Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 41 Ekkert Atlantshafs- flug 5. febrúar EKKERT verður flogið á vegum Flugleiða hf. á Norður-Atlants- hafsflugleiðinni þann 5. febrúar nk. Flugvél sem átti að fara frá Bandaríkjunum þann 4. og milli- lenda i Keflavík verður kyrr vestra, önnur sem átti að fara um líkt leyti er sömuleiðis kyrr í Orlando. Þriðja vélin sem notuð hefur verið á þessari flugleið er í stórskoðun og þvi ekki i notkun á þessum tima. Að sögn Steins Loga Bjömssonar hjá Flugleiðum má jafnvel búast við að fleiri daga falli ferðir niður á Atlantshafsflugleiðinni. Ástæð- umar eru þær, að mjög fáar bókanir eru á þessari leið í janúarmánuði, þó einkum í febrúar. Þvf reynir fé- lagið að bregðast við minni eftir- spum með því að hagræða ferðum og em þessar breytingar á áætlun tilkynntar með eins mánaðar fyrir- vara. Steinn Logi sagði að þeim farþegum sem hefðu átt bókað far hefði verið boðið að nota ferðir annarra félaga eða aðra daga, eins væri þeim sem nú panta far 5. febr- úar boðið að fara til Lxemborgar í gegnum London. Fyrirlestur um ljóðskáld- ið Rimbaud DR. MICHAEL Décaudin pró- fessor í bókmenntafræði við háskólann París III flytur opin- beran fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands fimmtudaginn 28. janúar nk. Fyrirlesturinn nefnist „Lire Rim- baud aujourd’hui" og fjallar um ljóðskáldið Rimbaud og hvem skiln- ing menn leggja í verk hans nú á dögum. Michael Décaudin hefur verið prófessor í bókmenntafræði við París III síðan árið 1972 en var áður prófessor við háskólann í To- ulouse og við Nanterre háskóla í París. Hann er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á franskri ljóða- gerð, einkum á verkum symbólista og verkum skáldsins Guillaume Apollinaire en um það skáld fjallaði doktorsritgerð hans. Fyrirlesturinn á fímmtudaginn verður í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 17.15. MAZDA 323 hefur jafnan verið ímynd hins fullkomna fjölskyldubíls því hann býður upp á fullkomnun þeirra þátta, sem skipta mestu máli í slfkum bíl. Hann er fallegur, lipur í akstri, aflmikill, sparneytinn og óvenju rúmgóður. 1988 árgerðin af þessum geysivinsæla bll er með ýmsum útlitsbreytingum, fjölmörgum tæknileg- um nýjungum og nýrri luxusinnréttingu. MAZDA 323 fæst I yfir 20 gerðum: 3, 4, 5 dyra eða Station. Einn þeirra hentar þér örugglega! MAZDA 323 kostar nú frá aðeins kr. 430.000 (stgr.verð 1.3 LX 3 dyra) (gengisskr. 13.1.88) BILABORG HF. FOSSHÁLSl 1, S. 68 12 99 ÞÚSll N Dl R ÍSLEI Dl N GA SEM VALIÐ HAFA MAZDA 323 HUÓTA AÐ HAFA RÉTT FYRIR SÉRI! Þessi fallegi sími með 11 númera minni, sem hannaður er afhinu rómaða fyrir- tæki Bang og Olufsen lækkar í verði um 43% vegna tollalækkana, úr 8.260 kr. xJt.681 kr. Samsvarandi lækkun ereinnigá öðrum tegundum símtækja. T.d. lækkarModu- lophone handsímiúr kr. 2.990 kr. t 1.666kr. ogComét memo með 10 núm- era minni úr 5.978 kr. í 3.236 kr. PÓSTUR OG SÍMI Símarnir eru seldir ísöludeildum Pósts ogsíma í Kringlunni, Kirkjustræti og á póst- ogsímstöðvum um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.