Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 41 Mágkona mín, Gunnvör Braga Sigurðardóttir, hefur lokið sinni lífsgöngu hér á jörðu, eftir hetjulega baráttu. Okkur öllum er þótti vænt um hana finnst hún hafa farið allt- of fljótt. Við erum líklega svo eigingjöm og viljum of oft grípa fram í fyrir gangi forsjónarinnar, því í raun og vem er ekkert eðlilegra en dauðinn frá því er við fæðumst. En það verður stórt skarð við frá, fall henn- ar, það bregður mörgum við er hún hefur annast, en mest honum elsku bróður mínum, er hefur þurft svo mikla hjúkmn og mikinn styrk síð- ustu árin. Ég hefi hugsað svo mikið til þeirra úr fjarlægðinni síðustu vik- urnar og tekið svo sárt að geta ekkert létt þeim erfiðleikana. En þá er gott að geta sent þeim bæn- arkvak og beðið um styrk frá þeim er öllu ræður og þann styrk fékk Gunnvör sannarlega, því frétt hefi ég að hún hafi aldrei æðrast né kvartað. Það stóð ekki á svarinu. Mig dreymdi að við Gunnvör vorum staddar í litlum undurfögrum hvammi, sem er með fegurstu stöð- um á jörðinni, rétt fyrir ofan Ekra í Stöðvarfírði, bernskuheimili Björns eiginmanns hennar. Þama ríkti ólýsanlegur friður, kyrrð, birta og hlýja. Gunnvör hélt á breiðum borða eða bandi, mér fannst hún ætla að fóðra lautina með því. Mér verður litið til hliðar, ég hrópa upp og segi: „Sjáðu alla græðlingana." Hún brosir blítt og við horfum á marga græðlinga misstóra, ásamt ótal litlum blómum, þessum undur- fögm, sem hvergi á íslandi er jafn mikið af á einum stað, sem þessum. Hún hefur gefíð fósturjörðinni marga heilbrigða og fallega græð- linga. Það gladdi mig ósegjanlega mik- ið að vera vitni að því hve tengd hún var þessum stað og hafði ein- mitt kostið sér hann til hvíldar síð- ustu stundirnar. Eftir þetta vissi ég að endalokin vora skammt undan, en aðeins upp- hafið að enn meiri fegurð. Gunnvör hafði marga góða kosti til að bera, t.d. heyrði ég hana aldr- ei tala illt um nokkurn mann. Henni þótti vænt um öll börn og talaði ætíð til þeirra með sérstakri virð- ingu. Ég á henni margt að þakka. Fyrir nú utan það að taka marg- sinnis á móti okkur Birni af alúð, vinsemd og mikilli gestrisni að Meltröð 8 og síðast í Vogatungu 61, þá lögðu þau hjónin á sig langt ferðalag til að samgleðjast mér er ég átti merkisafmæli, í því tilefni flutti hún þá einu ræðu er flutt hefur verið mér til heiðurs á allri ævinni. Fyrir mörgum árum dvöldum við Björn sex vikur erlendis. Þá lét Gunnvör sig ekki muna um að bæta ungum syni okkar við hópinn sinn. Það hefur stundum hvarflað að mér hvað þau hjónin hefðu gert ef við hefðum ekki komið aftur eins og stundum vill verða. Ég er viss um að þau hefðu ekki látið hann frá sér, þau réðu aldrei við gjafmild- ina og hjálpsemina, voru allra manna vísust til að láta allt sitt til náungans til að greiða götu hans. Það er hinn sanni kristindómur. Mig langar að bæta við, þó ég viti að Gunnvöra er ekki nein þægð í því, hve fjölhæf hún var. Hún kom stundum í sérkennilega fallegum fötum, sem hefðu allt eins getað verið frá tískuhúsum erlendis, hún hafði þá sniðið þetta og saumað. Hún var mjög fljót að útbúa veislu- borð, þó maður kæmi án þess að gera boð á undan sér, með blómum, kertaljósi og fallegri litasamsetn- ingu. Henni