Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 45 frábærir hestamenn. Og það hef- ur farið vel um hestana hans Óla, á neðri hæðinni á Dyngjuvegi 4. Eða eigum við að segja í kjallar- anum þar? Ég veit ekki hvort það yrði leyft nú að halda hesta í miðju íbúðahverfi, síst í Snobbhill og alls ekki við hliðina á borgar- stjóranum. En þetta hefur gengið svona á Dyngjuveginum og ekki orðið nágrönnum til ama. Þessi grein er skrifuð í miklu tímahraki og ber þess sjálfsagt merki. Margt fleira hefði ég viljað segja um frænda minn og rifja upp minningar. Ég læt staðar numið með því að segja, að Óli sé af góðu fólki kominn. Það skýr- ir eðlislæga mannkosti hans. Ég kynntist síðar móður hans, sem var jafnframt amma mín, eins vel og hann kynntist henni sem móð- ur, vegna þess að ég var alinn upp við hennar kné, eins og hann. Hún var einstök kona. Eg man hana þar sem hún var að kemba ull, spinna á rokk, og svo pijóna. Hún kenndi mér ósköpin öll af kvæðum og þulum, sumt man ég enn. Hún talaði við mig, strákl- inginn, um lífið á Eyrarbakka fyrir og um aldamót. Mér finnst ég þekkja allt þetta fólk síðan. Hún var einstaklega ættfróð. Ég var tæplega 13 ára gamall þegar hún lést, en hún var þá 85 ára. Ég saknaði hennar mjög. Mér hefur alltaf þótt Oli og þau systkinin raunar öll líkjast henni mjög. Þangað hafa þau sótt margt það góða sem í þeim býr. Ég óska svo Óla til hamingju með daginn. Ég trúi ekki öðru en hann verði heima í dag og taki á móti gestum. Að minnsta kosti er ég ráðinn í að taka hús á honum seinni partinn. Ólafur G. Einarsson Höfóar til -fólks í öllum starfsgreinum! Afmæliskveðja: Unnur Jónsdóttir frá Stóru - Ávík Fyrsta ágúst sl. varð Unnur Jóns- dóttir 70 ára. Hélt hún góða matarveislu í sumarbústað sínum, Stóru-Avík, og voru þar samankom- in flest börn hennar og makar þeirra ásamt börnum og bamabömum þeirra. Já, það var myndarlegur hópur sem söng af mikilli rausn og gleðskapur var mikill. Já, það er hægt að syngja og skemmta sér á Ströndum þótt vín sé ekki þar á borðum. Uiinur giftist 31. desember 1939 Jóni Guðmundssyni, stórbónda í Stóm-Ávík, og áttu þau 11 böm, mesta myndarfólk eins og þau eiga kyn til í báðar ættir. Fjölhæft í verkum og vel þenkjandi og vilja öllum hjálpa og láta alls staðar gott af sér leiða og álykta ég og vona að makar þeirra séu það einn- >g- Böm Unnar og Jóns heitins em, talin hér eftir aldursröð: Anna, bú- sett á Akranesi, Margrét á Norður- fírði, Fanney á Hellnum, Snæfells- nesi, Sólveig, Munaðamesi, Hrafnhildur, Akranesi, Guðmund- ur, Akranesi, Jón, Kristjánssundi í Noregi, Kristín á Akranesi, Hörður á Akranesi, Benedikt, dáinn, og yngst er Ólína á Akureyri. Afkom- endumir Unnar em alls 58 talsins. Unnur missti mann sinn 25. jan- úar 1974. Sama ár missti hún Benedikt, son sinn, sem var að læra húsasmíði í Reykjavík, á átakanleg- an hátt, mesta efnispilt. Unnur Jónsdóttir kann að lifa þessu jarðn- eska lífi og sýndi það þá hvað hún tók ástvinamissinum með mikilli ró og skynsemi, og til fyrirmyndar. Margir sem ætluðu að hugga hina syrgjandi konu vom alveg hissa á þeim mikla styrk sem Unni var gefínn í hennar miklu raunum. Vin- imir sem heimsóttu ekkjuna vom alveg hissa á þeim mikla kjarki sem Unni var