Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 ^5'toppahu mig þegcxr 'esg kem að ein- hveiQu sem 'eg ge.t fer>g}5 Idnah1' Má ég kynna fyrir ykkur höfund bókanna Morðið í hjólbörunum. Sorgin og Ofsóttar konur — Með morgunkaffíjnu loftpóstinn? HÖGNI HREKKVÍSI Er skýringin á ályktun læknanna 133 fundin? Til Velvakanda. Óhætt er að segja, að það hafí vakið almenna furðu meðal lands- manna, þegar 133 læknar (um það bil 13% íslenzkrar læknastéttar) tóku sig til og andmæltu áliti 16 læknaprófessora á bjórfrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi. Undrun manna stafar eflaust ekki sízt af því, að ósjálfrátt telja leikmenn í heilbrigðismálum, að all- ir læknar hljóti að vera sérfróðir um áfengis- og önnur vímuefnamál — eins og önnur heilbrigðismál, og því er ekki að furða, þótt ýmsum kunni að hafa veitzt örðugt að meta hinar gagnstæðu álitsgerðir læknanna. Þeim, sem þetta ritar,. þótti því fróðlegt að lesa eftirfar- andi ummæli í grein um áfengis- vandamálið í| hinu þekkta bandaríska fréttatímariti News- week 18. jan. sl.: „Læknar sem heild eiga enn eftir að láta verulega að sér kveða við að hjálpa til við að draga úr áhrifum áfengis, ef til vill vegna þess, að venjulegur læknastúdent ver samtals frá 0—10 klukkustundum til þess að fræðast um böl, sem árlega verð- ur 100,000 manns að bana.“ Þetta er sagt um bandaríska lækna. Ef ástandið er svipað hér á landi, en ég hef ástæðu til að ætla að svo sé, liggur beint við að spyija, hvort hér sé ekki skýringarinnar á áiyktun læknanna 133 að leita. Hún sé blátt áfram sprottin af fáfræði. í hópi læknaprófessoranna er hins vegar vitað, að eru hinir lærðustu menn um þessi efni, svo sem Tóm- as Helgason yfírlæknir á Kleppi, auk þess sem margir læknar, sem mesta reynslp hafa af glímunni við áfengis- og vímuefnavandann, hafa tekið í streng með læknaprófessor- unum. Þessar upplýsingar ættu að hjálpa mönnum til að meta rétt ályktanir læknanna. En málið vekur Til Velvakanda Ég vil þakka Ríkissjónvarpinu fyrir ágæta mynd um áfengisbölið, myndina Með allt á þurru. Þetta er mjög vel gerð og trúverðug mynd, vel leikin og efnið þannig sett fram að myndin vekur áhuga áhorfenda frá upphafí til enda. Meira ætti að gera af slíkum mynd- um, þar sem allur óhugnaðurinn aðra spumingu, sem beinist að Háskóla íslands og læknaprófessor- unum. er ekki tímabært að auka stórlega fræðslu um áfengismál meðal íslenzkra læknastúdenta, þótt ekki væri nema til að koma í veg fyrir, að stórir hópar íslenzkra lækna opinberi fáfræði sína, eins og hinir 133 hafa nú gert? Og væri ekki ráð að efna nú þegar til fullorðinsfræðslu og gefa hinum 133 kost á þátttöku? sem fylgir áfengisneyslu er sýndur. Þessa mynd ætti að sýna aftur eft- ir hæfílegan tíma því sjálfsagt hafa sumir misst af henni. Aðrir fjölmiðl- ar t.d. Stöð 2 og fíjálsu útvarps- stöðvamar ættu að hafa efni sem þetta á sinni dagskrá, innient eða erlent. Hafí sjónvarpið þökk fyrir þessa mynd. Ahorfandi Borgari Vel gerð sjónvarpsmynd Víkverji skrifar Víkveija hefur borizt eftirfar- andi bréf frá Páli Baldvin Baldvinssyni, hjá dagskrárdeild. Stöðvar 2. Bréfíð er svohljóðandi: „Ágæti Víkveiji. í dálki þínum í morgun birtast athugasemdir þínar við sýningarfjölda kvikmynda á Stöð 2 og okkur til nokkurrar furðu er þar hallað réttu máli. Þú segir og vitnar til sjónvarpsvísis fyrir jan- úardagskrá að: „kvikmyndir þær, sem sjónvarpsstöðin býður uppá hafa langflestar verið sýndar áður og sumar oftar en einu sinni.“ Þetta ér ekki nema hálfur sannleikur. Hér er um að ræða þriggja vikna tímabil og á þessum þremur vikum vom fímmtíu og þijár kvikmyndir á dagskrá á Stöð 2. Átján kvik- myndir vom fmmsýndar og aðrar sýningar vom ýmist önnur eða þriðja sýning á viðkomandi dag- skrárlið. Það er því ekki rétt, sem Víkveiji fullyrðir: „Sýndist Víkveija við fljótlega yfírferð að „nýjar“ •kvikmyndir væm aðeins 4-5 tals- ins.