Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 17 nú í janúarbyrjun fletti ég far- þegablaðinu „Atlantica" (In-flight magazine for intemational services of Icelandair — your free copy). Þetta var haustheftið 1987 og ég bjóst við að sjá eitthvað skemmti- legt um jólasveininn íslenska, Grýlu móður hans og þorrablót. Nei, ekki orð. Að vísu var ágæt myndskreytt grein um harðflsk og verkun hans. Og svo var á þremur síðum nákvæm úttekt á matseðli og öðrum lúxus um borð í feijunum sem sigla milli Stokkhólms og Helsinki! Mikið hefði ég orðið stolt ef erlendu farþegam- ir, sem Flugleiðir kosta svo miklu til að ná í, hefðu getað stytt sér flugstundimar við að lesa um íslenska jóla- og þorrasiði og ég tala nú ekki um ef þeir hefðu feng- ið lítinn bakka með íslenskum jóla- og þorramat. Þorrakoma og þorrablót hafa fleiri tengsl til Finnlands en segir í upphafi Orkneyingasögu. í bókinni „Þorrablót á íslandi" bendir höf- undurinn, Ámi Bjömsson, á að sá gamli siður að bóndi skuli bjóða Þorra velkominn með því að hoppa hálfnakinn umhverfís bæinn, minni á viss atriði í baðsiðum Norður- landabúa á miðöldum. Þá hafí reglulegar baðferðir verið taldar sjálfsagður þáttur í þrifnaði sem og líkamlegri og andlegri heilsu. M.a. tilheyrði baðferðunum að kæla sig öðm hveiju með því að hlaupa nakinn út úr baðstofímni og velta sér í snjó eða busla í nálægum læk eða vatni. Þessi baðháttur Iagðist að mestu af á 16. öld vegna af- skipta kirkjunnar — en hann lifði af í Finnlandi. Og nú hafa Finnar gert „saununa" að aðdráttarafli og útflutningsvöm og heimsbyggðin setur samasemmerki milli SAUNA og FINNLANDS. Eigum við íslendingar ekki að reyna að gera okkur mat úr þorra- matnum meðan enn er tími til? Höfundur er búaett í Helsinki. spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Staðgreiðslu- kerfi skatta HÉR á eftir fara spurningar sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um staðgreiðslu- kerfi skatta og svör við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin að lesendur geta hringt í síma 691100, milli klukkan 10 til 12 virka daga og borið upp spurningar um skattamál. Morg- unblaðið leitar svara hjá starfsmönnum embættis ríkisskatt- stjóra og birtast þau síðan í þessum þætti. . Tryggingastof nun - hlutfall persónuaf- sláttar Ingólfur Þorsteinsson spyr: 1. Tryggingastofnun hefur tekið of hátt hlutfall af persónu- afslættinum, þannig að persónu- afsláttur hans nýtist ekki. Hvemær verður þetta leiðrétt? 2. Þegar Tryggingastofnun tekur sinn hluta persónuafsláttar mun hún gera það áfram í pró- sentum? Svar: 1. Eins og áður hefur margoft komið fram í þessum svörum nýtist persónuafsláttur í síðasta lagi að fíillu við álagningu og leiðréttist þá endanlega. Hins vegar þegar skattkort er hjá Tryggingastofnun með of háum persónuafslætti er heimilt að sækja það skattkort og skipta því í aukaskattkort þannig að afslátt- urinn nýtist betur. 2. Tryggingastofnun sem og aðrir launagreiðendur draga per- sónuafslátt frá reiknuðum skatti sem ákveðna fjárhæð. Á öllum skattkortum kemur persónuaf- sláttur bæði fram sem tiltekin fjárhæð og hlutfall. Á því er ekki fyrirhuguð nein breyting. Gert er ráð fyrir að almennt muni launagreiðandi nota hlutfall persónuafsláttar sem viðmiðun vegna endurmats á persónuaf- slætti. Þannig þarf ekki að færa §árhæð persónuafsláttar á hvem launamann í launakerfi vinnuveit- anda, heldur kemur fjárhæðin fram í forsendum kerfísins. Þegar persónuafsláttur hækkar 1. júlí 1988 mun hækkunin sjálf- krafa koma fram sem sama hlutfall og áður var notað. Nýting persónu- afsláttar Inger Arnholz spyr: Ég nýti ekki nema um 7.000 kr. af persónuafslættinum í jan- úar. Get ég fært afganginn á milli mánaða, t.d. fram í febrúar? Svar: Persónuafsláttur er að jafnaði ekki millifæranlegur milli mánaða, þó verður heimilað að ónýttur persónuafsláttur, sem safnast hefur upp, meðan launa- greiðandi hefur haft skattkort launamanns undir höndum, nýtist við síðari launagreiðslur eða upp- fylli launagreiðandinn skilyrði um launabókhald og skilagreinar. Bílastykur - bílakostnaður Þórarinn Jóhannsson spyr: 1. Með hvaða hætti skal færa akstursdagbók til að ekki þurfí að staðgreiða af bílastyrk? 2. Hvemig skal undirbúa framtal 1989 vegna kostnaðar við bíl í þágu vinnuveitanda? Svar: 1. í 3 gr. reglugerðar um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu er heimilað að fella greiðslur fyrir bifreiðaafnot utan staðgreiðslu, enda séu upp- fyllt skilyrði 2. mgr. tilvitnaðrar greinar, þar sem segir m.a.: „Heimild þessi er að öðm leyti bundin þeim skilyrðum að færð sé akstursdagbók eða aksturs- skýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, kflómetragjald greitt launamanni, nafn og kenn- itala launamanns og einkennis- númer viðkomandi ökutækis. Gögn þessi skulufærð reglulega og vera aðgengileg skattyfirvöld- um þegar þau óska þess, hvort sem er í bókhaldi launagreiðanda eða hjá launamanni." 2. Halda þarf öllum gögnum um kostnað við rekstur bifreiðar- innar til haga og fylla út þau eyðublöð sem mælir fyrir um í leiðbeiningum. BÍLVAMGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 HM faMufmmr/ Vegna lækkunar á dollar að undanförnu hefur verðið á Chevrolet Monza SL/E og Monza Classic lækkað verulega. Komið og kynnist ríkulega búnum Monza bílunum með því að fara í reynsluakstur og kynnast frábærum aksturseiginleikum og mýkt. Verð frá kr. 529.000.-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.