Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 10
títffHft/lf’rn. ' 10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 Endurfundir Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Théátre de l’Unité, Mozart au chocolat Hveijum nema Frökkum mundi detta í hug að búa til leik- hús í agnarlítilli öskju, sem lítur út eins og konfektkassi, skella hárkollum á meirihlutann af áhorfendum og gefa þeim nöfn úr samtíma Mozrts, bjóða þeim til sætis í öskjunni og fóðra þá á hnausþykku súkkulaði og kexi? Leika svo leikrit sem í rauninni snýst ekki um neitt. Mozart au chocolat er hin kostulegasta uppákoma. Leik- hópurinn velur úr áhorfendaskar- anum sem boðið er í eftirmið- dagssúkkulaði og askjan er í rauninni kaffihús þar sem Rósa ræður ríkjum. En þótt verkið sé „fijálslegur" hirðleikur 18. aldar, verður fljótlega ljóst að hann gerist ekkert á 18. öld, heldur í dag. í öskjunni eru endurfundir — liðið er allt steindautt að hitt- ast eftir tveggja alda dvöl öðru hvoru megin við lífið; uppi eða niðri. Svo er bara ósköp hugglegt síðdegi, þar sem Mozart leikur á píanó og fiðlu og trompett og sópran og tenór syngja aríur úr Don Giovanni. Gestirnir sitja prúðir — það er að segja þeir sem eru inni í öskjunni. Enda er það ríka fólkið. Þeir sem ekki eru útvaldir, eru fátæklingamir og þeir fá að horfa á sýninguna í gegnum gæt á öskjunni. Rósa og þeir gestir hennar sem koma fram eru ekkert of lukku- legir með fátæklingana og eru stöðugt að finna að skítalyktinni sem kemur inn um götin. En þó mega fátæklingarnir prísa sig sæla miðað við þá sem inni sitja, því þeir eru teknir með í leikinn: Mozart hittir syni sína, sem Rósa hefur ekkert alltof mikið álit á og lætur það flakka. Constanze, sem er gift aftur og með dipló- matann sinn sér við hlið, má horfa upp á Mozart daðra við söngkonuna, falla fýrir unglings- stúlku og káfa á hveijum kven- mannsbelg sem kemur nálægt honum — og hún verður að gera meira en horfa, hún verður að bregðast við því. Foreldrar Moz- arts eru þama líka, en þeim er sýnd hlýja og vinsemd. Svo er einn Casanova — sem Rósa held- ur að sé auðvelt að skella og hendir sér í fangið á honum. Þegar hann ekki bregst við, lætur hún hann fá það óþvegið. Eins og Casanova hafi einhvern áhuga á konum sem hann þarf ekkert að hafa fyrir. Til að byrja með er mikið, en milt daður í gangi, en smám sam- an ágerist það, þar til boðið er að verða allt annað en „sívilíser- að“ en er orðið að einu allsheijar kapphlaupi milli leikaranna við að lenda á sjens. Inn á milli era lög Mozarts leikinn og aríumar úr Don Gio- vanni sungnar — og Rósa stingur upp á ýmsu til að sanna snilld Mozarts. Hún breiðir dúk yfir píanóið — hann leikur. Hún lætur binda fyrir augun á honum — hann leikur. Þá lætur hún binda hendur hans fyrir aftan bak — og enn leikur hann og alltaf í gegnum dúkinn. Það var greini- lega enginn auli fenginn til að fara með hlutverk Mozarts — heldur frábær píanisti. Aríurnar voru ekki eins kostu- legar. Þær vora of margar og drógu úr hraða sýningarinnar; urðu eiginlega að dauðum punkt- um. Þó hafði söngkonan ákaflega fallega sópranrödd — tenórinn var síðri. Og Rósa stjórnaði framvind- unni, talaði við gestina; kvartaði undan hinum og var með alls kyns yfirlýsingar. Hún bókstaf- lega hélt sýningunni uppi — þótt maður hefði það allan tímann á tilfinningunni að Mozart au choc- olat hefði aldrei verið æft — held- ur léti leikhópurinn það bara ráð- ast hvernig sýningin yrði. Svo er þó ekki, því þetta var 200. sýningin á stykkinu. Sýningin laut öllu heldur lögmálum bama- leikhúss; áhorfendur vora virkj- aðir, en ef þeir ætluðu að taka of mikinn þátt í sýningunni, stoppaði Rósa leikinn. Ahorfend- urnir (gestirnir í boðinu) sátu með parrakkin sín, augun kring- lótt af eftirvæntingu, smá ótta í svipnum, vegna þess að þeir vissu ekki til hvers væri ætlast af þeim — og það er jú alltaf viss ógnun, næstum eins og von sé á skrímsli. En flesta þeirra skorti það sem börn hafa; að geta gleymt sér og tekið þátt í leiknum. Flestir urðu voða stífir og meðvitaðir um að hinir væru að horfa. Mozart au chocolat er bráð- skemmtileg sýning — sem skilur fátt eftir nema minningu sem gleður, nokkra góða brandara og upplifun af leikhúsi sem er alveg sér á parti. í dag, laugardag, verður leikhópurinn með sýningu í miðborg Reykjavíkur, götuleik- hús sem byijar á Lækjartorgi og endar við Tjörnina. Sú sýning heitir „Brúðkaupið" og enginn sem mögulega kemst á svæðið ætti að missa af henni. 