Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 21 Athugasemd vegna Reylgavíkurbréfs í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins 17. þ.m. er vitnað í viðtal Guðrúnar Guðlaugsdóttur við und- irritaðan, Gunnar Guðbjartsson, sem birtist í blaðinu 10. janúar sl. og rætt nokkuð um frásögn mína af ræðu dr. Gunnars Mýrdal, hag- fræðngs, á þingi NBC (norrænu bændasamtakanna) í Malmö sum- arið 1965. Þar lét hagfræðingurinn í ljós það álit að hann óttaðist vaxandi fæðuskort og sult í heimsbyggð- inni, nema sérstakar ráðstafanir kæmu til. Jafnframt því hvatti hann til framleiðsluaukningar. í framhaldi af þessu segir bréfrit- ari: „Gunnar Guðbjartsson gefur til kynna, að þessi spádómur Gunn- ars Mýrdals hafi haft áhrif á sig og aðra forvígismenn íslenskra bænda og leitt til andvaraleysis hjá þeim eða að minnsta kosti dregið úr áhyggjum þeiira vegna offramleiðslu; þeir hafi vænst var- anlegs heimshallæris, þar sem ávallt væri þörf firrir góðar land- búnaðarafurðir. A þessum árum andmæltu margir þeirri land- búnaðarstefnu, sem miðaði að framleiðslu umfram innanlands- neyslu og má til dæmis nefna úr þeim hópi Gunnar Bjamason, hrossaræktarráðunaut, sem ritaði mikið um málið hér í blaðið." Hér leggur bréfritarinn mér til hugsanir, sem alls ekki koma fram í umræddu viðtali og leggur síðan út af því að sínum hætti. Það sem ég dró fram í frásögn minni var það að dr. Gunnar hefði unnið á vegum Sameinuðu þjóðanna að því að meta matvælaástandið í heimsbyggðiijni allri og gera tillög- ur um hvemig tryggja mætti næga fæðu fyrir allt mannkynið. Til að sýna hvaða menntun og starfsreynslu dr. Gunnar hafði læt ég fylgja þessum Iínum yfirlit um lífsferil hans. Bréfritari segir í tilvitnaðri klausu að þetta erindi dr. Gunnars hafði leitt til „andvaraleys s“ hjá mér og forystu íslenskra bænda. Þessi ummæli eru í alg> jrri mót- sögn við það sem ég segi' viðtalinu. Bæði mér og öðrum íslenskum bændum var ljóst að það aðalúr- ræði sem dr. Gunnar lagði áherslu á til úrbóta við að bæta matvæla- ástandið, aukin komrækt, gat og næstum því augljóslega hlaut að lækka verð á komi í heimsverslun- inni og það myndi þrengja kosti þeirra bænda, sem í framleiðslu sinni byggja mest á grasrækt, eins og íslenskir bændur hafa gert um aldir. Fljótlega kom á daginn, þegar komrækt jókst, svo sem ég geri grein fyrir í viðtalinu, að fram- leiðsluverð á komi fór lækkandi, offramboð varð á komi. Þá fóm stjómvöld í Bandaríkjunum og síðan stjóm EBE að greiða kom- verðið stórlega niður (Bandaríkja- menn allt að 2/s hlutum). Þetta leiddi m.a. af sér lækkandi kjötverð í þeim löndum, sem nutu þessa lækkaða komverðs mest, þ.e. í Bandaríkjunum og Evrópu. Einnig hafði það þau áhrif hér á íslandi að ódýrara var að framleiða svína- og fuglakjöt en áður hafði verið og það freistaði einnig íslenskra bænda til að nota óhóflega mikið kjamfóð- ur við mjólkurframleiðslu og til að framleiða kjöt af grasbítum. Aðvömn sú, sem getið var um f viðtalinu, sem Stéttarsamband bænda lét frá sér fara árið 1968, laut einmitt að þvf að reyna að vekja athygli íslenskra stjómvalda á þessarí þróun. Þannig er þessi ályktun bréfritarans alröng. Bréfrítarinn kallar dr. Gunnar Myrdal „vinstrisinna" og leggur síðan út af þeirri ályktun sinni. Mér þykir rétt að hér komi fram, að þegar ég hlustaði á dr. Myrdal, fannst mér hann skilgreina fæðu- vandamálið hlutlægt eins og fræði- manni hæfir og ræða um úrbætur á fæðuskorti án þess að þar kæmi til sjonarmið um að einhver pólitísk þjóðmálastefna væri annarri færari að leysa úr vandanum. Hann lagði hinsvegar áherslu á að allar menn- ingarþjóðir leggðu sinn skref til að leysa vandann eins og Sameinuðu þjóðimar töldu nauðsyn á. Það var ríkjandi stefna Sameinuðu þjóðanna að vinna þannig