Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANUAR 1988 Mikil ogtví- sýn barátta Við upphaf sigurskákar Jóhanns Hjartarssonar og Kortsjnojs. Jóhann missti af örugg- um sigri í tímahrakinu ■ ■ Onnur skákin St. John. Frá Cuðmundi Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. EFTIR æsisponnandi lokamínút- ur virðist Jóhann Hjartarson hafa misst af öruggum vinningi í annarri skák sinni við Viktor Kortsjnoj, eftir að hafa haft erf- iða stöðu lengi vel. Báðir kepp- endur lentu í tímahraki undir lok fyrri setunnar og áttu aðeins örfáar mínútur á síðustu leikina. Eftir að tímamörkunum var náð var Jóhann samt með þægilegri stöðu en líklegasta niðurstaðan var jafntefli. Kortsjnoj kom nokkuð á óvart með bytjanavali sfnu og skákin fór út í afbrigði af Nimmzo-indverskri vöm sem Jóhann virtist ekki vera alveg sáttur við. Hann eyddi mikl- um tíma í byijuninni meðan Kortsj- noj lék fyrstu níu leikina á aðeins einni mfnútu. Allir voru á því að eftir tólf leiki væri staða Kortsjnojs betri, en spuming hvort það dygði honum til sigurs. En Jóhann varðist vel og þegar komið var fram yfír tuttugasta leik fór heldur að léttast brúnin á íslend- ingunum hér því þá var Jóhann búinn að jafna tapið. Hann bætti stöðuna hægt og sígandi og Kortsj- noj hugsaði meira og meira þar til hann hafði eytt jafnmiklum tíma og Jóhann. Síðustu tíu leikina léku þeir báðir mjög hratt og þá voru menn á því að Jóhann hefði misst af öruggum vinningi þegar hann skipti upp á hrókum. Þrátt fyrir það var Jóhann með heldur rýmri stöðu þegar darraðardansinum linnti eftir fjöratíu leiki. Þótt skákinni lykti með jafntefli era menn á því að Jóhann megi vel við un'a og Kortsjnoj sé ekki ánægð- ur með að hafa haft betri stöðu en ekki getað nýtt hana betur en þetta. Af öðram keppendum er það að segja að Short er að ganga frá Sax. Hann vann aðra skákina ör- ugglega eftir að Sax lenti í miklu tímahraki og lék gróflega af sér. Portisch og Vaganjan gerðu jafn- tefli og Timman og Salov skildu einnig jafnir. Öðram skákum var ekki lokið um miðnætti í nótt að íslenskum tíma. Skék Kari Þorsteins ÖNNUR einvígisskák þeirra Viktors Kortsjnoj og Jóhanns Hjartarsonar bauð upp á mikla spennu og frumkvæðið var til skiptis í höndum þeirra félaga. Kortsjnoj kom augsýnilega Jó- hanni á óvart í upphafi skákarinnar er hann kaus að leita til smiðju heimsmeistarans Kasparovs Og beitti afbrigði af Nimzo-Indverskri vöm, sem síðan færðist inn á slóðir enska leiksins. Báðir keppendur notuðu dijúgan tima í byijunarleik- ina, og þegar átján leikir vora afstaðnir átti hvor keppandi um sig aðeins rúman hálftíma til stefnu fram að tímamörkunum við fertug- asta leik. Hvítt: Viktor Korchnoj Svart: Jóhann Hjartarson Nimzo-Indversk vörn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. Rf3 — c5, 5. g3 — cxd4, 6. Rxd4 0-0, 7. Bg2 - d5, 8. 0-0 — dxc4, 9. Da4. (Sovéski stónrteistarinn Ro- manachin beitti fyrstur þessum drottningarleik í skák gegn Ribli. Framhaldið þá varð 9. — Da5, 10. Dxa5 — Bxa5, 11. Rdb5 og hvítum varð ekki skotaskuld að innbyrða vinninginn. Jóhann velur sjaldséðan leik, eftir dijúga umhugsun, en bætti um betur í næsta leik sem kostaði hálftíma af umhugsun- artíma hans. Framhaldið sem hann kýs nægir samt ekki til að jafna taflið). 9. - De7, 10. Rc2 - Bc5. 11. Dxc4 - Rbd7, 12. Be3 Hb8, 13. Hadl - b6, 14. Bf4 - e5, 15. Bg5 - h6, 16. Rd5 - De6, 17. Bcl (17. Rxf6+ - Rxf6, 18. Dxe6 —. Bxe6, skapar engin vandamál fyrir Jóhann.) 