Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 KJARASAMNINGAR Hef ekki séð samningana - segirAsmund- urStefánsson „ÉG hef ekki haft' aðstöðu til að skoða þessa samninga ná- kvæmlega þannig að það er kannski ekki rétt að leggja á þá neitt endanlegt mat,“ sagði As- mundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands. Ásmundur taldi eðlilegt að gefa Vestfirðingum tækifæri til að meta samningana sjálfstætt, þar sem þeir hefðu unnið sjálfstætt að þeim. Hann vildi ekki segja neitt frekar VESTFJORÐUM Á von á því að næstu daga í hefjist viðræður Samninganefnd Alþýðusambands Vestfjarða á fundi á laugardaginn. Jón Páll Halldórsson um þessa samninga að svo stöddu og sagði að aðrir yrðu að meta hvort þeir gætu orðið fyrirmynd annarra samninga. „Ég fagna þeirri niðurstöðu sem orðin er á Vestfjörðum. Sá samningur sem þar liggur fyrir tekur með mjög ákveðnum hætti mið af þeim óskum sem uppi hafa verið í fiskvinnslunni um séraðgerðir til handa fisk- vinnslufólki, en það er óumdeilt af allra hálfu og hefur legið ljóst fyrir frá því á haustdögum að nokkuð hefur vantað upp á að Höfuðnauðsyn að ná niður verðbólgunni - segir Pétur Signrðsson „Við erum að gera hógværan samning, eins og allir geta séð, og vonumst til þess að aðrir komi í kjölfarið með svipuðu hugar- fari og hafi það að leiðarljósi að við þurfum að ná hér niður verð- bólgu. Það er mjög þýðingarmik- ið, bæði fyrir þá sem eru með skuldabagga á herðunum og fyr- ir fiskvinnsluna, sem stendur undir öllu lífi hér á Vestfjörðum. Það versta sem henni er gert er að magna upp verðbólgu,“ sagði Pétur Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða í samtali við Morgunblaðið eftir að samningar höfðu verið undir- ritaðir í gær. Hann sagði að miðað við þær spár sem samningasaðilar hefðu látið gera ætti að vera hægt að ná verðbólgunni niðurí 14-15% áþessu ári, miðað við að niðurstaða samn- inga annarra yrði svipuð. Honum reiknaðist til að tækist að minnka verðbólguna um helming myndi það spara manni sem skuldaði eina milljón króna 160 þúsund krónur á ári. Kaupmáttur síðasta árs myndi haldast hér um bil, en þegar ytri aðstæður væru erfiðar yrði að taka tillit til þess við gerð kjarasamn- inga. „Auðvitað er forsendan fyrir svona samningi að ríkisvaldið og þeir sem fjármálunum ráða stilli eyðslunni í hóf, minnki þensluna í þjóðfélaginu, sýni aðhald í gjald- eyriseyðslu og miði við þann gjald- eyrishalla sem við blasir. Menn verða einhvem tíma að læra það að eyða ekki meiru en þeir afla og það er fyrir stjómvöld að ganga á undan með góðu fordæmi," sagði Samningarnir geta ekki orðið fordæmi fyrir aðrar launahækkanir - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra sagði að enn lægi ekki fyrir endanlegt mat á því hvað þessir samningar þýddu. Menn yrðu að hafa í huga að þetta væru fiskvinnslusamningar, en forystumenn launþega og vinnu- veitenda hefðu rætt um að gera þyrfti sérstaka samninga fyrir þá hópa í þjóðfélaginu sem lægst hafa launin. „Mér sýnist augljóst að þessir samningar geta ekki orðið fordæmi fyrir aðrar launahækkanir af þessu tagi. Það verður að taka mið af því að þama er um að ræða sérstakar leiðréttingar fyrir fískvinnslufólk," sagði Þorsteinn. „Ríkisstjómin hefur fylgst með þessum samningum og ég átti í síðustu viku óformlegar viðræður við forystumenn beggja samnings- aðila. Ríkisvaldið hefur ekki skuld- bundið sig í tengslum við þennan samning. Við höfum hinsvegar rætt saman um stöðu efnahags- og