Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 Flugfélag Norðurlands: Um fjögnrra milljóna tap á rekstrinum á liðnu ári TAP VARÐ af rekstn Flugfélags Norðurlands hf. á liðnu ári og nam það um fjórum milljónum króna. Heildarvelta félagsins á síðasta ári var 222,1 milljón króna og eigið fé þess nam í árslok 88,9 milh'ónum króna. Þetta kom fram á aðalfundi Félagið hóf á síðasta ári að fljúga á tveimur nýjum flugleiðum, á milli Húsavíkur og Reykavíkur og milli Akureyrar og Keflavíkur. í frétt frá FN segir að slíkum nýjungum fylgi alltaf talsverður kostnaður, sem ekki skili sér fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Þá féll leiguflug í tengslum við gullleit á Grænlandi, sem hefjast átti í marsmánuði, nánast fyrirvara- laust niður og olli það félaginu veru- FN sem haldinn var fyrir skömmu. legu óhagræði. Nýja Metro-flugvél FN hefur reynst mjög vel og hefur hún auk nýju flugleiðanna verið notuð til ann- ars áætlunarflugs og Ieiguflugs til útlanda, en miklar vonir eru bundnar við þessa afkastamiklu flugvél. Hjá félaginu störfuðu að meðaltali 28 starfsmenn á síðasta ári og námu launagreiðslur til þeirra 73,4 milljón- um króna. Vestnorræna þingmamia- ráðið þingar á Akureyri VESTNORRÆNA þingmannaráðið heldur 8. ársfund sinn á Akureyri að þessu sinni og hefst fundurinn á mánudag klukkan 9, en fundurinn er haldinn í fundarsal Bæjarsljómar Akureyrar. Fundurinn hefst á almennum um- ræðum, þar sem m.a. verða gefnar skýrslur um störf landsdeildanna síðastliðið ár. Að almennu umræðun- um loknum verða afgreiddar fram- komnar tillögur. Fyrir þinginu liggja m.a. tillögur um skráningu sj ávarútvegssögu Málverkasýn- ing í Þéia- merkurskóla ÞÓRHALLA Guðmundsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í sumarhóteli Þelamerkurskóla á sunnudaginn, 14. júní kl. 14. Þórhalla nam myndlist við Mynd- listaskólann á Akureyri og Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, en þaðan útskrifaðist hún árið 1986. Á sýningunni í Þelamerkurskóla verða einþrykk og vatnslitamyndir og stendur sýningin til 5. júlí næst- komandi. Sýningin er opin alla daga á veitingatíma hótelsins. Grænlands um þátt Færeyinga í þorskveiðum við Grænland; skipulagt samstarf vestnorrænu ríkjanna um upplýsinga- og markaðsmál; um að- gerðir til að auka samgöngur og auka verslun milli vestnorrænu land- anna; um aukið samstarf í ferðamál- um; um útgáfu upplýsinga- og náms- efnis um vestnorrænu löndin og þjóð- imar; um aukin nemendaskipti og námstyrki og um endurbyggingu bæjar Eiríks rauða og kirkju frá þjóð- veldisöld á Grænlandi. Fundinn sækja eftiirtaldir þing- menn: Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, Ámi Johnsen alþingis- maður, Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður, Jón Helgason alþing- ismaður, Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir alþingismaður, Henrik Old lög- þingsmaður, Amfinn Kallsberg lög- þingsmaður, Lisbeth Petersen lög- þingsmaður, Heini 0. Heinesen lög- þingsmaður, Helenda Dam á Neystabo lögþingsmaður, Niels Pauli Danielsen lögþingsmaður, Jonatan Motzfeldt landsþingsmaður, Knud Sorensen landsþingsmaður, Otto Ste- enholdt landsþingsmaður og Josef Motzfeldt landsþingsmaður. Brauðgerð Kristjáns Jónssonar áttatíu ára Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigling inn Eyjafjörð Fyrsta skemmtiferðaskipið á þessu sumri kom til Akureyrar á miðvikudag, en það var Kazakhstan. Margir af farþegunum brugðu sér í skoðunarferð að Mývatni, en aðrir spókuðu sig um í bænum. Myndin er tekin frá Hjalteyri, þegar Kazakhstan sigldi á fullri ferð inn fjörðinn, en í baksýn er bærinn Höfði í Höfðahverfi. viðurkenni að fuglar séu ekki á ferli þar sem kísilgúrupptakan fari fram. -----♦ ♦ ♦----- Hvítasunnukirkjan: Vegurinn í heimsókn UM 40 manna hópur frá kristilega samfélaginu Veginum í Reylqavík heimsækir hvitasunnukirkjuna á Akureyri um helgina. Hluti hópsins mun syngja og segja frá reynslu sinni í hvítasunnukirkj- unni annað kvöld, laugardagskvöldið 13. júní, og sunnudaginn • 14. júní kl. 20. Ef veður