Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 Borað eftir herflug- vél í Grænlandsjökli HÓPUR bandarískra flugáhugamanna hefur I vor dvalist á Græn- landsjökli til að reyna að ná upp herflugvélum sem legið hafa þar siðan á stríðsárunum. Þær eru nú á rúmlega 90 metrar dýpi. Bandríkjamennirnir hafa borað og er véln í betra ásigkomulagi í júlí árið 1942 voru átta her- flugvélar á leið til íslands, sex af gerðinni Lockheed P-38F „Lig- htning" og tvær af gerðinni Bo- eing B-17E „fljúgandi virki“. Sag- an segir að þýskum kafbát hafi lánast að senda villandi veður- skeyti til flugvélanna. Flugsveit- ina hrakti af leið og varð að nauð- lenda á Grænlandsjökli, um 160 km vestur af Kulusuk. Áhöfnun- um var bjargað en vélarnar gróf- ust niður í jökulinn og eru nú á um 90 metra dýpi. Nú eru þessar flugvélagerðir safngripir í miklum metum. í tíu ár hafa bandaríkskir áhugamenn í Grænlands-leiðang- ursfélaginu, „The Greenland expediton society" reynt að endur- heimta vélarnar. Lockheed-fyrir- holu niður að einni flugvélinni en ætlað var. tækið og ýmsir áhugmenn um flugsögunna hafa styrkt og stutt leiðangursfélagið. Forystumaður í félaginu er Patrick Epps sem rekur einkaflugfélag í Átlanta í Georgíufylki. Epps hefur sérhæft sig í sjúkraflugi og líffæraflutn- ingum. Árið 1988 tókst Grænland-leið- angurfélaginu að finna flugvél- arnar með íssjá sem Helgi Björns- son jöklafræðingur hannaði. Árið 1990 tókst að bora niður að einni flugvélinni en í ljós kom að hún var löskuð vegna jökulfargs en flugvélarnar eru á rúmlega 90 metra dýpi. Einnig kom þá á dag- inn að borgöngin niður að vélinni fylltust af vatni vegna bráðnunar. í byijun maí sl. hófst nýr leið- angur á jökulinn. Leiðangurs- Ljósmynd/P.P. Johnsen Þessi Lockheed P-38F „Lightning“ lenti á Reykjavíkurflugvelli í fyrrasumar. menn eru nú komnir niður að einni flugvélinni. Að sögn Helga Jóns- sonar flugmanns sem sér um flutninga til leiðangursmanna í Kulusuk hafa þeir borað göng með háþrýstigufubor, u.þ.b. einn metra í þvermál, niður að flakinu. Leiðangursmenn hafa nú víkkað göngin út við flugvélina og hreins- að frá vélinni að frátöldu stélinu. Væri þessi flugvél í mun betra ástandi en B-17 vélin sem þeir hefðu komið niður á fyrir tveimur árum, yrði reynt að selflytja vélina í bútum upp á yfirborðið. Banda- ríkjamennimir hafa nú öflugri dælur en fyrir tveimur árum til að halda göngunum þurrum en hins vegar hefur á það verið bent að á meðan vatn sé í göngunum haldist þau opin, sé því dælt burt sé ekki fyrirstaða lengur og hætt við að göngin sígi saman undan fargi jökulsins. Fyrirhugaðar lagabreytingar um verðbréfafyrirtæki vegna EES-samnings: Veldur áhyggjum að fyrirtæk- in voru ekki höfð með í ráðum - segir formaður Samtaka verðbréfafyrirtækja FULLTRÚAR verðbréfafyrirtækja segja fyrirsjáanlegar breytingar á fjármagnsmarkaði vegna Evrópska efnahagssvæðisins vera jákvæð- ar, en gagnrýna að hafa ekki fengið að vera með I ráðum við samn- ingu lagafrumvarpsdraga um verðbréfafyrirtæki. Þeir telja eðlilegt að laga íslenskar reglur að reglum Evrópubandalagsins, en umrædd lagafrumvörp kveði í sumum tilfellum á um þrengri starfsskilyrði en verðbréfafyrirtæki í Evrópubandalaginu þurfí að búa við. Þá segja þeir yóst að breytingar á rekstri verðbréfasjóða hafi óhjá- kvæmilega aukinn kostnað og óhagræði í för með sér. Helstu breytingar sem verða á starfsskilyrðum verðbréfafyrirtækj- anna, samkvæmt