Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Bretland; Leki varð í kjam- orkuveri London, Reuter. LEKI varð í kjamorkuveri í Dungeness á Suður-Englandi á sunnudag og láku út tvö tonn af geislavirkum koltvísýringi. Hætta stafar þó ekki af lekanum, að sögn talsmanns breska orku- málaráðsins. Lekinn varð þegar loka á dælu í kælikerfinu gaf sig. Talsmaður orkumálaráðsins sagði að lekinn hefði verið óverulegur og að geisla- virkni koltvísýringsins væri lítil. Dregið hefði verið úr orkufram- leiðslunni en ekki stæði til að loka kj amorkuverinu. Nígería: Sendifull- trúiLíbýu skotinn til bana Lagos, Reuter. Sendifulltrúi Líbýu í Nigeríu var skotinn til bana í Lagos á sunnudag, að því er haft var eft- ir starfsmanni sendiráðs Líbýu í gær. Heimildarmaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að Mamman Anka, sendiherra Líbýu í Nígeríu, ætli að fara til Trípóli í dag og færa Muammar Gaddafí, leiðtoga Líbýu, skilaboð frá forseta Nígeríu, Ibrahim Babangida. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Lagos, en engar upplýsingar fengust hjá henni um málið. Ekki er vitað hvort sendifulltrúixm hafí verið myrtur af stjómmálalegum ástæðum. Bandaríkin: Sovétmenn kynna sér kjamorku- tilraunir Las Vegas, Reuter. HEIMSÓKN tuttugu sovéskra sérfræðinga í kjamorkutilrauna- stöð i Nevada- eyðimörkinni hófst í gær. Við komuna til Ban daríkj anna á sunnudag sögð- ust þeir vona að stöðinni yrði lokað í framtíðinni. Bandaríkjastjóm hefur lagst gegn banni við kjamorkutilraunum neðanjarðar, en Igor Palenykh, sem leiðir sovésku sérfræðingana, sagði á sunnudag að Sovétmenn legðu mikla áherslu á að bannið yrði að veruleika. Áætlað er að heimsókn Sovétmannanna standi í viku, og er hún liður í samkomulagi stórveld- anna um að leitast verði við að jaftia ágreining um eftiriit með því að samningar um takmörkun kjam- orkutilrauna verði virtir. Þetta er í fyrsta skipti sem sovéskir embætt- ismenn koma í tilraunastöðina, en bandarískir sérfræðingar heimsóttu í fyrsta sinn helstu kjamorkutil- raunastöð Sovétmanna fyrr í þessum mánuði. 'S"....... Reuter Orðunum rigniryfir Ceausescu Nicolae Ceausescu, forseti Rúmeníu, varð sjötugur í gær og var mik- ið um dýrðir í landinu að sögn rúmensku fréttastofunnar Agerpress. Sagði hún, að tugþúsundir manna hefðu safnast saman í Búkarest til að óska leiðtoganum „langlífís og heilsu til að afreka meira í þágu þjóðarinnar" og af þessu tilefni sæmdu Sovétmenn Ceausescu Lem'n- orðunni. Stjómmálaráð rúmneska kommúnistafíokksins sæmdi hann svo orðunni „Hetja Rúmeníu" og sérstakri afmælisorðu í tilefni af 55 ára „byltingarstarfi í kommúnistaflokknum". Myndin var tekin þegar Ceausescu þakkaði þennan mikla heiður. V estur-Þýskaland: Kohl hefur áhyggj- ur af öryggi í kjam- orkuiðnaðinum Bonn, Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagðist á sunnudag hafa miklar áhyggjur af öryggi í kjamorkuiðnaði landsins eftir að uppvíst varð um óleyfilegan flutning á geislavirkum úrgangi frá endurvinnslustöð í Belgiu og eftir að fram hafa komið ásakan- ir um að úran hafi verið sent til Pakistan og Líbýu. Kohl sagði í útvarpsviðtali að ríkisstjómin kanni nú öryggi í kjamorkuiðnaðinum og hann sagð- ist ekki hafa oftrú á kjamorkuiðn- aðinum. „Við höfum alltaf sagt að kjamorkan verði nauðsynleg um visst skeið, eða að minnsta kosti fram á fyrsta áratug næstu aldar. Ef sú verður raunin ber okkur skylda til að hafa þá meginreglu að leiðarljósi að heilbrigði og öryggi þegnanna sé ofar öllu öðm og mikil- vægari en allar aðrar hliðar málsins, svo sem efnahagslegar," sagði Kohl og bætti við: „Spumingin er hvort öryggiskerfíð í heild sé nægjanlegt. Ég efast stórlega um það.“ ERLENT Óþekktir kafbátar í norskri landhelgi Ósló, Reuter. TILKYNNT var í Noregi í gær að á síðasta ári hefðu tveir er- lendir ' kafbátar fundist innan Samband breskra námamanna: Scargill endur- kjörinn forseti St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ARTHUR Scargill sigraði í kosningum um forsetaembætti Sambands breskra námamanna síðastliðinn föstudag. Talið var á sunnudag og hlaut Scargill 53% atkvæða. John Walsh, eini mótframbjóðandinn, hlaut 47% atkvæðanna. í nóvember á síðasta ári sagði Scargill af sér sem forseti Sam- bands breskra námamanna og lýsti því yfír um leið, að hann_ mundi leita eftir endurkosningu. Ákveðið var þá þegar, að gengið yrði til kosninga í janúar. Lengi vel bauð enginn annar sig fram á móti hon- um, en á endanum lét John Walsh til