Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 LISTAHATIÐ I REYKJAVIK 1993 Hín hæga þensla ________Myndlist Bragi Ásgeirsson Til sanns vegar má færa, að myndlistin hafi af fullum krafti haldið innreið sína á Listahátið um síðustu helgi, en þá voru opn- aðar sýningar í listhúsum víða um borgina og ein mikil í Hafnarborg í Hafnarflrði. Að vísu höfðu Listasafn íslands og Kjarvalsstaðir opnað glerfínar sýningar í upphafi hátíðarinnar, en það er af hinu góða að ekki opni allar sýningar í einu, því það gerir bæði listrýnum sem fjölmiðl- um róðurinn auðveldari að gera sýningunum skil Auk þess væri of mikið á fólk lagt að rækta all- ar sýningarnar sama daginn, og er hætta á að hinar stóru sýning- ar drægju eðlilega flesta að á kostnað hinna minni og að ein- hveijar mættu óverðskuldað af- gangi. Sú varð líka raunin, að mikil örtröð var á sýningamar þennan laugardagseftirmiðdag og þannig var mikilum erfiðleikum bundið að njóta yfírlitssýningar Hjörleifs Sigurðssonar í Norræna húsinu nær klukkustund eftir að hún opnaði, auk þess sem illmögulegt var að fá bílastæði, slík var örtröð- in er mig bar að garði. Ég hafði ákveðið að kanna að- sóknina á opnanir þennan dag, en ég forðast þær frekar en hitt, enda kominn á sýningar til að skoða verkin en ekki fólk. Varð svo sannarlega ekki fyrir von- brigðum, því alls staðar var auð- sjáanlega mikið um að vera, en hins vegar gat maður ekki verið á nema einum stað í einu og hafði ekki lagt opnunartímana sérstak- lega á minnið, telst ég því ekki 100% heimild. En langmest að sókn virtist mér á sýningar verka þeirra Hjörleifs og Kristjáns Davíðssonar, en til Hafnaríjarðar komst ég hins vegar ekki. Þá veit ég að aðsókn hefur verið góð á þessar sýningar, sem er til marks um það að áhugi á vönduðum sýningum í sambandi við Listahátið er mikill. Má það vera eðlilegt, því sjaldan gefst fólki jafn gott tækifæri til að mynda sér marktækt yfirlit yfír það sem hefur gerst og er að gerast. Datt mér í hug að nú skorti einungis á að bæta einnig við einni sterkri samsýningu til að fólk fengi enn gleggra yfírlit. Þátt samsýninga má nefnilega ekki vanrækja, en hann er víða drjúgur á listahátíðum ytra. Það var vel til fundið hjá Nor- ræna húsinu og Félagi íslenzkra myndlistarmanna, að efna til yfír- litssýningar á verkum Hjörleifs Sigurðssonar og telst tvímæla- laust til merkari myndlistarvið- burða ársins. Hjörleifur var um árabil í fararbroddi framsækinna listamanna á íslandi, m.a. formað- ur FÍM í fjögur ár á erfiðum og umbrotasömum tímum. Þá skrif- aði hann listrýni um sextán ára skeið eða frá 1955 til 1971 og þar af reglulega í dagblaðið Vísi frá 1966-1971, eða um fímm ára skeið. Einnig ritaði hann sjálf- stæðar greinar um ýmislegt úr heimi listarinnar fyrir og eftir þennan tíma og sá um útvarps- þáttinn Úr heimi myndlistarinnar 1952-53. Auk þess var hann með í framkvæmd ýmissa merkra sýn- inga hér heima og erlendis. Þrátt fyrir að Hjörleifur hafí þannig komið víða við og á stund- um verið í eldlínunni, þá var aldr- ei mikill hávaði í kringum hann, enda allt slíkt langt frá skapferli mannsins. Þá hafa einkasýningar hans einkennst af látleysi og hóg- værð eins og raunar listsköpun hans einnig. Það eru tvímælalaust hina'r innri lífæðar myndflatarins og hæga þensla, sem áhugi Hjörleifs hefur beinst að alla tíð, og hann hefur verið einstaklega fráhverfur íburðarmiklu yfirborði og form- rænum glæsileika. Af þeim sökum hefur hann verið seintekinn, en það má vera ljóst, að hann var þrátt fyrir allt einn eftirtektar- verðasti málari sinnar samtíðar og einmitt fyrir þessa eiginleika ásamt merkilegri þijósku og stað- festu. Það var nefninlega svo margt spennandi að gerast allt um kring, bæði hvað snerti óhefta litamameðferð, sem og uppstokk- un í meðferð forma og myndbygg- ingar, sem freistaði svo margra að glíma við. Efniskennd litaí sem byggðist á því að þykkt væri smurt á léreft- ið, var Hjörleifi einnig fjarri skapi. Þó einn af eðlisþáttum listar hans væri