Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 56
NYTT ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Samningar á Vestfjörðum: Samið um 13% hækkuná arinu eftir 30 tíma fund A von á að viðræður hefjist næstu daga, segir framkvæmdastjóri VSÍ Kjarasamningar Alþýðusam- bands Vestfjarða, Vinnuveit- endafélags Vestfjarða og Vinnumálasambands samvinnu- félaganna voru undirritaðir í Aiþýðuhúsinu á Isafirði á sjö- unda tímanum í gærkveldi eftir tæplega 30 stunda langan samn- ingafund. Samningarnir gilda til áramóta og að sögn samningsað- i|#a fela þeir í sér 7,5% launa- hækkun frá undirritun og samtals 13% á árinu, auk þess sem bónuskerfi er lagt niður og tekið upp hlutaskiptakerfi í stað þess, sem felur i sér að allir við sömu framleiðslulínu fá sama kaupaukann. Gengið er út frá þvi í forsendum samningsins að verðbólga náist niður i 14-15% á þessu ári. Samningurinn kveður á um 1.500 króna grunnkaupshækkun frá und- irritun, sem samsvarar um 5% hækkun launa. Hækkun á nám- skeiðsálagi úr 1.700 krónum í 2.600 og starfsaldurshækkanir; 2% eftir 1 ár, 3% eftir 3 ár, 4% eftir 7 ár og 5% eftir 15 ár eru metnar sam- tals til 2,5% launahækkunar til viðbótar. Ákvæði er um 3% áfanga- hækkun 1. apríl og 2,5% 1. ágúst og orlof lengist um einn dag hjá þeim sem hafa starfað 10 ár eða lengur hjá sama vinnuveitanda. Endurskoðunarákvæði um hluta- skiptasamninginn er í lok maí og „græn strik" 1. júní og 1. október verði verðlagsþróun með öðrum hætti en gert er ráð fyrir í samn- ingnum. Takist ekki samkomulag um verðbætur verður launaliður samningsins sjálfkrafa laus. „Það er að sjálfsögðu ekki aðalat- riðið að gera samninga sem fela í sér miklar hækkanir og háar launa- tölur, heldur að geta tryggt kaupmátt þess samnings sem við Höfn, Hornafirði. A hundaþotu á Oslandsijörn Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson ••• FROSTHORKUR eru nú meiri á landinu en lengi hefur verið. Vötn og tjarnir eru því ísilögð. Þannig er um Óslandstjörnina í Óslandi við Höfn. Og hvað er betra en að nota tækifærið og viðra sig og sina þegar svona háttar og veðrið er gott. Þeir Jón Haukur Hauksson og Bjarni Valgeir gripu tækifærið fegins hendi á laugardaginn og fóru með hundana sína í Ósl- andið og spenntu þá fyrir sleðann hjá Bjarna. gerum. Þetta hefur alltaf verið vandamál, sérstaklega láglauna- fólks, vegna þess að aðrir betur launaðir hópar hafa oftast nær skríðið upp eftir bakinu á því, halað til sín miklu meira og síðan hefur því verið ávísað út í þjóðfélagið með afleiðingum sem flestir þekkja," sagði Pétur Sigurðsson, forseti, ASV. „Ég held ég geti sagt það fyrir hönd vinnuveitenda, að við séum mjög ánægðir yfir að það skuli hafa tekist að koma á skynsamleg- um kjarasamningi til heils árs, þrátt fyrir þrönga stöðu atvinnugreinar- innar," sagði Jón Páll Halldórsson, formaður Vinnuveitendafélags Vestfjarða. „Mér sýnist augljóst að þessir samningar geti ekki orðið fordæmi fyrir aðrar launahækkanir af þessu tagi. Það verður að taka mið af því að þama er um að ræða sérstakar leiðréttingar fyrir fískvinnslufólk," sagði Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, fagnar þessum samningum og gerir ráð fyrir að viðræður hefjist næstu daga við Verkamannasambandið og önnur Iandssambönd ASÍ, en Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, segir að honum lítist illa á samning- ana við fyrstu sýn. Sjá ennfremur bls. 22. Grunur um að smá- fiskinum sé kastað - sumir togarar koma aldrei með undirmálsfisk að landi, segir Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra „SUMIR togarar koma aldrei með undirmálsfisk að landi