Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 19 Orkuverð til stóriðju eftir Kristínu Einarsdóttur Miðvikudaginn 2. desember sl. briti Morgunblaðið erindi það er undirrituð flutti á ráðstefnu Verk- fræðingafélags íslands 26. nóvem- ber. Erindið nefndist „Stóriðja, umhverfí og félagsleg röskun". Tvær fullyrðingar í erindinu urðu tilefni til athugasemda frá forstjóra Landsvirkjunar, Halldóri Jónatans- syni, og birtust þær í Morgunblað- inu 8. desember sl Þótt nokkuð sé um liðið frá því þessar athugasemdir birtust tel ég nauðsynlegt að skýra hvers vegna ég tel mínar fullyrðingar réttar þótt forstjóri Landsvirkjunar telji svo ekki vera. magnsverð til ÍSAL geti orðið íþyngjandi fyrir almenning. Þetta er hans fullyrðing. Ekkert hefur enn komið fram sem sýnir að raforku- samningur við ÍSAL sé okkur hagstæður og ekki íþyngjandi fyrir almenning. Það er staðreynd að innlend iðn- fyrirtæki þurfa að greiða raforku- verð sem er allt að tífalt hærra en það sem stóriðjufyrirtækin greiða. Eg fullyrði að mörg innlend fyrir- tæki eru ekki lakari orkukaupendur en stóriðjufyrirtækin og ættu því ekki að greiða hærra orkuverð en þau. Það er mál útaf fyrir sig að for- stjóri Landsvirkjunar sem er samningsaðili við ÍSAL skuli með þessum hætti snúast einhliða til vamar samningum sem gilt hafa milli þessara aðila. Það er ekki lítils virði fyrir ÍSAL að geta veifað slíkum pappír þegar og ef raforku- samningurinn kemur til endurskoð- unar á næsta ári. Mér sýnist forstjórinn hafa sest öfugu megin við borðið. Fyrri fullyrðing í erindi mínu sagði ég: Erlend stóriðja greiðir allt of lágt orkuverð á meðan almenningur á íslandi greiðir fyrir orkuna verð sem er með því hæsta miðað við nágranna- þjóðimar. Til staðfestingar því að þessi full- yrðing mín sé ekki rétt birtir Halldór súlurit sem ég vil einnig sýna lesendum. Súluritið er byggt á athugun sem Samband íslenskra rafveitna gerði á rafmagnsverði 1986 hér á landi og í öðmm Evrópu- löndum. Það vekur athygli að samanburður á raforkuverði til heimila sem forstjóri Landsvirkjun- ar sýnir lesendum er eingöngu miðaður við höfuðborgir landanna. Það væri fróðlegt að vita hvers vegna. Samband íslenskra rafveitna hefur einnig upplýsingar um raf- orkuverð til heimila annars staðar en í Reykjavík. Á meðfylgjandi töflu sést að raf- orkuverð til heimilisnota er lægst í Reykjavík. Fólk utan höfuðborgar- svæðisins er því verr sett að þessu leyti, auk þess sem hafa verður í huga að stór hluti fólks úti á landi hitar hús sín með raforku. Það er því ljóst að fjöldi fólks á íslandi greiðir raforkuverð sem er með því hæsta miðað við nágranna- Kvenréttinda- félag Islands: Fundur um stöðu kvenrétt- indamála Kvenréttindafélag íslands heldur félagsfund miðvikudaginn 27. janúar nk. á veitingastaðnum Litlu Brekku. Fundurinn hefst kl. 19.30 með kvöldverði. Fundurinn er liður í vetrardagskrá félagsins og er sérstaklega haldinn í tilefni af 81 árs afmæli félagsins. Fyrr í vetur hafa verið haldnir fund- ir um dagvistarmál og skólavist yngstu bamanna. Vilborg Harðardóttir blaðamaður flytur erindi sem nefnist „Sérstakar aðgerðir í þágu kvenna — hvemig má nýta 3. grein jafnréttislaganna". í 3. grein jafnréttislaga er heimild til að framkvæmda sérstakar að- gerðir í þágu kvenna til að bæta stöðu þeirra t.d. við stöðuveitingar, nefndarstörf ofl. Að loknu framsöguerindi verða almennar umræður um stöðu kven- réttindamála