Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 29 4 fttttguiifybifrffr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Augiýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Yistfræði og náttúruvernd Ahugi einstaklinga og þjóða á náttúruvemd og vist- fræði fer vaxandi. Æ fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi þekk- ingar og aðgátar í samskiptum manns og umhverfis. Við þurfum í senn að nýta gögn og gæði umhverfis okkar — auðlindir lands og sjávar — og lifa í sátt við náttúru þess. Mengunarslys, sem víða hafa orðið í veröldinni, eru hættu- boðar, sem allar þjóðir verða að horfast í augu við, ekki sízt þjóð sem framleiðir matvæli fyrir umheiminn. Það eru því æmar ástæður fyrir ört vaxandi stuðningi við náttúruvemd. Á þeim vett- vangi, sem flestum öðmm, skiptir almenn og sérhæfð þekking mestu máli. Vistfræði gegnir því vaxandi hlutverki í velferð þjóða heims - vemdun náttúm og lífríkis umhverfisins. Árið 1965 vóm sett sérstök lög um almennar náttúmrann- sóknir og Náttúmfræðistofnun íslands, sem fer með undir- stöðurannsóknir í grasafræði, dýrafræði, jarðfræði og landa- fræði. Stofnunin, sem starfar í þremur deildum, á að vera mið- stöð almennra rannsókna á náttúm íslands, vinna að slíkum rannsóknum, samræma þær og efla. Hún á jafnframt að koma upp fullkomnu vísinda- legu safni náttúmgripa — sem og sýningarsafni fyrir almenn- ing er veiti sem gleggst yfírlit um náttúm landsins. íslenzkt náttúmfræðifélag var fyrst stofnað í Kaupmanna- höfn árið 1887. Það setti sér það mark að koma á fót nátt- úmgripasafni hér á landi. Vísir að slíku safni var settur upp í Landsbókasafni árið 1908. Þar var sýningarsalur félagsins síðan í 50 ár, unz ríkið tók við rekstri þess af Hinu íslenzka náttúmfræðifélagi 1947. Þá var safnið flutt í „bráðabirgða- húsnæði“ við Hverfísgötu. Þar hefur það búið síðan við þröng- an kost. Árið 1985 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Ragn- hildur Helgadóttir, sérstaka nefnd til að gera tillögur um uppbyggingu náttúmfræða- safns. Þessi nefnd skilaði áliti síðla árs 1987. I niðurstöðum nefndarinnar er lögð áherzla á nauðsyn þess að byggja yfir starfsemi Náttúmfræðistofn- unar — rannsóknir, vísindastörf og náttúmfræðasafn — sem sætt hefur erfíðri starfsaðstöðu í þröngu „bráðabirgðahúsnæði“ í áratugi. Ævar Petersen, deildarstjóri hjá Náttúmfræðistofnun, segir í viðtali við Morgunblaðið um helgina: „Allir [nefndarmenn] vóm líka sammála um að ásamt ríkinu væri hlutdeild Reykjavík- urborgar eðlileg og æskileg. Má benda á að ekkert sveitarfé- lag hefur meiri hagsmuni af sýningum og fræðslu í slíkri stofnun en Reykjavík og skólar í borginni, þótt henni sé einnig ætlað að vera fyrir alla íslend- inga, eins' og hefur verið verkefni Náttúmfræðistofnun- ar hingað til. Hinsvegar vóm menn ekki alveg sammála um hvemig staðið skyldi að rekstr- inum. Meirihlutinn vildi að sýningar- og fræðsluþátturinn yrði rekinn sem sjálfseignar- stofnun með fleiri eignar- og samstarfsaðilum. Hins vegar er Náttúmfræðistofnun líka ætlað samkvæmt lögunum að koma upp vísindalegum náttúmgripa- söfnum og stunda vísinda- störf." Löggjafinn setti Náttúm- fræðistofnun íslands starfs- ramma og starfsmarkmið með lögunum frá 1965. Þar er lög- ákveðið