Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 27 Reuter Leslie Manigat, sigurvegari forsetakosninganna í Haiti, ásamt konu sinni og 16 ára gamalli dóttur þeirra. Haiti: Manigat sigraði í kosningunum Port-au-Prince, Reuter. LESLIE Manigat sigraði í forsetakosningunum í Haiti, sem fram fóru í síðustu viku, og hlaut 50,27 prósent greiddra atkvæða, sam- kvæmt lokatölum sem voru kynntar á sunnudag. Talið er að Manigat njóti stuðnings herforingjastjórnarinnar, en hún hefur verið sökuð um kosningasvindl. Kjömefnd herforingjastjórnar- innar tilkynnti að 1.059.087 hefðu greitt atkvæði í kosningunum, en um 2,3 milljónir voru á kjörskrá. Andstæðingar herstjórnarinnar höfðu haldið því fram að lítill minni- hluti atkvæðisbærra manna hefði greitt atkvæði. Manigat, sem er prófessor í stjómmálafræðum, lof- aði landsmönnum heiðarlegri og lýðræðislegri stjóm og hvatti til þjóðareiningar í sjónvarpsávarpi á sunnudagskvöld. Hann bað lands- menn að sýna sér traust og sagðist ætla að verða forseti allra Haiti-búa næstu fimm árin. Ha.nn sagði að herinn hefði nú lokið því verkefni sínu að leiða þjóðina til kosninga og bætti við að herinn snúi sér nú að öðrum verkefnum. Áður hafði verið haft eftir Manigat að ekkert yrði hægt að gera í Haiti án stuðn- ings hersins.Aætlað er að Manigat taki við völdum 7. febrúar. Pierre Gayot, kaþólskur biskup, sagði við um 2.000 kirkjugesti í Port-au-Prince á laugardag að um kosningasvindl hefði verið að ræða og leiðtogar kaþólsku kirkjunnar ætli ekki að þegja yfir því. „Framtíð þessarar þjóðar er ógnað. Almenn- ingur hefur þegar sagt nei (við kosningunum) og sagt að hann vilji ekki þetta einræði," sagði biskupinn meðal annars. Danmörk: Ræða við Breta HAVAXTAKJOR OG YFIRDRATTAR HEIMILD , LANGBEST A EINUM STAÐ einfaldlega á tékkareikningi. Nú bjóöast viðskiptamönnum Samvinnubankans tvær þýðingarmiklar nýjungar á kjörum tékkareikninga. Almennir sparisjóðsvextir Tékkareikningar með Hávaxtakjör- um bera nú sömu vexti og almenn sparisjóðsbók eða 22%. Pannig nýtur þú enn betri kjara og losnar þar að auki við allar óþarfa milli- færslur milli reikninga. Y firdráttarheimild Pú átt kost á allt að 50.000 kr. yfir- dráttarheimild hafir þú fengið greidd laun eða tryggingarbætur inn á reikning í bankanum í a.m.k. 3 mánuði. Ert þú búin(n) að sækja um? um þorskkvóta í Norðursjónum Kaupmannahöfn. Pr& Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morg-unb!að<<iaii. LARS P. Gammelgárd, sjávarút- vegsráðherra Danmerkur, stendur nú í viðræðum við bresk stjórnvöld í því skyni að fá þorskkvóta í Norðursjó til handa dönskum sjómönnum. Ráðherrann vísar til þess, að samkvæmt samningi Evrópubanda- lagsins séu aðildarlöndin skyldug til þess að liðka til hvert fyrir öðru með veiðikvóta, ef þau fullnýta ekki þá ekki sjálf. Bretar fullnýttu ekki þorskkvóta sinn í Norðursjó 1987, en þorskveið- ar Dana hafa legið niðri síðan í nóvembermánuði, þar sem kvóti þeirra þar var þá uppurinn. Danir bjóða.Bretum makrílkvóta í Norðursjó, ef dönsku sjómennirnir fá hlutdeild í breska þorskkvótanum þar. Launavelta - lán fyrir launafólk Viðskiptamenn bankans sem kost eiga á yfirdrætti, eiga jafnframt rétt á Launaveltuláni. Upphæð og lánstími ræðst af tímalengd viðskipta sem hér segir: Eftir 3 mán. viðskipti, lán kr. 40.000,00 til 3 mán. á víxli eða skuldabréfi að vali umsækjenda. Eftir 6 mán. viðskipti, lán kr. 80.000,00 til 18 mán. Eftir 12 mán. viðskipti, lán kr. 150.000,00 til 24 mán. Eftir 24 mán. viðskipti, lán kr. 200.000,00 til 24 mán. 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF MSMWno»8-3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.