Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Verbúðir víkja Verið er að rífa tvær verbúðanna á Grandagarði og er fyrirhugað að þar sem þær standa nú komi vegur út á uppfyllinguna. Mörg þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi eru komin þar með bæki- stöðvar sinar og má segja að Orfirisey hafi stækkað mjög á síðustu árum. VEÐURHORFUR í DAG, 26.01. 88 YFIRLIT f g»r: Yfir vestanverðu Grænlandshafi er vaxandi 998 mb lægð sem þokast austur og suðaustur. Heldur hlýnar, fyrst vestanlands. SPÁ: Suðaustan- og sunnanátt og él vestan til á landinu, en gola eða hægviðri og bjart veður austan til. Vægt frost vestanlands en 5—10 stig frost eystra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Hæg breytileg átt, kalt og bjart veöur austan til á landinu, en suðvestanátt með éljum og vægu frosti vestan lands. HORFUR Á FIMMTUDAG: Vaxandi austan og suðaustanátt, fyrst suðvestanlands og hlýnandi veður. Snjóél við austur- og suður- ströndina en annars þurrt. TÁKN: O - Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ’ , ’ Súld CO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl vsAur Akureyri +5 skýjað Reykjavík +« léttskýjað Bergen 1 skýjað Helslnki +6 skýjað Jan Mayen +16 skýjað Kaupmannah. 3 jjoka Narssarssuaq +16 léttskýjað Nuuk +10 snjókoma Osló 1 snjókoma Stokkhólmur 0 þokumóða Þórshöfn +2 alskýjað Algarve 16 akýjað Amsterdam 7 súld Aþena 13 lóttskýjað Barcelona 16 skýjað Bertfn 6 rigning Chicago +10 snjókoma Feneyjar 4 rlgnlng Frankfurt 10 skúr Glasgow 6 úrkoma Hamborg 6 rignlng Las Palmas 18 skýjað London 7 akýjað Los Angeles 11 heiðskfrt Lúxemborg 7 skúr Madrld 12 alskýjað Malaga 16 þokumóða Mallorca 16 skýjað Montreal 0 snjóél NewYork 3 alskýjað Parfs 10 skýjað Róm vantar Vfn 4 alakýjað Washlngton 4 rlgning Winnipeg +28 helðskfrt Valencia 18skýja5 Bifreiðatryggingar: Enn er óvíst um hækkun iðgjalda ENN hefur Tryggingaeftirlitinu ekki borist beiðni um hækkun ábyrgðartrygginga bifreiða en nýtt tryggingaár hefst 1. mars eins og kunnugt er. Nú mun vera unnið að því á vegum félaganna að meta hækkunarþörfina og kvaðst Erlendur Lárusson hjá Tryggingaeftirlitinu búast við að ljóst yrði hver iðgjöldin verða fljótlega í febrúar. Grundvöllur iðgjalda lögmæltra skyldutrygginga breytist nokkuð að þessu sinni. Ný umferðarlög gera ráð fyrir að gjaldsvið og bótaskylda ábyrgðartrygginganna aukist frá því sem verið hefur. Til dæmis má nefna að sjálfsábyrgð trygging- ataka á almennum ábyrgðartrygg- ingum, sem nam 6.500 krónum við síðasta gjalddaga, fellur nú niður, ökumaður verður tryggður hjá eigin félagi fyrir allt að 10 milljónum króna, og bótaupphæð vegna ein- staks slyss, þar sem fólk meiðist getur numið allt að 250 milljónum króna en gat mest orðið 38,8 millj- ónir króna samkvæmt gildandi lögum. Meðal annarra atriða sem hafa áhrif á upphæð iðgjaldanna er tjónareynsla síðasta árs, verðbreyt- ingar á þjónustu bifreiðaverkstæða, áhrif tollabreytinga á varahlutaverð og spár um verðlagsþróun á kom- andi ári. Svíar vilja gefa út verk Jóns Leifs „SVÍAR hafa sýnt því mikinn áhuga að gefa verk Jóns Leifs út á geisladiski og þar er útgáfu- fyrirtækið BIS fremst í flokki,“ sagði Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld. „Fyrirtækið vill meðal annars gefa út kbnsert fyrir org- el og hljómsveit, sem var fluttur í Svíþjóð fyrir skömmu, auk fleiri verka.