og því læðist að manni sá grunur, að smáfiskinum sé hent, þrátt fyrir að skylda sé að koma með hann að landi og hann hafi und- anfarið verið utan kvóta. Það er mönnum til skammar að henda •^Spáfiskinum og þjónar engan veginn hagsmunum sjómanna né samræmist fiskvernduninni, sem felst í lögunum um stjórnun fisk- veiða,“ sagði Halldór Asgríms- son, sjávarútvegsráðherra, á blaðamannafundi í gær. Halldór lét þessi orð falla, er ráðuneytið kynnti reglugerðir um síjórnun fiskveiða, sem tóku gildi í gær. I þeim er meðal annars ákveð- ið að á þessu ári skuli þriðjungur af undirmálsfíski í afla togara telj- ast til aflamarks eða aflahámarks og allt það, sem umfram er 10%. af afla hverrar veiðiferðar. Undir- málsfiskur hefur undanfarið verið utan kvóta. Heilfrystur smáfiskur í afla frystitogara hefur sömuleiðis verið utan kvóta. Halldór sagði, að meðaltal undir- málsfísks í afla togara væri 50 til 100 tonn á ári. Flestir togaranna kæmu einhvem tíma að landi með undirmálsfísk og því væri það und- arlegt að sumir togarar fengju aldrei slíkan físk. Hann vildi ekki fullyrða hvort hér væri frekar um frystitogara en aðra að ræða, en sagði að eftirlit yrði hert og skyndi- lokunum haldið áfram til að vemda fískinn. Það væri ekki ætlunin að menn kæmust upp með lögbrot. Sjá nánar kynningu á reglu- gerðum ráðuneytisins á bls. 53. JóhannIngi hættur hjá Tusem Essen Sigurður Sveinsson með Val næsta vetur JÓHANN Ingi Gunnarsson lét I gær af starfi sem þjálfari vestur-þýsku meistaranna í handknattleik, Tusem Essen. Essen-Iiðið er nú í 6. sæti þýsku deildarkeppninnar eftir tap á úti- velli um helgina. Forseti félagsins er ekki ánægður með gengi liðsins í vetur og vék Jóhanni úr starfi í gær. Nú er ljóst að Jóhann Ingi þjálfar lið hér á landi næsta vetur. í gær var einnig gengið frá því að Sigurður Sveinsson, landsliðs- maður í handknattleik, sem undanfarin ár hefur leikið með Lemgo í Vestur-Þýskalandi, geng- ur til liðs við Val fyrir næsta keppnistímabil. Sjá íþróttir bls. B 1 og B 2. JOtiann njartarson Jafnteflis- leg biðskák eftir örugg- an vinning ÖNNUR skákin í einvígi þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsjnojs fór í bið í nótt eftir 61 leik. Að mati sérfræðinga er skákin jafnteflisleg og lét stórmeist- ari á skákstað svo um mælt að breyta þyrfti skákreglun- um til að Kotsjnoj næði að sigra.Jóhann vann glæsilegan sigur i fyrstu skákinni. Miklar sveiflur voru í annarri skákinn í gær og stóð Jóhann lengi höllum fæti. Hann varðist vel og var kominn með vænlega stöðu, sem honum tókst ekki að nýta sér í tímahraki. Kortsjnoj hafði frumkvæði er skákin var tefld áfram í nótt. Skákmennim- ir tefla biðskákinma áfram í dag, en á morgun verður tekið til við þriðju skákina í St. John í Kanada. Sjá nánar fréttir og skákskýringar á bls. 54-55. Bensínlækkun á döfinni ÚTLIT er fyrir að bensin lækki á næstunni. Verð á olíu á heims- markaðsverði hefur farið lækkandi þannig að innstreymi peninga hefur að undanförnu verið á svokallaðan innkaupa- jöfnunarreikning olíuvara. Nú er útlit fyrir að þessi verðlækkun sé að byija að skila sér hér á landi og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gæti bensínlítr- inn lækkað um 1.50 til 2 krónur. Olíufélögin og starfsmenn Verð- lagsstofnunar hafa verið að rcikna út verð á olíuvörum að undanförnu og er búist við að tillaga um lækk- un verði lögð fyrir fund verðlags- ráðs á fimmtudag. Bensínlítrinn kostar nú 33,70 kr. og ef hann lækkar um 2 krónur, niður í 31,70, hefur það í for með sér um það bil 0,2% lækkun framfærsluvísitölunn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.