur5 ^TlieÍAeHj k/J KRISTALL OG POSTULlNSVðRUR TEMPLAKASUNDI 3 - SlMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.