“ Að sögn Hjálmars er BIS eitt stærsta útgáfiifyrirtækið á sviði klassískrar tónlistar á Norðurlönd- unum og dreifir hljómplötum um allan heim, ekki síst til Banda- ríkjanna. „Eftir hljómleikana fyrir skömmu, þar sem Fílharmónían í Stokkhólmi og Gunnar Idenstam einleikari fluttu konsert Jóns hefur áhugi fyrirtækisins aukist mjög og ef af útgáfu verður verða flytjendur þeir sörnu," sagði Hjálmar. „Það er aðeins eitt stórt verk eftir Jón til á hljómplötu, en það er Sögusin- fónían, svo útgáfa sænska fyrirtæk- isins yrði kærkomin viðbót. Ríkisútvarpið á að vísu upptökur af nokkrum verkum Jóns, en þær voru ekki gerðar með útgáfu í huga.“ Islenska tónverkamiðstöðin hef- ur unnið að því að koma verkum Jóns Leifs á framfæri. Hjálmar, sem er einn forsvarsmanna tónverka- miðstöðvarinnar, sagði að nú yrði enn eflt það starf að koma íslenskri tónlist á framfæri eriendis og ef sænska fyrirtækið gæfi verk Jóns Leifs út væri það mjög hvetjandi. „Fulltrúi frá Stef er nú í Svíþjóð til að ræða við forsvarsmenn BIS um útgáfuna og vonandi ákveða Svíar að koma verkum Jóns á fram- færi," sagði Hjálmar H. Ragnars- son. Stúlka skorin í andlit með hníf TVÖ ungmenni voru slösuð með hnif af jafnöldrum sinum á laug- ardagskvöld. í öðru tilvikinu skarst ung stúlka illa í andliti og gaf stúlkan, sem framdi verknað- inn, þá skýringu að hún hefði neitað að greiða skuld. Það var um kl. 20 á laugardags- kvöld sem stúlkan, sem er um tvítugt, var skorin illa í andlit, en þá var hún stödd við Hlemm. Tvær stúlkur á sama reki gáfu sig á tal við hana og héldu því fram að hún skuldaði þeim peninga. Stúlkan þekkir þær aðeins lítillega og neitaði að þær ættu peninga inni hjá sér. Þá höfðu þær í hótunum við hana og önnur sagðist ætla að sjá til þess að hún fengi ör í andlitið. Síðan dró hún upp vasahníf og skar stúlkuna, 8-10 cm langan skurð frá gagnauga vinstra megin og niður andlitið. Skurðurinn er að hluta mjög djúpur. Stúlkumar tvær, sem réðust að hinni, hafa báðar komið áður við sögu lögreglunnar fyrir afbrot af ýmsu tagi. Málið er nú til rannsókn- ar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Um svipað leyti og atburðurinn við Hlemm átti sér stað var unglings- piltur stunginn í læri með hníf í sölutumi við Langholtsveg. Pilturinn hafði verið að rífast við kunningja sinn og dró sá upp hníf og stakk hann í lærið. Meiðsli piltsins munu ekki vera mikil. Bodil Begtrup jarð- sett í Skálholti í gær BODIL Begtrup fyrrverandi sendiherra Dana hér á landi, sem lést í Kaupmannahöfn 12. desem- ber síðastliðinn, var jarðsett i Skálholti í gær að eigin ósk. Bodil var fyrsta konan sem Danir skipuðu sendiherra og jafnframt fyrsta konan sem gegndi því emb- ætti hér á landi. Jarðarförin fór fram í Kaupmannahöfn en að ósk hinnar látnu var jarðsett í Skálholti. Við jarðsetninguna í gær flutti Sigur- bjöm Einarsson biskup, minningar- orð um hina látnu og sagði meðal annars: „Fágætt mun það vera, að sendiherra, sem um fárra ára skeið dvelst sem fulltrúi þjóðar sinnar í framandi landi, verði svo bundinn moldum og lífi þess lands. Nær er mér að halda, að það sé einsdæmi." Bodil Begtrup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.