Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 15 I" Söngvakeppni Sjónvarpsstöðva: Ekki ber að líta á þátttöku Islendinga sem sjálfsagða - segir Hrafn Gunnlaugsson „Við erum fullir bjartsýni, en ekki ber að líta á þáttöku íslands sem sjálfsagða í framtíðinni. Þáttaka annarra þjóða í keppninni hefur ekki verið samfelld,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson er tilkynnt var hvaða 10 lög kæmust i úrslit Söngvakeppni sjónvarpsstöðva 1988. Hann sagði það einnig ánægjulegt hversu margir nýir höfundar mættu til leiks auk þeirra eldri. Alls bárust í keppnina 117 lög og eru það um helmingi fleiri lög en bárust í fyrra. Björn Emilsson sér um framkvæmd keppninnar en kynnir verður Hermann Gunnars- son. Keppnin verður kynnt í þætti hans „Á tali hjá Hemma Gunn“ 27. febrúar. Lögin verða frumflutt í sérstökum þáttum dagana 12.-16. mars en úrslit innanlands fara fram 21. mars. Lokakeppnin fer síðan fram í Dublin á írlandi þann 30. apríl. Á fundi sem Sjónvarpið boðaði til, tilkynnti Hrafn Gunnlaugsson, yfírmaður innlendrar dagskrár- gerðar úrskurð dómnefndar en í henni áttu sæti; Egill Eðvarðsson og Ingimar Eydal skipaðir af-Sjón- varpinu, Eyþór Gunnarsson, skipað- ur af Félagi tónskálda og textahöfunda, Árni Scheving frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna og Kári Waage frá Félagi hljóm- plötuútgefenda. Varamaður var Bjöm Emilsson. Hvert lag hlýtur styrk að upphæð 175.000 kr. en þau eru þessi: „Eitt vor“, lag: Kristinn Svavars- son, texti: Halldór Gunnarsson. „í fyrrasumar", lag: Grétar Örvars- son, texti: Ingólfur Steinsson. „Ástarævintýri", lag: Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar Jó- hannsson, texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. „Sólarsamba", lag: Magnús Kjartansson, texti: Halldór Gunnarsson. „Aftur og aftur“, lag og texti: Jakob Frímann Magnús- son, „Mánaskin", lag: Guðmundur Ámason, texti: Áðalsteinn Ásberg Sigurðsson. „Látum sönginn hljóma", lag Geirmundur Valtýs- son, texti: Hjálmar Jónsson. „Ég og þeir", lag og texti: Sverrir Stormsker. „I tangó", lag: Gunnar Þórðarson, texti: Þorsteinn Eg- gertsson og „Dag eftir dag“, lag og texti eftir Valgeir Skagfjörð. Hluti þeirra laga- og textahöfunda sem eiga lög í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Örn Magnússon Robert Birchall Leika fjórhent á píanó á Háskólatónleikum ÞRIÐJIJ Háskólatónleikar þessa misseris verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 27. jan- úar kl. 12.30. Þar leika þeir Orn Magnússon og Robert Birc- hall fjórhent á píanó. og stundaði síðan framhaldsnám í Manchester, Berlín og London. Helstu kennarar hans hafa verið Soffía Guðmundsdóttir, George Hadjinikos og Louis Kentner. Á efnisskránni em þrír ung- verskir dansar eftir Johannes Brahms og „Gæsamamma" eftir Maurice Ravel. Öm Magnússon er frá Ólafs- fírði. Hann lauk burtfararprófí frá Tónlistarskóla Akureyrar og síðan starfaði hann og stundaði nám við Tónskóla Sigursveins í Reykjavík Robert Birchall er frá Eng- landi. Hann stundaði nám við Chetham tónlistarskólann og síðan framhaldsnám við Royal College of Music í Manchester frá 1978-1982. Þar var aðalkennari hans Georg Hadjinikos. Hann star- far nú sem kennari við Tónlistar- skóla Fljótsdalshéraðs á Egilsstöð- um. 4- Special Editionl „Special Edition" af 5-línunni er hlað- in öllum þeim aukabúnaði til öryggis og þæginda sem völ er á. Við getum ekki stillt okkur um að telja upp eitthvað af aeim aukabúnaði sem þú færð með Dessum bíl - vitandi að slík upptalning cætir huga þinn. Metalic lakk, leðursportstýri, leður- skiptihnúður, BMW sportfelgur (læstar), miðstýrðar læsingar á hurðum, farang- ursgeymslu og bensínloki. Samlitir stuo- arar og spegilhús, litað gler, sóllúga, raf- stýrðar rúðuvindur, höifuðpúðar aftan, þokuluktir, netavasar á framsætum og fleira. Aukasending vegna fjölda eftirspurna Verðið á 5-línunni er frá kr. 842.315.- stgr. Special Edition kr. 971.484.- stgr. Útborgun 25%. Eftir- stöðvar: Lán í allt að 21/2 ár * Gengi 22.4587 Aðeinsflug erbetra 2 • rr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.