virtist auðvelt að mynda marga leikhópa á fjölmennu ættarmóti er haldið var á Stöðvar- firði fyrir nokkrum árum, gaf að- eins efnið. Þetta tókst með ágætum án nokkurs undirbúnings, laðaði fólkið saman og það var ánægt með að vera þátttakendur í mótinu. Við munum sakna vinar í stað á næsta ættarmóti. Virðing mín og þökk fylgja henni inn á eilífðarlandið, Þorbjörg Einarsdóttir, Hóli, Stöðvarfirði. og Gunnþórunn Steinarsdóttir við afgreiðsluborðið i nýja far- fuglaheimilinu á Bakkafirði. Bakkafiörður; Farfugla- heimili opnað á Bakkafirði Bakkafirði. HINN 1. júní sl. var opnað far- fuglaheimili í skólahúsnæði Bakkafjarðar og verður það opið alla virka daga frá kl. 15-22 en frá kl. 13-18 á sunnudögum. Opið verður í allt sumar til 31. ágúst. Hægt er að taka við 60-70 manns til næturdvalar í einu, mat er hægt að fá ef pantað er. Einnig verður boðið uppá austurlenskan mat á sunnudagskvöldum, matreiddan af Bakkfírðingum af austurlenskum uppruna. Nauðsynlegt er að panta fyrir kl. 22 á laugardagskvöldum í þann mat. Tvær stúlkur, þær Arndís Einars- dóttir og Gunnþórunn Steinarsdótt- ir, munu reka farfuglaheimilið í sumar og era þær mjög bjartsýnar því boðið er uppá flest allt sem hugurinn stendur til í sumarfríi, svo sem bátsferðir, bæði til fuglaskoð- unar og stangveiði, silungsveiði í vötnum og veiði á bryggjunni sem hefur oft gefíð mikla og góða veiði. Gönguferðir, bæði á eigin vegum og svo með leiðsögumanni og þá út í Digranesvita sem er mjög falleg leið. - Á.H.G. TJöfðar til XI fólks í öllum starfsgreinum! Selabændur hvattir til að hefja selveiðar að nýju: Markaður opnast fyr- ír 1.000 kópaskimi Selskinnsflíkur frá Eggert feldskera á haustsýningum í Þýskalandi Morgunblaðið/Sverir Eggert Jóhannsson feldskeri vinnur með selskinn og við hlið hans er fullbúin selskinnskápa. SELABÆNDUR hafa fengið pantanir frá dönskum skinna- kaupmanni og Grænlendingum á hátt í þúsund kópaskinnum. Samtök selabænda hafa því beðið bændur um að veiða sel í sumar. Markaður fyrir sel- skinn lokaðist um 1980 vegna mótmæla græhfriðinga. Sú andúð á selveiðum og selskinns- flíkum sem vakin var upp er nú að mestu liðin hjá, að sögn Árna Snæbjörnssonar hlunn- indaráðunauts Búnaðarfélags Islands, og síðustu árin hefur markaðurinn verið að byija að opnast aftur. Árni sagði að selabændur hefðu verið í samvinnu við Eggert feld- skera um framleiðslu á fatnaði úr selskinnum. Þá hefðu nokkur hundruð skinn verið seld til Græn- lands og í fýrrahaust hefðu 100 verið flutt út til Danmerkur. Allt hefði þetta gengið vel. I fram- haldi af þessu hefðu borist pant- anir frá dönskum skinnakaup- manni og Grænlendingum um kaup á hátt í 1.000 skinnum en fjöldinn væri enn ekki ljós. Græn- lendingar þurfa skinn af lands- elsskópum í ákveðna hluta þjóð- búngins síns en þar sem lítið veið- ist af landsel við Grænland kaupa þeir skinnin héðan. Eggert Jóhannsson feldskeri á Skólavörðustíg sagði í samtali við Morgunblaðið að í samstarfí við Samtök selbænda hefði hann ver- ið að þróa nýjar vinnsluaðferðir við selskinn. Frá því selskinnsflík- ur vora síðast í tísku hefðu orðið miklar breytingar á aðferðum við skinnaframleiðslu og væri hann að fínna leiðir til að nota nýjustu aðferðir