Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 31 Keflavík/Njarðvík: Olíustarfshópnum falið að finna heppilega vatnstökustaði Vatnsból Njarðvíkinga voru talin óhæf vegna áhættu Morgunblaðið/Bjöm -Blöndal Nú er unnið af krafti við að samtengja vatnsveitukerfin í Keflavik, Njarðvík og á Keflavíkurflugvelli. STARFSHÓPI varnarmálaskrif- stofu sem settur var á laggirnar í kjölfar oliumengunarinnar á Keflavíkurflugvelli hefur verið falið að hefja gagnaöflun og svipast um eftir Iíklegum vatns- tökustöðum fyrir Keflavík og Njarðvíkurbæ. Að sögn Odds Einarssonar bæjarstjóra í Njarðvík kom starfshópurinn saman í byrjun siðustu viku vegna þessa máls og fór þá í vettvangskönnun um svæðið. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur fyrirskipað lokun vatnstöku- holu í Njarðvík af öryggisástæðum vegna olíulekans og í aðalvatns- bólinu greindist lítið magn af leysiefni fyrir stuttu. Nú eru hafnar framkvæmdir við' að samtengja vatnsæðar Njarðvíkur, Keflavíkur og Keflavíkurflugvallar. Vatns- veitukerfin verða samt aðskilin í framtíðinni, en hugmyndin er þessa tengingu yrði hægt að nota í neyð- artilfelli. Nú standa yfir boranir í nágrenni þess staðar þar sem 75 þúsund lítrar af hráolíu láku út í jarðveginn þegar gat kom á olíuleiðslu við dælingu og er verið að kanna hversu víðtæk olíumengunin kann að vera. Ifyrir 13 árum var gerð könun á mengunarhættu á vatnsbólum Njarðvíkinga vegna nágrennis olíu- tanka vamarliðsins. í þeirri skýrslu telur Þóroddur Sigurðsson þáver- andi vatnsveitustjóri í Reykjavík vatnstökusvæði Njarðvíkinga óhæf vegna áhættu af olíumengun. Odd- ur Einarsson bæjarstjóri í Njarðvík sem á sæti í starfshópnum sagði að Hitaveita Suðumesja yrði fengin til aðstoðar í þessu máli því þar væru til ýtarlegar upplýsingar um hugsanleg vatnstökusvæði. - BB % Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Frystitogarinn Artic Viking frá Færeyjum kom til Siglufjarðar á fimmtudagskvöldí með um 550 tonn af rækju. 1700tonna frystitogari landar rækju á Siglufirði Siglufirði FRYSTITOGARINN Artic Vik- ing frá Færeyjum kom til Siglu- fjarðar á fimmtudagskvöld með um 550 tonn af rækju. Þar af eru 230 tonn óunnin og var þeim landað hér en auk þess var hann með rúmlega 300 tonn af rækju sem var unnin um borð. Henni verður að öllum líkindum landað í Færeyjum. Rækjuna veiddi togarinn við Kanada á einum og hálfum mán- uði, þegar mest veiddist komst aflinn upp í 30 tonn yfír sólarhring- inn. Togarinn er einn sá fullkomn- asti á Norðurlöndum, og er stærsti togarinn sem hingað hefur komið, 1700 tonn. Mikill fengur er í að fá hann hingað en að sögn Guðmund- ar Skarphéðinssonar framkvæmda- stjóra Sigló-sfldar þýðir þetta mánaðarvinnu fyrir fyrirtækið. — Matthías Úr umferðinni í Reykjavík 22. janúar 1988 Árekstrar: 30 Radarmælingar leiddu til fjögurra kæra á Kringlumýrarbraut og Skúla- götu, hraðast 93 km/klst. Lögreglan hélt uppi hraðamælingum með radar í nágrennr Reykjavík- ur og kærði ökumenn fyrir að aka með 102, 113 og 114 km/klst hraða á Vesturlandsvegi og 115 km/klst hraða á Suðurlandsvegi. Þetta var á tímabilinu kl. 12.00—15.00. Ekið mót rauðu ljósi á götuvita: 5 kærðir. Kranabifreið fjarlægði 11 bifreiðir fyrir ólöglega og slæma stöðu. í föstudagsumferðinni fannst einn réttindalaus ökumaður og tveir féllu undir grun um ölvun við akstur. Samtals 40 kærur fyrir umferðarlagabrot á föstudag. Laugardaginn 23. janúar 1988 Árekstrar: 19 Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild eftir tveggja bfla árekstur á Skúlagötu v/Klöpp kl. 15.46. Hins vegar varð ekki slys þegar bifreið lenti út af vegi á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar laust eftir miðnætti. Ökumað- ur er grunaður um ölvun við akstur. Radarmælingar: 4 ökumenn kærðir og sá sem hraðast fór mældist aka með 103 km/klst hraða um Ártúnsbrekku kl. 1.55. Ekið mót rauðu ljósi á götuvita: 5 ökumenn kærðir. Klippt voru númer af tveim ökutækjum vegna vanrækslu á að fara til skoðunar. Kranabifreið fjarlægði fjórar bifreiðir vegna slæmrar stöðu. Grunur um ölvun við akstur: Tveir ökumenn færðir til blóðrannsóknar. Samtals 20 kærur fyrir umferðarlagabrot á laugardag. Sunnudaginn 24. janúar 1988 Árekstrar: 10 Samtals 10 kærur fyrir umferðarlagabrot á sunnudag. Klippt voru númer af fjórum bifreiðum vegna vanrækslu á að fara til skoðunar. Akstur á mót rauðu ljósi á götuvita: Tveir ökumenn kærðir. Þrír ökumenn féllu undir grun um ölvun við akstur í sunnudagsum- ferðinni. Frétt frá lögreglunni i Reykjavík. Útiflísar Kársnesbraut 106. Sími 46044 TÖLVÚPRENTARAR ÁS-TENGI Allar gerðir. Tengið aldrei stál í stál. ■L N ■ StotsQiuQRar <& <S® VESTURGÖTU 16 SIMAR 14680 ?1480 Súnar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Síðumúli Ármúli Stangarholt HLIÐAR Stigahlíð 49-97 (Einbýlishús) VESTURBÆR Birkimelur UTHVERFI Fannafold SKERJAFJ. Einarsnes Bauganes SELTJNES Austurströnd MIÐBÆR Tjarnargata 3-40 Tjarnargata 39- Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laugavegur1-33o.fl. !R0r£PttMát>i&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.