kjaramála." Þorsteinh sagði að í samningnum fælist viðleitni til að gera kjara- samninga að þætti í alhliða aðgerð- um til að lækka verðbólgu. Helsta forsenda þess væri að hækkann nar færu ekki upp allan launastigann. Það myndi einungis blása í glæður verðbólgúnnar. „Við höfum þegar tilkynnt físk- vinnslunni að við munum greiða uppsafnaðan söluskatt fyrir síðasta ár. Einnig höfum við verið til við- ræðu um að fella niður uppsafnaðan söluskatt þessa árs. í þeim efnum hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun. Ég hef sagt að það kæmi til álita að ef kjarasamningar í heild sam- rýmdust verðbólgumarkmiðum ríkisstjómarinnar kæmi til greina að hækka skattleysismörk. Á þessu stigi er þó ekkert hægt að segja til um hvort aðstæður gefí tilefni til slíkra aðgerða," sagði Þorsteinn Pálsson að lokum. Pétur. Auk almennra atriða um grunn- kaupshækkun, áfangahækkanir, starfsaldurhækkanir, námskeiðsá- lög og lengingu á orlofi felur samningurinn í sér að tekið er upp hlutaskiptakerfí í stað einstaklings- bónus. „Þar erum við að reyna byltingarkennda leið til launauka, en hann byggir á framlegð og eigin aflafé fólksins sem vinnur í frysti- húsunum. Þar erum við loksins búnir að ná algjörum launajöfnuði í hverri vinnslurás og við teljum að það komi bæði fólkinu til góða og fískvinnslunni," sagði Pétur. „Með þjóðarheill og þjóðarheild- ina í huga vona ég að menn fari í kjölfar okkar og semji á svipuðum nótum. Auðvitað eru það ekkert nema frómar óskir, því samnings- réttturinn er hjá hveiju verkalýðs- félagi fyrir sig, en miðað við þá sjálfvirkni sem er á milli verðbólgu og þeirra skulda sem menn hafa ef til vill stofnað til, er það höfuð- nauðsyn að ná niður verðbólgunni. Með tilliti til framleiðslugreinanna er það lífsspursmál og þar eigum við virkilega samleið með vinnuveit- endum hér f fískiðnaði, því án fískiðnaðarins væri ekkert líf hér á Vestfjörðum. Við erum ánægðir með að hafa lokið þessum áfanga, þó svo við hefðum auðvitað viljað ná meiru fram. Hins vegar, miðað við þau skilyrði sem þessi samningur er gerður við, held ég að menn geti verið sæmilega sáttir. Það fer þó náttúrlega alveg eftir framvin- dunni, hvað þetta endist okkur. Það er að sjálfsögðu ekki aðalatríðið að gera samninga sem fela í sér mikl- ar hækkanir og háar launatölur, heldur að geta tryggt kaupmátt þess samnings sem við gerum. Þetta hefur alltaf verið vandamál, sérstaklega láglaunafólks, vegna þess að aðrir betur launaðir hópar hafa oftast nær skriðið upp eftir bakinu á því, halað til sín miklu meira og síðan hefur því verið áví- sað út í þjóðfélagið með afleiðingum sem flestir þeklqa," sagði Pétur Sigurðsson. fiskvinnslufólk hafi að fullu deilt þeirri almennu launaþróun, sem orðið hefur i landinu á síðasta ári,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands Islands- „Með auknum starfsaldurshækk- unum og frekari viðurkenningum fyrir námsskeið, sem samningsaðil- ar meta til nálega 2,5% launahækk- unar er komið til móts við þessi sjónarmið, meðan almenn launa- hækkun nú er um 1.500 krónur eða sem svarar til 5%. Á hinn bóginn er það ljóst að þessar almennu launahækkanir, sem eru um 10% frá upphafi til loka ársins, eru hærri en ég hefði talið æskilegt og skapa vissulega vanda, sérdeilis þó hiá útflutningsgreinunum. Það er þó ljóst af yfírlýsingum stjórnvalda undanfama daga að til einhverrar endurskoðunar mun koma á rekstr- argrundvelli útflutningsgreinanna og þá sérstaklega