frumvörpunum, eru að þeim verður óheimilt að reka verðbréfasjóði. Stofna verður sér- sakt rekstrarfyrirtæki um verðbréf- asjóði og einnig verður sérstakt vörslufyrirtæki að varðveita sjóðina og reikna út virði hlutdeildar. Þá er gerð krafa um að verðbréfasjóð- ir íjárfesti að minnsta kosti 90% af eignum sínum í skráðum verðbéf- Þjófarnir voru gripnir glóðvolgir SKARTGRIPIR, sem lögreglan fann aðfaranótt föstudags, reynd- ust vera úr verslun við Laugaveg- inn, en þaðan hafði þeim verið stolið fyrr um nóttina. Lögreglan fékk ábendingu frá íbúa við Grettisgötu um að menn væru þar á ferð með þýfi. íbúinn hafði séð ungan mann fara inn í garð, fór sjálfur á eftir honum og sá þá manninn tæma bakka með skartgripum í plastpoka. íbúinn spurði manninn hvort hann vildi ekki láta sig fá þýfið og lést maður- inn í fyrstu ekki ófús til þess, en hvarf svo á braut með þýfíð í tösku. Félagar hans þrír biðu hans í bifreið og voru þeir gripnir skömmu síðar á Snorrabraut. Við leit.fann lögreglan hárkollu og hanska skammt frá garðinum^ þar sem maðurinn var með þýfíð. I hönskunum voru samtals um 100 silfurhringir og voru verðmiðar á þeim öllum. Lögreglan taldi í fyrstu að um þýfi úr eldra innbroti væri að ræða, en í gærmorgun var tilkynnt að brot- ist hefði verið inn í verslun við Laugaveg og skartgripum stolið. Þjófarnir höfðu því ekki komist langt, þegar nágranninn árvökuli kom auga á þá. um. Gert er ráð fyrir að fyrirtækin fái árs aðlögunartíma að þessum breytingum eftir undirritun samn- ingsins um Evrópskt efnahags- svæði. Gunnar Helgi Hálfdánarson, for- stjóri Landsbréfa hf. og formaður Samtaka verðbréfafyrirtækja, sagði við Morgunblaðið að EES-samning- urinn væri á margan hátt til bóta og verðbréfafyrirtækin myndu að sjálfsögðu laga starfsemi sína að þeim lögum og reglum sem sett yrðu á grundvelli hans. En Gunnar Helgi sagði að það ylli verðbréfafyr- irtækjunum nokkrum áhyggjum að þau hefðu ekki verið höfð með í ráðum þegar lagafrumvörpin voru samin og því væri óljóst hvort skiln- ingur og inntak flókinna tækniorða hefðu komist að fullu til skila við þýðingu úr lögum Evrópubanda- lagsins. Einnig yrði fylgst með því hvort verið væri að þrengja reglur óþarflega mikið, sérstaklega með hliðsjón af þvi að ísland væri ekki milljónasamfélag og fjármagsmark- aður hér ennþá í mótun. Þá sagði Gunnar Helgi óheppi- legt hve aðlögunarfrestur að hert- um kröfum um fjárfestingu verð- bréfasjóða væri skammur. Þar sem verðbréfaþingið hefði verið mjög veikburða væri stærstur hluti verð- bréfa á íslenskum markaði óskráður og því væri mjög erfítt að heim- færa lög fyrirvaralítið hér á landi sem miðuðust við erlendar aðstæð- ur. Hins vegar væri það jákvætt að á undanfömum misserum hefði verið unnið mikið verk við að endur- bæta og þróa verðbréfaþingið og því yrði auðveldara að mæta þess- um kröfum en ella. Gunnar Helgi taldi að öðru leyti ekki tímabært að tjá sig um einstök atriði þeirra lagafrumvarpa sem fyrir lægju, þar sem verðbréfafyrirtækin væru nú með frumvörpin til skoðunar og munu segja álit sitt á þeim innan skamms. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Fjárfestingarfélagsins, sagði að verðbréfafyrirtækin hefðu sjálf reynt að koma upp þeirri verka- skiptingu, sem lagafrumvörpin gerðu ráð fyrir. Þannig hefði Fj'ár- festingarfélagið aðskilið starfemi verðbréfafyrirtækisins og verðbréf- asjóðanna; sérstök stjórn og fram- kvæmdastjóri væri yfir verðbréfa- sjóðum félagsins. Þannig væri ákveðin aðgreining þrátt fyrir að núgildandi lög gerðu ekki ráð fyrir að það sé nauðsynlegt. Friðrik sagði þó ljóst að þessar auknu kröfur hefðu kostnað í för með sér, en aðspurður sagðist hann ekki treysta sér til að spá um hvar sá kostnaður kæmi niður. Friðrik sagði að fjárfestar hefðu hingað til ekki gert kröfu um að eigir sem þeir fjárfestu í væru skráðar á verðbréfaþingi. í frum- vörpunum væri hins vegar krafa um þetta hvað varðaði verðbréfa- sjóði. „Þama er verið að hvetja til skráningar verðbréfa á verðbréfa- þingi og það kemur hiklaust til með að renna styrkari stoðum undir verðbréfaviðskipti í landinu. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort aðlögunartími að þessum breyting- um sé of skammur," sagði Friðrik. Dýrara fyrirkomulag Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings hf., sagði að þar fögn- uðu menn því að fá að búa við sömu reglur og gildi erlendis. Hins vegar væru mörg ákvæði í þessum frum- varpsdrögum sem þyrfti að breyta, meðal annars væri þar gengið lengra í að hefta starfsemi verðbréf- afyrirtækjanna en heimilt væri samkvæmt þeim reglum sem giltu í Evrópu. Þannig væri gert ráð fyr- ir að stofna yrði rekstrarfyrirtæki um verðbréfasjóði og vörslufyrir- tæki um vörslu eigna verðbréfasjóð- anna. Samkvæmt frumvarpsdrög- unum yrði vörslufyrirtæki verðbréf- asjóðanna að vera annað fyrirtæki en Verðbréfafyrirtækið, en ekki væri sjáanlegt að kröfur um slíkt væru í reglum Evrópubandalagsins. Ekki lægi fyrir hvaða skýringar væru á þessu misræmi. Þá væri alveg ljóst að þetta fyrirkomulag yrði mun dýrara og flóknara en það sem gilti nú. Þá sagði Guðmundur að verð- bréfamarkaðurinn hér á landi væri of lítill til að ákvæði um 90% fjár- festingu verðbréfasjóða í skráðum verðbréfum gæti tekið gildi strax, þar sem tiltölulega fá bréf væru skráð með opinberum hætti. Hins vegar væru þetta reglur sem giltu erlendis og því væri sjálfsagt að þær giltu einnig hér á landi. Þá hefðu eignir verðbréfasjóðanna í vaxandi mæli færst yfir í flokk skráðra verðbréfa, sértaklega eftir tilkomu húsbréfa, þannig að þróun í þessa átt væri þegar hafin. Guðmundur sagði að tekjur Kaupþings af umsjón verðbréfa- sjóða hefðu minnkað hlutfallslega undanfarið, þar sem þær hefðu staðið í stað eða jafnvel minnkað meðan tekjur af öðrum þáttum starfseminnar hefðu aukist. Vilborg Lofts, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka hf., sagði að krafa um 90% fjárfestingarhlutfall í skráðum verðbréfum kæmi ekki illa við fyrirtækið því VÍB hefði áður tekið ákvörðun um að stefna að því að fjárfesta alfarið í markaðverð- bréfum. Hins vegar fælist töluvert óhag- ræði í að stofna sérstakt rekstrarfé- Iag og vörslufélag um verðbréfa- sjóðina. Óljóst væri enn hvernig úr því yrði leyst en til greina kæmi að flytja vörslu sjóðanna aftur til íslandsbanka. Vilborg sagði að á síðasta ári hefðu um 35% af tekjum VÍB kom- ið vegna umsjónar með verðbréfa- sjóðum en það hlutfall hefði lækkað töluvert á þessu ári. Ragnar Jónasson hjá Verðbréfa- viðskiptum Samvinnubankans sagði umræddar lagabreytingar ekki hafa svo mikil áhrif á sarfsemi þess fyrir- tækis þar sem það væri fyrst og fremst verðbréfamiðlari en ræki ekki verðbréfasjóð. Svipað á við um starfemi Handsals hf., að sögn Eddu Helgason forstjóra, þar sem fyrirtækið rekur ekki verðbréfasjóð. Edda sagðist telja þessar fyrirhug- uðu