gefínn og fóm hressari frá henni en þeir komu, og sjón- deildarhringur stækkaði hjá þeim. Ein konan sagði mér að hún liti allt öðmm augum á dauðann eftir að sjá hina tignarlegu og hægu konu, Unni, eftir andlát manns hennar og sonar. Sama rósemin einkenndi þessa festulega konu sem kemur öllu góðu til leiðar í þessu jarðneska lífí. Óskandi væri að meiri hluti þjóðarinnar líktist Unni Jónsdóttur, sem er uppalinn á af- skekktum stað á Ámeshreppi á Ströndum, en hún átti góða og kristna foreldra, Sólveigu Benja- mínsdóttur og Jón Guðmundsson, sem bjuggu á Seljanesi og var þar stundaður búskapur og stutt að fara á sjóinn og fá sér í soðið og rauðmagann á vorin. Sólveig og Jón áttu sjö böm, allt myndarlegt og heiðarlegt fólk og fram úr hófí fjölhæft í allri vinnu og listrænt, spilar á hljóðfæri án þess að nokkuð hafí verið lært og fram úr hófí söngelskt. Þau heiðurs- hjónin ólu sín böm upp í guðsótta og góðum siðum og orðheldni og sannleiksást. Það er gott að ala böm sín upp á Ströndum. Þar móta foreldramir böm sín, en á stærri stöðunum gerist það ekki síðan að konumar tóku upp á því að vinna úti allan daginn á pillunni. Það em ekki til nein lyklaböm á Ströndum. Þar lærir unga fólkið svo margt heima, bæði til sjós og lands, stúlk- umar að sníða og sauma föt á fjölskylduna, sem hefur komið sér vel, þar sem bömin hafa verið mörg og ekki hægt að fara í búðir og kaupa allt tilbúið eins og nú er gert. En auk þess verða húsmæður á Ströndum að vinna við heyskapinn og búpeninginn. Ég kynntist þeim heiðurshjónum mjög fljótlega eftir að ég fluttist á Gjögur 1945 og ég hafði gaman af að fylgjast með hinum stóra bamahópi; sjá þau stækka og verða að góðu og dugmiklu fólki. Unnur fluttist fyrir tveimur ámm í Heiðar- gerði 9, Akranesi, og líkar þar mjög vel, leigir hjá eldri hjónum góða íbúð og er samkomulagið afar gott. Unnur er skapmikil og réttsýn, kann að stjóma sínu skapi. Láf þú, og afkomendur þínir, heil og lengi. Þess óskar Regína Thorarensen. II MIÐSTOÐVAR matvöruviðskiptanna eru opnar sem hér segir Laugalæk, sími 686511 Virka daga kl. 8-19 Föstudaga kl. 8-20 Laugardaga kl. 8-16 Hamraborg, Kópavogi, sími 41640 Alla daga frá kl. 8-20 Gardatorgi, Garðabæ, sími 656400 Virka daga kl. 8-19 Föstudaga kl. 8-20 Laugardaga kl. 8-18 Verið ávallt velkomin ? w MICROSOFT HUGBÚNAÐUR Bankabréf Landsbankans eru 1,2ja, 3ja og 4ra ára bréf. Ársávöxtun er 9,25 %-9,5% umfram verðtryggingu. Örugg langtímabréf til 7, 8 og 9 ára. Ársávöxtun 8,6%-9,0% umfram verðtryggingu. Eldri spariskírteini ríkissjóös kaupum við og seljum í gegnum Verðbréfaþing íslands. Ársávöxtun er nú um 8,7%. Kaup- og söluþóknun, aöeins 0,75%. Skuldabréfin fást í veröbréfadeild Aöalbanka og í útibúum bankans um land allt. Nánari upplýsingar og ráðgjöf veita Verðbréfaviðskipti, Fj ármálasviði, Laugavegi 7, símar 27722 (innanhússsímar 388/391/392) og 621244. §r Landsbanki Æfk íslands Banki allra landsmanna Landsbankinn býður örugg skuldabréf 10,8% ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐTRYGGINGU Skuldabréf Lýsingar hf., 3- flokkur 1987. Bréfin eru til 3ja ára og eru í 100.000,- kr. einingum. Ársávöxtun umfram verðtryggingu er 10,8%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.