að stofnunin verði miðstöð almennra vísindalegra rannsókna á náttúm Islands. Þar er og kveðið á um að stofn- unin komi upp vísindalegu náttúmgripasafni sem og sýn- ingarsafni. Þessum lögum hefur hinsvegar ekki verið fylgt eftir með viðunandi fjárveiting- um eða starfsaðstöðu. Á aldarafmæli Náttúmfræði- félagsins er meir en tímabært að hyggja að úrbótum í þessu efni. Það væri ennfremur í sam- ræmi við brýna þörf á alhliða náttúmvemd að auka veg þess- arar stofnunar. Það væri og í samræmi við ört vaxandi áhuga einstaklinga og þjóða á bættri sambúð við umhverfí fólks og það lífríki sem það deilir jörð- inni með. Og síðast en ekki sízt væri það í samræmi við þá þjóð- arvakningu á vemdun náttúm íslands, sem nú er að rísa. Eru stelpur og strákar jafngildir einstaklingar? i Staða kynja í skólum eftírSigríði Jónsdóttur Dagana 15,—17. september 1987 var haldin ráðstefna í Danmörku á vegum Ráðherranefndar Norður- landa um stöðu kynja í skólum og menntun kennara. Ráðstefnan bar heitið „Stelpa og strákur — jöfn staða", („Pige og dreng — pá lige fod“). Þátttakendur ráðstefnunnar voru um 70, kennarar, fræðimenn og stjómendur menntamája. Frá ís- landi tóku þátt Elín G. Ólafsdóttir og Hanna Kristín Stefánsdóttir frá Kennarasambandi íslands, Ólafur Proppé og Ragnhildur Bjamadóttir frá Kennaraháskóla íslands, Gerður G. Óskarsdóttir, Háskóla íslands, sem flutti eitt af aðalerindum ráð- stefnunnar, Valgerður Bjamadóttir, stjómandi verkefnisins Bijótum múrana, (norrænt verkefni um jafn- rétti kynja til atvinnu) og undirrituð frá menntamálaráðuneytinu, sem sat í undirbúningsnefndinni. Tilgangur ráðstefnunnar var að skiptast á skoðunum og upplýsing- um og bera saman reynslu norrænna starfsfélaga á sviði jafnréttismála. Áhersla var lögð á að fmna leiðir til að gera kennara meðvitaða um stöðu kynjanna í skólum þannig að þeir tækju mið af því í öllu skóla- starfí. Fyrirlestrar og umræður í hópum snemst um fimm megin- þætti: 1. Stöðuna á Norðurlöndum um þessar mundir. 2. Sjálfsmynd bama og sjálfsvitund. 3. Tungumálið og hegðun bama í skólum. 4. Inntak náms, námsefni og kennsluaðferðir, einkum í nátt- úrufræðum og tæknigreinum. 5. Hindranir og leiðir til að gera kennara meðvitaða. í lok ráðstefnunnar var samin ályktun sem send var til Ráðherra- nefndar Norðurlanda. Ályktunin er í sjö liðum, tillögur um aðgerðir á næstu árum. Fyrsta tillagan ásamt gremargerð er eftirfarandi: 1. Árið 1990 verði jafnréttisár í gmnnskólum allra Norðurlanda- þjóða. „Gögnin sem komu fram á nám- stefnunni gefa til kynna að gera verði sérstakt átak ef auka á jafn- rétti kynja í skólum. Það er áberandi og aðkallandi þörf fyrir að málinu verði veittur aukinn forgangur í norrænni samvinnu þannig að hafn- ar verði samræmdar aðgerðir sem beini athyglinni að ogþrói jafnréttis- störf á öllum sviðum í gmnnskólum. Strákar eiga ekki að ráða ferðinni á kostnað stelpna. Þannig er ástand- ið núna en þátttakendur námstefn- unnar telja að ef koma eigi á jafnrétti í þjóðfélaginu í raun, verði að gera átak á gmnnskólastigi þar sem með- vitund og ímynd kynhlutverksins mótast. Það verður að breyta skólan- um svo hann gefí rúm fyrir stelpum- ar og reynslu þeirra. Og stelpumar verða að fá aukin tækifæri til að velja sér menntun og starf til jafns við strákana þannig að konur fái aukin tækifæri til starfa á vinnu- markaðinum." Hinar tillögumar em: 2. Samnorrænt verkefni um jafn- réttismál innan kennaramennt- unar. 3. Rannsóknir verði efldar á nor- rænum vettvangi um jafnrétti kynja í grunnskólum og í endur- menntun. 