011 Kfl 01 07fl L^RUS Þ' VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI L I lyU“Llw/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL, loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: í þríbýlishúsi við Hávallagötu 5 herb. efri hæð 125,1 fm nettó. Tvennar sv. Sérinng. Tvær góðar saml. stofur í suðurhlið. Sérhitaveita. Bílsk. 19 fm. Geymsluris fylgir. Við Álftamýri með nýjum bflskúr Góð 3ja herb. íb. 80,2 fm nettó á 3. hæð. Rúmg. stofa, suðursv. Ágæt sameign. Nýr bíslkúr 21 fm. Skipti æskil. á stærri eign í nágrenninu. Á góðu verði með bflskúr 3ja herb. góð íb. 84,4 fm á 1. hæð við Hrafnhóla í 3ja hæða blokk. Nýtt bað. Nýl. teppi. Stórir og góðir skápar. Húsið nýl. málað utan. Góður brtsk. 25,9 fm. Eignaskipti mögul. Glæsilegt endaraðhús við Brekkusel með 6-7 svefnherb. Séríb. má gera á 1. hæð. Vel byggö eign og vel með farin. Bílsk. með geymslurisi. Eignaskipti mögul. Útsýni. í Vogunum - hagkvæm skipti Vel byggt og vel með farið steinhús ein hæð 165 fm, 5 svefnherb., tvær stofu með húsbónaherb. Bílsk. 23,3 fm. Skrúðgarður. Eigna- skipti möguleg. í suðurbænum í Hafnarfirði steinhús ein hæð 129,5 fm. Ný endurbyggt og stækkað með 5 herb. glæsil. ib. Bílsk. 36 fm. Ræktuð lóð 630 fm. Eignaskipti mögul. Skammt frá Háskólanum 2ja herb. samþ. kjíb. um 50 fm i reisulegu steinhúsi. Rúmg. svefn- herb., sólrík stofa. Sérhiti. Ódýr íb. Ennfremur 2ja herb. góðar íb. á sanngjörnu verði m.a. við Asparfell, Grettisgötu, Tryggvagötu (ný einstaklingsíb.) Á söluskrá óskast - fjársterkir kaup. 3ja-4ra herb. góð íb. í austurbænum Kóp. með bílsk. Einbhús 180-250 fm í Garðabæ, á flötum eða í Arnarnesi. Einbhús eða raðhús í vesturborginni eða á Nesinu. Einbhús eða raðhús í Mosfellsbæ. 80-120 fm og 150-200 fm. 3ja-5 herb. íb. miðsvæðis í borginni. Sérstaklega óskast 3ja-4ra herb. íb. í Þingholtum eða nágrenni. Má þarfn. endurbóta. Margs konar eignaskipti mögul. Margir bjóða miklar og örar peninga- greiðslur. • • • Opið í dag kl. 10.00 - 16.00 Almenna fasteignasalan sf. var stof nuö 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 120 fm íbúðir til sölu Á rólegum stað, fjarri umferðarnið og mengun sem fylgir mikilli bílaumferð eru góðar íbúðir til sölu. Stutt er í skemmtilegar gönguleiðir með Grafarvogi. íbúðirnar eru rúmgóðar með góðu útsýni og henta vel fyrir eldra fólk. Örn ísebarn, byggingameistari, sími 31104. 1 i fofrifr Metsölublað á hverjum degi! Umsjónarmaður Gísli Jónsson 644 Fjöldi mannanafna, sem not- uð hafa verið hér á landi, hefst á jó. Meiri hluti þeirra er úr hebresku. Þeim nöfnum íjölgaði gríðarlega á 19. öld, og fóra menn vítt um völl heilagra ritn- inga í þvílíkri nafnaleit. Jó í hebresku táknar guð, þann sem stundum er nefndur Jahve eða Jehova. Jón Árnason guðspek- ingur segir að Jéhova merki „sá sem var, er og verða mun“. Dæmi af fremur sjaldgæfum nöfnum hér, alhebreskum, af- leiðslum eða samsetningum þeirra (flest tekin upp á 19. öld eða seint á 18.) eru: Jóab, Jó- as, Jóel, Jóelía, Jójada (karl), Jónanna, Jónadab, Jónasa, Jónatas, Jónborg, Jónea, Jón- esa, Jónfríður, Jónharður, Jónheiður, Jónmundur, Jósa- bet, Jósafat, Jósavin, Jósías og Jósúa (karl). Þá era alveg ótalin nöfn sem hefjast á jó og ekki geta talist af hebreskum uppruna. Er þar helst að nefna Jósteinn, Jófríð- ur og Jódís. Ætla verður að Jóreiður sé orðið til úr Jórheið- ur, sbr. Jórunn, þar sem jór er líklega sama og jöfurr = konungur eða villigöltur, sjá staðamafnið