Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 53 < - Reglugerðir um stjórnun fiskveiða Svæðskipting og afla hámark á karfa ogþorsk telst sem fyrr utan aflamarks eða aflahámarks. Nú verður heimilt að færa 5% af heildarverðmæti út- hlutunar milli físktegunda í stað 10% og heimildir til að veiða fyrir- fram af afla næsta árs verða einnig^- þrengdar úr 10% í 5%. Ákvörðun um val veiðiheimilda skulu hafa póstlagðar til ráðuneytisins fyrir 10. febrúar næstkomandi, annars verður viðkomandi skipum úthlut- að veiðileyfi með aflamarki. HELZTU breytingar á tilhögun botnfiskveiða frá eldri lögum um stjórnun fiskveiða fela í sér að nú verður gildandi ákveðið aflahámark á karfa hjá sóknar- markstogurum, sem lakari aflareynslu hafa en meðaltal skipanna á viðkomandi veiði- svæðum er. Svæðaskipting milli togaranna verður áfram í gildi, en munur milli svæða minnkað- ur. Möguleg aflaaukning í sóknarmarki verður minni en áður. Veiðidögum sóknarmarks- skipa verður fækkað og þorsk- og karfaafli í sóknarmarki verð- ur 6% lægri en I fyrr. Aflamark á ýsu og ufsa hækkar um 10%. Úthlutun á heildarafla þeirra físktegunda, sem falla undir afla- mark á þessu ári, er eftirfarandi: Þorskur 315.000 tonn, ýsa 65.000, ufsi 80.000, karfi 85.000 og grá- lúða 30.000 tonn. Vegna sveigjan- leika í veiðistjómuninni er gert ráð fyrir nokkrum frávikum frá þess- um tölum og þannig til dæmis gert ráð fyrir því að þorskafli geti orðið um 350.000 tonn. Áætlaður þorskafli á síðasta ári er rúmlega 380.000 tonn. Með tilkomu kvóta á rækjuveiði, verður val útgerða nú flóknara en áður. í einhverjum tilfellum munu menn standa frammi fyrir að velja á milli veiða á úthafsrækju og botnfíski. Valið gildir aðeins fyrir árið í ár. Sóknarmarksskipum hefur nú verið skipt í fleiri flokka en áður, en hámark á karfaafla kemur að- eins á togara. Hámark karfa og þorsks á togara 39 metrar og styttri á suðursvæði verður nú 660 tonn af þorski og 850 af karfa. Á norðursvæði verður hámark þorsks 1.000 tonn og af karfa 100. Hám- ark stærri togara á suðursvæði af þorski' verður 1.160 tonn og af karfa 1.700. Á norðursvæði verður þorskhámark stærri togara 1.650 tonn og af karfa 600 tonn. Mögu- leg aflaaukning í sóknarmarki verður nú 10% í stað 20% áður. Sóknardögum verður fækkað og kemur fækkunin öll á sumartí- Morgunblaðið/Bjarni Giríksson Reglugerðir kynntar í gær. Frá vinstri Kristján Skarphéðinsson, deildarstjóri, Þórður Eyþórsson, deild- arsljóri, Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri og Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra. mann. Við útreikning aflamarks og aflahámarks í sóknarmarki hefur undirmálsfiskur ekki verið talinn með á undanfömum árum. Á þessu ári telst hann að einum þriðja hluta með í aflamarki og að fullu sá undirmálsfískur, sem er umfram 10% af afla hverrar veiðiferðar. Afli, sem fluttur verður óunninn úr landi, verður talinn með 15% álagi í stað 10% áður og kemur það á allar tegundir, sem bundnar eru kvóta. Hálfur línuafli í janúar, febrúar, nóvember og desember Smábátum verður nú skipt í þijá flokka, línu- og handfærar- báta, netabáta 6 brúttólestir eða stærri og netabáta undir 6 brúttó- lestum. Línu- og handfærabátar verða án aflatakmarkana, en sókn þeirra verður takmörkuð með banndögum. Þeim, sem megin- hluta tekna sinna hafa haft af slíkum veiðum, er