Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 33 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSDÍSI INGÓLFSDÓTTUR Eþíópía: Stefna stjómarinnar stærstí hluti vandans í Eþíópíu er kommúnistastjóm við völd. Leiðtogi landsins, Meng- istu Haile Mariam, er talinn vera einhver ósvifnasti einrseðisherra okkar tíma. Sumir myndu segja hann glæpamann. Mannréttindi em að engu höfð i Eþiópíu. Daglega er fólk tekið af lifi vegna stjómmálaskoðana og meðhöndlun á fjölskyldu fyrrum keisara og þjóðflokks hans er hneykslanleg. Eþiópíu-menn liða fyrir einræðis- herrann og vilja hann á brott. Borgarastyijöld geisar viða í landinu og herstjórain hefur meira en nóg að gera við að beija niður uppþot. Uppreisnarmenn í Eritreu og Tígris ráða stórum svæðum, sem litið er á sem fijáls landsvæði. Stjómvöldum er einungis kleift að halda hlut sínum vegna stuðnings frá Sovétríkjunum, sem líta á Eþíópíu sem einn helsta bandamann sinn í Afríku. Sovétrík- in eru reiðubúin að veita stjóm- vöidum í landinu alla þá hjálp sem þarf til að halda uppreisnarmönn- um f skefjum. Herinn vex og eflist stöðugt og fullvíst er að hann er það eina sem dafnar í Eþfópíu. Sögusagnir herma að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hafi farið þess á leit við Mengistu, að hann kæmi á friði í landinu og yki mann- réttindi. Verið getur að þetta sé aðeins áróður þó líklega sé erfitt fyrir Sovétleiðtogann, sem undan- farið hefur haldið á iofti glasnost- stefnunni, sem meðal annars felur í sér aukin mannréttindi, að sætta sig við þau mannréttindabrot sem daglega eiga sér stað í Eþfópíu: Líklegra er að Sovétrfkin vilji láta líta út fyrir að óeining ríki í samskiptum þeirra við Eþfópíu. Slíkt áróðursbragð hafa Sovétmenn notað áður og tilgangurinn hefur alltaf verið sá að gefa það til kynna á Vesturlöndum að kommúnistaríki sem fá vestræna hjálp muni snúa baki við bandamönnum sínum og annaðhvort steypa kommúnista einræðisherranum af stóli eða snúa frá kommpnisma. Slíkt hefur gerst og gefur sögunni byr undir báða vængi. Fráhvarf frá kommúnisma hefur í raun átt sér stað f stöku tilfellum, til dæmis í Egyptalandi og Sómalíu. Upptökin í stjórakerfimi Mergurinn málsins og upptök vandans sem við er að etja í Eþíópíu liggur f stjómkerfi lands- ins. I annað sinn á þremur árum stendur fólkið í landinu frammi fyrir hungursneyð. Hvað sem ge- rist er fyrirsjáanlegt að milljónir láti lífið. En ef Vesturlönd grípa til aðgerða er hægt að kom í veg fyrir mikið mannfall. Sovétmenn hafa gert Eþíópu-stjóm það ljóst að að þeir séu ekki í aðstöðu til að veita hjálp. Sama er til hvaða bragða Mengistu grípur til að gera sjálfan sig heillandi f augum Vesturlanda. í Moskvu mun verða litið á það sem verðið sem hann vill greiða fyrir hjálparstarfíð. Við framkvæmd hjálparstarfs- ins em áhrif stjómvalda helsta vandamálið. Með aðstoð Sov- étríkjanna á Eþíópíustjóm í stöðugum erjum við uppreisnar- menn í Eritreu og Tígris. Ekki hefur verið rejmt að ná samkomu- lagi við þessi þjóðarbrot. Tilraun hefur verið gerð til að svelta upp- reisnarmenn til uppgjafar og hefur það valdið því að enn eina ferðina er hungursneyð yfirvof- andi. Hungursneyðin er sögð ástæða þess að stjómin hefur látið flytja þúsundir bænda frá Eritreu og Tígris til svæða sunnarlega í landinu. Reynt hefur verið að halda þvi fram að verið sé að flytja fólkið á svæði sem betur em fallin til ræktunar. Þó era svæðin, sem fólkið hefur verið flutt til, lítið gróskumeiri en Tígris og Eritrea þaðan sem fólkið var flutt. Verst er að Vesturlandabú- ar, sem tekið hafa þátt í hjálpar- starfí í Eþíópíu, þora ekki að segja sannleikann um ástandið á opin- bemm vettvangi vegna þess að þá verða þeir hikláust reknir úr landi. Mengistu samviskulaus Bandarískur þingmaður sagði eitt sinn í viðtali við The Times: „Eþíópía er ódaunn í nösum mannúðarstefnunnar. Fólkið sveltur og við viljum hjálpa því, en við viljum ekki hjálpa Meng- istu, þetta er vítahringur. Þetta er eins og að reyna að taka upp broddgölt með bemm höndum, hann stingur þig.