í dag og stefnu Kvenréttindafélagsins. Fundarstjóri verður Lára V. Júlíusdóttir formaður Kvenréttindafélagsins. Félagsmenn Kvenréttindafélags- ins eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og tilkynna þátttöku í borð- haldi á skrifstofu félagsins sem er opin daglega kl. 13-16. (Fréttatilkynning:) þjóðimar. íslendingar búa ekki allir á höfuðborgarsvæðinu þótt sumir virðist stundum gleyma þeirri stað- reynd. Seinni fullyrðing Ég sagði í umræddu erindi: Inn- lend fyrirtæki em látin greiða það orkuverð sem nemur framleiðslu- kostnaði eða jafnvel hærra til að greiða niður orkuverð til útlend- inga. Halldór heldur þvi einnig fram að þessi fullyrðing sé röng. Hann vitnar í athugun Orkustofnunar þar að lútandi frá 1983. I skýrslu Orkustofnunar, „Laus- leg athugun á áhrifum raforku- samningsins við ÍSAL á raforkuverð Landsvirlq'unar til almennings- veitna", frá júní 1983, segir Jakob Bjömsson m.a. í formála. „Verði raforkuverðið í samningn- um við ÍSAL því ekki fljótlega hækkað bendir margt til að ávinn- ingurinn af honum fyrir hinn almenna rafmagnsnotanda, sem virðist ótvírætt hafa verið til staðar fyrstu árin, þótt þessi athugun gefí ekki mjög góða vitneskju um hve mikill hann hefur verið, verði brátt uppurinn ef hann er það ekki nú þegar." Síðar í skýrslunni, sem Jón Vil- hjálmsson skrifar, segir: „Sú spuming vaknar hver sé ástaeðan fyrir því að samningurinn við ÍSAL hefur ekki orðið almenn- ingi eins hagkvæmur og áætlað var þegar hann var gerður. Hér er sjálf- sagt um marga samverkandi þætti að ræða. Líklegt er að eftirfarandi hafí valdið mestu hér um: — Virkjanir hafa reynst dýrari að raunvirði en gert var ráð fyrir á sínum tíma. — Raungildi raforkuverðs til ál- versins hefur lækkað frá því samningurinn var gerður. „Ég- fullyrði að mörg innlend fjrrirtæki eru ekki lakari orkukaup- endur en stóriðjufyrir- tækin og ættu því ekki að greiða hærra orku- verð en þau.“ — Orkuvinnslugeta Búrfellsvirkj- unar hefur reynst minni en gert var ráð fyrir, og gerðir hafa verið samningar um aukna orku- sölu til ÍSAL umfram það sem gert var ráð fyrir er ráðist var í virkjunina." Hvoru megin við borðið situr forstjórinn? Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að með nýja samningnum við ISAL sé loku fyrir það skotið að raf- Smásöluverð á raf- orku 1. apríl 1987 Kr/Kwh Heimilistaxti Reylgavík 3,87 Akranes 3,94 Borgames 4,42 Vestfirðir 5,15 Sauðárkrókur 4,64 Siglufjörður 4,55 Akureyri 3,92 Húsavík 4,50 Reyðarfjörður 5,09 Vestmannaeyjar 4,42 Selfoss 4,37 Hveragerði 4,94 Eyrarbakki 4,85 Stokkseyri 4,68 Suðumes 4,45 Hafnarfjörður 4,29 RARIK 5,15 Höfundur er aJþingismaður Kvennalistans fyrir Reykjavík. ÁRLEG MENNINGARFERÐ FARANDA Við heimsækjum vöggu vestrænnar menningar og skoðum m.a. Aþenu og þar með Akrópólis, véfréttina í Delfí og eyjarnar Krít, Santorini og Kios. Frá Kios verður farið í eins dags ferð til Efésus á vesturströnd Tyrklands. Brottför er 3. júní og fararstjórn í höndum Dr. Þórs Jakobssonar veðurfræðings. SKEMMTISIGLING UM EYJAHAF Erum með söluumboð í sumar fyrir skemmtiferðaskip sem leggja af stað frá hafnarborginni Pireus og sigla um Eyjahaf, Miðjarðarhaf og Svartahaf. Fjölmörg lönd verða heimsótt. 3ja til 21 dags siglingar. Brottfarir hvenær sem er í allt sumar. Ferdaskrifstofan Ifaiandi y Vesturgðtu 5. Reykjavík simi 622420 MARTIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.