4. Skráning fari fram á öllum verk- efnum sem í gangi em á Norðuri- öndum. 5. Sett verði á laggimar stofnun til að safna og miðla upplýsingum um þróunarverkefni og rann- sóknir um jafnréttismál í skólum og kennaramenntun. 6. Arið 1989 verði haldin norræn ráðstefna í framhaldi af þeirri sem nú var haldin. 7. Norræna ráðherranefndin vinni að jafnri skiptingu kynja í stjóm- um, ráðum og nefndum sem fjalla um gmnnskóla og kennara- menntun. Hvers vegna em þessar tillögur settar fram? Er ástandið ejns og fram kemur í 1. tillögunni? Á þetta líka við í íslenskum skólum? Er ekki jafnrétti milli kjmja ríkjandi á ís- landi? Er staða kynja ekki jöfn? Em stelpur og strákar ekki jafngildir einstaklingar? Spumingar sem þessar hljóta að vakna hjá lesendum og mun ég því reyna að svara þeim að nokkm. Spumingunni um jafnan rétt kynja svara ég játandi: Það er jafnrétti á íslandi, samkvæmt lögum. Árið 1985 vom sett ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (nr. 65/1985). Þar segir í III kafla, 10. gr. um menntun: „í skólum og öðmm mennta- og uppeldisstofnunum skal veita fræðslu um jafnréttismál. Kennslu- tæki og kennslubækur, sem þar em notuð, skulu vera þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað. Við náms- og starfsfræðslu í skól- um skal leitast við að breyta hinu venjubundna starfs- og námsvali kvenna og karla til samræmis við tilgang laga þessara. Menntamála- ráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmd þessa ákvæðis í samráði við Jafnrétt- isráð." Spumingum um jafna stöðu kynja svara ég neitandi; staða kynja er ekki jöfn. Stelpur og strákar em í raun ekki jafngildir einstaklingar. Dætur okkar og synir, eða bama- böm, fá ekki jafna möguleika í uppeldinu. Þetta em stórar fullyrð- ingar sem ég mun reyna að varpa nokkm ljósi á. í nýlega útkomnu námsefni um jafna stöðu kynja í skólum, sem ber heitið „Stelpur, strákar, jafngildir einstaklingar", em nokkrar niður- stöður úr rannsóknum lagðar til gmndvallar. (Efnið, sem er 40 mynda litskyggnuflokkur, ásamt skýringum og verkefnablöðum fyrir nemendur, var gefíð út af Náms- gagnastofnun að tilhlutan jafnréttis- nefnda Hafnarfjarðar, Kópavogs og Reykjavíkur. Undirrituð er höfundur efnisins.) Hér er að mestu stuðst við erlend- ar rannsóknir, einkum frá Norður- löndunum og Bandarílqunum, þar sem litlar sem engar rannsóknir á stöðu kynja í skólum hafa verið gerð- ar hér á landi. Þær fáu athuganir sem gerðar hafa verið af kennumm benda til þess að staðan hér sé svip- uð. í fyrmefndu námsefni, „Stelpur, strákar, jafngildir einstaklingar", fyrir yngri stig gmnnskólans og í námsefni fyrir eldra stigið (7.