Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Gerum þorra- blótíð heimsfrægt eftirÞórdísi Árnadóttur Frá því var sagt í fréttum um jólin að upp hefðu komið deilur milli fréttastofa á Norðurlöndum um heimkynni jólasveinsins. Öll !!ln,ivi|'iim:i' m . " ' ÍlSfe KYNN.NGARVFK” TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR IDAVOLLUM 6. KEFLAVIK, SIMAR S2 I3320 OG 02-14700 ________________________________ vildu löndin eigna sér jólasveininn. Danir sögðu hann búa á Græn- landi, Svíar sögðu hann búa í Mora í Dölunum og Norðmenn sögðu jóla- sveininn norskan en heimilisfang hans væri leyndarmál. íslendingar bentu á yfirburði sína, því íslensku jólasveinamir væru hvorki meira né minna en þrettán. En hér í Finn- landi hló finnski jólasveinninn, Joulupukki" eins og hann heitir á fínnsku, að öllu saman. Hann fékk nefnilega áheym páfans í Róm nú um jólin og telur sig þar með hafa fengið viðurkenningu allrar kaþ- ólsku kirkjunnar og það er hreint ekki svo lítið. Og nú gerir hann sér vonir um að páfí endurgjaldi heim- sóknina þegar hann kemur til Norðurlanda. Auðvitað hlaut fínnski jólasveinninn ákúmr frá hinum jólasveinunum sem sögðu að almennilegur jólasveinn legðist ekki í flakk þegar háannatími væri heima fyrir. En sá fínnski lét það sem vind um eyru þjóta. Hann er löngu búinn að uppgötva að það sem gildir nú á tímum eru hin svo- kölluðu almannatengsl (sem á útlensku skammstafast PR) og aug- lýsingar. Aðalatriðið er ekki hver þú ert heldur hvem aðrir telja þig vera. Finnski jólasveinninn segist eiga heima í Korvatunturi, fjalli í Lapp- landi, rétt við landamæri Sovétríkj- anna. Þangað er illfært öðrum en fuglinum fljúgandi og því hafa klók- ir athafnamenn búið til „Jólalandið“ í Rovaniemi um 200 kílómetra frá Korvatunturi. Rovaniemi er höfuð- borg Lapplandsléns, rétt sunnan við heimskautsbaug, og íbúar eru rúm- lega 30 þúsund. Þar eru verslanir og verkstæði kennd við jólasvein- inn, hreindýr og sleðar, og þar tekur jólasveinninn á móti bömum hvað- anæva úr heiminum sem koma flugleiðis með Finnair-flugvélum. Finnair er ekki aðeins stærsta flug- félag Finna heldur einnig opinbert flugfélag jólasveinsins að því er lesa má á mynd af jólasveininum sem blasir við, þegar líða fer að jólum, á belg Finnair-flugvéla sem fljúga vítt um heim. Tíl þjónustu reiðubúinn árið um kring Finnski jolulupukkinn kemur til byggða hvenær árs sem er ef hann telur það þjóna landi sínu og þegn- um þess. Til dæmis heilsaði Hussein Jórdaníukonungur upp á jólasvein- inn þegar hann var á ferðinni hér í Finnlandi um miðjan október sl. Konungurinn, drottning hans, öll litlu bömin þeirra og fylgdarlið brugðu sér dagstund norður til Lapplands með halarófu erlendra sjónvarps- og blaðamanna á eftir sér. í Lapplandi vom gestimir klæddir í nýjasta skíðafatnað fínnskra fataframleiðenda og síðan dregnir að Lappatjaldi til að bragða á lostæti Lappa. Og þangað kom sjálfur jólasveinninn ogfærði hinum tignu gestum gjafir. Allt var mynd- að í bak og fyrir og sent út í heim. — Og um miðjan nóvember féll nið- ur frönskutími sem ég sæki, því að kennarinn brá sér suður til Sviss sem frönskumælandi jólasveinn — í þágu finnsks útflutnings. Já, Finnar hafa haldið vel á jóla- sveinamálum sínum eins og reyndar mörgum öðmm málum á tímum harðnandi samkeppni. Við íslend- ingar mættum margt af þeim læra. Það er ekki nóg fyrir okkur að vita að jólasveinamir okkar þrettán em hinir einu sönnu jólasveinar. Ekki frekar en það nægir okkur að vita að við veiðum heimsins besta fisk. [sienskt þorrablót hlýtur að geta orðið ferðamannaseguU ef rétt er á málum haldið. Þótt enn væru meira en tveir mánuðir til jóla lét finnski jólasveinninn það ekki aftra sér frá þvi að heilsa upp á jórdSnsku konungsfjölskylduna og færa henni gjafir þegar hún brá sér dagstund til Lap- plands í opinberri heimsókn sinni i Finnlandi um miðjan október. Hér sjáum við jólasveininn með Noor drottningu, Iman prinsessu og prinsunum Hashem og Hamza þar sem þau eru að bragða á þjóðarrétt- um Lappa. Og konunglegu gestirnir eru auðvitað í nýjum, finnskum vetrarfatnaði. „Finnar hafa haldið vel ájólasveinamálum sínum eins og- reyndar mörgnm öðrum málum á tímum harðnandi samkeppni. Við íslend- ingar mættum margt af þeim læra.