Jórvík. Um forliðinn jó í germönskum nöfnum nefna flestir til þolfall af orðinu jór = hestur. Þessi skýring er einföld og nærtæk. Það er kostur hennar. Hins veg-— ar hafa menn lengi haft uppi efasemdir. Hestar (jóar) voru auðvitað merkileg dýr og mann- inum harla nákomin, en forn- menn sýnast þó fremur hafa samsett mannanöfn af t.d. birni og úlfi en hestinum. E.H. Lind hefur aðeins eina samsetningu af hesti, þ.e. Hest- höfði, sem ber með sér að hafa fyrst verið viðumefni, enda dæmi þess. Örfá dæmi eru um forliðinn hross, sum sýnilega viðumefni einnig. Önnur gætu verið afbökuð úr hrós (hróður) sem var ákaflega algengur for- liður út um margar jarðir og í ýmsum tilbrigðum, sbr. Rósa- munda, Hrólfur, Rósinkar, Róbert og Hró(ð)ný. Ætli Hrosskell gæti ekki verið Hrós- kell að réttu lagi? Af mar = hestur og merr (meri) eru engar samsetningar, og þá er eftir jór (lat. equus). Af því orði virðast við fyrstu sýn samsetningar eins og Jósteinn, Jófríður og Jódís. Prófessor A. Janzén nefnir líka þann möguleika fyrstan, er hann skýr- ir Jó-, að þar sé komið þolfallið af jór. En varla hefur hann sleppt því orðinu, þegar hann minnir á að landi hans, Svíinn E. Olson, hafi sett fram hug- myndina um skyldleika þessa forliðar við ýr = ýviður eða bogi (úr þeim viði), svo og manns- nafnið ívar(r) sem kynni að hafa merkt bogaskytta. Danski málfræðingurinn Erik Hornby nefnir þann möguleika að fomdanska nafnið Josten sé þarlend ummyndun af dýrlings- heitinu Justin(us) sem er latína og merkir maður réttlætisins, justus = réttiátur. Þá er, sýnist mér, þrennt til um skýringar á Jósteins-nafni: 1) Hesta- Steinn, sbr. löngu seinna Hesta- Bjarni og Mera-Mangi. 2) Boga- Steinn (Steinn bogaskytta). 3) Réttlátur maður. Justin var bæði dýrlings- og keisaraheiti og hvort tveggja vinsælt, og al- þekkt að „lagfæra“, „staðfæra“ eða „landfæra" mannanöfn. Jófríður. Vera má að það sé valkyrja, enda þurftu valkyrjur mjög á jóm að halda, er þær riðu loft og lög eigi síður en land. En áleitið er það sem Janzén segir (Nordisk kultur 7, bls. 137), ég held þessi sænska hans hljóti að skiljast: „Jófreyr ... ombildning af det fransk-engelska Geoffroi, Geoffrey, ffra Joffrid, af fhty. Gautfred; áven det isl. Jófreiðr frán 1000-tallet har sákerligen samma ursprung; jfr. det in- lánade fda. Jofrich.“ Það er sem sagt engin vissa fyrir því, að Jófríður sé „hesta- vina“. Hún gæti allt eins verið „Gautfríður". Hitt er svo annað mál hvernig skýra skuli þjóðar- . þáttur heitið Gautar og Gotar og ár- heitið Gautelfur, og svo skulum við ekki gleyma því, svo að ég fari heilan hring, að goti getur merkt hestur! Loks er það Jódís. Til þess að sýna enn betur óvissuna um merkingu germanskra ,jónafna“ tek ég hér beint upp úr orðsifja- bók Ásgeirs Blöndals Magnús- sonar, en breyti stundum letri og leysi upp skammstafanir og tákn: ,jódís, jóðdís, kvenkyn, fornt mál = systir; jódís Ulfs ok Narfa = Hel (Ynglingatal Þjóð- ólfs úr Hvini, 7. vísa). Uppruni öldungis óljós og óvíst hvor orðmyndin er upphaflegri og torvelt að koma þeim heim merkingarlega; jódís = „hesta- gyðja“, sýnist ekki hæfa sam- bandinu og eins þótt átt væri við helhestinn ...“ Segi menn svo að mér hafi ekki tekist að gera einfalda hluti flókna, sem alveg stríðir gegn meginsjónarmiðum mínum! ★ <*■ Þegar ég fer í beijamó, 1)á er oft mikið af beijum og þögn. Ég tíni alla þögnina í fötuna og set lokið á og skil berin eftir handa fuglunum. Sindri Svan Stefánsson, 11 ára. Þama flýgur þak, alveg eins og lak. Það er skrýtið. Það er pínulítið. Þarna flýgur hús í heilu lagi að heilsa upp á aðra bæi. Hrund Albertsdóttir, 9 ára. ★ Gleðjist hver sem ungur er, enn er gott að vaka. Eftir ljúfu æskuvorin, eftir þungu gamals sporin moldin mun oss taka. (Þórarinn Bjömsson (1905-1968) þýddi úr latínu.) P.s. Ég sá af tilviljun að í stað orðsins ábyrgðarmaður var komið „sjálfskuldar- ábyrgðaraðili". Þetta er ekki brandari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.