-9. námsár): „Stelpur, strákar og starfs- val“, eftir Gerði G. Óskarsdóttur, sem gefíð var út á sama tíma af sömu aðilum, er getið þeirra heim- ilda sem hér er stuðst við. Niðurstöðumar úr rannsóknum em eftirfarandi: — hugmyndir bama um kynhlut- verk mótast snemma; — hugmyndir sínar um kyn og hlut- verk fá böm frá heimili, skóla, félögum, fjölmiðlum o.fl.; — í uppeldi stelpna virðist vera ýtt undir tillitssemi, umhyggju, vemd, snyrtimennsku, en auk þess ósjálfstæði, hlédrægni, var- úð, feimni, undirgefni og hlýðni; — í uppeldi stráka virðist vera ýtt undir hreysti, kjark, þor, úthald, Sigríður Jónsdóttir „Að sjálfsögðu er eðlis- munur á stelpum og strákum, konum og körlum, ogþví viljum við vonandi ekki breyta. En stelpur og strákar eru ekki jafn- gildir einstaklingar á meðan uppeldi þeirra miðast við gildismat sem metur meira flest sem strákar gera eins og er í okkar þjóðfé- lagi.“ baráttu, styrk, öryggi og sjálf- stæði; — fordómar eru rílq'andi varðandi kynhlutverk stelpna og stráka; — stelpur hljóta mun minni athygli og hvatningu í skólanum en strákar; — strákar hljóta auk athygli og hvatningar meiri aðstoð í skólan- um en stelpur; — menntun og störf kvenna eru minna metin til launa í þjóðfélag- inu en störf karla auk þess sem nær eingöngu konur vinna ólaun- uðu störfín (heimilisstörf og bamauppeldi); — stelpur sækja síður í tæknistörf og flóknustu störfín við tölvur en strákar. Lítum nánar á þessar fullyrðing- ar. Þegar böm koma í skólann 5—6 ára gömul hafa þau þegar ákveðna sjálfsmynd, mismunandi sterkt mót- aða. Hluti af sjálfsmyndinni er kynímyndin, hugmyndir um hlutverk kynjanna. Hvar og hvemig ætli sjálfsmyndin mótist? Heimilin Mótun kynímjmdar hefst fljótlega eftir fæðingu þegar stelpumar em klæddar í bleikt en strákamir í blátt, þær em „sætar, mjúkar og fínleg- ar“, þeir em „stórir, sterkir og myndarlegir", jafnvel þótt börnin séu jafnstór fædd. Margir foreldrar tala við bömin sín og koma fram við þau á mismunandi hátt eftir kynferði þeirra, stelpur fá t.d. meiri aðstoð, strákar verða að læra að bjarga sér. Leikföng sem bömum em gefin em iðulega valin með hliðsjón af því hvort um stelpu eða strák er að ræða, enda er oft spurt í verslunum: „Er það fyrir strák eða stelpu?" Það sama virðist gilda um bækur. Þegar frá unga aldri fá böm oft bækur sem miða við þau ólíku áhugamál sem menn gefa sér að stelpur og strákar hafí, það er talað um stelpu- og strákabækur. Athuganir sýna að stelpur Iesa gjaman svokallaðar strákabækur en strákar sjaldan stelpnabækur. Hvers vegna ætli það sé? Algengt er að stelpur og strákar fái ólík viðfangsefni eða störf á heimilum, þær aðstoða í eldhúsi eða við þjónustu, þeir fá oft verkefni sem álitin em meira krefiandi. Eins og fram kemur hér á undan sýna rannsóknir að sérstök hugtök virðast vera ríkjandi í uppeldi stelpna en önnur í uppeldi stráka. Ósjálf- stæði, hlédrægni, varúð, feimni, undirgefni, hlýðni þegar stelpur em annars vegar en t.d. kjarkur, þor, úthald, barátta, styrkur, öryggi og sjálfstæði varðandi stráka. Hvað ætli þetta þýði fyrir sjálfsmyndina? í ritinu „Theory and Practice", hausthefti 1986, greininni „Sex Equ- ity in Parenting and Parent Educati- on“ (D.C.J. + W.P.W.) er vitnað í ýmsar rannsóknir á þeim þáttum sem hér hafa verið nefndir.) Fjölmiðlar Aðrir sterkir áhrifavaldar á kyní- myndina em fiölmiðlar. Áhrifa sjónvarps á hugmyndir og hegðun bama virðist gæta snemma og vera stöðug og sterk á uppvaxtarámm þeirra. Margar kvikmyndir og skemmtiþættir í sjónvarpi sýna stöð- luð kynhlutverk kvenna og karla. Ekki síst í