Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 25 Japan; Refsiaðgerðir vegna hryðjuverkastarfsemi N or ður-Kór eumanna Tókíó, Reuter. JAPANIR hyggjast grípa til refs- iaðgerða gegn Norður-Kóreu- mönnum þar sem sannað þykir að þeir hafi staðið að baki sprengjutilræði um borð í suður- kóreanskri farþegaþotu, sem kostaði 115 manns lifið. Banda- ríkjamenn hafa af þessum sökum ákveðið að flokka Norður-Kóreu til ríkja hryðjuverkamanna og tilkynntu stjórnvöld í Norður- Kóreu í gær að hefndaraðgerðir hefðu verið ákveðnar sökum þessa. Noburo Taheshita, forsætisráð- herra Japans, sagði í gær að sprengjutilræðið væri ófyrirgefan- tegt illvirki og tilkynnti að stjóm- völd í Japan hygðust beita sér fyrir aukinni samvinnu á alþjóðavett- vangi til að hefta starfsemi hryðju- verkamanna. í ræðu sinni vék Takeshita ekki beint að Norður- Kóreu en starfsmaður japanska utanríkisráðuneytisins sagði að von væri á yfírlýsingu frá stjómvöldum þar sem tilkynnt yrði um refsiað- gerðir gegn Norður-Kóreumönnum. Líklegt er talið að Japanir og Suð- ur-Kóreumenn komi á fót sameigin- legri nefnd til að koma í veg fyrir' hryðjuverk flugumanna stjómvalda í Norður-Kóreu á Olympíuleikunum sem fram fara í Seoul í Suður- Kóreu næsta haust. Árið 1983 ákváðu Japanir að beita refsi- aðgerðum gegn Norður-Kóreu- mönnum vegna sprengjutilræðis í Rangonon í Burma sem kostaði marga helstu stjómmálamenn Suð- ur-Kóreu lífíð. Japanskur embættismaður hélt í síðustu viku til Seoul til að kynna sér gögn varðandi sprenginguna í suður-kóreönsku farþegaþotunni. Kona nokkur, sem þar er í haldi, segist vera njósnari frá Norður- Kóreu og kveðst hún hafa fengið Kosningabaráttan í Bandaríkjunum: Hart fallinn í fimmta sætið Durham í New Hampshire. Reuter. SÍÐUSTU skoðanakannanir um fylgi frambjóðenda demókrata í forkosningum vegna forseta- kosninganna í Bandaríkjunum sýna að Gary Hart hefur tapað niiklu fylgi. Ekki þykir það bæta hlut Harts, sem átt hefur í vand- ræðum vegna kvennamála og fjármála, að hann missti stjórn á skapi sínu á framboðsfundi í háskólanum í New Hampshire, um helgina þegar hann var spurður um þessi vandræðamál sin. Fyrsta almenna prófkjör vegna forsetakosninganna í nóvember verður í New Hampshire-ríki eftir rúman mánuð. Gary Hart og sex aðrir frambjóðendur demókrata tóku þátt í kappræðum í háskólan- um í New Hampshire á sunnudag. Spurðu stúdentar frambjóðenduma í þaula og beindu margir spjótum sínum að Gary Hart. Hann var í síðustu viku sakaður um að hafa ekki gefíð upp til skatts framlög í kosningasjóð í síðustu forsetakosn- ingum þegar hann tapaði í forkosn- ingum fyrir Walter Mondale. Þegar Hart var spurður um þessar ásak- anir færðist hann undan og sagðist hafa verið heiðarlegur í hvívetna í þessari kosningabaráttu. Síðan brást hann hinn versti við óvinsam- legri framgöngu fundarmanna í sinn garð. Á sunnudag voru birtar niður- stöður skoðanakönnunar sem gerð var í New Hampshire af dagblaðinu The Los Angeles Times. í niðurstöð- unum kemur fram, að af frambjóð- endum demókrata nýtur Michael Dukakis frá Massachusetts stuðn- ings flestra kjósenda. í öðru sæti er Paul Simon frá Ulinois. Þriðja mestan stuðning hefur Richard Gephardt frá Missouri. Gary Hart er samkvæmt skoð- anakönnuninni