Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 Morgunblaðið/Helgi Rauðinúpur með stórfiska Raufarhöfn. Togarinn Rauðinúpur kom inn til löndunar eftir 14 daga úthald með tæp 70 tonn, en það sem vakti mesta furðu manna þegar farið var að landa aflanum voru tveir stórfiskar, lúða sem vigtaðist 112 kíló og þorskur sem reyndist vera 35 kíló að þyngd. Þessir stórfískar feng- ust á Vestfjarðamiðum. 3.200 manns atvinnu- lausir í síðasta mánuði 2,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði var að meðaltali á atvinnuleysisskrá í maímánuði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar og svarar hlutfallið til 3.200 vinnu- færra manna. Um er að ræða 70 þúsund atvinnuleysisdaga og skiptast þeir þannig að 36 þúsund voru skráðir hjá körlum og 34 þúsund hjá konum. Atvinnuleysi hefur ekki verið meira í þessum mánuði og var mest á Suðurnesj- um. Skráðum atvinnuleysisdögum fækkar um rúmlega 10 þúsund frá mánuðinum á undan samkvæmt þessum tölum, um 8 þúsund hjá körl- um og 2 þúsund hjá konum. Astæða er þó til að vara við því að um sé að ræða einhlítan vitnisburð um bætt atvinnustig því hluti skýringar- innar liggur í því að áætlaður mann- afli á vinnumarkaði hefur aukist milli mánaða. Þegar á heildina er iit- ið verður ekki séð að atvinnustigið á landinu hafi batnað að marki á liðn- um mánuði. í heild skiptust skráðir atvinnu- leysisdagar þannig eftir svæðum að atvinnuieysi var 2,1% á höfuðborgar- svæðinu, 2,5% á Vesturlandi, 0,2% á Vestfjjörðum, 3,0% á Norðurlandi vestra, 3,1% á Norðurlandi eystra, P-pillan hættumiimi nú en fyrir nokkrum árum NÝJAR sænskar rannsóknír benda til að hætta geti verið iítillega aukin á brjóstakrabbameini hjá konum sem tóku pillur með hærri hormónaskammti fyrr á árum. Þetta kom fram í erindi Helga Sig- urðssonar læknis á þingi norrænna fæðinga- og kvensjúkdóma- lækna en þinginu lauk í gær. Helgi segir að ekkert bendi enn til þess að það sama eigi við um þær pillur sem notaðar séu í dag og innihaldi mun minna hormóna- magn. A þinginu í gær kom einnig fram í erindi Lars Hamberger, frá Gautaborg, að árangur meðferðar við ófrjósemi og þá einkum glasa- ftjóvgunar hafi batnað mjög mikið á síðustu árum og eigi enn eftir að batna, þegar tækni til að frysta 3,0% á Austurlandi, 2,7% á Suður- landi og 5,0% á Suðumesjum. 2,5 atvinnuleysi var á landinu öllu, 2,9% á landsbyggðinni og 2,1% á höfuð- borgarsvæðinu. Skráðum atvinnuleysisdögum fjölgaði um 37 þúsund borið saman við sama mánuð í fyrra. egg og fósturvísa verði útbreiddari. Hamberger benti einnig á, að nýjar líftækniaðferðir í sambandi við glasafijóvganir geti bætt mjög horfur karla með skerta fijósemi til að eignast böm. Þá væru nýir möguleikar í meðhöndlun erfða- sjúkdóma með greiningu á erfða- sjúkdómum í fósturvísum mjög mikilsverðir fyrir framtíðina. Notkun magalyfja 2-3 sinnum meiri hér en hjá nágrannaþjóðum ÍSLENDINGAR nota 2-3 sinnum meira af magalyfjum en aðrar Norður- Iandaþjóðir. Miðað við rannsókn lækna á Iyflækningadeild Landspítal- ans virðist notkun magalyfja við staðfestum sjúkdómum vel undir- byggð, en ætla má að um 40% af notkuninni sé við meltingartruflunum eða illa skilgreindum sjúkdómum. Skýrt er frá niðurstöðum rann- sókna Iæknanna í Læknablaðinu. Þar kemur fram, að ekki sé hægt að sjá, út frá þessari rannsókn, hvers vegna íslendingar noti meira af magalyfjum en aðrar þjóðir, þar sem sambærileg- ar rannsóknir séu ekki finnanlegar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna, hvemig íslenskir læknar ávis- uðu þessum lyfjum. Til að forðast að rannsóknin truflaði ávísanavenjur lækna var hún framkvæmd í apótek- um með hjálp lyfjafræðinga, án vit- undar lækna. Lyfjafræðingar skráðu upplýsingar um lyfseðla á magalyf og spurðu sjúklinginn um ástæðu lyfjagjafar, rannsóknir og fyrri lyfja- töku. Upplýsingar um 2021 ávísun á magalyf bárust og í 1131 tilvika fengust upplýsingar frá sjúklingi sjálfum. Ávísanir frá heilsugæslu- læknum voru 1306 (64%), frá melt- ingarsérfræðingum 307 (15%) og frá sjúkrahúsum 275 (14%). Ástæða lyfjagjafar var magasár (17%), skeifugamarsár (12%), magabólgur (21%), bijóstsviði (28%), meltingar- óþægindi (9%) og vegna aukaverk- ana annarra lyfja (7%). Meltingarsérfræðingar ávísa lyfj- unum hlutfallslega oftar þegar sjúkl- ingur hefur sársjúkdóm og maga- bólgur en þegar um aðra sjúkdóma