teiknimyndum, einu vin- sælasta bamaefninu, hegða kven- og karlpersónur sér eins og ætlast er til. Karlmennimir era sterkir og valdamiklir, konumar em fallegar og oftast ósjálfbjarga, þær hafa sjajdan völd og áhrif. í fréttum em karlmenn oftast í sviðsljósinu. Þeir hljóta því að vera mun merkilegri og mikilvægari per- sónur, og vera að fást við merkilegri hluti en konur í augum ungra bama. Þessu ti! staðfestingar vil ég leyfa mér að benda á nýlega könnun Sig- rúnar Stefánsdóttur, fréttamanns, um konur og karla í fiölmiðlum. Ekki má gleyma auglýsingunum sem böm horfa mikið á. Þar koma hin stöðluðu kynhlutverk einna sterkast í ljós. Máttur auglýsinga hlýtur að vera mikill, annars væri varla svo miklu kostað til þeirra! Bækur em einnig sterkir áhrifa- valdar á sjálfsmjmd bama. í mörgum bókum er strákum og körlum lýst sem dugmiklum leiðtogum sem eiga auðvelt með að leysa flókin vanda- mál, en stelpur eða konur em oft óvirkir áhorfendur. Eða þá ævintýrin! Ungi maðurinn er venjulega hraustur, sterkur og úrræðagóður en unga stúlkan fögur og óvirk, hún bíður þolinmóð eftir að verða bjargað úr einhveijum háska. Allt þetta hefur áhrif á sjálfs- myndina, á mótun bamanna sem hefst á heimilum og heldur áfram í skólunum. Skólinn Skólinn (gmnnskólinn) virðist við- halda og styrkja hina hefðbundnu kynímynd. Sömu hugtök virðast vera ríkjandi gagnvart kynjunum og í uppeldi á heimilum. Niðurstöður rannsókna á mismunandi aðstoð, athygli og samskiptum kynja em sláandi (sjá hér að framan). Getur þetta verið rétt? spyijið þið eflaust, lesendur góðir, og þess sama spyija kennarar þegar þessar niður- stöður em kynntar. Flestar rann- sóknir sem ég hef kjmnt mér, einkum frá Norðurlöndunum og Banda- ríkjunum, um að strákar fái meiri athygli og aðstoð í skólastofunni en stelpur, sýna hlutföllin 60—70% strákum í vil. Það sama gerist í umræðum í skólastofunni, strákar tala (þeir taka oft orðið meðan stelp- umar bíða þolinmóðar eftir að komast að) og fá athygli í svipuðu hlutfalli. Hér á landi hafa nær engar bein- ar rannsóknir farið fram en þær athuganir sem gerðar hafa verið benda til hins sama. Nær öll sérkennsla eða stuðnings- kennsla í skólum, einnig hér á landi, er veitt strákum. Á skólavelli er algengt að strákar leggi undir sig mesta rýmið, fót- boltinn er þar víða allsráðandi, stelpumar em oft reknar frá. En hvað með námsefnið? í flestu námsefni sem kennt hefur verið á undanfömum ámm (sumt er enn kennt) er kjmjum gróflega mismun- að. Sem dæmi má taka Islandssög- una (Jónas Jónsson, 1915 og Þórleifur Bjamason, 1968). Þar koma konur og böm nær ekkert við sögu! Vom konur ekki til á íslandi áður fyrr? Jú, þær vom reyndar til, örfáar em nefndar sem stóðu dyggi- lega við hlið dugmikilla maka sinna. í námsbókum í móðurmáli er kynj- um einnig gert mjög mishátt undir höfði. Sem dæmi vil ég leyfa mér að vitna í grein í „Nýjum mennta- málum", 4.tbl. 3. árg. 1985, eftir Kristínu Jónsdóttur kennara: „Stelp- umar og strákamir í skólabókun- um“. Hún gerði athugun á tveimur málfræðibókum, íslenskri málfræði eftir Bjöm Guðfinnsson (1937) og Málvísi I (1984) eftir Indriða Gísla- son. í greininni segir: „Aðferðin sem notuð var til að kanna bækumar var að telja hversu oft orð sem vísuðu til annars hvors kynsins kæmu fyrir í æfingunum. Niðurstöðumar urðu þessar: Málfræði B.G. Málvísi I fjöldi % fjöldi % Karlkyns- persónur Kvenkyns- persónur 460 90 159 82 35 18 52 10 um karlmanns) og kemur m.a. fram í því að horft er á útlit hennar og aðrar „dyggðir" sem þjóna karl- manninum. T.d.: „Hún er sparnej+in og nægjusöm." Þá sér höfundur hana iðulega sem eftirbát karl- mannsins. T.d.: „Hann er frægari en hún.