Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.01.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Gömul handrit - Gömul hús eftirRósuB. Blöndals Niðurrif gamalla merkilegra húsa í miðborg Reykjavíkur jafn- gildir því, að brenna gömlum skinnhandritum. Nokkrum vanda veldur sá siður á íslandi, að láta gömul hús drafna niður, samanber Fjalaköttinn, þangað til dýrara er að gera húsið upp heldur en að byggja nýtt hús. Furðu má það sæta hvað borg- arbúar uppaldir í Reykjavík eru umburðarlyndir, þegar fögur, gömul tún eða gömul hús eru í útrýmingar og eyðileggingar hættu, jafn æfðir eins og borg- arbúar eru í kröfugöngum og verkföllum. Ég vildi heldur taka þátt í kröfu- göngu til húsfriðunar, en vegna kaupgjalds. Einkennileg er afstaða borgar- stjórnar og ráðamanna vorra yfírleitt, þegar um fagra bletti borgarinnar er að ræða eða gam- alt skipulag og gömul hús, sem síðari tíma menn mundu vilja allt til vinna að fá að sjá með eigin augum. Hver gæti nú skilið eina mögn- uðustu draugasögu þjóðsagnanna, ef enskur maður hefði ekki látið varðveita Glaumbæ í Skagafírði. — Og þar með opnað blind augu þjóðar vorrar fyrir gildi gamallar, íslenskrar byggingarlistar. Hvar nema staddur í Glaumbæ er hægt að fínna svo þykka moldarveggi, að stúlka með askagrindur í báð- um höndum ggæti gengið inn í vegg, komist þar vel fyrir og fund- ist síðar hennar beinagrind þar í veggnum, þegar sá gamli torfbær var rifínn. Trúir þú þessari sögu? spytja menn. Það er snarvitlaus íslend- ingur, sem trúir ekki þessari sögu, Rósa B. Blöndals „Furðu má það sæta hvað borgarbúar upp- aldir í Reykjavík eru umburðarlyndir, þegar fögur, gömul tún eða gömul hús eru í útrým- ingar og eyðileggingar hættu, jafn æfðir eins og borgarbúar eru í kröfugöngum og verk- föllum.“ svara ég. En sagan er dauð fyrir þann, sem fínnur hvergi vegginn. í Oðinsvéum á Fjóni eru heilar götur og hús geymd vegna ævin- týra H.C. Andersens. Hvergi nema þar verður sagan af jurtinni, sem óx í þakrennu fyrir utan gluggann litlu stúlkunnar í þakherberginu, gædd því lífí, sem hún fær hjá litla húsinu með þakrennunni. Af hveiju eru ekki elstu handrit- um í Landsbókasafni brennd til þess að koma nýjum bókum fyrir í þeirra plássi? Nóg er til af nýjum bókum. Þó er afstaða húsameistaranna sjálfra, ungu húsameistaranna sjálfra, undarlegust í húsfriðunar- málum. Munu þeir þá ekki óska eftir að þeirra verk verði varðveitt síðar? Afstaða borgarstjórnar til þeirra gömlu húsa, sem eiga að víkja fyrir nýjum húsum, minnir mig á kerlingu nokkra, sem var að vísu mætasta kona. — Hún átti fátækan mann, sem var bóndi ég held á lítilli jörð, löngu fyrir vísitölubú. — Hann átti margar frístundir og notaði þær allar og máski meira til, til þess að safna fróðleik alla sína ævi frá því nokk- uð snemma. Honum var, sem vænta mátti, ákaflega annt um þessi blöð, sem hann hafði vandað sig við að skrifa, og vildi hafa sem sannasta sögu af atburðum. Hugði hann þetta mikilsverðan fróðleik fyrir seinni tíma menn. — Var það einn- ig almælt af vitrum mönnum að svo væri. — En hann dó á undan konu sinni. Hún sagði, að þessi blöð hefði honum bónda sínum þótt svo vænt um og verið svo annt um, að henni fannst þau hvergi eiga heima nema í kistunni hans . Þessi langi safnaði fróðleik- ur var því kistulagður með safnar- anum og jarðaður með honum. Einkennilegt, ef borgarstjórinn fer eins að og jarðar gömlu húsin af eintómri ást til borgarinnar. Ég skora á borgarstjóm að breyta ekki miðborg Rvík meira en orðið er. Kvos hefur það aldrei verið nefnt fyrr en nú á þessum afbökunartíma tungunnar. Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur og Hörður Ágústsson listmálari og arkitekt ættu að fá að ráða öllu um varðveislu gömlu húsanna í Reykjavík. Finnið nýjum húsum nýjan stað. Verksmiðjan ætti að hverfa frá Gufunesi og í staðinn að rísar þar ráðhús og þinghús með miklum túnum í kring, sem setja svip á stórhýsi sem þar stendur. Friðlýsið tjömina. Höfundur er rithöfundur. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Seltirniningar takið eftir! Hið árlega þorrablót Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldið laug- ardaginn 30. januar í fólagsheimili Seltjarnarness. Miðapantanir mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. janúar milli kl. 17.00-19.00 i sima 622353 (Sigga). Akureyri Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 27. janúar kl. 20.30 i félagsheimilinu, Kaupangi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gunnar Ragnar talar um flokksstarfið og bæjarmálin. 3. Önnur mál. ísafjörður -ungt fólk Opinn fundur verður i Uppsölum, 2. hæð, miðvikudaginn 27. janúar kl. 20.30. Gestur fundarins verður Ólafur Helgi Kjartansson og rætt veröur um fjárhagsáætlun 1988. Trúnaðarráðs- fundur Hvatar Fundur verður haldinn miövikudaginn 27. janúar nk. kl. 17.30 í Valhöll. Gestur fundar- ins verður Ólafur Isleifsson, hagfræðingur. Fjölmennið. Stjórnin. Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar Almennur stjórn- málafundur verður haldinn í Safnahús- inu, Sauðárkróki, þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.30. Frummælendur: Birgir Isleifur Gunn- arsson, mennta- málaráðherra og Pálmi Jónsson, al- þingismaður. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfólögin á Sauðárkróki. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri Aðalfundur Aðalfundur fulltrúaráös sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn í Kaupangi við Mýrarveg laugardaginn 30. janúar nk. kl. 15.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstölf. 2. Halldór Blöndal, alþingismaður, gerir grein fyrir helstu störfum Alþingis i vet- ur og svarar fyrirspurnum. Stjórnin. Sjálfstæðiskonur Opið hús Hvatar og Landssambands sjálfstæðiskvenna verður fimmtudag- inn 28. janúar nk. kl. 18.00 í Valhöll. Á fundinn koma for- menn tveggja málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins og kynna sina mála- flokka: Þuríður t Pálsdóttir, formaður menningarmálanefndar og Hulda Valtýsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar. Léttar veitingar verða á borðum. Fjölmennið. Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna og Landssamband sjálfstæðiskvenna. Stjórnmájafundur í Arnesi, Árnessýslu Sjálfstæðismenn boða til almenns stjórn- málafundar í Árnesi kl. 21.00 miðvikudag- inn 27. janúar. Ræðumenn: Þorsteinn Pálsson, forsætisráöherra, Eggert Hauk- dal, alþingismaður, Árni Johnsen, blaða- maður og Arndís Jónsdóttir, kennari. Almennar umræður og fyrirspurnir verða aö loknum framsöguræðum. Sjálfstæðisfélagið Huginn. Sjálfstæðisfélögin i Rangárvallasýslu. Sjálfstæðisfólk Austur-Skafta- fellssýslu Aðalfundur Sjálfstæöisfélags Austur-Skaft- fellinga verður haldinn i Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 26. janúar kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Egill Jónsson, alþingis- maður, mætir á fundinn og ræðir stjórn- málaviðhorfið. Stjórnin. Sálfstæðisflokkurinn í Reykjavík Fundur alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, með stjórnum sjálfstæðisfélaganna, veröur haldinn fimmtudaginn 28. janúar kl. 18.00 i Valhöll. Hlutaðeigendur eru hvattir til að mæta. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna i Reykajvik . Stjórnmálafundur á Selfossi Sjálfstæðismenn boða til almenns stjórn- málafundar á Hótel Selfossi kl. 20.30 fimmtudaginn 28. janúar. Ræðumenn: Þor- steinn Pálsson, forsætisráðherra, Eggert Haukdal, alþingismaður, Árni Johnsen, blaðamaður og Arndís Jónsdóttir kennari. Almennar umræöur og fyrirspurnir verða að loknum framsöguræðum. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna og sjálfstæðisfélagið Óðinn. Vesturland Friðjón Þórðarson, alþingismaður, verður til viðtals á eftirtöldum stöðum svo sem hór segir: Miðvikudag 27. jan., kl. 16.00 á Kleppjárns- reykjum. Sama dag kl. 21.00 í Borgarnesi (Sjálfstæð- ishúsinu). Fimmtudag 28. jan., kl. 16.00 að Hlööum á Hvalfjarðarstönd. Sama dag kl. 21.00 á Akranesi (Sjálfstæöis- húsinu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.