Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Reyklaust Rauða torg Barátta gegn reykingum fer fram um heim allan jafnt vestanhafs sem austan. Nýverið var þetta skilti sett upp á Rauða torginu í Moskvu. Á því stendur að reykingar séu ekki leyfðar á torginu. Kína: 90 manns láta lífið í járnbrautarslysi Peking, Reuter. EKKI færri en 90 manns létust og um 60 slösuðust á sunnudag er járnbrautarlest, sem var á leið til Shanghai, fór út af sporinu í Guiz- hou-héraði í Kína. 20 klukkustundir liðu þar til kínverskir fjölmiðlar skýrðu frá slysinu en orsakir þess eru ókunnar. Slysið varð snemma á sunnudags- slysið sýna að jámbrautakerfið væri morgun en lestin var á leið til 'Shanghai frá Kunming. Björgunar- sveitir hers og lögreglu voru sendar á slysstaðinn og þurfti að flytja hina slösuðu rúmlega 300 kílómetra leið í sjúkrahús. Fréttastofan Nýja Kína sagði Ding Junsheng, ráðherra jám- brautasamgangna, hafa farið á staðinn og hefði hann beðist afsök- unar á þessum hörmulega atburði fyrir hönd yflrvalda. í fréttinni var þess getið að ráðherrann hefði sagt meingallað. Óvenju mörg slys hafa orðið í Kína að undanfömu. Fyrir réttri viku fómst 108 manns er farþega- flugvél frá kínverska ríkisflugfélag- inu hrapaði til jarðar í Sichuan- héraði í Suður-Kína. Flugvélin var sovésk af gerðinni Ilyushin-18 og sögðu embættismenn hana hafa hrapað sökum vélarbilunar. Þá fór- ust 19 manns fyrr í mánuðinum er tvær jambrautarlestir rákust saman í norð-austurhluta landsins. Svíþjóð: Hyggjast fanga óvin- veitta kafbáta í fiskinet Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKI flotinn hefur tekið fiskibát í þjónustu sína og vonast er til að unnt verði að fanga í net óvinveitta kafbáta, sem vitað er að eru á ferðinni innan sæn- skrar Iögsögu. Reynist báturinn vel er hugsanlegt að fleiri fiski- bátar verði notaðir í þessu skyni. Báturinn hét áður ^,Astrid“ en ber nú nafnið „Rollo". Á dekki hans hefur verið komið fyrir fallbyssu auk þess sem hann er einnig búinn vélbyssu. „Rollo“ mun hér eftir heyra undir flotastjómina í Gauta- borg og er honum ætlað að halda uppi strandgæslu innan sænska skeijagarðsins. „Okkur fysir að vita hvort fiski- bátar geti komið að gagni og hvort hugsanlegt sé að veiða dvergkaf- báta í net,“ sagði Jan Tuminger, talsmaður sænsku herstjómarinn- ar. Sjómenn munu kenna sjóliðun- um hvemig beita á trolli bátsins auk þess sem þeir munu fá kennslu í meðferð sónar-tækja. í desember taldi skipstjóri „Astrid" sig hafa fundið óvinveittan kafbát og fór hann þess á leit við sænsku herstjómina að honum yrði veitt leyfi til að freista þess að fanga kafbátinn í net. Honum var fyrir- skipað að gera það ekki og þegar Danmörk: Brjóta reglur um viðskipti við S-Afríku Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgmnblaðsins. DANSKAR og erlendar ferða- skrifstofur bijóta mjög oft bann við viðskiptum við Suður-Afríku, segir í helgarblaði Berlingake Tidende. Blaðamenn BT fengu tilboð hjá þremur ferðaskrifstofum um ferð til Suður-Afríku. Blaðið segir, að stærstu dönsku ferðaskrifstofumar hafí hætt að bjóða beinar ferðir þangað, en margar standi fyrir ferð- um til Botswana. Á leiðinni er millilent í Jóhannesarborg og þar geta farþegar orðið eftir. sænski flotinn kom á vettvang var kafbáturinn horfínn. Að sögn talsmanns herstjómar- innar hefur verið ákveðið að taka fleiri smábáta í þjónustu flotans og er hugmyndin sú að mynda eins konar „heimavamarlið" til að halda uppi eftirliti meðfram ströndum landsins. Bátum þessum er ætlað að fylgjast með ferðum þeirra er- lendu kafbáta, sem til sést, þar til sænski flotinn kemur á vettvang. „Þetta fyrirkomulag mun treysta strandgæslu okkar," sagði Jan Tuminger. í máli hans kom einnig fram að bæklingi, sem nefnist „Óboðnir gestir" hefur verið dreift til almennings sem býr við ströndina auk þess sem fólk sem telur^ig sjá til kafbáta getur hringt í sérstakt símanúmer og tilkynnt um það, sér að kostnaðarlausu. í skýrslu sænsku herstjómarinn- ar, sem birt var í síðasta mánuði, segir að á sfðustu sex mánuðum hafi fengist ótvíræðar sannanir fyr- ir því að erlendir kafbátar hafí eigi sjaldnar en 30 sinnum verið á ferð innan sænskrar lögsögu. f skýrsl- unni er þess ekki getið hvaðan kafbátamir kunni að koma en sæn- skir fjölmiðlar og leiðtogar stjómar- andstöðunnar em ekki í vafa um að þeir séu sovéskir. Sviss: Hvað vill frúin heita? ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SVISSNESKAR konur, sem fengu ekki kosningarétt fyrr en fyrir 17 árum, mega nú ráða hvort þær taka ættarnafn eiginmanns síns við giftingu eða ekki. Ný lög um sifjarétt gengu í gildi um áramótin og eru mun hliðhollari konum en gömlu lögin. Konur hafa nú réttindi á við karla ættamafn konunnar sé að deyja út af því að karlleggur fjölskyldunnar er að hverfa. Langflestar konur munu væntan- lega halda áfram að taka nafn eiginmanns síns og heita eins og hann og bömin. Nokkur hundruð konur hafa þó skipt um nafn síðan um áramót en aðeins tveir karlar. Ung kona gaf eina bestu ástæðuna fyrir nafnbreytingu: „Ég hét Iltgen í rúm tuttugu ár. Fyrir tveimur árum hét ég allt i einu Dörr. Mér fannst alltaf ágætt að heita Iltgen og vil þess vegna heita það aftur. Og maðurinn minn hefur ekkert á móti því. Ég hét Iltgen þegar hann kynntist mér.“ á heimilinu. Þær þurfa ekki lengur að hlýða skipunum bónda sinna í einu og öllu og þurfa til dæmis að gefa samþykki sitt áður en flutt er búferlum. Og þær eiga heimtingu á upplýsingUm, ef fjármál fjölskyld- unnar eru í kalda kolum. En réttur kvenna til að halda eigin ættamafni hefur vakið mesta athygli. Þær þurfa að tilkynna embætti borgardómara það fyrir- fram ef þær ætla að bera sama nafn áfram eftir giftingu, að öðram kosti taka þær upp nafn eiginmanns síns við hjúskapinn. Böm bera ávallt ættamafn föður síns. Konur sem urðu að taka upp ættamafn eiginmanns síns sam- kvæmt eldri lögum mega nú breyta til og taka upp gamla nafnið sitt ef þær vilja. Karlar geta líka tekið upp ættamafn konu sinnar en það verður að vera gild ástæða til þess, til dæmis að konan sé fræg og geti ekki starfs síns vegna skipt um nafn en karlinn vilji ólmur bera sama ættamafn og hún, eða að ERLENT Bretland: Fj ölfatlaður höfundur hlýt- ur bókmenntaverðlaun St. Andrcws. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsina. WHITBREAD-bókmenntaverðlaunin voru veitt í síðustu viku og féllu þau í skaut Christopher Nolan. Hann er kornungur, írskur rithöfundur og hefur verið mjög alvarlega fatlaður frá fæð- ingu. Hann fékk verðlaunin fyrir skáldsöguna „Under the Eye of the Clock'* (Undir sjáaldri tímans), sem er lítt dulbúin sjálfs- ævisaga. Whitbread-verðlaunin nema 20.000 pundum (1,3 milljónum króna) og era hæstu bókmennta- verðlaun, sem veitt era í Bretlandi á hverju ári. Valið stóð á milli fjögurra bóka nú, og þurfti dóm- nefndin að greiða atkvæði þrisvar sinnum til að komast að niður- stöðu. Helsti keppinautur Nolans var Ian McEwan með söguna „The Child in Time“. Á endanum urðu allir ásáttir um að veita Nolan verðlaunin. Christopher Nolan er fæddur í Mullingar á írlandi 6. september 1965. I fæðingu varð hann fyrir súrefnisskorti og fatlaðist svo al- varlega, að hann gat ekki hreyft nokkum hluta líkamans hjálpar- laust og gat ekki talað, en var óskaddaður andlega. Foreldramir áttuðu sig á því, að hann þyrfti sérstaka þjálfun og fluttust til Dyflinnar. Þegar Nolan var tíu ára gamall, uppgötvaðist, að lyf olli því, að það slaknaði á háls- vöðvunum, svo að hann gat stjómað höfuðhreyfingum sínum. Þá var fest stöng á enni hans, til þess að hann gæti skrifað á ritvél. Hinn 20. ágúst 1977 skrifaði hann sitt fyrsta ljóð, og 1981 kom út ljóðabók eftir hann. Hún fékk góðar viðtökur. Á síðastliðnu ári kom svo verðlaunabókin út. Hún er skáldsaga um fjölfatlaðan mann. Hann greinir frá viðbrögð- um sínum og hvemig hann skynjar atvik í lífi sínu. Hann þykir lýsa því mjög vel, hvemig það er að vita, hvað gerist í um- Verðlaunahöfundur: Christop- her Nolan eftir að hann hafði tekið við Whitbread-bók- menntaverðlaununum í síðustu viku. hverfinu án þess að geta með nokkum hætti komið öðrum í skilning um það. Það er stundum eins og hann komi af annarri stjömu. Hann er trúaður, og hug- leiðingar um trú eru áberandi í sögunni. Hann notar orð nákvæm- lega, og það getur kostað hann tíu mínútna erfíði að koma einu orði á blað. í þakkarávarpi Nolans, sem móðir hans flutti, talaði hann máli fatlaðra og gegn fóstureyð- ingum. „Þið verðið að gera ykkur ljóst, að sögulegur atburður er að gerast. í kvöld hlýtur fjölfatlaður maður sess í bókmenntum heims- ins... Þetta er gleðilegasta kvöld, sem ég hef lifað. ímyndið ykkur hvers ég hefði farið á mis, hefði læknirinn ekki lífgað mig við þennan septemberdag fyrir löngu síðan... Er veijandi að neita föt- luðum manni um frelsi sitt? Er svo erfitt að játast undir að gefa bami tækifæri til að lifa, að mað- ur kjósi fremur að þagga niður í meðbróður slnum, áður en hann getur einu sinni andað að sér fersku lífsloftinu?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.