“ Höfundur hefur einnig ákveðnar hugmyndir um hvemig hinn fullkomni karlmaður ætti að vera. Honum er lýst sem atorkusöm- um, duglegum, góðviljuðum, fóm- fúsum, áræðnum, samviskusömum, vitmm og þeim sem tekur afstöðu." Um' lestrarbækur segir Kristín: „Ein athugun hefur verið gerð á lestrarbókum 4., 5. og 6. bekkjar en það var BA-verkefni Sigríðar Bjömsdóttur og Hellenar M. Gunn- arsdóttur í félagsfræði 1983. Það. sem vekur mesta athygli í niðurstöð- um þeirra er hvemig kynin skiptast í hlutverk aðalpersóna. Af 61 sögu em 34 karlmenn aðalpersónur eða 56%. Konur em aðalpersónur 10 sagna eða 16%. Meginniðurstaða Sigriðar og Hellenar kemur fram í þessum orðum þeirra: „Boðskapur lestrarbókanna í garð kvenna er af- dráttarlaus, konur em atkvæðalitlar og vanmáttugar persónur, en karlar hins vegar afreksmenn sem oft leysa þann vanda sem að steðjar af miklu hugviti og hugrekki." Til samanburðar las ég lestrar- bókina „Saman" úr Lesarkasafni gmnnskóla sem gefín var út 1984. Eg sleppti ljóðum eins og þær stöll- ur. Fróðlegt er að bera saman hvemig kynjum er skipað í hlutverk aðalpersóna, annars vegar í „Sam- an“ og hins vegar í lestrarbókunum áðumefndu. Hlutfall aðalpersóna ' lestrarbækur Saman Samhengið sem persónumar komu fyrir í er nokkuð mismun- andi. Hjá Bimi Guðfinnssyni kemur fram viðhorf höfundar til konunnar. Það er oftast jákvætt (séð með aug- Kyn flöldi sagna % fjöldi sagna % Karlkyn 34 56 9 56 Kvenkyn 10 16 4 25 Bæðikyn 16 26 3 19 Ókyngreint 1 2 0 0 61 100 16 100 Af þessari töflu sést að hlutfall karlkjmspersóna sem taka á sig að- alhlutverkið er nákvæmlega sama í lestrarbókunum og í „Saman". Kvenfólki er að fiölga en betur má ef duga skal.“ í lestrarbókum handa gagnfræða- skólum I-IV hefti, 1965, (A.Þ., B.V. og G.G. völdu efnið) sem enn em notaðar vlða í skólum em 852 blaðsí- ður eftir karlmenn en 2 blaðsíður eftir konur (birt í ritgerð eftir H.H. G.: „Hugmyndafræðin að baki vali námsefnis í íslenskum bókmenntum í 7., 8. og 9. bekk í gmnnskóla“). Þessi afstaða til kvenna var einn- ig áberandi í gömlu reikningsbókun- um. Flest orðadæmin fjölluðu um dugmikla stráka að leysa vandasöm verkefni. Ef stelpur vom yfirleitt nefndar vom þær í þjónustuhlutverki eða hjálparþurfí. En á þessu hefur orðið breyting í rétta átt. í nýju námsefni í stærð- fræði er kynjum gert jafn hátt undir höfði. Það sama má segja um sumt nýtt námsefni í öðmm greinum, að reynt er að taka tillit til jafnréttis- sjónarmiða. Varðandi samskiptin benda rann- sóknir til þess að kennarar (eins og foreldrar) tala á annan hátt við stelp- ur en stráka, röddin er einnig brejrtileg. Þetta virðist vera ómeðvit- að og á við um kennara af báðum kjmjum. Á ráðstefnunni sem getið er um I upphafí þessarar greinar greindi Tor Hultman, dósent í málþróun og málþroska við Kennaraháskólann í Malmö í Svíþjóð frá