að úrlausn málsins. Það sem ég lagði áherslu á f við- talinu var að lausnin á fæðuskortin- um kom fyrr og betur en dr. Gunnar, hinn fjölfróði maður, sá fyrir. Þar komu til - hin miklu vísindaafrek Nóbelsverðlaunahaf- ans Norman E. Borlaug og tækni- framfara sem urðu því samfara. Bréfritarinn gengur fram hjá þessu en ræðir hinsvegar mikið um mismunandi áhrif „kommúnisnja", „sósíalisma" og „kapítalisma" á búvöruframleiðslu og matvælaöflun í heiminum. Þama sýnist mér bréfritarinn sniðganga mikilsverðar staðreynd- ir. í Kína var hungursneyð útrýmt undir „kommúnista“ stjóm. Ekki urðu heldur stórfelldar breytingar á hugmyndafræði Indveija, Pakist- ana, S-Kóreumann né annarra Asíuþjóða, þegar hungursneyð í Asíp var almennt útrýmt. Ég hef þá skoðun að engum manni né þjóð sé greiði gerður með því að loka augum fyrir staðreynd- um hver sem í hlut á. Skorturinn var ekki bundinn við neinn „sósíal- isma“ og útrýming hans var heldur ekki gerð af „kapitalistum". Auðvitað hefur bréfritari rétt til að lifa í sinni blindu trú í þessu efiii. En hún er ekki staðreyndir. í áðumefndri klausu er sagt að a.m.k. einn maður á íslandi hafi verið framsýnni en aðrir í þessu efni og andmælt þeirri landbúnað- arstefnu að framleiða búvörur umfram innanlandsneyslu. Það hafí verið Gunnar Bjamason, fyrrver- andi hrossaræktarráðunautur. Gunnar hefur í blaðaviðtölum sjálfur haldið þessu á lofti tvö til þijú sl. ár. Ég hef í mínum fórum bókina „Líkaböng hringir". Þar birtir Gunnar nokkrar greinar, sem hann birti í Morgunblaðinu á sínum tíma um landbúnaðarmálin. Ekki fæ ég séð í þessum greinum að hann setji fram það meginmarkmið að miða framleiðsluna við innan- landsneyslu eingöngu. í greinum hans eru skilgreindar þarfir mannkynsins fyrir matvæli til næstu aldamóta og hugsanlegar breytingar á neysluvenjum. Einnig ræðir hann allmikið um tæknifram- farir og afkastaaukningu sem þeim muni fylgja. Hann kynnir spár um mannfjöldaaukningu og þörf á auknum matvælum til að mæta þeirri þörf. En hann leggur mikla áherslu á að aukin tækni muni kalla á stærri framleiðslueiningar og stærri bú og þeirri breytingu muni fylgja lækkaður framleiðslukostn- aður. Hann lagði höfuðáherslu á að íslenskur landbúnaður þyrfti að taka mið af þesari þróun erlendis og hann yrði að breytast í samræmi við það. Um þetta var mikið rætt. Á bændafundi í Borgamesi árið 1964 hélt Gunnar því fram að bændur ættu að stækka kúabúin svo að hver bóndi hirti ca. 70—100 kýr. KARL GUNNAR MÝRDAL Hagfræðingur, f. 6. des. 1898 í Svíþjóð. Lauk námi i lögfræði og hagfræði, ðr. í hagfræði Stokkhólmi 1927; phil. dr. 1956; dr. í lögfræði frá Harvard 1938, Leeds 1957, Yale 1969, — doktorsgráður fyrir ýmis fræðileg efni frá 24 öðrum háskólum, einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum. STÖRF: • Skipaður prófessor í þjóðhagfræði í Stokkhólmi 34 ára gamali. • Gegndi prófessors- og kennslustörfum hjá 9 háskólastofnunum viða um heim, m.a. í Svíþjóð, Bandarílqunum og Sviss, fyrst og fremst í hagfræði. • Ráðgjafi sænsku ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum og Qárlagagerð 1933-1938, • Þingmaður fyrir jafnaðarmenn og sat f mörgum opinberum nefndum. • Sat í stjóm Sænska bankans. • Viðskiptaráðherra Svía 1945—1947. • Framkvæmdastjóri Evrópunefndar Sameinuðu þjóðanna 1947—1957. • Var af hálfu SÞ forsvarsmaður efnahagsrannsókna á bæði Evrópu og Asíu árum saman. • Vann 1957—1967 mikla rannsókn á vandamálum Ásíuþjóða til undirbún- ings stóru ritverki um Asíu. Verkið unnið í samvinnu og tengslum við Sameinuðu þjóðimar.'UNESCO, FAO, og The Twentieth Century Fund. • Frá 1961 prófessor í alþjóðahagffæði við Stokkhólmsháskóla. • Frá 1968 yfirmaður Rannsóknastofnunarinnar í alþjóðahagfræði (Instit- ute of Intemational Economic