“ Þetta er dæmigerður hugsunar- háttur hjá Bandarílq'amönnum. Mannúðarstefnan er sterkur þátt- ur í bandarískri menningu. Evrópubúar em á hinn bóginn örlítið raunsærri. Að svelta fólk til uppgjafar er aðferð sem notuð hefur verið í styijöldum í Evrópu í gegnum tíðina. Þessi aðferð get- ur verið afar áhrifarík, en aðeins þar sem stjómvöld hafa einhvem snefil af samvisku. Því miður hef- ur Mengistu enga samvisku. Undir venjulegum kringumstæð- um grípa stjómvöld til einhverra ráða ef stór hluti þjóðar lætur lífið í hungursneyð eða hörmungum en í Eþíópfu hafa stjómvöld ekki séð ástæðu til þess. Vesturlönd geta því ályktað sem svo að þó gripið verði til refsiaðgerða og hætt að senda hjálp, þá kæmi það aðeins niður á sveltandi fólki í landinu. Stjómvöldum stendur á sama þó fólkið farist. Því er ekki veijandi að Vesturlönd hætti að senda hjálp. Þijú ár em liðin frá því síðasta hungursneyð geisaði í Eþíópíu og enn er sama stjóm við völd með sömu stefnu, ekkert hefur breyst, og enn á ný vofir hungursneyðin yfir. Þessi hringrás mun ekki verða rofin ef stjómvöld breyta ekki stefnu sinni. Ef breyting til batnaðar á að verða varanleg verður stjómin að koma á friði í landinu og hefja markvissa upp- byggingu í landbúnaði með aðstoð Vesturlanda. Gegri Bretum Eþíópíustjóm fær ekki matvæli frá Sovétríkjunum, en hún fær aðstoð við að halda uppi áróðri. Nú nýverið hafa stjómvöld ákveð- ið að sókn sé besta vömin í baráttunni gegn hungurvofunni. Þeir sem hingað til hafa lagt mest af mörkum í hjálparstarfínu í Eþíópíu em Bretar. Bob Geldof hefiir hlotið heimsathygli fyrir störf sín í þágu hinna sveltandi í Eþíópíu. Hann hefur skipulagt víðtækustu söfnun sem um getur. Nú hafa stjómvöld í Eþíópíu til- kynnt að þau vilji ekki að Bretar hafi afskipti af innanríkismálum í Eþíópíu. Þrátt fyrir að Bretar hafi gefið jafnvirði tveggja millj- óna punda um 170 milljóna ísl. kr. í matvælum til hjálpar hungr- uðum í Eþíópíu hefur stjómin sakað þá um að halda aftur af hjálp af stjómmálalegum ástæð- um. Við ft-amkvæmd hjálparstarfs- ins er leitast við að sjá til þess að stjómvöld njóti ekki góðs af hjálpinni. Því er starfínu skipt í tvennt, annars vegar er neyðar- hjálpin og hins vegar þróunar- hjálpin. Mestu er eytt í neyðar- hjálpina sem einungis hefur skammtíma markmið. Lítið sem ekkert er gert til að auka þróun i landbúnaði. Reynt er að koma þeim til hjálpar sem mestan skort líða. Þessari skiptingu vill Eþíópíustjóm snúa sér í hag og meðal annars þess vegna sakar hún Breta um að halda aftur af hjálparstarfínu. Samkvæmt siðgæðisvitund Vesturlandabúa eiga hinir efiia- meiri að rétta þeim hjálparhönd sem eiga um sárt að binda. Til að það markmið náist í Eþíópíu verður ríkisstjóm Mengistu að víkja fyrir stjóm sem vill fólkinu f Iandinu vel. Þangað til getum við aðeins staðið og horft á grimmd og harðræði sem stjómin beitir fólkið í nafni sjálfstæðis. Vesturlönd mega ekki hætta að senda matvæli til Eþíópíu. Með því væm þau að gefast upp fyrir harðstjóminni í landinu sem er sjálf orsök eins mesta vandans. Heimild:Sviss Press Rewiev and News Report. Beuter Matur skammtaður í bænum Mekelle í Tígris-héraði f Eþíópíu. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Fjöldi fólks notfærði sér hina nýju sundlaug eins og sjá má á myndinni. Akranes: Forskot á sæluna í nýju lauginni Akranesi. SUNDFÉLAG Akraness kvaddi gamla árið með eftirminnilegum hætti þegar það setti á svið skemmtilega athöfn á gamlárs- dag við hina nýju sundlaug sem er í byggingu á Akranesi. Tilefni þessarar athafnar var það að tveir valinkunnir forystumenn í bæjarfélaginu, þau Ingibjörg Pálma- dóttir forseti bæjarstjómar og Magnús Oddsson, höfðu heitið því að stinga sér til sunds í hinni nýju sundlaug áður en nýtt ár tæki^við og því þótti það hið þarfasta mál að þau stæðu við gefín loforð. Sund- félag Akraness sá til þess að drifíð var í því að fylla laugarkarið vatni og að boða formlega til athafnarinn- ar. Fjölda fólks dreif að og fylgdist með af áhuga, því flesta er farið að lengja eftir þessari glæsilegu sund- laug. Stóra stundin rann upp og Ingibjörg og Magnús