Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 52
MICROSOFT, einar j. WINDOWS. SKÚLASONHF MORGUNBLAÐW, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK \ SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÚSTHÓLF 1665 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Miðbakkinn stækkaður Morgunblaðið/Ámi Sæberg Framkvæmdir við stækkun Miðbakkans í Reykjavíkurhöfn hófust í síðustu viku og á myndinni er sanddæluskipið Sóley. Áætlað er að verkefnið taki um tvö ár. Að sögn Hannesar Valdimarssonar, hafnarstjóra, skapast aukið svæði til hafnarstarfa með stækkun Miðbakkans og fyrir Geirsgötu, sem tengir Sæbraut og Mýrargötu. Sjá ennfremur á bls. 18. Ferðaskrifstofan Flugferðir-Sólarflug hættir starfsemi: Um 2.200 viðskiptavinir áttu bókað flug með skrifstofunni ^ FERÐASKRIFSTOFAN Flugferðir-Sólarflug hætti starfsemi í gær. Fyrirtækið gat þá ekki lengur staðið við skuldbindingar sínar um fyrirframgreiðslu til Flugleiða, sem Sólarflug samdi við á miðviku- dag um flutning viðskiptavina sinna. Alls áttu 2.225 manns bókað flug til útlanda á vegum Sólarflugs í sumar. Stór hluti þessa hóps hafði þegar greitt ferð sína og fengið farseðil í hendur. Síðasti hópurinn á vegum Sólar- flugs fór utan í gærmorgun, en á sjötta tug farþega, sem áttu bókað far með ferðaskrifstofunni síðdegis í gær, urðu að greiða farseðla sína með Flugleiðum í annað sinn, þar sem ferðaskrifstofan hafði ekki greitt fyrir för þeirra. 27 skemmti- ferðaskip væntanleg í SUMAR eru 27 skemmti- ferðaskip væntanleg til Reykjavíkur og er gert ráð fyrir að þau verði í Sunda- höfn. Stærst þeirra er Crystal Harmony sem væntalegt er í september. Skipið er er 241 metri að lengd og með stærstu skipum sem hingað hafa kom- ið. Að sögn Sigurðar Þorgríms- sonar yfírhafnsögumanns eru þau öll væntanleg að morgni dags og halda héðan síðdegis. Flest skipanna koma einnig við á Akureyri og halda síðan með strönd Noregs og til Spitzbergen á Svalbarða. Flugleiðir höfnuðu í gær ósk Guðna Þórðarsonar, forstjóra Sólarflugs, um að yfirtaka rekstur ferðaskrifstofunnar og þar með skuldbindingar um að flytja þá við- skiptavini hennar, sem áttu bókað far, um 2.200 talsins. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að greiðslustaða Sólarflugs sé svo slæm, að flugfélagið hefði ekki haft neinn hag af slíkri yfír- töku. Samgönguráðuneytið afturkall- aði í gær ferðaskrifstofuleyfi Sólar- flugs. Ráðuneytið hefur jafnframt samið við Flugleiðir um að_ flytja aftur til landsins 300-400 íslend- inga, sem staddir eru erlendis á vegum ferðaskrifstofunnar. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði að hægt væri að ráðleggja fólki tvennt. Annars vegar að fylgjast vel með fréttum og leggja fram kröfu í bú Flugferða-Sólarflugs, sem hann sagðist eiga von á að yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Spurningin væri hins vegar hvort búið ætti einhveijar eignir og þótt svo væri, væru kröfur viðskiptavin- anna ekki forgangskröfur, þannig að ekki væri líklegt að menn fengju fé sitt endurgreitt. Hins vegar væri hægt að reyna að fá greiðslu- Viðskiptavinir Flugferða-Sólar- flugs komu að luktum dyrum hjá ferðaskrifstofunni i gær. kortaviðskiptum rift. í fréttatilkynningu, sem Flug- ferðir-Sólarflug sendi frá sér í gær, segir að helztu orsakir rekstarstöðvunarinnar séu „minnk- andi eftirspurn vegna fjaðrafoks í fjölmiðlum, harðari samkeppni vegna lækkunar fargjalda í áætlunarflugi og almennur sam- dráttur vegna versnandi efnahags- ástands í þjóðfélaginu". Ekki náð- ist í Guðna Þórðarson, forstjóra fyrirtækisins, í gær. Ekki