við selskinnin. Hann sagðist fara sér hægt, einbeita sér að innanlandsmarkaðnum og þeg- ar aðferðirnar væru fullþróaðar væri hægt að snúa sér að útflutn- ingi. Eggert sagði reyndar að umboðsmaður sem hann hefði í Þýskalandi hefði beðið um sýnis- hom til að setja á haustsýningarn- ar og færi lítið úrval til hans fyr- ir þann tíma. Sagðist Eggert ekki gera sér miklar vonir um árangur í haust en að hægt yrði að auka áhersluna á útflutning að ári. Eggert sagðist leggja mesta áherslu á herraflíkur og fallegan hversdagslegan fatnað á bæði kynin. Selskinnsjakkar og stuttar kápur væru vinsælustu flíkurnar. Á þriðja tug íslenskra karlmanna ganga nú um í selskinnsjökkum frá Eggerti. Hver jakki kostar á bilinu 165 til 200 þúsund krónur. Sagðist Eggert eingöngu fram- leiða flíkur af hæsta gæðaflokki. Engin gerviefni væra notuð, töl- urnar væra til dæmis úr hvalskíð- um eða tönnum og nautshomum. Þó Eggert sé lítið farinn að huga að útflutningi er talsvert um að útlendingar sem hér eru á ferð komi í verslunina og kaupi sel- skinnsflíkur. Hann néfndi sem dæmi að bandaríski djasssöngvar- inn Jon Hendricks hefði pantað sér jakka úr dökkgrænum sel og þverslaufu í stíl þegar hann var hér á ferð á dögunum. Eggert notar 200-300 selskinn í framleiðsluna á ári. Áður en markaður fyrir sel- skinn hrandi vora veiddir árlega 4-6 þúsund landselskópar hér við land. Bændur fengu sem svaraði einu lambsverði fyrir skinnið en verðið er mun lægra við útflutning nú, 2.500 krónur fyrir spýtt skinn, sem er um þriðjungur af lambs- verði að sögn Áma Snæbjömsson- ar. Taldi Ámi að þetta verð dygði varla fyrir kostnaði en sagði að þetta væri aðeins byijunin og verði myndi væntanlega hækka smám saman. t Ástkær fafiir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÁSGEIRSSON frá Bíldudal, Háengi 4, Selfossi, verðurjarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 15.júníki. 13.30. Guðrún Kristjánsdóttir, Ríkharður Kristjánsson, Björk Kristjánsdóttir, Víðir Kristjánsson, Sigurleifur Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabarn. Guðmundur Þ. Ásgeirsson, Ida Sveinsdóttir, Diðrik Óiafsson, , Aðalbjörg Helgadóttir, Þórunn Jónsdóttir, t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUDRUN INGIMUNDARSON, fædd MJATVEIT, andaðist 8. júní sl. á Droplaugastöðum. Útförin fer fram í kapellu Fossvogs- kirkju mánudaginn 15. júní kl. 15.00. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugarstaða fyrir alúðlega umönn- un og hlýju í herinar garð á liðnum árum. T ryggvi Ólafsson, Aðalheiður Svavarsdóttir, Edda Ólafsdóttir, Árni Sófusson, Lilly Boröy, TrygveBoröy, barnabörn og barnabarnabörn. Útför t VALDIMARS JÓNSSONAR frá Hallgilsstöðum verður gerð fró Akureyrarkirkju mánudaginn 15. júní kl. 13.30. Guðbjörg Valdimarsdóttir, systkini, börn og barnabörn. t Útför föður okkar, tengdaföður og afa, BALDVINS HERMANNS JÚLIUSSONAR, Skorhaga ■ Kjós, verður gerð frá Reynivöllum íKjós þriðjudaginn 16. júníkl. 14.00. Júlíus Baldvinsson, Dagný Jónsdóttir, Emma Baldvinsdóttir, Stefán Einarsson, Hermann Baldvinsson, Berit Þórhallsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. Birtjng afmælis- og minningargreina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.