“ Stöð 2 heldur úti býsna langri dagskrá og er stór hluti af dagskrá okkar sýningar á kvikmyndum. Það er gmndvöllur í dagskrárstefnu okkar að gefa áskrifendum kost á að sjá kvikmyndir á dagsskrá, þeg- ar þeim hentar: kvikmyndir em fmmsýndar á kvöldin og sýndar öðm sinni ýmist í eftirmiðdag eða síðla kvölds, skömmu síðar. Þriðja og flórða sýning koma síðan á dag- skrá einu til tveim missemm seinna. Þetta þýðir í raun, að áskrifendur geta “misst" af fyrstu sýningu en treyst á aðra eða þriðju sýningu og horft, þegar þeim hentar. Þannig var Blóðhiti eftir Lawrence Kasdan sýndur 27. desember og 12. janúar, Octopussy 28. desember og 14. jan- úar. Elskhuginn 25. desember og 19. janúar, enda hætt við, að fáir hafí notið sýninga þessara kvik- mynda yfír hátíðir sökum gleðskap- ar og mannamóta. Víkveiji sest oft í hlutverk vand- lætarans og fer oft vel með það hlutverk. Honum er því skylt að láta ekkert frá sér fara „við fljót- lega yfírferð". í þessu tilviki fer hann með fleipur. Vinsamlega. Fyr- ir hönd dagskrárdeildar Stöðvar 2.“ Bréfíð er dagsett 22. janúar. XXX að fer ekkert á milli thála, að Víkveiji þarf að vanda sig bet- ur við talninguna! Hitt er svo annað mál, að það vekur athygli, að ein- ungis um þriðjungur þeirra mynda, sem Stöð 2 sýnir á þessu tímabili, em nýjar myndir. En óneitanlega em þau rök, sem Páll Baldvin Bald- vinsson færir fyrir því fyrirkomu- lagi nokkuð sterk. XXX En úr því Stöð 2 er á annað borð til umræðu er ekki úr vegi að víkja að annarri gagnrýni á Stöðina, sem birtist hér í blaðinu fyrir nokkmm dögum. Þar hafði Olafur M. Jóhannesson, sem skrifar reglulega í Morgunblaðið um hina svonefndu ljósvakamiðla, ýmislegt að athuga við þátt Jóns Óttars Ragnarssonar fyrir skömmu, þar sem tekin var afstaða til byggingar ráðhúss við Tjömina og lýsti Jón Óttar stuðningi Stöðvar 2 við þá ráðstöfun. Ólafur M. Jóhannesson sagði m.a.:„Jón Óttar Ragnarsson hefur áunnið sér sess sem þáttagerðar- maður, en ef hann ætlar sér að nota Stöð 2 sem tæki til að beijast - með oddi og egg - fyrir eigin gæluhugmyndum þá glatar hann trausti áhorfenda." Hvers vegna? Víkveiji sér ekkert athugavert við það, að Stöð 2 taki afstöðu til mála, eins og aðrir fjöl- miðlar gera, sem ekki em í eigu ríkisins. í fyrsta lagi er þáttur sá, sem hér um ræðir og nefnist „Leið- arinn“, rækilega kynntur, sem þáttur, þar sem Stöð 2 lýsir afstöðu til einstakra mála. í öðm lagi er Stöð 2 einkafyrirtæki og Jón Ottar einn aðaleigandi Stöðvarinnar. Hann hefur því fullt leyfí til þess að lýsa afstöðu - svo lengi, sem hann hefur traust meðeigenda sinna til þess - og alls ekki hægt að leggja sama mælikvarða á Stöð 2 og Ríkis- sjónvarpið að þessu leyti. Hvað sem segja má um efni Stöðvar 2 er það afrek út af fyrir sig, að nokkrir einstaklingar með lítið fjármagn á bak við sig, skuli hafa komið þessum myndarlega rekstri á fót. Það er ekki verk ann- arra en þeirra sjálfra og starfs- manna þeirra. Það getur því enginn amast við því með rökum, að þeir lýsi skoðun fyrir hönd Stöðvarinn- ar, ef þeim sýnist svo. Hitt er svo annað mál að „leið- ari“ í sjónvarpi er dálítið skrítið form, því erfítt er að koma skoðun heillar sjónvarpsstöðvar á framfæri án þess það verði dálítið andkanna- legt. Niðurstaðan vill verða eins manns skoðun. En það er þó líklega ekkert einkennilegra, þegar nánar er að gætt, en sú ákvörðun sumra blaða að leiðarar séu skrifaðir und- ir nafni og og birtast þannig sem eins manns skoðun.en ekki blaðs- ins. Af þeim sökum hefur Morgun- blaðið ekki þrengt forystugreinar sínar með því að auðkenna þær.Þær eru stefna blaðsins sjálfs, en ekki einstakra starfsmanna þess. En það er jafnaugljóst að nafnlausar for- ystugreinar eru skrifaðar á ábyrgð ritstjóra og þannig fer ekkert á milli mála. Sjálfur er Víkveiji skrif- aður af nokknim „silkihúfum" hér á blaðinu.en þar sem hann er nafn- laus, þá er hann að sjálfsögðu á ábyrgð ritstjóranna og við enga aðra að sakast.ef eitthvað fer úr- skeiðis. Ábyrgðarmenn blaða geta ekki undan vikizt, þótt aðrir skrifi. Stundum fínnst ritstjórum þetta beizkur bikar, sem gott gæti verið að losna við, þegar mistök verða. En menn hlaupa ekki frá því sem þeim er trúað fyrir. En reynt er að hafa gagnrýni hér í dálkunum í senn hóflega og mannsæmandi. Ábendingar og aðhald, það er mark- miðið með þessufn dálkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.