í fímmta sæti. Þegar hann tilkynnti fyrir skömmu að hann hæfí á ný kosningabaráttu, þrátt fyrir ásakanir um hjúskapar- brot, varð hann í fyrsta sæti í skoðanakönnunum. í sjötta sæti í New Hampshire er Jesse Jackson. Fyrrum öldungadeildarþingmað- ur, George McGovem, sagði á laugardag að hann myndi íhuga ’forsetaframboð ef demókrataflokk- urinn lenti ( vandræðum með val á frambjóðanda á flokksþinginu sem haldið verður í júlí. „Ef svo ólíklega vill til að atkvæði á flokksþingi skera ekki úr um hver verði forseta- frambjóðandi flokksins vona ég að framboð mitt geti verið hugsanleg málamiðlun," sagði McGovem í samtali við Reuter-fréttastofuna. McGovem tapaði í öllum fylkjum Bandaríkjanna, ef frá em talin Massachusetts og Washington, fyr- ir Richard Nixon í forsetakosning- unum árið 1972. HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ Vilt þú létta á vinnuálaginu? Vilt þú lesa meira af góöum bókum? Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og læra árangursríkar aðferðir í námstækni? Svarir þú játandi skaltu skrá þig á næsta hrað- lestrarnámskeið, sem hefst þriðjudaginn 2. febrúar nk. Skráningöll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 611096. HRAÐLESTRARSKÓUNN fyrirmæli urri að koma sprengjunni fyrir í flugvélinni. Mál þetta tengist Japönum vegna þess að konan og vitorðsmaður hennar, sem framdi sjálfsmorð skömmu eftir að hann var handtekinn, notuðu fölsuð vega- bréf, sem áttu að vera útgefin í Japan, til að komast um borð í þot- uria. Talið er líklegt að Japanir slíti samskiptum á stjómmálasviðinu við norður-kóreanska embættismenn á erlendri grundu auk þess sem ferð- ir milli Japans og Norður-Kóreu verða að líkindum takmarkaðar. Þá er og búist við að ferðafrelsi áhafna skipa frá Norður-Kóreu verði tak- markað verulega í japönskum höfnum. Norður-Kóreumenn hafa vísað ásökunum þessum á bug og í gær skýrði hin opinbera fréttastofa stjómvalda þar í landi frá því að ákveðið hefði verið að hefna þess að Bandaríkjamenn hefðu sett Norður-Kóreu á lista þeirra ríkja sem standa fyrir skipulegri hryðju- verkastarfsemi. Talsmaður norður- kóreanska utanríkisráðuneytisins neitaði enn og aftur að stjómvöld bæra ábyrgð á sprengjutilræðinu og sagði Bandaríkin sjálf standa ríkja mest fyrir skipulegri hryðju- verkastarfsemi. Tilkynnt var að bandarískum ríkisborguram yrði hér eftir ekki hleypt inn í landið og að ekki myndu fara fram viðræð- ur við fulltrúa Bandaríkjastjómar um að Norður-Kóreumenn skili jarðneskum leifum hermanna sem féllu í Kóreustríðinu á áranum 1950 til 1953. /BB SVÆÐISFUNDUR Félag málmiðnaðarfyrirtækja efnir til fundar með aðildarfyrirtækjum sínum í austurhluta Reykjavíkur og Kópavogs miðvikudaginn 27. jan. nk. í kaffi- stofu Véla og þjónustu hf., Járnhálsi 2. Fundurinn hefst kl. 16.30. Fundarefni: Umræður um það sem efst er á baugi í málmiðnaði í dag og á kom- andi árum. Mætið vel og stundvíslega. I * FÉLAG MÁLMlDNAÐARFYRIR’f/iKJA RYÐFRIAR bBEDA _ DÆLUR HÉÐINN VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÖNUSTA - LAGER vor- og sumarlistinn kominn og aldrei veríð betrí RMS.MAGNUSSON HÓLSHRAUNI2, HAFNARFIRÐI, (v/Reykjanesbraut gegnt Fjarðarkaupum) Síml: 52866
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.