einmitt að dýrka efniskennd- ina, en þá efniskennd, sem næst í litnum sjálfum og til þess notaði hann sérstaka aðferð, er byggðist á að nudda litnum örþunnt á lér- eftið. Á þann hátt náði hann í senn fram vissri efniskennd í litn- um auk þess, sem að grunnur lér- eftsins skein í gegn og með þess- um hætti náði hann sjaldgæfri lit- og lífrænni dýpt. Um leið varð liturinn loðinn, loftrænn og efnis- kenndur, svo að á stundum minnti á vefnað, en í jákvæðri merkingu. Til þess að ná fram slíkri áferð nota menn jafnvel tuskur og fing- urgómana meira en penslana, en finnist einhveijum þetta óvirðuleg aðferð má benda á að engínn minni málari en Joseph Mallord William Tumer (1775-1851) not- aði hana í mörgum mynda sinna, þótt engan annan skyldleika sé að fínna í myndum þeirra. Yfirlitssýningin er þannig skip- ulögð, að í Norræna húsinu skipt- ist hún niður í fimm afmarkaða flokka: Parísartímann 194—52, Lýriskar abstraktmyndir. 1965- 1969, Regn og haf 1969-1979, Landslagsmyndir 1977-1983 og Laukar og strengir 1986-1992, en í FÍM-salnum í Garðastræti 6 em sýnd Geometrísk abstraktverk 1952-1961. Hér er að mínu mati viturlega að verki staðið, því að geomet- rísku abstraktverkin hefðu sum hver ofíð heildarmyndina í Nor- ræna húsinu og gert hana þyngri og ósamstæðari. Þó eru nbkkrar myndir undanskildar svo sem „Blotr“ (9) og „Pastorale" (11) og þær em báðar af yngri gerð eða frá 1964-1965 og eiga því frekar heima í Norræna húsinu. En Iíti maður til baka má vera ljóst að þessar myndir eru frávik frá lýriskum persónueinkennum listamannsins, sem skína á ein- hvern hátt í gegnum öll önnur tímabil listar hans. Maður getur þó mjög vel skilið að Hjörleifur skyldi hrífast af ein- faldleikanum ásamt byggingar- fræðilegu lögmálunum og litræna Hjörleifur Sigurðsson stígandanum í geometríunni, og víst er að menn almenn líta þetta tímabil allt öðrum augum í dag en lengstum áður. Má segjar að. með nýjum tímum og losaralegri vinnubrögðum í málverkinu og myndlistinni yfirleitt fái þessi teg- und listar nýtt vægi og er það í samræmi við það lögmál, að listin kallar alltaf á andstæðu sína. Stóra myndin „Öxulborg" (1955-1956), sem er í eigu Lista- safns íslands, er þannig fyrir marga hluti merkilegt framlag til íslenzkrar listar, þótt hún virki í senn ofhugsuð og ofunnin og beri svip af þurri listrænni heimspeki. Á þessu tímaskeiði sigldu ýmsir geometrískir málarar, eða aðrir sem ekki vildu ánetjast geometrí- unni, listrænu fleyi sínu í strand og máluðu nær ekkert í nokkur ár, þótt flestir ef ekki allir væru í listrænum athöfnum, eða dútli á öðrum vettvangi. Þetta var stór- merkilegt tímabil, sem ekki hefur ennþá verið krufið sem skyldi, en listræn sannfæring og köllun við- komandi liggur naumast nægilega djúpt ef menn verða jafnan að fara eftir straumum að utan. Í sjálfu sér eru þessar myndir mjög vel málaðar en hafa í sér full sterka tilvísun til annarra málara tímanna. En hins vegar var geometríski skólinn mikill lærdómur þeim sem kunnu að hagnýta sér hann, en mörgum yfírsást að hann er líkt og öll önnur þekkjanleg lögmál einnig til í náttúrunni og mannslíkaman- um. Annað var einungis heim- speki og hagnýt hugmyndafræði, sem tengdist húsagerðarlist og skipulagi, fjölþættum lögmálum myndbyggingarinnar og hreinni litafræði. Án efa hefur Hjörleifur tileink- að sér margan lærdóm í hinum geometrísku tilraunum, sem hann svo hagnýtti sér seinna í lýriskum abstraktsjónum og línuhrynjandi á myndfleti. Það er einmitt þetta sem málara nýrri kynslóða skort- ir, áunnin tilfínning fyrir skipu- lögðu samræmi á myndfleti, þótt það sé mjög í frjálsum búningi. Þótt Hjörleifur hafi eðlilega sótt ýmislegt til hræringa Parísar- skólans í sínum elstu myndum finnur maður í þeim einhvem per- sónulegan streng sem hann tekur svo upp aftur og þróar í lýrisku abstraksjónunum, sem eru að mínu mati hámark yfirlitssýning- arinnar og hefði mátt vera stærri hluti hennar. Þessi í senn áunnu sem upp- runalegu skynrænu tilfinningar þróar