liggur því fyrir hversu margir viðskipta- vinir höfðu greitt ferðir sínar og hveijir eiga möguleika á að fá fjármuni sína endurgreidda. Sjá einnig fréttir á bls. 22 og 23. Verðbréfafyrirtækin: Gagiirýna aðhafaekki verið höfð með í ráðum FULLTRÚAR verðbréfafyrir- tækja gagnrýna að hafa ekki ver- ið hafðir með í ráðum við samn- ingu lagafrumvarpsdraga um verðbréfafyrirtæki vegna samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið. Þeir telja þó að fyrirsjáan- legar breytingar á fjármagns- markaði vegna EES séu jákvæðar. Helstu breytingar sem verða á starfsskilyrðum verðbréfafyrirtækj- anna samkvæmt frumvörpunum eru að þeim verður óheimilt að reka verð- bréfasjóði og gerð verður krafa um að verðbréfasjóðir fjárfesti a.m.k. 90% eigna sinna í skráðum verðbréf- um. Gunnar Helgi Hálfdánarsson, for- stjóri Landsbréfa hf. og formaður Samtaka verðbréfafyrirtækja, sagði að fylgst yrði með því hvort verið væri að þrengja reglur óþarflega mikið. Þá sagði hann óheppilegt hve aðlögunarfrestur að hertum kröfum um Qárfestingu verðbréfasjóða væri skammur. Gert er ráð fyrir að fyrir- tækin fái eins árs aðlögunarfrest. Sjá einnig bls. 16. Fangbrögð í flugvélinni MANNI var í gærmorgun gert að greiða 20 þúsund króna sekt eftir að hann olli vandræðum vegna drykkju- láta um borð í flugvél Flug- leiða á leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur síðdegis á fimmtudag. Þegar flugvélin var rétt ókomin til Reykjavíkur veittist drukkinn maðurinn að flug- freyju og taldi félagi hans það honum til lítils sóma. Sá drukkni kunni athugasemdum hans illa og urðu úr allnokkrar stimpingar, sem flugstjórinn taldi skapa hættu í aðfluginu. Þegar flugvélin lenti á Reykja- víkurflugvelli biðu laganna verðir eftir mönnunum. Öðrum var fljótlega sleppt úr haldi, enda hafði hann gert sér far um að halda hinum, svo hann gerði ekki meiri óskunda. Hin- um var boðin gisting í fanga- geymslum um nóttina. Hartn reiddi fram 20 þúsund króna sekt fyrir óspektimar í gær- morgun. Ný umhverfisvænni olía hjá Skeljungi: Sparar skipum milljónir SKELJUNGUR hf. hefur hafið innflutning á hreinolíu fyrir skip sem ber nafnið Shell Marine Special Destillat og kemur frá Shell í Nor- egi. Að sögn Krístins Björnssonar, forstjóra Skejjungs, hefur þessi olía reynst mjög vel í Noregi þar sem hún hefur verið notuð í nokkur ár. Verð á hinni nýju olíu mun a.m.k. verða um 10% lægra en verð á gasolíu. Kristinn segist áætla að um 260 milljónir lítra af gasolíu seljist á ári en lítrinn kostar 20,7 krónur. Því seljist gasolía fyrir um 5,4 milljarða árlega en sama magn af hrein- olíunni myndi_ kosta um 540 milljón- um minna. „Áætla má að lítill skut- togari gæti sparað rúmlega tvær milljónir á ári en stærri skuttogari gæti sparað um 4-5 milljónir á ári með því að skipta frá gasolíu yfír í Shell Marine Special Distillat. Þetta aukna vöruúrval er liður í aukinni samkeppni á milli olíufélag- anna hérlendis. Hreinolían er með mikið vaxinnihald og þykir þvi fara vel með vélar. Auk þess inniheldur hún lítið af brennisteini og því er hún mun umhverfisvænni en t.d. svartolía.“ Nú er hin nýja olía til í Reykjavík en verið er að kanna hvort áhugi sé fyrir því hjá aðilum úti á landi að boðið sé upp á hana þar. „Önnur nýjung sem Skeljungur er nú að taka upp er að kaupa bens- ín frá Noregi í stað Hollands og það mun vera með um helmingi lægra brennisteinsinnihald en bensín al- mennt. Það dregur geysilega út lykt- armengum og auk þess mynuast minni annarskonar mengun," segir Kristinn Bjömsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.