Studies), sem starfar á vegum Stokkhólms- háskóla. Nóbelsverðlaunin í hagfræði 1974. Meðlimur í akademíum og vísindanefndum Qölmargra ríkja, t.d. British Academy, Sænsku vfsindaakademiunni, Ungversku vfsindaakademíunni, American Economical Association, Americans for Democratic Action o.fl. Höfundur flölda bóka um efnahags- og þjóðfélagsmál., m.a. þessara: (fslensk heiti bókanna eru lauslegar þýðingar á enskum heitum þeirra.) Þróun og vanþróun, hreyfíöfl misréttis innan ríkja og álþjóðavettvangi (1956). Alþjóðahagfræði, vandamál og horfur (1956). Hagfræðikenningar og vanþróuð svæði (1957). Verðgildi i félagsfræðihugmyndum (1958). Handan velferðarríkisins: Skipulag efnahagsmála og áhrif þess á alþjóða- vettvangi (1960). Ögrun við ofgnótt (1963). Harmleikur í Asíu: Athugun á fátækt rfkja 1968). Hlutlægni í félagsvísindalegum rannsóknum (1969). Fátæktin f heiminum kallar á, greinargerð um alþjóðaátak gegn fátækt, (1970). Móti straumnum, rannsóknarritgerðir um hagfræði (1973) Margar bækur um hagfræði O Klæðskerasaumuö dömu- og herrajakkaföt úr fyrsta flokks enskum fata- efnum, saumuð eftirmáli. O Einkennisföt fyrir stofnanir og aðra starfshópa. GARÐASTRÆTI 2 - SÍMI 17525 Hann gerði að sínum orðum ummæli ráðsmannsins á Hvann- eyri, Guðmundar Jóhannessonar, sem skv. blaðafyrirsögn frá þeim fundi var svohljóðandi: „Ráðsmaður segir: 10 bændur, við skulum segja Bæsveitungar, byija með 50 kýr á mann, 500 kýr. Byggja svo eitt fjós, taka bandarískt eða rússneskt mjalta- fyrirkomulag. Einn maður vinnur í fjósinu fyrir hveijar 70 eða 100 kýr. Þetta er staðreynd. Það vant- ar bara kapital til að gera þetta. Þið getið séð svona §ós víða í löndum, t.d. að kýr eru mjólkaðar á hringfæribandi.Ganga hring á skífu. Þama fer mjaltavélin á, svo fara þær hálfhring á skífunni og svo þarna út. Það eru mörg dæmi um þetta. Það er margskonar tækni til. Bændumir geta verið á sínum bújörðum. Þeir hirða geld- neyti, ala upp kálfa, senda kýmar inn, þegar þær eru komnar að burði, taka þær heim geldar. Þeir geta haft fé, alifugla, og svín heima á jörðum sínum. Skipta svo með sér að fara í fjósið, en hafa auk þess fast starfslið í fjósinu, sem vinnur ákveðinn vinnutíma á dag og hafa einn frídag í viku. Þannig er hægt að hugsa sér þetta. Mjög skemmtilegt verk- efni.“ (Búnaðarblaðið, .árið 1964 4. árg. bls. 21.) Ef bændur hefðu farið eftir þess- um boðskap, mundi framleiðslan hafa aukist mjög hratt og farið langt umfram innanlandsþarfir á skömmum tíma. Þessi áróður fyrir stórfelldri stækkun búa og framleiðsluaukn- ingu vakti tortryggni margra bænda, m.a. af því að bændur sáu ekki hvar fenginn yrði markað.ur fyrir aukningu framleiðslunnar. Þeir sáu einnig í hendi sér að feng- ist ekki aukinn markaður myndi byggðin í landinu dragast saman og það eitt orsakaði mörg torleyst félagsleg vandmál. Þess stefna var heldur ekki í samræmi við tvö meg- inmarkmið í þeirri landbúnaðar- stefnu, sem þáverandi landbúnaðar- ráðherra Ingólfur Jónsson, mótaði að verulegu leyti og bændasamtök- in studdu. Þ.e. í fyrsta lagi að halda við byggð í landinu öllu og í öðru lagi að fjölskyldubúsfyrirkomulag skyldi vera ríkjandi rekstrarform í landbúnaði. Gunnar Bjamason hafði aðra skoðun um þessi atriði bæði. Um síðara atriðið sagði hann í grein í Morgunblaðinu 29: nóvem- ber 1960 „Einyrkjabúskapurmn er genginn fyrir ættemisstapa — Hvíli hann í friði“. í greinum hans kom einnig fram að honum var ósárt um þó byggðin í landinu grisjaðist mikið. Hvar er að finna í greinum Gunn- ars Bjamasonar frá þessum tíma þá stefnumörkun eða túlkun að framleiðsla búvöm í landinu skuli mótast af neyslu innaniands? Getur bréfritari bent á þá heimild? Reykjavík 22. janúar 1988. Gunnar Guðbjartsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.