heimilt að fá sérstakt veiðileyfi með aflamarki, sem byggist á eigin reynslu og verða þeir þá undanþegnir veiði- bönnum. Veiðileyfí stærri netabá- tanna skal bundið aflahámarki, sem tekur bæði yfír veiðar í net og önnur veiðarfæri og jafnframt skulu um veiðar þeirra gilda al- mennar reglur um netaveiði. Aflahámarkið ræðst af stærð btanna og verður 75 til 125 tonn. Aflahámark minni bátanna verður 60 tonn. Eigendum bátanna er ennfremur heimilt að sækja um^ veiðileyfi, sem byggist a'eigin reynslu bátanna. Hámarkið miðast þá við ákveðið hlutfall heildarafla, en verður aldrei hærra en 200 tonn. Aflahámark smábátanna miðast . við óslægðan físk. Umsóknum um veiðileyfí smábáta skal komið til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir 1. marz næstkomandi. Loðnuskip fá 150 til ' 400 tonna rækjukvóta Reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um veiðar á úthafsrækju fyrir árið í ár hefur tekið gildi. Samkvæmt henni er miðað við að rækjuaflinn verði ekki meiri en 36.000 tonn á árinu. Skipum, sem rækjuveiðar verða heimilaðar, er skipt í þijá megin flokka, loðnu- skip, sérhæfð rækjuveiðiskip og önnur rækjuveiðiskip. Loðnuskipin munu fá samtals þriðjung leyfilegs afla. Samkvæmt ákveðnum regl- um verða útgerðir skipanna að ákveða með hvaða hætti þær nýta sér veiðiheimildirnar, en nokkrir kostir eru fyrir hendi. Hér fer á eftir fréttatilkynning sjávarútvegsráðuneytisins um i'eglugerðina: 1. Loðnuskip. 2. Sérhæfð rækjuveiðiskip: • a. Togarar sem hafa haft þriðjung eða meira af heildar- tekjum sínum af rækjuveiðum á árinu 1986 eða 1987, enda hafí rækjuafli farið yfir 200 lestir annað hvort árið. b. Skip með rækjuveiðileyfi skv. lögum 97/1985, þ.e.a.s. ' raðsmíðaskipin svonefnd. c. Önnur skip sem hafa haft meira en helming heildar- tekna af rækjuveiðum á árinu 1986 eða 1987, enda hafí rækjuafli farið yfír 200 lestir annað hvort árið. d. Skip, sem verulegar fjár- festingar hefur verið lagt í til að gera hæfari til veiða eða vinnslu á rækju. 3. Önnur rækjuveiðiskip: Skip sem úthafsrækjuveið- ar hafa stundað eftir 1. janúar 1985 önnur en togarar. Jafnframt er heimilt að veita skipi leyfi til rækjuveiða, enda þótt það hafí ekki stundað rækjuveiðar eftir 1. janúar 1985, hafí verið'gérð- ar verulegar breytingar á skipinu á árinu 1987, í því skyni að stunda á því rækjuveiðar. Aflaheimildir ofangreindra skipaflokka eru sem hér segir. 1. Loðnuskip Loðnuskipum gefst kostur á rækjuveiðileyfí með aflamarki gegn því að þau afsali sér botnfískveiði- heimildum sínum. Úthluta skal loðnuskipum sam- tals 12.000 lestum af úthafsrækju á árinu 1988. Heildarrækjuafla- markinu skal skipt milli þeirra loðnuskipa, sem velja úthafsrækju- veiðileyfí, þannig að 2.600 lestum er skipt í hlutfalli við botnfískafla- reynslu skipanna á viðmiðunarár- unum 1981—1983. Skipta skal 2.100 lestum í hlutfalli við rækju- afla skipanna á því ári, sem betra er af árunum 1986 og 1987, en þó skal aldrei við þessa skiptingu miða við meira en 350 lesta rækjuafla á skip. Loks skulu 7.300 lestir skipt- ast jafnt á milli skipanna. Loðnuskipum, er kjósa rækju- veiðileyfi, er heimilt að koma með að landi 100 lestir af botnfíski sem meðafla í þorskígildum reiknað. 