er að ræða. Magaspeglun eða rönt- genrannsókn hafði verið framkvæmd hjá 67% sjúklinga, þar af 48% á síð- ustu 5 árum, en 31% fengu lyfíð eftir viðtal við lækni eingöngu. Helsta niðurstaða rannsóknarinn- ar er sú, að um 40% notkunar maga- lyfja sé við meltingarónotum eða illa skilgreindum sjúkdómum, en notkun lyfjanna við staðfestum sjúkdómum virðist vel undirbyggð. Sýning á sæ- ljónum leyfð LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja- vík veitti í gær leyfi til sýninga á þremur sæljónum á timabilinu 14. júní til 12. júlí, eftir að hafa feng- ið jákvæðar umsagnir frá Dýra- verndunamefnd ríkisins og um- hverfisráðuneytinu. Signý Sen, lögfræðingur hjá lög- reglustjóra, sem veitti leyfið fyrir hans hönd, segir að í lejrfisbréfínu sé vitnað til ákvæða um sýningar á dýrum. í þeim segir m.a. að það þurfi að sjá til þess að aðbúnaður dýranna sé viðunandi og að ekki séu brotnar reglur um dýravemd. Flestar stofnanir ríkisins eru innan ramma fjárlaganna TÍU til fímmtán ríkisstofnanir munu eiga erfítt með að halda sig innan ramma fjárlaga að sögn Halldórs Arnasonar, skrifstofustjóra fjárlagadeildar fjármálaráðuneytis. Hann útilokar þó ekki að það takist. Halldór segir að gerð hafi verið athugun í vor sem sýni að í heildina sé rekstur stofnana rikisins nokkuð í lagi miðað við áætlanir. Hann segir þetta verða skoðað aftur í júní. „Fjármálaráðneytið gerði ráð- stafanir varðandi þær stofnanir sem sýndu merki þess að erfitt væri að ná tökum á fjármálunum sem eiga að duga til að halda þeim innan íjárlagarammans," segir Halldór. Hann segir að um sé að Eldur í Alaska ELDUR kom upp í gróðurhúsi Alaska í Breiðholti í fyrrinótt. Húsið skemmdist mikið, sem og flest það sem í því var. Þá skemmdist gróður í kring. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn kl. 2.30. Þá logaði glatt í gróð- urhúsi sem stendur sunnan við versl- unarhús Alaska. Eldsupptök eru enn ókunn en ekki þykir ólíklegt að um íkveikju hafi verið að ræða. Um síðustu helgi var komið að nokkrum unglingspiltum þegar þeir voru að reyna að kveikja í húsinu. Piltamir hlupu á brott og náðu ekki að gera neinn óskunda. ræða milli 10 og 15 stofnanir. „Varðandi rekstrartilfærslur eins og lífeyristryggingar, sjúkra- tryggingar, útflutningsbætur, nið- urgreiðslur og fleira þá er í þessum flokki mikið um lögbundnar greiðslur sem í mörgun tilvikum er erfiðara að fást við heldur en rekstur stofnana nema að breyta reglum og lögum,“ segir Halldór. „í vetur var ýmsum lögum og reglum breytt til að ná tökum á þessum kostnaði. Vissulega hefur það tekist vel en þó eru ýmsar blikur á Iofti. Atvinnuleysi verður verulega meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga sem þýðir aukin útgjöld upp á 500 til 600 milljónir. Kjarasamningamir munu hafa áhrif á þetta til hækk- unar í kringum milljarð. Nokkrir liðir sjúkratrygginga eins og lyf og lækniskostnaður gætu að óbreyttu farið 200 til 300 milljónir fram yfír það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum," segir Halldór. Morgunblaðið/Ámi Johnsen Nýr frystitogari Ögurvíkur í skipasmíðastöðinni í Flekkefjord í Noregi. Skipið verður einn af stærstu togurum landsins og verður það afhent eigendum sínum í september næstkomandi. Fiskiðjan á Sauðárkróki íhugar kaup á Vigra RE VERIÐ er að semja um kaup Fiskiðjunnar Skagfirðings á Sauðár- króki á togaranum Vigra af skipasmiðastöðinni í Flekkefjord i Nor- egi. Skipasmíðastöðin er að smíða nýjan frystitogara fyrir Ögurvík hf. sem verður afhentur í september nk. og gengu togararnir Ögri og Vigri upp í kaupin. Að sögn Einars Svanssonar, framkvæmda- sfjóra Fiskiðjunnar, hefur Ögurvík milligöngu um samningana. Einar sagði að ef af kaupunum sem hann gengi upp í nýsmíði tog- yrði myndi Fiskiðjan selja Skagfirð- ing úr landi, væntanlega til skipa- smíðastöðvarinnar í Flekkefjord þar ara Ögurvíkur. Skagfirðingur er einmitt smíðaður hjá sömu skipa- smíðastöð, en hann er með einn af stærstu karfakvótum landsins, sem að sögn Einars yrði fluttur yfir á Vigra. „Mér finnst líklegt að af kaupunum verði og að skipið verði komið í rekstur hjá okkur einhvern tíma með haustinu," sagði Einar. Ögri var, eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu, seldur frá skipasmfðastöðinni í Flekkefjord til Granda hf. fyrr á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.