“ Við verðuin að láta aðra vita af því líka. Með öllum ráðum. Og þessa dagana eru fyrirtæki, félög og klúbbar um allt ísland að undirbúa þorrasamkomur sínar, sjóða, sulta og baka. Hér í Finn- landi halda íslendingar einnig þorrablót ásamt nokkrum útvöldum fínnskum íslandsvinum. Matinn fáum við flugleiðis frá íslandi fyrir velvilja góðs fólks, en brennivínið fslenska verðum við að kaupa dýru verði í ALKO, áfengisverslun fínnska ríkisins. íslenskt brennivín er einhver dýrasti drykkurinn sem þar fæst og er þá mikið sagt því hér er dropinn ekki gefínn. Fyrir- hugaðar spamaðaraðgerðir sem fólust í því að kaupa brennivínið í Keflavík á leiðinni út eftir jólafrí á íslandi fóru út um þúfur. í fríhöfn- inni í Leifsstöð var ekki til brennivín (3. janúar) nema í rándýrum gjafa- pakkningum þar sem staup fylgdu. Aftur á móti var nóg af ákavíti, hvannarót — og fínnsku vodka. Þorri bjó í Finnlandi — á slóðum jólasveinsins Annars var ekki ætlunin að ræða illa rekin áfengismál, heldur þorra- blótið, sem nú er að verða ein allsheijar miðsvetrarhátíð íslend- inga um allan heim. En við megum ekki láta þar staðar numið. Við verðum að gera íslenska þorrablótið heimsfrægt áður en Finnar upp- götva hvað gera má úr því. Hvers vegna Finnar? Jú, haldið ykkur fast. Þorrablótið er fínnskt að uppruna eins og reyndar hefur mátt lesa öldum saman í Orkneyingasögu en þar segir í upphafí: „Fomjótur hefír konungur heitið; hann réð fyrir því landi, er kallað er Finnland og Kvenland; það ligg- ur fyrir austan hafsbotn þann, er gengur til móts við Gandvík; það köllu vér Helsingjabotn. Fomjótur átti þijá syni; hét einn Hlér, er vér köllum Ægi, annar Logi, þriðji Kári hann var faðir Frosta, föður Snæsins gamla. Hans sonur hét Þorri; hann átti tvo syni; hét annar Nórr en annarr Górr; dóttir hans hét Gói, Þorri var blótmaður mikill; hann hafði blót á hveiju ári á miðj- um vetri; það kölluðu þeir þorrablót; af því tók mánaðurinn heiti.“ Ef við lítum á landakortið þá era heimkynni fínnska jólasveinsins einmitt á landi Þorra gamla (Gandvík-Hvíta hafíð). Það getur verið að ekki sé nema tímaspurs- mál hvenær klókir finnskir ferða- málamenn uppgötva þorrablótið og koma því á heimsmarkaðinn sem lapplenskri miðsvetrarhátíð og bæta þannig enn einni „high sea- son“ við þær sem fyrir era; miðnætursólin í júní, haustlitimir í september, jólasveinninn í desem- ber og skíðatíminn síðvetrar. ís- lendingar þurfa að vera á undan og koma þorrablóti á heimsmarkað- inn sem stórkostlegri, fom-íslenskri skammdegíshátíð. Kannski mætti koma orðinu „víkingur" fyrir í áróðrinum. Það trekkir alltaf. Það er nóg af efnafólki sem eigrar um heiminn, dauðþreytt á grilli, ör- bylgjumat og frönsku línunni, þar sem útskomar gulrætur fljóta í röndóttri sósu. Fólki, sem vill leita hins uppranalega, sem nú er svo mjög í tísku, og er áreiðanlega til í að borga vel fyrir almennilega magafylli af súrsuðum, söltum, reyktum og hertum mat bomum fram í trogi í „réttu“ umhverfí. Hótel og flugvélar myndu nýtast og um leið myndi kjötfjallið haldast í skeflum svo hvorki þyrftu að koma til útflutningsbætur né öskuhauga- ferðir. — En þetta kemur ekki af sjálfu sér frekar en annað. Þama þyrfti að nýta eitthvað af unga fólk- inu sem er að koma frá námi, sprenglært í ráðgjöf og almanna- tengslum. Við getum ekki endalaust lifað hvert á öðra. Bóndadagshoppið — finnskur baðsiður? í Flugleiðavélinni til Stokkhólms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.