Morgunblaðið - 12.07.1991, Síða 35

Morgunblaðið - 12.07.1991, Síða 35
iOri ŒGAJHHUÖ. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 Á myndinni eru Kristján Ásgeirsson, sem afhenti heiðursviðurkenninguna, þvínæst koma þeir Hallgrím- ur og Eysteinn. HÚSAVÍK Tveir sjómenn heiðraðir Húsavík. Asjómannadaginn á Húsavík voru tveir aldraðir sjómenn heiðraðir, Eysteinn Gunnarsson og Hallgrímur Guðmundsson, fyrir öt- ult og farsælt ævistarf. Þeir eru báðir bornir og barn- fæddir Flateyingar og hófu sitt lífs- starf þar við sjóinn, og síðar á ver- tíðum sunnanlands, því á þeirra yngri árum þótti sjálfsagt að sækja atvinnuna þar sem hún bauðst best. Eysteinn og Hallgrímur fluttust sið- an til Húsavíkut' fyrir alllöngu. Eftir áratuga störf á sjónum, hófu þeir störf í landi við úrvinnslu sjávarafurða og stunda sín störf þó sjötíu árin séu að baki. MEGRUN Það fuku samtals 65 kíló Sjónvarpsstjörnurnar og hjóna- komin Roseanne Barr og Tom Arnold tóku sig til á dögunum og fóru í allsherjar megmn og þótti mörgum ekki veita af. Þykir vera allt annað að sjá til þeirra. Rose- anne leikur sem kunnugt er nöfnu sína í geysilega vinsælum sjón- varpsþáttum, en Arnold er handrits- höfundur að þáttunum. Um tíma stóð í járnum hvort af megruninni yrði, því það hvarflaði að mönnum að grennri Roseanne í sjónvarpinu yrði ef til vill ekki eins vinsæl. Það varð úr að láta reyna á slíkt og á sex mánuum náðu þau hjónin samtals af sér 65 kílógrömmum, þar af Arnold 35 kg og Roseanne 30 kg. Þau sögðu þetta ekki hafa verið eins erfitt og þau bjuggust við, að vísu hefði verið erfitt að aga sig í að gera líkamsæfingar dag hvern. Þegar yfir lauk hafi þeim síðan ekki liðið vel nema að gera æfingarnar. Auk þess að æfa, neyttu þau ekki sykurs og skáru fituna af kjötbitunum í stað þess að raða henni í sig. Roseanne hefur nú ákveðið að sleppa Barr-nafninu og kalla sig Roseanne Arnold. Hún sagðist myndu gera það ef að bóndi hennar tæki gyðingatrú sem hann gerði fyrir nokkru. Þau verða gefin sam- an á ný samkvæmt siðum gyðinga innan skamms og er reiknað með því að mikil veisla fylgi í kjölfarið. Roseanne og Tom Arnold eftir hálfs árs megrun. Nýjar vörur í algjörum sérflokki frá Einnig falleg sending Gerðu tilveruna örlitið fallegri KOMDU í ANNAN HEIM, KOMDU í STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Strigaskór Verð 695,- Litir: Svart, hvítt og blátt. Stærðir: 36-46. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum. Toppskórinn, Kringlunni, Veltusundi, s. 689212. s. 21212. Metsölubhd á hverjum degi! SISLEY BENETTON - UTSALAN HEFST í DAG KL. 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.