niðurstöðum yfirgripsmikilla rannsókna sem hann stjómaði á ámnum 1980—86. „í ljós kom að stúlkur og drengir nota mis- munandi mál í skólum. Drengir byija snemma að líkja eftir hinu opinbera máli (karlasamfélagsins) en mál stúlknanna er persónulegra, beinist innávið“ eins og Hultman sagði. „Stúlkumar fá oftar en drengir verk- efni einsog að hreinrita og skrifa upp texta, en drengimir semja sjálf- stæðan texta oftar en stúlkumar. Á segulbandsspólum lejrfði Holtman okkur að heyra hvemig kennarar nota mismunandi raddblæ eftir því hvort þeir tali við drengi eða stúlk- ur, (gælutónn við stúlkur)." (Heimild: Hanna Kr. Stefánsdóttir, frásögn af ráðstefnunni í Félags- blaði B.K., nóv. 1987.) Að lokum vil ég geta um þær fyrirmyndir sem nemendur hafa varðandi stjóm skóla. Um 65% gmnnskólakennara á landinu em konur (á jmgri stigum, 6—9 ára, em flestir kennarar konur) en í stjóm skóla snýst dæmið við, um 80% skólastjóra em karlar. Áhrif Hvaða áhrif hefur þessi mótun? Um það hefur lengi verið deilt og því verður að sjálfsögðu ekki svarað hér, aðeins varpað fram nokkmm spumingum til umhugsunar. Er hún jákvæð fyrir drengi en neikvæð gagnvart stúlkum? Ég tel að hún geti engu síður verið neikvæð fyrir drengi en stúlkur, t.d. drengi sem í eðli sínu falla ekki inn í munstrið: sterkir — karlmannalegir — úrræða- góðir o.s.frv. Þetta em miklar kröfur og óréttmætar. „Þetta er eðli stúlkna, viljum við brejita þvf?“ heyr- ist gjaman sagt þegar kvenímjmd- ina, hina blíðu og undirgefnu, ber á góma og á sama hátt „Strákar em svona" þegar talað er um jrfírgang og tillitsleysi stráka. Að sjálfsögðu er eðlismunur á stelpum og strákum, konum og körl- um, og því viljum við vonándi ekki brejrta. En stelpur og strákar em ekki jafngildir einstaklingar á meðan uppeldi þeirra miðast við gildismat sem metur meira flest sem strákar gera eins og er í Qkkar þjóðfélagi. Em hugtök eins og tillitssemi, umhyggja, vemd og snjrtimennska ekki eins mikilvæg fyrir drengi og stúlkur? Hafa stúlkur síður þörf fyr- ir kjark, þor, úthald og sjálfstæði en drengir? Hvaða áhrif ætli það hafí á sjálfsmjmdina þegar stelpur em stöðugt hvattar til að fara var- lega og óhreinka sig ekki í leikjum en strákum er hrósað fyrir frum- kvæði og þor. Óhreinar gallabuxur em jákvætt tákn þegar þeir eiga í hlut en þær fá tiltal fyrir sóðaskap. Er það forsvaranlegt í kröfuhörðu þjóðfélagi nútímans, þar sem gildis- matið er það að völd, áhrif og peningar séu æðri en mannleg gildi eins og umönnun, ástúð og tillits- semi, að stúlkur öðlist sjálfsmynd sem gjaman einkennist af ósjálf- stæði og hjálparleysi en drengir hinu gagnstæða? Eins má spyija: Er það forsvaran- legt að í nútíma þjóðfélagi þar sem karlmenn þurfa m.a. að bera aukna ábyrgð á uppeldi bama sinna sé ekki lögð áhersla á mannlegu gildin í uppeldi drengja? Hvað er til ráða? Á undanfömum ámm hefur bar- áttan fyrir jafnrétti kynja, m.a. á Norðurlöndum, beinst að atvinnulíf- inu og þar með að náms- og starfs- * vali unglinga. Lögð hefur verið áhersla á að víkka sjóndeildarhring stúlkna og hvetja þær til að sækja í hefðbundin karlastörf. Uppeldis- störf og þjónustustörf ýmiskonar, m.a. umönnun sjúkra og aldraðra, Sjá á bls. 33.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.