lagabreytingar jákvæðar og þær myndu ýta undir skráningu verðbréfa. Verðbréfamarkaðir yrðu að vera sýnilegir til að vera mark- tækir og virkir. Hins vegar yrðu alltaf einhver bréf óskráð og vænt- anlega yrði að setja einhveijar regl- ur um viðskipti með slík bréf. Edda sagðist einnig telja mjög eðlilegt að skilja á milli verðbréfa- sjóðanna og verðbréfafyrirtækj- anna því ekki væri eðlilegt að sömu aðilar ráðstöfuðu fé sjóðanna og ákvæðu verðlagningu á bréfum. Sjómanna- dagsblaðið komið út Sjómannadagsblað sjómanna- dagsráðs í Reykjavík er komið út. Blaðið fjallar um margvísleg hagsmunamál og hugðarefni sjómannastéttarinnar. Ásgeir Jakobsson rithöfundur er rit- stjóri blaðsins. Sjómannadagsblaðið 1992 er 128 blaðsíður og fjallar um mál- efni sjómannastéttarinnar í nútíð, fortíð og framtíð. Meðal efnis má nefna viðtöl við sjómenn. Guðmundur Hallvarðsson, formað- ur Sjómannafélags Reykjavíkur, fjallar um Lífeyrissjóð sjómanna og einnig um breytingar á sjó- mannaafslætti sem gerðar voru á Alþingi í vetur. Guðjón A. Krist- jánsson, formaðúr Farmanna- og fiskimannasambandsins, skrifar um stjómun fiskveiða. Einnig má nefna grein um fiskveiði og útgerð- arlíf í Hafnarfirði fram til 1940. í ávarpsorðum ritstjóra segir að það hafí fyrr verið kynnt að Sjó- mannadagsblaðinu væri ætlað að fjalla um þau mál sem efst væru á baugi hverju sinni. í þessu blaði væri þó að mestu leyti sneytt hjá því að fjalla um mál málanna nú, þátttöku okk^t í Efnahagsvæði Evrópuríkja, aðeins hvatt til að sjómannastéttin velji sér menn til að hlutast til um gang mála. Rit- stjóri segir að samningurinn ætti að verða mönnum ljós í sumar. „Fyrr er út í hött að fjasa um málið. Málæðisgangurinn er þó hafinn og talað í allar áttir. Mörg- um finnst óbragð að þessu efna- hagssvæðismáli, en það er nú af brennivíni og hákarli líka. Það er ekki alltaf að marka óbragðið í fyrstu," segir í ávarpsorðum Ás- geirs Jakobssonar. ------» ♦ ♦---- Sjómannadag- ur með hefð- bundnu sniði Sjómannadagurinn er á morg- un, sunnudag, og verða hátíðar; höíd víðs vegar um landið. í Reykjavík verður dagskráin með hefðbundnum hætti. Lög kveða á um að fyrsti sunnu- dagur í júnímánuði ár hvert skuli vera almennur frídagur sjómanna. En sú undantekning er gerð að beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnu- dag í júni skuli sjómannadagurinn haldinn næsta sunnudag þar á eftir. í Reykjavík hefst dagskráin kl. 8 með því að fánar verða dregnir að húni á skipum í höfninni. Kl. 11 verður minningarguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Eftir hádegi munu skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, sigla skemmtisiglingu um sundin. Útihátíðarhöld verða við Reykjavík- urhöfn og flytur Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ávarp. Pétur Sigurðsson, forseti sjómannadags- ráðs, heiðrar aldraða sjómenn. Kappróður verður á Reykjavíkur- höfn, keppt verður í karla og kvenna- sveitum. Á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, verður síðdegis sýning og sala á handavinnu vist- manna. Um kvöldið verður sjó- mannahóf á Hótel íslandi. -----» ♦■■♦--- Árekstur olli rafmagnsleysi BÍL var ekið á rafmagnskassa við Búland í gær, með þeim af- leiðingum að rafmagnslaust varð í nærliggjandi húsum. Rafmagnskassinn eyðilagðist við áreksturinn en bíllinn mun lítt skemmdur. Skamman tíma tók að koma rafmagni á að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.