Hjörleifur svo áfram í vatns- litamyndum sínum og það er næsta alveg rökrétt áframhald að fara svo útí stílfærðar landslags- stemmningar eins og á sér stað í myndaflokknum frá Noregi og Kína, og einkum eru myndirnar tvær frá Kína ríkar af skynrænum tilfínningum. Eftir þetta tímabil kemur eyða í ártölum mynda og má vera eðli- legt í ljósi aðstæðna og veikinda Hjörleifs. Er hann fer að mála aftur eru það litlar vatnslitamynd- ir, en þær búa margar yfír sömu eiginleikunum í lit og formi og margt sem áður kom frá hans hendi og ekki er um neitt aftur- hvarf né endurtekningar að ræða. í heild er þetta mjög samstæð og vel upp sett sýning og á það við á báðum stöðum. Gefin hefur verið út smekkleg sýningarskrá með nokkrum litmyndum og mjög gagnorðum og greinargóðum for- mála Harðar Ágústssonar, ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum um lífshlaup listamannsins. Munsturdýrið maður Dansflokkur Maguy Marin sýn- ir CORTEX á Listahátíð Sviðið er fullt af neysluvarn- ingi sem dreift hefur verið af handahófi. Innkaupakörfur standa á víð og dreif. Karlar í dökkum fötum og konur í lérefts- sloppum ráfa svipbrigðalaust um, hirða upp varninginn og koma honum fyrir í körfunum. Þeim er ýtt út af sviðinu og skipulag tekur við af glundroða. Þannig er upphafíð að Cortex, seinni sýningu dansflokks Maguy Marin á Listahátíð; sýningu þar sem Maguy Marin fjallar um manneskj- una á mjög sérstæðan hátt; „Við erum fangar erfða okkar,“ hefur hún sagt og sýningin fjallar um hvemig við erum dæmd til að end- urtaka hugsunarhátt, hegðun og jafnvel hreyfíngar forfeðra okkar og mæðra. Það er nánast ómögu- legt að breyta ytra og innra munstri. Um leið fjallar Maguy Marin um tilgangsleysið. Eftir upphafsatriði sýningarinnar koma dansaramir aftur á sviðið og ein konan tilkynn- ir að „veskið hennar sé úr bláu Marokkóleðri". Hver tilgangurinn er, veit enginn - en víst er að þarna er Marin að skírskota til þess að manneskjan reynir að öðlast tilgang í gegnum vömmerki eða dauða hluti; hún verður að fínna einhvern tilgang utan við sjálfa sig, því innra með henni er allt tilgangslaust. Um leið tengir hún atriðið við upphafið, Úr Cortex. þar sem hún ijallar um sóunina; við verslum hreinlega blint og af göml- um vana og mikið af því sem við kaupum, fer í ruslið. Það er sóun alls staðar Eftir því sem líður á sýninguna, færist áherslan í auknum mæli frá sóuninni á hlutum, varningi og umhverfi yfir á manneskjuna. Dansararnir hafa texta á ensku sem er fluttur eins og kennsluefni fyrir útlendinga. Mannleg samskipti eru í frösum, tilkynningum; á yfirborð- inu. Dansararnir fækka smám sam- an fötum, þar til þeir standa sem berskjaldaðar manneskjur á sviðinu og í lokaatriðinu hnýtir Marin sam- an alla enda og undirstrikar hug- myndir sínar um erfðir: Dansararn- ir hlykkjast eftir sviðinu, gólandi, samanhlekkjaðar beinagrindur og röðin virðist ná aftur til grárrar fomeskju. Það hefur verið sagt að Maguy Marin gefi dansinum nýja merkingu - og víst er að hún hefur gengið einna lengst allra dahshöfunda í að afmá skilin milli danslistar og leik- listar. Við fyrstu sýn virðist ekkert hefðbundið við dansverk hennar og þau virðast eiga lítið skylt við ball- ett - en samt er Cortex dansverk og hreyfingarnar eru dans - því enginn annar en danshöfundur gæti samið og byggt upp þær hreyf- ingar sem í verkinu eru. Og það er alveg jafn Ijóst að til að dansa verkið, þarf þrautþjálfaða dansara í mjög góðu líkamlegu ástandi. Úm leið breytir Maguy Marin skynjun okkar á hvunndeginum; hlutirnir eru ekki á sínum stað, ekkert er eins og við vildum gjarn- an hafa það. Hvert atriði skilur eftir ágengar hugsanir og spuming- ar. En þótt verkið virðist einfalt og efni þess sé gagnrýnið og ágengt, er það ekki síst sérstætt skopskyn Marin sem gerir verkið aðgengi- legt. Sum atriðin eru eingöngu til að skemmta áhorfandanum, auk þess sem Marin gerir óspart grín að heilögum kúm samfélagsins. ssv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.