leiðast. Hann var óþekktur þá, en er nú orðinn vel kunnur. Hann hefur verið talsmaður hófsamra afla meðal námamanna og viljað leita samninga við Breska kola- námafyrirtækið. Atkvæðagreiðslan réðst af stuðn- ingi manna í Jórvíkurskíri, eins og búist hafði verið við. 64% þeirra studdu Scargill, og vegna þess að Jórvíkingar eru ijölmennastir námamanna, skipti stuðningur þeirra mestu máli. Þegar Scargill var fyrst kjörinn forseti námamannasambandsins 1981, fékk hann 70% greiddra at- kvæða. Stuðningur við hann hefur því minnkað verulega. Hefðu náma- menn í Nottinghamskíri, sem klufu sig út úr sambandinu í námainanna- verkfallinu 1984, greitt atkvæði nú, hefði Scargill sennilega fallið. Námamönnum hefur fækkað mjög á valdatíma Scargills og samband þeirra klofnað. í Nottinghamskíri eru námamenn í Lýðræðislega námamannasambandinu, sem er mjög andsnúið Scargill. Ástæðan til þess að Scargill fór í kosningu nú, er, að síðar á þessu ári gengur í gildi ný atvinnumála- löggjöf, þar sem kveðið er á um, að fulltrúar verkalýðsfélaga verði að sæta kosningu á fímm ára fresti. Með sigri sínum nú hefur Scargill tryggt sér lífstíðarsæti. Það á eftir að koma í ljós, hvort þessi knappi meirihluti, sem hann hefur nú á bak við sig, veldur því, að hann tekur upp hófsamari siði. En fyrstu yfír- lýsingar hans benda ekki til þess. Hann segist ætla að halda áfram að berjast gegn andstæðingum sínum, Breska kolanámafyrirtæk- inu og ríkisstjóm Margaretar Thatcher. Breska kolanámafyrirtækið og forystumenn þess segja þennan sig- ur Scargills munu auka erfíðleika fyrirtækisins. í mars á þessu ári hættir ríkið að styrkja reksturinn, og ætlast er til þess, að fyrirtækið standi undir sér. Það þarf því að etja kappi við innflutning á ódýrum kolum og verður að draga úr kostn- aði og auka hagkvæmni. Það hefur ýmsar tillögur í því efni, eins og að hefja rekstur á mjög stómm norskrar lögsögu. Ekki var getið um hvaðan þeir voru. Gullow Gjeseth ofursti í norska hemum sagði í samtali við Reuter- fréttastofuna að í marsmánuði á síðasta ári hefðu sést tveir erlendir kafbátar í grennd við hemaðarlega mikilvæga staði í Noregi. „Kaf- bátamir vom erlendir og ekki frá bandamönnum okkar,“ sagði ofurstinn. Hann neitaði að svara þegar hann var spurður að því hvort kafbátamir hefðu verið sovéskir. Vart varð við kafbátana þegar þeir komu upp á yfírborð. Ánnar þeirra sást í grennd við Harstad 24. mars og hinn nálægt Narvik 31. mars á síðasta ári. Báðir kaf- bátamir sáust á kafbátaleitartækj- um og með bemm augum, þannig að ömggt er að þama var um kaf- báta að ræða, að sögn ofurstans. Arthur Scargill námum og láta vinna í sex daga í viku í námunum í stað fimm nú, þótt hver maður jmni að jafnaði ekki lengri vinnuviku en nú tíðkast. Scargill hefur lagst af mikilli hörku gegn þessari síðustu tillögu. Ef hann neitar að semja, eins og hann hefur lýst yfír, mun kolanámafyrir- tækið snúa sér til Lýðræðislega námamannasambandsins. Það gæti hins vegar haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Perú: 43 farast í slysi í And- esfjöllum Lima, Reuter. AÐ MINNSTA kosti 43 Perú- búar fórust og 20 slösuðust þegar opinn flutningavagn hrapaði ofan í fljót í gær, að sögn lögreglumanna í Perú. Lögreglumennimir sögðu að slysið hefði orðið í Cerro de Pasco í Andesfjöllum, um 520 kílómetrum norðaustur af Lima. Ástæðan fyrir slysinu væri sú að vegurinn hefði verið í mjög slæmu ástandi vegna mikilla rigninga, auk þess sem vagninn hefði verið ofhlaðinn. Franz Josef Strauss í Suður-Afríku: Lítil hætta af Sovétmönnum Höfðaborg. Reuter. FRANZ Josef Strauss, leiðtogi Kristilega sósíalsambandsins i Vestur-Þýskalandi, sagði í Suð- ur-Afríku í gær, að landinu stafaði ekki lengur nein hætta af Sovétmönnum. í viðræðum sínum við P.W. Bot- ha, forseta Suður-Afríku, sagði Strauss, að Sovétmenn vildu gjama hjálpa til við að binda enda á borg- arastyijöldina í Angóla en hún hefur harðnað mikið á síðustu mán- uðum. Þá hefur Strauss einnig komið fram sem milligöngumaður fyrir stjómina í Mósambík þar sem skæruliðar láta mikið að sér kveða og hann hefur hitt að máli Jonas Savimbi, leiðtoga skæraliða í Ang- óla. „Ég er viss um, að Sovétmenn hafa ekki lengur áhuga á auka af- skipti sín af málefnum þessarar álfu. Þeim fínnst ekki sem það hafí borið mikinn árangur til þessa," sagði Strauss, sem fór nýlega að fínna þá Míkhaíl Gorbatsjov, leið- toga Sovétríkjanna, og Eduard Shevardnadze utanríkisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.