2. Sérhæfð rækjuveiðiskip: Sérhæfðum rækjuveiðiskipum er skipt í þijá stærðarflokka: a. Rækjuveiðiskip, sem flokkuð eru sem togarar, svonefnd raðsmíðaskip og rækjuveiðiskip stærri en 290 brl. b. Rækjuveiðiskip 200 brl. og stærri en minni en 290 brl. c. Rækjuveiðiskip 100 brl. og stærri en minni en 200 brl. Sérhæfð rækjuveiðiskip geta val- ið milli þess að fá fullt botnfiskveiði- leyfí og takmarkað rækjuveiðileyfí annars vegar og hins vegar að fá fullt rækjuveiðileyfí með takmörk- uðu botnfiskveiðileyfi. a. Fullt botnfiskveiðileyfi með aflamarki og takmarkað úthafs- rækjuveiðileyfi með aflamarki. Rækjuaflamark skal ákveðið þannig, að það sé 90% af meðaltali tveggja bestu áranna af 1985,1986 og 1987 en þó ekki hærra en 250 fyrir skip í stærðarflokki a en 200 fyrir önnur skip. b. Fullt botnfiskveiðileyfi með sóknarmarki og takmarkað út- hafsrækjuveiðileyfi með sóknar- marki. Kjósi togari að halda fullum botn- fiskveiðiréttindum með sóknar- marki er honum heimilt, innan þeirra sóknardaga sem hann fær skv. botnfiskleyfínu, að veiða allt að 200 lestir af úthafsrækju. Öðrum skiþum, sem teljast sérhæfð rækju- veiðiskip og kjósa sóknarmark í botnfiski gefst kostur á sérstöku sóknarmarki í rækjuveiðum með 80 sóknardögum, sem skipta má í tvö samfelld tímabil með samtals 100 lesta rækjuaflahámarki. c. FuUt úthafsrækjuveiðileyfi með aflamarki og takmörkuðu botnfiskveiðileyfi með afla- marki. Kjósi sérhæft rækjuveiðiskip fullt úthafsrækjuveiðileyfí með afla- marki, ræðst úthlutunin að hluta af stærð skipanna og að hluta af botnfiskveiðiheimildum þeirra fyrir árið 1988. Stærstu rækjuskipin (a) fá 500 lestir af rækju, en önnur skip (b) og (c) fá 350 lestir af rækju. Til viðbótar fá þessi skip botnfiskaflamarki sínu umbreytt yfir í rækju í hlutfallinu 4:1. Einum þriðja hluta af botnfiskaflamarki skal síðan úthlutað skipinu og gilda um það aflamark almennar reglur bæði varðandi veiðar og framsal. d. FuUt úthafsrækjuveiðileyfi með sóknarmarki og meðafli í botnfiski. Velji sérhæft rækjuveiðiskip fullt rækjuveiðileyfí með sóknarmarki, eru sóknardagamir á árinu 1988 samtals 260, og er þeim ekki skiptmr upp á tímabil. Rækjuaflahámörk og meðalafli fara eftir stærð skipanna og fá stærstu skipin (a) 900 lesta rækjuaflahámark og 200 lestir af botnfiski í meðalafla. Skip í milli- flokki (b) fá 600 lesta rækjuafla- hámark og 100 lestir af botnfíski í meðalafla og minnstu rækjuveiði- skipin (c) fá 400 lesta rækjuafla- hámark og 100 lestir af botnfíski í meðalafla. 3. Önnur rækjuveiðiskip: Heimilt er fyrir skip, sem veiðar hafa stundað eftir 1. janúar 1985, að velja á milli rækjuveiðileyfís með aflamarki eða rækjuveiðileyfís sem gefíð er út í ákveðinn dagafjölda ' með aflahámarki í rækju. a. Aflamark fyrir þennan flokk skipa er ákveðið sem 90% af meðal- afla tveggja bestu áranna af 1985, 1986 og 1987 með 200 lesta há- marki fyrir báta í útgerðarflokki 2 (bátar án sérveiða) og útgerðar- flokki 3 (síldarbátar). Rækjuafla- hámark fyrir báta í öðrum útgerðarflokkum skal aldrei vera hærra en 100 lestir. b. Rækjuveiðileyfí í ákveðinn dagafjölda. Heimilt er að veita bát- um í útgerðarflokki 2 (bátar án^ ^ sérveiða) og útgerðarflokki 3 (síldarbátar) rækjuveiðileyfí í 80 daga, sem skipta má í tvö samfelld tímabil með samtals 100 lesta rækjuaflahámarki. Öðrum útgerðarflokkum má veita rækjuveiðileyfi í 60 samfellda daga með 50 lesta rækjuaflahá- marki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.