17. — Rxd5, 18. Bxd5 — De7, 19. b4 — b5, 20. Dc3 (I fljótheitum mætti ætla að 20. Dd3 skapaði vandamál hjá svörtum t.d. 20. — Bb6, 21. Bxh6? — gxh6?, 22. Dg6+. Svartur lumar hins vegar á millileiknum 21. — e4! og vinnur mann.) 20. —Bd6, 21. Be3 - Rb6, 22. Bxb6(Það er einkennandi fyrir Kortsjnoj að kjósa riddarana fram yfir biskupana. Nú stefnir hann að riddarinn fái ákjós- anlegan samastað á d5.) 22. — Hxb6, 23. Bxb6 - Hxb6, 24. a3 - Bli3, 25. Hfel - a5, 26. Hbl - axb4, 27. axb4 — Hbc8, 28. Db3 - Bb8, 29. Bg2 - Bxg2, 30. Kxg2 - Ba7, 31. Rd5 - De6, 32. e4 — De6. (Tímahrakið var nú í algleymingi. Riddarinn hvíti hefur vitanlega ákjósanlegan samastað á d5 reitnum, en hinn langdrægi bisk- up hjá svörtum er skeinuhættari með langdræg spjót sín. Svartur stendur því líklega aðeins betur er hér er komið til sögu, en vitanlega spilar tímahrakið stóra rallu í fram- haldinu. ) 33. He2 - Bd4, 34. f3 - Hc4, 35. Re3 — Hc3, (Það er athyglisvert að Jóhann lætur hjá lða að skipta upp á riddaranum og tefl- ir þess í stað ótrauður til vinnings.) 36. Dxe6 — fxe6, 37. Rc2 — Hcxf3, 38. Kh3 - Hf2? (Tíma- hrakspat! Að mati skáksérfræðinga á mótstað missir Jóhann hér af vinningi, er hann glutrar peðinu á qr b5. Vænlegt var t.d. að hörfa ein- faldlega með biskupinn.) 39. Hxf2 - Hxf2, 40. Ra3 - Þetta hefur Jóhanni yfirsést. Peðið á b5 fellur nú, en möguleik- amir eru enn Jóhanns megin. Vitanlega gæti hann nú leikið 40. - He2, en hann kýs þess í stað að tefla upp á mát.) 40. — h5, 41. Rxb5 - Be3, 42. Hb3 - He2, 43. Rc3 - Hc2, 44. Rdl - Bd4, 45. b5 - g5, 46. b6 - Bgl, 47. Hb2 - Hxb2, 48. Rxb2 - Bxb6, 49. Rc4 - Bd4, 50. g4 - h4, 51. Kg2 - Kg7, 52. h3 - Kf6, 53. Kf 1 - Ke7, 54. Ke2 - Kd7. 55. Rd2 - Bd2, 56. Rf3 - Bcl, 57. Rxe5 - Kd6, 58. Rd3 - Ba3, 59. Kd2 - Bc5, 60. Kc3 - Bgl, 61. Kd4 - Ba7. Hér fór skákin í bið. I Fyrsta skákin Kc8, 28. Dxd8 - Dxd8, 29. Bxd8 - Bxe4, 30. Hxe4 - Hxd8, 31. Rd4 og annað peð fellur í valinn.) 26. Hxe4 — dxc3, 27. Rg6+ — Kg8, 28. Hd4! - Hxd4, 29. Dxd4 - Hh3 (Taktíkin helst í hendur við litríka sóknartaflmennsku Jóhanns í þess- ari skák. Riddarinn á g6 var þannig friðhelgur sökum 30. Dd8+ — Kh7, 31. Rg5+ og drottningin fellur.) 30. Rg6 - Hh6, 31. Rf4 - Rc6, 32. Dxc3 - Dd8,33. Rf3 - Rxb4 (Það verður ekki af Kortsjnoj tekið að hann verst af útsjónar- semi, þrátt fyrir vonlausa stöðu) 34. Bd2 - Da8, 35. Kg2 - Rc6, 36. g5 - b4, 37. Dc5 - Hh7, 38. Rxe6 - g€, 39. Dcf5 — Kh8, 40. Red4! - Dc8! 41. e6 — Rxd4, 42. Rxd4 — c5, 43. Bf4! (Það er viðeigandi að ljúka meist- arasmíðinni með taktísku innskoti. Eftir 43. — cxd4, 44. Be5+ — Hg7, 45. Bxg7+ - Kxg7, 46. Dd7+ - Dxd7, 47. exd7 verður drottning borin í næsta leik.) 43. — Ha7, 44. Rc6! og Kortsjnoj gafst upp. Það er öragglega langt síðan hann hefur fengið slíka útreið. Ekkert hík á Jóhanni JÓHANN Hjartarson var svo sannarlega ( sviðsljósinu í fyrstu umferð áskorendaeinvígjanna þegar hann beinlínis rúllaði Vikt- or Kortsjnoj upp í 43 leilqum. Þessi úrslit vöktu mikla athygb og talsverða furðu því flestir hér virðast hafa búist við að Jóhann yrði Kortsjnoj lftil hindrun. Þannig hljóðaði 5 dálka fyrir- sögn í bæjarblaðinu eitthvað á þessa leið: íslendingur klekkir á Kortsjnoj á skákhátíðinni. Það var ekkert hik á Jóhanni við upphaf skákarinnar, hann lék e4 og Kortsjnoj svaraði strax e5. Fyrstu þrettán leikana léku meist- aramir