frystingarinnar. Um áhrif þessa kjarasamnings á viðræður annars staðar, sagði Þór- arinn: „Ég met það svo að þessi samningsgerð hljóti með einum eða öðrum hætti að hafa áhrif á það sem á eftir kemur. Hvort farið verð- ur alveg í sömu fótsporin er erfítt að segja, en hins vegar hlýtur sú skylda að hvíla á öðrum samnings- aðilum á almennum vinnumarkaði að klára sín mál og það því fyrr því betra. Því á ég von á að næstu daga hefjum við viðræður við Verkamannasambandið og önnur landssambönd ASÍ, sem taki mið af þeim markmiðum sem nú liggja fyrir um verðlagsþróun og aðra þætti." Líst frekar illa á þetta „Mér líst frekar illa á þetta við fyrstu sýn, en ég hef ekki haft tækifæri til þess að kynna mér samninginn nægilega vel. Ég held það þýði ekki að bjóða fólki þetta almennt," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður V erkamannasambands íslands. Guðmundur var staddur á Egils- stöðum þar sem vera átti fundur með stjómum verkalýðsfélaga á Austurlandi í gærkveldi. Hann sagði að þar myndi þessi samningur vera ræddur og hann myndi heyra hvemig öðmm litist á. Við fyrstu sýn væm ákvæðin um „grænu strikin" það eina sem honum litist vel á. Jákvætt ef kaupmátt- ur launa fiskvinnslu- fólks er tryggður - segirKarl Steinar Guðnason Samningnrinn byggir á að verðbólgan náist niður - segir Jón Páll Halldórsson, formað- ur Vinnuveitendafélags Vestfjarða KARL Steinar Guðnason alþing- ismaður sagði að ef með samn- ingp þessum væri tryggður aukinn kaupmáttur launa fisk- verkafólks og að sá kaupmættur héldist, teldi hann samninginn vera jákvæðan „Samningurinn miðast greinilega við að verðbólga verði lág og vilji virðist vera fyrir hendi hjá báðum aðilum að það geti gengið eftir," sagði hann. „Ég efast ekki um að forystu- menn verkafólks á Vestfjörðum hafa gert góða hluti, enda hafa þeir burði til þess. Það kemur í ljós þegar menn em búnir að sjá samninginn, hvort hann getur orðið fyrirmynd annarra samninga.“ „Samningurinn byggir á þeim forsendum að verðbólgan náist niður í 15% á þessu ári, þannig að bæði við og viðsemjendur okkar eigum allt undir þvi að það takist að koma böndum á verð- bólguna og við verðum að vera vongóðir um að það takist," sagði Jón Páll Halldórsson, formaður Vinnuveitendafélags Vestfjarða. Hann sagði að samningurinn byggði á því að aðrar stéttir semdu á svipuðum gmndvelli, þannig að komandi kjarasamningar hefðu ekki í för með sér launaskrið. „Ég held að ég geti sagt það fyrir hönd vinnuveitenda, að við séum mjög ánægðir yfír að það skuli hafa tek- ist að koma á skynsamlegum kjarasamningi til heils árs, þrátt fyrir þrönga stöðu atvinnugreinar- innar. Við höfum náttúrlega þær væntingar að ríkisvaldið skapi þau starfsskilyrði í Iandinu að fískiðnað- urinn geti greitt sínu starfsfólki hliðstæð laun og aðrar stéttir fá greidd," sagði Jón Páll. Aðspurður um hlutaskiptakerfið, sagði Jón Páll: „Kerfíð byggir á því að það gangi allir frá með jafnan hlut og árangurinn er kominn und- ir samstöðu og samstarfsvilja starfsfólksins. Ef vel tekst til sýnist okkur vera hægt að ná fram ákveð- inni framleiðniuaukningu og tekju- auka, en ég legg áherslu á að það er algjörlega háð því að það takist mjög náið samstarf meðal allra sem að framleiðslunni vinna, alveg eins og hjá góðri skipshöfn. Ef vel tekst til, emm við að vona að þetta geti orðið báðum aðilum til hagsbóta og því er ekki að leyna að við bindum við kerfíð ákveðnar vonir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.