létu kuldann og nepjuna ekkert á sig fá og stungu sér til sunds. Keppni þeirra var í því fólgin að þau áttu að synda yfir laug- ina endilanga og mátti vart á milli sjá hvort hafði betur en Ingibjörg var úrskurðuð sigurvegari. Að lokn- um þessum sundspretti var viðstödd- um boðið að notfæra sér sundlaugina og skjótt var hún yfirfull af fólki sem þáði gott boð. Kom þar í ljós það sem allir töldu sig vita; að eftir þess- ari sundlaug er beðið með mikilli eftirvæntingu og er mjög brýnt að hún komist í fulla notkun sem fyrst. Áætlað er að sundlaugin verði tekin formlega í notkun á sumri komanda og þá má búast við að sundáhugi á Akranesi aukist til muna þó að ekki sé hann lítill fyrir. Sérstaklega bíða krakkamir í Sund- félagi Akraness eftir lauginni en aðstaða þeirra er svo sannarlega ekki til fyrirmyndar þrátt fyrir að margir þeirra séu í fremstu röð sund- fólks á landinu. Eins og áður sagði var margt fólk viðstatt og skemmti það sér vel. Að lokinni samkomunni við laugina var/ öllum viðstöddum boðið til kaffi- drykkju í félagsheimili Sundfélags- ins. Víst er að þessi athöfn er vel til þess fallin að minna yfírvöld á hve brýnt er að hægt sé að taka sundlaugina í notkun því óviða á landinu er sundáhugi jafn almennur og á Akranesi þrátt fyrir mjög slæma aðstöðu. Áhugi og árangur sundfólksins á staðnum gefur fyrir- heit um bjarta tíma. Til þess að svo megi verða þarf að taka hið nýja mannvirki í notkun sem fyrst. - JG Eru stelpur og strákar jafngildir einstaklingar? em meðal þeirra starfa sem höfða einkum til stúlkna. Er það vænleg stefna að beina góðum starfskrafti sem vill vinna þessi störf frá þeim vegna þess að þau em lítils metin bæði til launa og viiðingar? Það er fráleit stefna að mínu mati. Þessi störf þarf að hefja til vegs og virð- ingar. Athygli baráttumanna fyrir jafnri stöðu kynja beinist nú í auknum mæli að gmnnskólanum og menntun kennara, m.a. á norrænum vett- vangi,. og á vegum Evrópuráðs. Á vegum þess hafa verið haldnar ráð- stefnur og námskeið fyrir kennara og stjómendur menntamála á síðustu áram. Hér á landi hefur starfshópur nýlega verið skipaður á vegum menntamálaráðuneytisins, með full- trúum allra skólastiga, til að stuðla að framkvæmd þeirrar greinar jafn- réttislaga sem birt er hér að framan (III. kafli, 10. gr.). Meginverkefni starfshópsins verður að greina og varpa ljósi á núverandi ástand, að standa fyrir útgáfu upplýsingarits fyrir kennara og foreldra, stuðla að þvl að gerðar verði rannsóknir og kannanir í skólum og að fræðslu- fundir og námskeið fyrir kennara verði í boði. Það er erfitt að breyta hefðum en engin tilraun verður gerð til breýtinga ef vandamálið er ekki við- urkennt. Það er því mikilvægt að vekja athygli á þessu máli, gera for- eldra, kennara, námsefnishöfunda, starfsmenn fjölmiðla og aðra sém áhrif hafa á uppeldi bama meðvitaða um hvemig staðan er og vekja fólk almennt til umhugsunar og um- ræðna um málið. Ég tel að jafnréttisfræðsla eigi að byrja snemma og beinast að því að kyninn séu jafngildir einstakling- ar með fleira sem sameinar en aðskilur. Líta ber á einstaklingsmun fremur en kynjamun með hliðsjón af því að ólíkar skoðanir, tilfinningar og áhugamál er réttur hvers og eins. Ef stelpur og strákar, konur og karl- ar, hafa ólík áhugamál, eins og- algengt er, ber að sjálfsögðu að virða þau að jöfnu. Fræðslan þarf að ná til allra þátta skólastarfsins sem eðlilegur liður en ekki sem sérstakt fyrirbæri. Við köstum ekki sögunni okkar og ævin- týmm fyrir róða vegna þess hvemig þar er fjallað um konur heldur má nota tækifærið og ræða við bömin um hugsanlegar orsakir þessa, hugs- unarhátt á mismunandi tímum, breytingar á þjóðlífi o.s.frv. Okkur ber að leggja áherslu á að bömin okkar fái bestu skilyrði sem völ er á til aukins þroska og mennt- unar, þau læri að velja og hafna eftir sinni eigin sannfæringu og dómgreind en ekki eftir fyrirfram ákveðnum hugmyndum annarra. Konur og karlar þurfa að vinna sam- an að þessum málum því þau koma öllum við. Höfundur er nimsstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.