leyfir mun hópurinn vera með útisamkomu í Kjarnaskógi kl. 15 á sunnudag. Á mánudaginn kl. 20.30 verður námskeið í lofgjörð og tilbeiðslu sem hópurinn stendur fyrir og er öllum sem áhuga hafa heimil þátttaka. (Úr rréttatilkynningu.) Vatnafuglum við Mývatn hefur að meðaltali fjölgað um 21% miðað við sama tíma í fyrra. Árni Einarsson, starfsmaður Náttúru- rannsóknarstöðvarinnar, rekur fjölgunina til vaxtar rykmýsstofna við vatnið. Hann segir að ekki sé hægt að tala um bein tengsl milli Kísiliðjunnar í Ytriflóa og fækkunar andastofnsins þar. Fjölgun fugla er mismikil eftir tegundum. Mest er hún hjá dugg- önd (56%), skúfönd (35%), garg- önd (51%) og rauðhöfða (30%) en innan við 15% hjá öðrum algeng- um tegundum svo sem húsönd (13%), toppönd (14%), hrafnsönd (13%) og straumönd (4%). Hávellu hefur fækkað um 26%. Heildar- fjöldi andahjóna á talningarsvæð- inu er nú um 11.000. Skúfönd er algengasta öndin og telur stofninn um 5.000 pör. Duggönd er næstal- gengust með liðlega 2.000 pör. Ámi segir að nokkrar sveiflur hafi verið í fjölda fugla undanfarin ár. Þegar byijað hafi verið að fylgjast með fuglunum árið 1975 hafi stofninn verið í töluverðri lægð. Síðan hafi hann eflst eða allt til ársins 1983 en þá hafi orð- ið nærri algjört hrun. Eftir það hafi ekki orðið umtalsverð aukning fyrr en með þessum fjörkipp. Hann rekur fjölgunina nú til meiri fæðu, þ.e.a.s. vaxtar ryk- mýsstofna við vatnið, einkum í Syðriflóa Mývatns þar sem ijölg- unin er mest (85% að meðaltali). Þangað sæki fuglar annars staðar af vatninu, meðal annars úr Ytri- flóa þar sem Kísiliðjan er staðsett. Þar hefur orðið fækkun í flestum andastofnum (41% að meðaltali). Árni vill ekki rekja fækkunina beint til Kísiliðjunnar þó hann Þórsarar vígja Hamar Það var mikið um dýrðir þegar Þórsarar tóku form- lega í notkun nýtt félagsheimili fyrir skömmu. Fjöldi gesta kom og skoðaði húsið og þáði veitingar, en í hófi sem haldið var af þessu tilefni voru heiðraðir þeir sem lagt hafa af mörkum sjálfboðavinnu við byggingu hússins. Aðalsteinn Sigurgeirsson sæmdi Hallgrím Skaptason æðsta heiðursmerki Þórs í hóf- inu, en óhætt mun að segja að Hallgrímur hefur lagt fram dijúgan skerf til byggingarinnar. Félags- heimili Þórs, Hamar, er um 1.400 fermetrar að flat- armáli og þar eru salir fyrir stærri fundi, fundarher- bergi deilda félagsins, þreksalur, Ijósastofa, búnings- herbergi í kjallara og fleira. BRAUÐGERÐ Kristjáns Jónssonar á Akureyri átti 80 ára afmæli í gær, en þeir bræður Birgir og Kjartan Snorrasynir reka fyrirtæk- ið nú og eru þeir þriðji ættliðurinn sem annast reksturinn. Fyrirtækið stofnaði Kristján Jónsson 12. júní árið 1912, en hann sá um reksturinn þar til son- ur hans Snorri tók við. Tveir syn- ir Snorra tóku við af honum fyrir nokkrum árum og hafa annast reksturinn síðan. Brauðgerðin hef- ur verið til húsa á þremur stöðum í bænum, fyrst við Strandgötu 41 og síðan í Strandgötu 37, en árið 1978 flutti brauðgerðin í um 2.000 fermetra húsnæði við Hrísalund. Þrír ættliðir hafa þannig rekið brauðgerðina í bænum á þremur stöðum, en fyrirtækið er í hópi þeirra elstu sem ætíð hafa verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Kristjánsbakarí, eins og það er jafnan nefnt, er með fjórar brauð- búðir víðs vegar um bæinn auk þess sem brauð og kökur eru seld víða út um land. Á síðasta ári voru 57 manns á launaskrá hjá fyrirtækinu. Brauðgerðin efnir til afmæli- sveislu fyrir viðskiptavini sína á morgun, sunnudag, en í bakaríinu við Hrísalund verður hæsta verð á brauði og kökum 80 krónur. Þrenns konar verð vérður í gangi, 20 krónur, 40 krónur og 80 krón- ur. „Það verður eflaust mjög líflegt hér á sunnudaginn, það er sjó- mannadagur og margir á ferðinni. Að jafnaði koma hingað um 400 viðskiptavinir á hveijum sunnu- degi, en við gerum okkur enga grein fyrir hversu margir þeir verða núna. Við munum hins veg- ar búa okkur vel undir þetta og ætlum að baka í gríð og erg,“ sagði Birgir Snorrason. Vatnafuglum við Mývatn hefur fjölgað um 21%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.