eins og í hraðskák og skákin fór í kunnuglegan farveg fyrir Kortsjnoj, opna afbrigðið af spænska leiknum. En Jóhann hafði greinilega ýmis- legt í pokahominu sem þeir Margeir Pétursson munu hafa undirbúið vel og vandlega. Margeir var að minnsta kosti ánægjulegur á svip, þótt hann hafí sennilega verið mun- taugaóstyrkari en Jóhann á meðan á skákinni stóð. Sumum leist samt ekki meira en svo á blikuna og héldu að Jóhann væri að leggja of mikið á stöðuna. Skákmenn skoðuðu skákina í blaðamannaherberginu og Boris Spassky sá að í 23. leik átti Jóhann færi á skiptamunsfóm. Hann fór yfir skákina og velti ýmsum mögu- leikum fyrir sér, síðan kom dómurinn, þetta er vonlaust hjá Kortsjnoj! í þánn mund lék Jóhann Ha6, auðvitað rétta leiknum. Eftir þetta fór að síga á ógæfu- hliðina hjá Kortsjnoj, hann varð að gefa mann, en fékk í staðinn sókn- arfæri að kóngi Jóhanns. Þeir voru báðir búnir að nota mikinn tíma og áttu aðeins eftir um 5 mínútur hvor þegar leiknir höfðu verið 33 leikir, en skákmennimir hafa tvo tíma hvor til að ljúka 40 leikjum og síðan klukkutíma næstu 20 leiki. Kortsj- noj reyndi að leggja ýmsar gildrur fyrir Jóhann, en hann sá við þeim um leið og hann bætti stöðuna jafnt og þétt. Það eina sem við íslending- amir höfðum áhyggjur af var tíminn. Á tölvuskerminum yfir skák- borðinu er rafeindaklukka og samkvæmt henni var Jóhann fallinn rétt áður en hann lék sfnum 40. leik. En vísirinn á skákklukkunni hefur sennilega hangið á lakkinu, eins og sagt er, og við önduðum léttar, sérstaklega vegna þess að varla var hægt að segja af hvoru rauk meira, stöðu Kortsjnojs eða sígarettunum sem hann keðju- reykti. Kortsjnoj var sýnilega mjög óljúft að viðurkenna þessa staðreynd og sat og horfði lengi á stöðuna. Jó- hann stóð hinsvegar upp í fyrsta skipti síðan skákin hófst og tók sér stöðu út'við vegg, meðan hann beið eftir leikjum Kortsjnojs. Okkur ís- lendingunum fannst blasa við að að Kortsjnoj gæfist upp, því eins og einn sagði: „Jóhann er liði yfir, er með mátsókn og þótt hann klúðri þessu hvoratveggja er hann samt með frípeð. Sennilega hefðu flestir aðrir skákmenn verið búnir að fá nóg, en Kortsjnoj lék samt þijá leiki í viðbót áður en hann lagði niður vopn. Mörgum hér kom á óvart hve Jóhann tefldi hvasst og öragglega og skákin á sennilega eftir að verða rannsökuð víða um heim, enda ekki á hvetjum degi sem Kortsjnoj er lagður að velli í uppáhaldsbyijun sinni. Vlastimir Hort, sem hér er aðstoðarmaður Timmans, sagði við mig að Jóhann væri greinilega vel undirbúinn og fleiri hafa haft það á orði. Kortsjnoj virðist hins vegar lítið hafa undirbúið sig fyrir ein- vígið en hann var greinilega í gær að koma sér í baráttuskap, því þeg- ar blaðamaður DV hitti hann fyrir tilviljun á hótelinu og ætlaði að tala við hann, sagðist Kortsjnoj ekkert vilja tala við íslenska blaða- menn sem hann hefur hingað til verið mjög liðlegur við. Hann þarf þó greinilega meira en reiðina, ef hann á að ráða við Jóhann sem virðist vera 5 góðu formi og hafa sjálfstraustið í lagi. Af öðram skákum vakti skák Jusupovs og Ehlvests mesta at- * hygli. Ehlvest beitti slavneskri vöm en lenti í vandræðum í byijuninni og Jusupov vann öragglega í 34 leikjum. Nigel Short tókst með hör- kunni að sigra í skák sinni við Sax. Sax lenti í tímahraki undir lok fyrri setunnar og varð síðan að láta í minni pokann eftir 53 leiki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.