Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Ingvar H. Jakobsson yfirmatreiðslumaður, Erla Vignisdóttir framreiðslustúlka og Ólafur Jakobsson einn eigenda. Vertshúsið á Hvammstanga: Kokkurinn veiðir krabba o g beitu- kóng1súpuna Hvammstanga. HÓTELIÐ hér á Hvammstanga, Vertshúsið, hefur starfað í um eitt og hálft ár. Er það í eigu nokkurra einstaklinga auk sveitarfélagsins og Kaupfé- lagsins. í forsvari fyrir rekstr- inum eru bræðumir, Ingvar H. Jakobsson og Ólafur Jakobs- son. Annast Ingvar matreiðslu og hótelstjóm en Ólafur fjár- mál og bókhald. Morgunblaðið innti þá eftir rekstri og útliti nú í ársbyxjun og er eftirfarandi byggt á upp- lýsingum þerra. Síðastliðið ár reyndist Verts- húsinu dæmigert fyrir hótelrekst- ur á landsbyggðinni, ferðamann- atíminn stuttur, en allgóður. Fyrirtækið nýstofnað og þurfti á brattann að sækja til að hasla sér völl og kynna sig. Héraðsbúar hafa tekið þjónustu Vertshússins mjög vel og ekki er vitað annað en viðskiptavinir hafi yfirgefið hótelið ánægðir. Vertshúsið hefur tvo matsali fyrir um 80 manns og sex her- bergi tveggja manna. Að auki eru boðin 15 uppábúin rúm í heima- húsum á staðnum. Einnig eru rúm fyrir 10 manns á Melstað, sem er í um 12 km fjarlægð frá Hvamm- stanga. Ferðamannatíminn er frá júní til september og er tíminn þess utan oftast fremur rólegur fyrir hótelin á landsbyggðinni. Verts- húsið sendi þvi nú fyrir skömmu, um 500 bréf, til félagasamtaka, fyrirtækja, stofnana og einstakl- inga, þar sem þessum aðilum er boðin aðstaða til fundarhalda eða smærri ráðstefna. Hafa nú þegar borist fyrirspumir um afnot af hótelinu. Hvammstangi er nánast í þjóð- braut milli Norðurlands og Vesturlands og fjarlægð frá Vest- fjarðaleið um Strandir er 40 km. Þá er fjarlægðin frá höfuðborgar- svæðinu um 3 tíma akstur, mest á malbiki. Yfirkokkur Vertshússins er landskunnur og hefur úr úrvals- hráefni að vinna. Veiðir hann sjálfur krabba og beitukóng í súp- una, notar mikið heimafengið hráefni, svo sem rækju, osta og kjöt hvers konar af nýslátruðu. Vertshúsið hefur vínveitingaleyfi og tekur nú í janúar þátt í sam- starfi 10 veitingahúsa með frönsk vín, sem ekki hafa verið á mark- aði hér fyrr. Eru þetta bæði meðaldýr vín og einnig eðalvín í dýrari flokkum. Þeir bræður segjast vera bjart- sýnir og vonast eftir miklum viðskiptum á nýbyijuðu ári. Hvammstangi á 50 ára afmæli á árinu, framkvæmdir á vegum hins opinbera verða talsverðar, og einnig mun Vertshúsið ganga að nokkru leyti til samstarfs við Eddu-hringinn á þessu ári. Verts- húsið er í beinu sambandi við ferðaskrifstofuna Ferðabæ í Reykjavík, svo og einnig við flest- ar ferðaskrifstofur á landinu. - Karl Vertshúsið á Hvammstanga. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Vel heppnað þorra- blót í Mývatnssveit Björk, Mývatnssveit. MYVETNINGAR blótuðu þorra í Skjólbrekku síðastliðið föstu- dagskvöld. Fjölmenni var, eða á 3. hundarð manns. Sumir voru jafnvel langt að komnir. Þorrablótið hófst með borðhaldi. Á borðum voru hefðbundnir þorra- réttir. Á meðan samkomugestir gerðu hinum fjölbreyttu matföng- um bestu skil var boðið upp á viðamikla skemmtidagskrá. Þar var meðal annars söngur og ýmis önnur skemmtiatriði af léttara taginu. Að lokum var dansað fram eftir nóttu. Kvenfélag Mývatnssveitar hefur um margra ára skeið staðið fyrir þorrablótum í sveitinni. Má sannar- lega þakka það framtak. Að þessu sinni var mjög vel heppnað þorra- blót hjá kvenfélaginu. Krislján. Loðnuaflinn frá ára- mótum 157.000 tonn „ÞAÐ er nóg af loðnu á svæðinu austur af Gerpi. Karlarnir segj- ast sumir aldrei hafa séð annað eins. Komi ekkert upp á, fylla skipin sig strax. Aflinn frá ára- mótum er orðinn 157.000 tonn og virðist öruggt að kvótinn ná- ist allur,“ sagði Ástráður Ing- varsson, hjá Loðnunefnd í samtali við Morgunblaðið. Aflinn síðastliðinn föstudag varð 2.410 tonn, 5.420 á laugardag, 17.845 á sunnudag og síðdegis í gær var hann orðinn 4.740. Á föstudag voru eftirtalin skip með afla: Sjávarborg GK 700 til Seyðisfjarðar, Gullberg VE 520 til Seyðisflarðar, Fífill GK 450 til Seyðisfjarðar, Rauðsey AK 420 til Neskaupstaðar og Harpa RE 250 til Seyðisfjarðar. Á laugardag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Gísli Ami RE 550 til Homafjarðar, Skarðsvík SH 660 til Færeyja, Bergur VE 530 til Nes- kaupstaðar, Sjávarborg GK 100 til Seyðisfjarðar, Guðrún Þorskels- dóttir SU 450 til Eskifjarðar, Guðmundur VE 100 til Neskaup- staðar, Albert GK 700 til Siglufjarð- ar, ísleifur VE 730 til Færeyja, Hrafn GK 650 til Siglufjarðar, Orn KE 750 í Krossanes og Helga II RE 200 til Seyðisij'arðar. Á sunnudag voru eftirtalin skip með afla: Sighvatur Bjamason VE 700 til Vestmannaeyja, Hilmir II SU 75 til Neskaupstaðar, Höfmng- ur AK 920 til Seyðisfjarðar, Beitir NK 1.220 til Neskaupstaðar, Pétur Jónsson RE 1.000 til Raufarhafnar, Gullberg VE 580 til Seyðisfjarðar, Keflvíkingur KE 500 til Reyðar- flarðar, Grindvíkingur GK 1.000 til Færeyja, Rauðsey AK 610 til Vopnaijarðar, Sigurður RE 1.400 til Vestmannaeyja, Harpa RE 580 til Seyðisfjarðar, Bjami Ólafsson AK 1.100 til Seyðisfjarðar, Dagfari ÞH 520 til Seyðisfjarðar, Magnús NK 520 til Seyðisfjarðar, Súlan EA 700 á leið norður, Börkur NK 400 til Neskaupstaðar, Guðmundur Ól- afur ÓF 600 til Eskifjarðar, Þórður Jónasson EA 500 í Krossanes, Júpíter RE 850 til Eskifjarðar, Hákon ÞH 950 til Eskifjarðar, Hilmir SU 1.000 til Siglufjarðar og Gígja VE 770 til Seyðisfjarðar. Síðdegis á mánudag höfðu eftir- talin skip tilkynnt um afla: Galti ÞH 300 til Raufarhafnar, Kap II VE 660 til Vestmannaeyja, Víkur- berg GK 560 til Færeyja, Gísli Ámi FRÆÐSLUFUNDUR um með- ferð og hirðingu hófa verður haldin í félagsheimili Fáks Víði- völlum þriðjudaginn 26. janúar. Fundurinn hefst kl. 20.30. Á fundinum flytja Þorvaldur Þórðarson dýralæknir og Alfreð RE 600 til Homafjarðar, Jón Kjart- ansson SU 1.050 til Eskifjarðar, Hilmir II SU 120 til Seyðisfjarðar og Eldborg HF 1.450 til Eskifjarð- Jörgensen jámingamaður erindi. Teknir verða fyrir kvillar í hófum, orsakir, einkenni og meðferð. Auk þess verður fjallað um mikilvægi réttrar jámingar. Að loknum erind- um verða fyrirspumir. ar. Fákur: Fundur um meðferð og hirðingu hófa Eigendur og útgefendur skuldabréfa Vegna mikillar eftirspurnar óskum viö eftir góöum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf í sölu hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans Eldri spariskírteini 8,5-9,2% ávöxtun umfram verðbólgu Veðdeild Samvinnubankans 9,7% ávöxtun umfram verðbólgu Lind hf. 11,0% ávöxtun umfram verðbólgu Lýsing hf. 10,8% ávöxtun umfram verðbólgu Glitnirhf. 11,1% ávöxtun umfram verðbólgu Samvinnusjóður (slands hf. 10,5% ávöxtun umfram verðbólgu Önnur örugg skuldabréf 9,5—12,0% ávöxtun umfram verðbólgu Fasteignatryggð skuldabréf 12-15,0% ávöxtun umfram verðbólgu Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. Síminn er 20700. verðbrEfavkiskipti fjármál eru V/ samvinnubankans okkar fag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.