Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Afmæliskveðja: ÓLI M. ÍSAKS- SON - NÍRÆÐUR Hver trúir, nema sá sem veit, að Óli ísaks sé níræður í dag? Að ytra útliti, og ekki síður þegar við hann er rætt, líkist hann frem- ur sjötugum manni, eða jafnvel yngri. Ekki veit ég með vissu hvað veldur. Kannski heilsusam- Iegt lífemi? Þó hefur hann sjálf- sagt gert eitthvað það um „dagana, sem talið er ógott. En útiveru hefur hann lagt rækt við alla tíð og kann þar að vera skýr- ingin, auk þess sem í ætt hans er langlífi og í mörgum létt lund- arfar. Óli Magnús ísaksson fæddist á Eyrarbakka 26. janúar 1898. Foreldrar hans voru ísak Jónsson, verzlunarmaður þar, og síðari kona hans, Ólöf Ólafsdóttir. ísak fæddist 7. nóvember 1852, dáinn 9. júní 1912. Hann var frá Vind- ási í Landsveit, sonur Jóns Þorsteinssonar, bónda þar Páls- sonar, Guðmundssonar í Holtsm- úla. Móðir ísaks var Karen, dóttir ísaks Jakobs Bonnesen, sýslu- manns Rangárvallasýslu, og Önnu Christinu, sem áður var gift Schram kaupmanni og hafði alið honum §óra syni. Frá Önnu þessari eru þeir því komnir sem nú heita Schram hér á landi. Með fyrri konu sinni átti ísak Jónsson fímm dætur. Þær voru Magnea, Sylvía, Friðsemd, Karen og Guðriður. Þær giftust allar og áttu böm, nema Karen. Síðari kona ísaks, og móðir Óla, var Ólöf Ólafsdóttir, eins og áður sagði. Hún fæddist 11. nóv- ember 1859, dáin 5. maí 1945. Hún var frá Árgilsstöðum í Hvol- hreppi. Faðir hennar var Ólafur Ambjömsson, bóndi þar Ólafs- sonar á Fálkastöðum, Ambjöms- sonar á Kvoslæk Móðir hennar var Þuríður Bergsteinsdóttir, bónda og hreppsljóra á Árgils- stöðum Sigurðssonar. Böm ísaks og Ólafar vom sex: Ingibjörg, f. 3. sept. 1889, kona séra Jóhanns > > BILL - TÆKNKEGA VEL BVINN - HAGKVÆMVRIREKSTRI Rafdrifnar huröarúöur Litað rúöugler Samlæsing á hmrðum étting hönnuð af þjóöverjanum Rarman Kr. Briem á Melstað. Hún er lát- in fyrir nokkmm ámm; Níls, f. 3. mars 1893, lengi búsettur á Siglufírði, nú í Garðabæ. Kona hans er Steinunn Stefánsdóttir; Júlía Guðrún, f. 4. rióv. 1895, lést úr spönsku veikinni 1919; Óli Magnús, sem hér er ritað um; Ólöf, f. 21. sept. 1900, látin 1. maí 1987. Maður hennar var Ein- ar Kristjánsson, f. 1898, dáinn 1960. Þau bjuggu lengi á Siglu- fírði, síðar Ákureyri og síðast í Reykjavík; Bogi, f. 8. febrúar 1905, dáinn 11. des. 1951, ókvæntur og bamlaus. Hann var allmörg ár á Siglufirði á heimili Ólafar systur sinnar, en síðast í Reykjavík og þá samstarfsmaður Óla bróður síns. Hann lést af af- leiðingum þess að falla af hest- baki. Af þessum stóra systkina- hópi em þeir tveir á lífí bræðumir, Óli og Níls. Nfls verður 95 ára þann 3. mars nk., og er jafn ung- legur og Óli. Það er ekki svo langt síðan ég sá þá saman í bfl, Oli undir stýri og Nfls við hlið hans. Ef til vill hafa þeir þá verið að bregða sér á æskuslóðir á Eyrar- bakka. Ég hef átt þvi láni að fagna að kynnast þessum systkinum öllum, nema Júlíu þar sem hún var látin fyrir mína fæðingu. Móðir mín, Ólöf, var í þessum hópi. Ég minnist heimsóknanna að Melstað til Ingibjargar og séra Jóhanns. Nfls og Bogi vom heima á Siglufírði þegar ég var að alast þar upp. Og þá era ekki síður eftirminnilegar heimsóknimar til Óla í Reykjavík. Kona Óla var hin þekkta lista- kona Unnur Ólafsdóttir. Hún er látin fyrir fáum ámm. Þau bjuggu lengi á Frakkastíg 6a. Síðar, nokkm eftir 1950, byggðu þau sér glæsilegt hús á Dyngjuvegi 4 og þar býr nú Óli einn. Þetta heimili er alveg einstakt. Ég man frá æskudögum, að mér fannst ég fremur koma inn í listasafn. Þar vom útskomir skápar og kist- ur, ljós og lampar öðmvísi en annars staðar, ýrnsir listmunir á veggjum og gólfí, og svo mætti lengur telja. Þama var vissulega handbragð Unnar, en áreiðanlega hefur Óli haft auga fyrir þessu öllu líka. Unnur og Óli eignuðust ekki böm. En þau höfðu hins vegar það viðmót í sér, að böm hænd- ust sérstaklega að þeim. Ég man það sjálfur frá bamæsku, og sá það síðar, hvemig þau vom við böm nágranna sinna. Þau áttu líka góða granna á Dyngjuvegin- um, annars vegar Geir Hallgríms- son og hins vegar Agnar Koefod Hansen og þeirra fjölskyldur. Ég hef það fyrir satt, að böm þeirra hafí verið tíðir gestir á númer 4. Mestan hluta sinnar starfsævi hefur Óli verið tengdur bflum og er raunar einn af fmmkvöðlum þeim, sem með bíla höfðu að gera. Hann rak sjálfur fyrirtæki í þeirri grein um tíma, en síðustu áratug- ina hefur hann verið starfsmaður Heklu hf., og er raunar enn. Hann var einnig um skeið í for- ystu fyrir samtökum bílainnflytj- enda og verkstæða. Bflar urðu ekki almenningseign hér fyrr en á síðustu áratugum. Því em kannske enn minnisstæð- ari heimsóknimar til Óla í æsku minni vegna bflanna sem hann átti. Ég man eftir rauðum Ford junior, og rauðum Hudson, hann var engum líkur. Maður fann svo sem til sín, að eiga svona frænda. Og enn ekur Oli, nú líklega á Volkswagen Passat, eða Jetta, eða hvað þeir nú heita þessir bílar frá Heklu hf. Á einum þaðan hlýt- ur hann að vera. Ég nefndi hér fyrr að útivera hefði ÓIi lagt rækt við alla tíð. Hann er með þekktari hesta- mönnum, hefur átt hesta svo lengi ég man, og auðvitað lengur. Þeir áttu þar sameiginlegt áhugamál bræðumir Óli, Bogi og Níls, allir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.